Halda samstöðutónleika á sama tíma og Ísland keppir í Eurovision Hópur tónlistarmanna kemur fram á samstöðutónleikum með Gasa í Háskólabíó þann 7. maí klukkan 19.30. Á sama tíma keppir Ísland í fyrri undankeppni Eurovision í Malmö í Svíþjóð. Söngkonan Elísabet Eyþórsdóttir, Beta, er ein þeirra sem kemur að skipulagningu tónleikanna. Lífið 30. apríl 2024 11:08
Andstaða frá Íslandi og vera Ísraelsmanna litar keppnina í ár Vera Ísraelsmanna og andstaða frá Íslandi litar Eurovisionkeppnina í ár, að sögn fararstjóra íslenska hópsins. Hann segir þó góða stemningu í hópnum og að fyrsta æfing Heru Bjarkar hafi gengið framar vonum. Lífið 29. apríl 2024 13:01
Hera í gylltum galla á fyrstu æfingunni Hera Björk steig í fyrsta skiptið á Eurovision sviðið á sinni fyrstu æfingu í Malmö í gær. Þar mátti sjá Heru í glænýjum gylltum samfestingi. Lífið 29. apríl 2024 10:24
Þórdís Lóa um Júró-umfjöllun: „Hvers vegna þessi þögn?“ Systir Heru Bjarkar furðar sig á því hve litla umfjöllun Eurovision-fararnir hafi fengið í ár. Áður hafi stórskemmtilegt myndefni af ferðalöngunum prýtt vef Ríkisútvarpsins. Athygli vakti í gær þegar framlag Ísraels hlaut eitt stig frá öllum dómurum Alla leið. Lífið 28. apríl 2024 14:47
Stendur þétt við bak Heru Þórdís Lóa Þórhallsdóttir forseti borgarstjórnar segir lífið vera allt annað eftir hnéaðgerð. Áður gat hún ekki gengið á öðru en jafnsléttu. Hún segir fjölskylduna standa þétt að baki systur sinni Heru Björk í Eurovision. Þá hrósar hún minnihlutanum í borgarstjórn og segir samstarfið aldrei hafa gengið betur. Lífið 21. apríl 2024 07:01
Talin ólíklegust til að komast áfram Veðbankar telja framlag Íslands til Eurovision í ár, Scared of heights í flutningi Heru Bjarkar, aðeins eiga nítján prósent möguleika á að komast áfram í aðalkeppnina. Það eru minnstu líkur allra laga sem keppa á fyrra undankvöldinu. Lífið 18. apríl 2024 22:07
Eva Ruza og Gunna Dís inn fyrir Gísla og Felix Útvarpskonan Eva Ruza Miljevic mun stýra Eurovision-þáttunum Alla leið á RÚV í stað Felix Bergssonar þetta árið. Lífið 17. apríl 2024 21:11
Gunna Dís kynnir Eurovision í stað Gísla Marteins Guðrún Dís Emilsdóttur mun verða þulur á Eurovision söngvakeppninni í ár. Hún hleypur þar með í skarðið fyrir Gísla Martein Baldursson sem lýst hefur keppninni undanfarin ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu. Lífið 17. apríl 2024 13:31
Eyfi flutti Nínu með Hinsegin kórnum Í síðasta þætti af Öll þessi ár á Stöð 2 var fjallað um árið 1991. Lífið 16. apríl 2024 20:01
Ekki normalisera þjóðarmorð: Sniðgöngum Ísrael - Sniðgöngum Eurovision Það er löngu orðið augljóst að Ísrael fremur þjóðarmorð í Palestínu. Linnulausar árásir Ísraels á Palestínu síðustu 6 mánuði eru skýrt merki um einbeittan brotavilja Ísraels gagnvart alþjóðalögum og vilja Ísraels til að losna við alla Palestínumenn. Skoðun 15. apríl 2024 07:01
Segir grín Sigmundar hafa ruglað heimilislíf sitt og heitir hefndum Brynjar Níelsson virðist ekki ætla að verða við áskorun Sigmundar Davíð um að lýsa Eurovision í ár. Hann segir hrekk Sigmundar hafa ruglað í heimilislífi sínu og heitir andstyggilegum hefndum. Innlent 11. apríl 2024 19:34
Segist ekki hafa horft á Eurovision í rúm fimmtíu ár Brynjar Níelsson segist telja að hann yrði ómögulegur lýsir Eurovision keppninnar. Hann segist síðast hafa horft á Eurovision árið 1970 eða fyrir 53 árum síðan og hefur litla trú á að Ríkisútvarpið myndi vilja ráða hann í giggið. Lífið 10. apríl 2024 16:05
Fólk hætti að áreita keppendur vegna þátttöku Ísrael Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) segja alla ábyrgð á þátttöku þjóða í Eurovision liggja hjá stjórn keppninnar en ekki einstaka keppendum. Þau biðla til fólks um að áreita ekki keppendur vegna þátttöku Ísraels í keppninni. Lífið 9. apríl 2024 15:34
Hvetja Brynjar til að lýsa Eurovision að undirlagi Sigmundar Undirskriftarsöfnun hefur verið ýtt úr vör til þess að hvetja Ríkisútvarpið og Brynjar Níelsson til þess að sá síðarnefndi lýsi Eurovision í ár. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson stakk upp á Brynjari til verksins eftir að Gísli Marteinn Baldursson tilkynnti að hann myndi ekki lýsa. Lífið 9. apríl 2024 13:30
Leitinni að arftaka Gísla Marteins miðar vel Leitinni að arftaka Gísla Marteins Baldurssonar sem kynnis í Eurovision miðar vel. Verður fljótlega tilkynnt um arftakann. Þetta segir Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins. Lífið 9. apríl 2024 11:12
Í skjóli hinna hugrökku Nú hefur sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson tilkynnt þá virðingarverðu ákvörðun sína, að taka ekki að sér að lýsa Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva þetta árið. Gísli þykir almennt bæði fær og fróður lýsandi, enda hefur hann lýst keppninni með hléum frá árinu 2003, og óslitið frá árinu 2016. Skoðun 9. apríl 2024 07:00
Hefur ekki lyst á að koma nálægt Eurovision Arnar Eggert Thoroddsen tónlistarfræðingur og Eurovisionaðdáandi mun sniðganga keppnina í ár vegna þátttöku Ísraels. Hann segir tilhugsunin um Eurovision gefa honum kvíðahnút í magann. Lífið 8. apríl 2024 21:22
Gísli Marteinn lýsir ekki Eurovision í ár Gísli Marteinn Baldursson mun ekki lýsa Eurovision söngvakeppninni í ár. Ástæðan er framganga Ísraels á Gasa og viðbrögð forsvarsmanna keppninnar við henni og skortur þar á. Lífið 8. apríl 2024 14:48
Finna enn gríðarlega sterk áhrif Eurovision-myndarinnar Verkefnastjóri Húsavíkurstofu segir að ferðamennska hafi aukist jafnt og þétt í Húsavík frá útgáfu Eurovision-bíómyndarinnar og síðasta sumar sé það blómlegasta í sögu bæjarins. Hann vekur athygli á að fyrir hverja krónu sem notuð er til fjárfestingar í kvikmyndagerð hérlendis koma 6,8 krónur til baka. Bíó og sjónvarp 7. apríl 2024 18:32
Eurovision og pólitík: Hugleiðingar um sértæk mótmæli Í geopólitískri óreiðu höldum við okkur oft við menningarviðburði sem verkfæri til að mótmæla. Eurovision, hátíð fjölbreytileika tónlistar í Evrópu, hefur verið tilefni til umræðu vegna meints pólitísks valds þrátt fyrir að keppnishaldarar þverteki fyrir að söngvakeppnin sé pólitísk. Skoðun 5. apríl 2024 16:30
Hera Björk segir að sér hafi verið gerðar upp skoðanir Hera Björk Þórhallsdóttir Eurovisionfari segir að sér hafi verið gerðar upp skoðanir í tengslum við viðtali sem hún átti við ísraelska Eurovision-miðilinn Euromix. Innlent 4. apríl 2024 16:01
Fer fögrum orðum um júrólag Ísraels Hera Björk Þórhallsdóttir Eurovisionfari fer fögrum orðum um framlag Ísraels í Eurovision, Hurricane, í viðtali við ísraelska Eurovision-miðilinn Euromix á kynningarviðburði keppninnar í Madríd á laugardaginn. Lífið 3. apríl 2024 22:33
„Ég get ekki gert upp á milli barna“ Hera Björk er á leið út til Svíþjóðar þar sem hún mun verða fulltrúi þjóðarinnar í Eurovision. Glaðbeitt. Hún var í hlaðvarpsþætti Einars Bárðarsonar fyrir skömmu og segist ekki geta beðið. Lífið 26. mars 2024 17:07
Felix víkur og óvissa með Gísla Martein Felix Bergsson hefur sagt sig frá öllum verkefnum á vegum Ríkisútvarpsins, bæði þeim sem hann hefur sinnt í útvarpi og sömuleiðis í sjónvarpi. Hann verður því ekki fararstjóri íslenska Eurovision hópsins í ár eins og undanfarin ár. Óvíst er hvort Gísli Marteinn Baldursson lýsi keppninni eins og síðustu ár. Lífið 22. mars 2024 10:56
„Fólk er að koma út með allskonar og allir með hlaðinn disk af eigin skít“ Hera Björk er á leiðinni til Malmö í Svíþjóð og tekur þar þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision þar sem hún mun flytja lagið Scared of Heights í maí. Lífið 19. mars 2024 10:30
Kosningaóreiða RÚV, opið bréf til stjórnar Ríkisútvarpsins Ágæta stjórn Ríkisútvarpsins. Hópur sem telur tólf hundruð manns hefur rannsakað og tekið saman vafaatriði vegna símakosningarinnar í Söngvakeppninni 2. mars 2024. Við sendum stjórninni fyrstu samantekt okkar þann 8. mars s.l. og höfum sömuleiðis sent lögfræðiálit sem unnið var fyrir hópinn. Skoðun 19. mars 2024 10:30
Fleiri vildu lag Heru en Bashar til Malmö Fleiri Íslendingar er óánægðir með framlag Íslands í Eurovision 2024, lagið Scared of Heights í flutningi Heru Bjarkar, en ánægðir, eða rúm fjörutíu prósent. Þó vildu fleiri á sama tíma að lagið yrði framlag Íslands frekar en lagið Wild West með Bashar Murad sem lenti í öðru sæti. Þá vilja flestir að Ísland sitji hjá í Eurovision í ár. Lífið 15. mars 2024 10:34
Opið bréf til Heru Bjarkar Sæl Hera, við lásum við þig viðtal sem var unnið upp úr Mannlega þættinum á RÚV. Í því virðist gæta ákveðins misskilnings, að við getum ekki hjálpað fólki eða að staðan á Gaza sé eitthvað sem við getum ekkert gert til að breyta. Skoðun 15. mars 2024 07:30
Mælir ekki með þessu Hera Björk segir síðustu daga, frá því að hún vann Söngvakeppni sjónvarpsins, hafa verið ansi skrýtna og erfiða. Verst hafi verið að fá skilaboð frá fólki sem greinilega eigi bágt. Lífið 12. mars 2024 09:17
„Með ólíkindum hvernig RÚV ætlar að valta yfir höfunda sigurlagsins“ Eyþór Gunnarsson tónlistarmaður segist hugsi yfir rétti höfunda til að stjórna því í hvaða tilgangi hugverk þeirra er notað. Hann veltir fyrir sér hvort sæmdarréttur höfunda lagsins Scared of Hights vegi ekki eitthvað þegar ákvörðun um þátttöku í Eurovision var tekin. Lífið 11. mars 2024 23:16