Stjóri Arsenal sagði upp eftir slaka byrjun Jonas Eidevall er hættur sem knattspyrnustjóri Arsenal eftir erfiða byrjun á tímabilinu. Hann hafði stýrt liðinu í þrjú ár. Enski boltinn 15. október 2024 16:01
Sir Alex slapp ekki við niðurskurðarhnífinn hjá Man. United Nýir eigendur enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United hafa verið duglegir að skera niður hjá félaginu og það virðist hreinlega enginn vera óhultur hjá félaginu. Enski boltinn 15. október 2024 09:03
Stjóri Stuttgart hafnaði United Sebastian Hoeness, knattspyrnustjóri Stuttgart, var upp með sér yfir áhuga Manchester United en var ekki tilbúinn að taka við liðinu. Enski boltinn 14. október 2024 12:30
Dagný kom við sögu í jafntefli West Ham Dagný Brynjarsdóttir kom inn af bekknum hjá liði West Ham sem gerði jafntefli í úrvalsdeild kvenna á Englandi í dag. Enski boltinn 13. október 2024 16:02
Saka hefði getað spilað gegn Finnum Stuðningsmenn Arsenal fengu eflaust aðeins fyrir hjartað þegar tilkynnt var að Bukayo Saka hefði yfirgefið enska landsliðshópinn vegna meiðsla. Þeir geta nú andað léttar. Enski boltinn 13. október 2024 13:46
Salah farinn heim til Liverpool: Ofbeldisfullir andstæðingar og hættulegur völlur Mohamed Salah hefur yfirgefið landsliðshóp Egyptalands og er farinn aftur heim til Liverpool. Egypski stjörnuleikmaðurinn var ekki spenntur fyrir seinni leik Egypta gegn Máritaníu. Enski boltinn 13. október 2024 11:30
Síðasta tímabil Haaland með Manchester City? Erling Haaland gæti verið að leika sitt síðasta tímabil með Manchester City. Fregnir á Spáni herma að Norðmaðurinn hafi áhuga á að spila í La Liga frá og með næsta tímabili. Enski boltinn 13. október 2024 10:17
Hlerunarbúnaður í klefa United á Villa Park tók upp ræður Ten Hag Hlerunarbúnaði var komið fyrir í klefa Manchester United fyrir leik liðsins gegn Aston Villa í úrvalsdeildinni um síðustu helgi. Ræður knattspyrnustjórans Erik Ten Hag heyrast vel á upptökum sem The Sun er með í sínum fórum. Enski boltinn 13. október 2024 09:30
Jason lagði upp í sigri gegn liði 92-árgangsins Jason Daði Svanþórsson var í byrjunarliði Grimsby Town sem vann góðan sigur í League Two-deildinni á Englandi í dag. Þetta var fjórði sigur Grimsby í síðustu fimm leikjum. Enski boltinn 12. október 2024 16:06
Pabbi Son dæmdur fyrir brot gegn börnum Pabbi Son Heung-min, fyrirliða enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham, hefur verið fundinn sekur um líkamlegt og andlegt ofbeldi gegn ungum fótboltamönnum. Enski boltinn 12. október 2024 14:32
Saka sendur heim vegna meiðsla Bukayo Saka verður ekki með enska landsliðinu þegar það mætir Finnum á morgun í Þjóðadeildinni í fótbolta, eftir að hafa meiðst í tapinu gegn Grikklandi á fimmtudaginn. Enski boltinn 12. október 2024 11:01
Leikmaður Brighton var nálægt því að deyja um borð í flugvél Julio Enciso, leikmaður Brighton, var hætt kominn í flugi frá Englandi til Suður-Ameríku. Hann hélt að hann væri að fara að deyja. Enski boltinn 11. október 2024 16:16
Saka fór meiddur út af Bukayo Saka, leikmaður Arsenal, fór meiddur af velli þegar England tapaði fyrir Grikklandi í Þjóðadeildinni í gær. Enski boltinn 11. október 2024 13:01
Haaland að verða pabbi Erling Haaland skráði sig í norsku sögubækurnar í kvöld þegar hann varð markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins en hann stal þó fyrirsögnunum með öðrum hætti eftir leik þegar hann tilkynnti að hann og unnusta hans ættu von á barni. Fótbolti 10. október 2024 23:16
Mazraoui fór í aðgerð vegna hjartavandamála Noussair Mazraoui, leikmaður Manchester United, hefur gengist undir smávægilega aðgerð vegna of hraðs hjartsláttar. Enski boltinn 10. október 2024 16:33
Sverrir Ingi minnist Baldocks: „Þú munt alltaf eiga stað í hjarta okkar“ Íslenski landsliðsmaðurinn Sverrir Ingi Ingason minntist samherja síns hjá Panathinaikos, Georges Baldock, í færslu á Instagram. Hann segir að sorgin vegna fráfalls hans sé óbærileg. Fótbolti 10. október 2024 15:02
Stjörnulögfræðingur á að bjarga Paqueta frá lífstíðarbanni Enska knattspyrnusambandið rannsakar nú mögulega aðild brasilíumannsins Lucas Paqueta að víðtæku veðmálasvindli. Hann gæti átt yfir höfði sér lífstíðarbann en félag hans West Ham ætlar að gera sitt til að koma í veg fyrir að svo verði. Enski boltinn 10. október 2024 07:32
Milan vill að Zlatan sæki landa sinn frá Manchester AC Milan hefur áhuga á að næla í Victor Lindelöf frá Manchester United til að styrkja meiðslahrjáða varnarlínu sína. Þeir telja sig vera með rétta manninn til að sannfæra Svíann um að færa sig um set til Ítalíu. Enski boltinn 9. október 2024 22:33
Fyrrum leikmaður ÍBV og Sheffield United fannst látinn George Baldock, fyrrum leikmaður Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni, fannst í dag látinn í sundlaug við heimili sitt í Grikklandi. Baldock lék á sínum tíma með ÍBV í efstu deild hér á landi. Enski boltinn 9. október 2024 21:31
Leikmaður Chelsea flutti aftur heim til mömmu og pabba Þrátt fyrir að þéna vel býr Levi Colwill, leikmaður Chelsea, enn með foreldrum sínum, yngri bróður og hundi í Southampton. Enski boltinn 9. október 2024 15:33
Gott fyrir Heimi en áfall fyrir Liverpool Nú er orðið ljóst að Liverpool verður án brasilíska markvarðarins Alisson næstu sex vikurnar, eða fram yfir landsleikjahléið í nóvember, vegna meiðsla. Enski boltinn 9. október 2024 09:31
Grealish: Ég hefði átt að fara með á EM Jack Grealish, leikmaður Englandsmeistara Manchester City, segir ljóst að hann hefði átt að fá sæti í EM-hópi enska landsliðsins í sumar. Enski boltinn 9. október 2024 08:34
Félögunum refsað en Jackson sleppur Enska knattspyrnusambandið hefur ákært Chelsea og Nottingham Forest fyrir að hafa ekki stjórn á leikmönnum sínum í leik liðanna síðasta sunnudag. Einstakir aðilar málsins eru ekki ávíttir en félögin eiga von á sekt. Enski boltinn 9. október 2024 07:32
Á skotskónum í framrúðubikarnum Jason Daði Svanþórsson skoraði mark Grimsby þegar liðið tapaði 1-2 gegn Lincoln í framrúðubikarnum, bikarkeppni neðra deilda á Englandi. Enski boltinn 8. október 2024 21:30
Lineker gefur lítið fyrir slúðursögur um framtíð sína Enska knattspyrnugoðsögnin Gary Lineker, umsjónarmaður Match Of The Day, gífur lítið fyrir slúðursögur um framtíð hans í starfi hjá BBC. Enski boltinn 8. október 2024 16:17
Í tíu leikja bann fyrir „Jackie Chan“ ummælin Ítalski varnarmaðurinn Marco Curto hefur verið úrskurðaður í tíu leikja bann frá fótbolta vegna kynþáttaníðs í garð Suður-Kóreumannsins Hwang Hee-Chan, sóknarmanns Úlfanna á Englandi. Fótbolti 8. október 2024 15:31
Konaté mætti með nýstárlega grímu til æfinga Ibrahima Konaté, miðvörður Liverpool, er greinilega óhræddur við að fara óhefðbundnar leiðir í fatavali eins og hann sýndi þegar hann mætti til æfinga með franska landsliðinu í gær. Fótbolti 8. október 2024 09:30
Man City og enska úrvalsdeildin segjast bæði hafa borið sigur úr býtum Englandsmeistarar Manchester City sem og forráðamenn ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu þykjast hafa haft betur í máli félagsins gegn deildinni er kemur að auglýsingatekjum. Ekki er um að ræða mál tengt 115 ákærunum á hendur Man City. Enski boltinn 8. október 2024 07:02
Hætti á samfélagsmiðlum og hættir ekki að skora Brennan Johnson, leikmaður Tottenham Hotspur, hefur verið hreint út sagt óstöðvandi undanfarnar vikur en hann hefur skorað í sex leikjum í röð. Markahrinan kemur í kjölfar þess að Johnson lokaði Instagram-aðgangi sínum eftir mikil leiðindi í sinn garð. Enski boltinn 7. október 2024 20:45
Onana haldið oftast hreinu Á meðan að flestar fréttir af Manchester United snúa að slæmu gengi liðsins og stöðu knattspyrnustjórans Eriks ten Hag þá hefur markvörðurinn André Onana reynst ákveðið ljós í myrkrinu. Enski boltinn 7. október 2024 14:01