Ferðamennska á Íslandi

Ferðamennska á Íslandi

Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.

Fréttamynd

„Sagan enda­lausa“ í bar­áttunni við gróður­eldana

Enn standa slökkviliðsmenn í stríði við gróðurelda sem kviknað hafa í kringum gosstöðvarnar við litla Hrút. Slökkviliðsstjóri segist hræddur um að ástandið verði eins þar til það tekur að rigna, mikilvægt sé að eldunum sé haldið niðri á meðan þurrt er. 

Innlent
Fréttamynd

Neitar að játa sig sigraðan gagnvart gróðureldunum

Þrjátíu slökkviliðsmenn hafa barist í dag á gosstöðvunum, með meiri tækjabúnaði en áður, við að koma í veg fyrir að gróðureldar breiðist út á Reykjanesskaga. Á sama tíma undirbúa Almannavarnir aðgerðir til bjargar innviðum. Þá hyggst lögregla vísa fólki burt af útsýnisstaðnum á Litla-Hrúti vegna þess að Veðurstofan skilgreinir hann sem hættusvæði.

Innlent
Fréttamynd

Þetta er útsýnisstaðurinn sem gosferðamenn vilja komast á

Eldgosið á Reykjanesi heldur enn sama krafti og undanfarna daga. Æ fleiri ferðamenn velja að sjá gosið af fjallinu Litla-Hrúti, þótt það þýði lengri göngu. Almannavarnir hefja tilraunir á gossvæðinu á morgun á aðferðum til að verja mikilvæga innviði eins og háspennulínur og jarðstrengi.

Innlent
Fréttamynd

Uppselt á veitingastað Friðheima langt fram á haustið

Uppselt er í sumar og vel fram á haustið í mat í Friðheimum í Bláskógabyggð vegna mikillar aðsóknar ferðamanna á staðinn. Vínstofan er nýr veitingastaður á Friðheimum þar sem þyngsti bar landsins er en hann er úr tíu tonnum af grjóti.

Innlent
Fréttamynd

Vörumerkið Ísland

Í rekstri margra fyrirtækja er vörumerkið verðmætasta eignin þótt ekki sjáist það sem tala á blaði. Vörumerkið er samofið ímynd fyrirtækisins. Og fyrirtækin leggja ofurkapp á að varðveita vörumerkið og þar með ímynd fyrirtækisins.

Skoðun
Fréttamynd

„Þetta er 300 prósent hækkun“

Þriggja manna fjöl­skylda sem ætlaði sér að fara í sund­laugina í Húsa­felli í dag hætti við vegna verð­lags. Fjöl­skyldan segist hafa verið reglu­legir gestir í lauginni undan­farin ár en segir nú­verandi verð ofan í laugina allt of hátt. Rekstraraðili segir laugina einkarekna, hún fái enga niðurgreiðslu frá sveitarfélaginu eða öðrum og þá sé komið til móts við gesti með sundkortum auk þess sem gestum hótels og tjaldsvæða sé boðinn afsláttur í margskonar formi.

Neytendur
Fréttamynd

Ó­skemmti­leg skemmti­ferða­skip

Það er öfugsnúið að þegar hver stórborgin á fætur annarri úti heimi eru að banna komur skemmtiferðaskipa, þar á meðal Amsterdam og Feneyjar - þá séum við Íslendingar að bæta í, nú síðast Reykjanesbær.

Skoðun
Fréttamynd

Skila­boðin séu ekki: „Verið nú góð við túr­istana!“

Jóhannes Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferða­þjónustunnar, segir mark­miðið með nýju ár­veknis­á­taki um gest­risni ekki vera að tala niður til Ís­lendinga heldur til þess að minna á þann á­vinning sem ferða­þjónustan hefur í för með sér fyrir þjóðar­búið. Ís­lendingar þyki meðal gest­risnustu þjóða í heimi og þannig sé gest­risnin orðin að sölu­vöru.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bandarískir ferðamenn slá met

Icelandair sagði frá því á dögunum að sætanýting í flugi til og frá Norður-Ameríku hafi aldrei verið betri í júní. Það stemmir vel en Bandaríkjamenn eyddu 14,14 milljörðum króna á Íslandi í júní samkvæmt tölum frá Rannsóknasetri verslunarinnar (RSV).

Skoðun
Fréttamynd

Birgitta ætlar aldrei aftur af landi brott: „Fólk þarf að fara að vakna“

Birgitta Jóns­dóttir, fyrr­verandi þing­maður Pírata, er hætt að fljúga og segir það vera sitt fram­lag í bar­áttunni gegn loft­lags­breytingum. Hún segir fáa vilja horfast í augu við að massa­túr­ismi sé vanda­mál og segist ekki eiga eftir að sakna þess að fara til út­landa, ís­lensk náttúra komi þar til bjargar.

Innlent
Fréttamynd

„Það er allt heimskulegt við þetta“

Nýir búningsklefar sem verið er að smíða í Landmannalaugum hafa vakið töluverða athygli. Karen Kjartansdóttir almannatengill segir klefana gera fátt annað en að skyggja á útsýnið til fjalla og þar að auki veita spéhræddum lítið skjól.

Innlent
Fréttamynd

„Ég er þakklátur fyrir að þetta fór ekki verr“

Betur fór en á horfðist þegar öflug alda strandaði bátnum Hesteyri ÍS 95 á Hornströndum og hvolfdi slöngubát sem notaður var til að flytja fólk og farangur í land. Reynslumikill skipstjórinn segist aldrei hafa séð annað eins.

Innlent
Fréttamynd

Ný Þjórsárbrú við Árnes sett í salt eins og Hvammsvirkjun

Ný brú yfir Þjórsá á móts við Árnes, sem til stóð að bjóða út í haust, frestast um óákveðinn tíma eftir að virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var fellt úr gildi. Oddvitar sveitarfélaganna beggja vegna Þjórsár vonast til að brúarsmíðin tefjist ekki of mikið og segja brúna hafa mikla þýðingu fyrir uppsveitir Suðurlands.

Innlent
Fréttamynd

Farþegaskip strandaði á Hornströndum

Farþegaskip, sem var á leið frá Ísafirði til Hornstranda, strandaði þegar komið var á leiðarenda. Engin hætta var á ferðum og komust farþegar sjálfir úr skipinu. Þeir afþökkuðu ferð til baka með björgunarbát, enda komin á áfangastað.  

Innlent
Fréttamynd

Þveraði landið með föður sínum á fjórhjóli

Fyrir rúmri viku síðan lagði Birna Bragadóttir af stað í ævintýraför ásamt föður sínum, Braga Guðmundssyni. Feðginin ferðuðust á fimm dögum þvert yfir Ísland á fjórhjólum, horn í horn eins og þau kalla það.

Lífið
Fréttamynd

Ferðaþjónustan flytji út gestrisni þjóðarinnar

Verkefninu Góðir gestgjafar var hleypt af stokkunum á veitingastaðnum Önnu Jónu í Tryggvagötu í gær, föstudaginn 14. júlí, þar sem þau Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamálaráðherra, Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar og Arnar Már Ólafsson, ferðamálastjóri opnuðu vefsíðu verkefnisins og birtu sín póstkort á samfélagsmiðlum.

Innlent
Fréttamynd

Þræla­hald

Ég hef unnið núna við ferðaþjónustu síðastliðin sjö ár og verð að viðurkenna að sem leiðsögumaður með meirapróf hef ég fengið að njóta gífurlegra vellystinga fjárhagslega og andlega sem nokkru sinni um ævina. Þetta er sannkallað partý með fólki sem hefur nötrað af tilhlökkun við að koma til Íslands, frír matur og lúxushótel.

Skoðun
Fréttamynd

Ætlar að verða fyrsta sádi-arabíska konan sem hjólar hring­veginn um Ís­land

„Ef það væri ekkert sem stoppaði mig, hvað myndi ég þá gera? Það er það sem kom upp í hugann á mér. Ég vildi upplifa alvöru ævintýri – krefjandi ævintýri. Eitthvað sem myndi ögra mér og þvinga mig til að þroskast,“ segir Yasmine Adriss sem hyggst hjóla hringveginn um Ísland á næstu vikum. Hjólaferð hennar hófst þann 4. júlí síðastliðinn en ef hún kemst á leiðarenda mun hún verða fyrsta sádi-arabíska konan sem afrekar það.

Innlent
Fréttamynd

Náttúran reyndist Skúla vel eftir fall Wow air

Sjó­böðin við Hvamms­vík eru eins árs og verður boðið upp á dag­skrá um helgina í til­efni af því. Eig­andi þeirra Skúli Mogen­sen segist mæla með úti­vist og líkam­legri vinnu fyrir alla sem upp­lifi hvers­kyns á­föll en sjálfur segist hann nánast þekkja hvern stein í Hvamms­víkinni eftir fram­kvæmdir þar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Segir bíla­planið sprungið og tekur upp gjald

Tekin verður upp gjald­skylda fyrir bíla­stæði í Reynis­fjöru í næstu viku. Gestir á fólks­bílum munu þurfa að greiða þúsund krónur fyrir að leggja á neðra bíla­stæðið við fjöruna en 750 krónur í það efra.

Innlent
Fréttamynd

Hemjum ham­fara­hamingjuna

Í þriðja sinn á rúmum tveimur árum gýs nú á Reykjanesskaganum. Í þriðja sinn erum við tiltölulega heppin því hvorki er um að ræða mikið gosútfall sem ógnar flugi til og frá landinu eða veldur slæmu öskufalli í grennd gossins, né er gosið staðsett þannig eða af þeirri stærðargræðu að það ógni innviðum og íbúðabyggð.

Skoðun
Fréttamynd

Loka göngu­leiðinni að gos­stöðvunum

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um loka Meradalaleið upp að gosstöðvunum til laugardags hið minnsta. Um er að ræða einu leiðina sem göngufólki hefur verið leyft að ganga að gosinu við Litla-Hrút. Allar gönguleiðir eru því lokaðar inn á svæðið.

Innlent