Eldgos á Reykjanesskaga

Eldgos á Reykjanesskaga

Hrina eldgosa á Reykjanesskaga hófst í mars 2021 í Geldingadölum. Það níunda varð norðan Grindavíkur í ágúst 2024.

Fréttamynd

Ræða kaup á húsum Grind­víkinga á morgun

Frumvarp til laga um kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík liggur fyrir. Það verður tekið fyrir á þingfundi á morgun og er eina málið sem er á dagskrá þann daginn. Fundurinn hefst klukkan 13:30.

Innlent
Fréttamynd

Fyrir­tækjum í Grinda­vík að blæða út

Fyrirtækjum í Grindavík er að blæða út vegna andvaraleysis stjórnvalda að sögn forsvarsmanna tæplega hundrað og fimmtíu fyrirtækja í bænum. Kallað er eftir auknu aðgengi, skýrari svörum og samráði. Eigi Grindavík að lifa áfram sem bæjarfélag þurfi að halda atvinnulífinu gangandi. Bæjarstjórn tekur undir með fyrirtækjunum um aukið aðgengi.

Innlent
Fréttamynd

Land rís að­eins hraðar en fyrir gos

Land heldur áfram að rísa við Svartsengi á Reykjanesi. Að sögn Benedikts Ófeigssonar, fagstjóra aflögunarmælinga hjá Veðurstofunni, hafa verið litlar breytingar á landrisinu síðustu daga, en nú gæti farið að hægjast á því.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er allt á hreyfingu“

Björgunarsveitarmaður sem var á vakt í Grindavík í dag segir jörðina enn á hreyfingu í bænum. Hann segist merkja breytingar í þessari frá þeirri síðustu, hús halli meira og merki um jarðhræringar sjáist á malbiki.

Innlent
Fréttamynd

Fékk flogakast vegna streitu og á­lags

Ung hjón úr Grindavík segja erfitt að taka ákvörðun um að selja ríkinu glænýtt hús sitt í bænum. Það sé útilokað að finna sambærilega eign í nágrenni höfuðborgarsvæðisins fyrir verðið sem þau fá fyrir húsið. Þau segja að álagið undanfarna mánuði hafi tekið mikinn toll af þeim og vonast til að geta snúið einhvern tíma aftur heim. 

Innlent
Fréttamynd

Píparar á­fram til taks

Píparasveit almannannavarna verður áfram til taks fyrir íbúa Suðurnesja. Þetta kemur fram í stuttri tilkynningu frá almannavörnum.

Innlent
Fréttamynd

Hægt verði að auka að­gengi að Grinda­vík

Almannavarnir hafa endurmetið heildaráhættu fyrir Grindavík með tilliti til verðmætabjörgunar íbúa og fyrirtækja fyrir næstkomandi miðvikudag til föstudaga. Niðurstaðan er sú að hægt sé að opna fyrir aukið aðgengi að Grindavík. 

Innlent
Fréttamynd

Spáir næsta gosi 1. mars

Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir líklegt að næsta eldgos á Reykjanesskaga verði í kringum 1. mars. Útlit sé fyrir að sama mynstur og hefur verið ríkjandi muni endurtaka sig. Þó geti jarðskjálfti eða annar atburður alltaf breytt stöðunni. 

Innlent
Fréttamynd

Krafta­verk við hitaveitulögnina

Íbúar á Reykjanesi ættu allir að vera komnir aftur með heitt vatn á ný í síðasta lagi í nótt. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir að um kraftaverk sé að ræða en fjörutíu pípulagningamenn eru í viðbragðsstöðu í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Fólk búið undir alls konar vendingar

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heimsótti Svartsengi í dag og bar nýja hitaveitulögn augum. Hún segir þrekvirki hafa verið unnið á staðnum. Mikilvægt sé að byrja að líta til framtíðar og huga að náttúruvá í framtíðarskipulagi.

Innlent
Fréttamynd

Þeir unnu mikið af­rek

Mitt gamla stálhjarta sló mörg aukaslög í gleði og stolti þegar málmsuðu- og tæknimennirnir luku því gríðarlega vandasama verki í nótt að smíða og tengja hjáveitulögn yfir nýja hraunið og koma heita vatninu aftur til íbúanna.

Skoðun
Fréttamynd

Heitt vatn komið í öll hús fyrir lok dags

Heitavatnslögnin frá Svartsengi til Fitja er komin í lag og streymir heitt vatn nú inn í hús. Vonast er til að heitt vatn verði komið í öll hús fyrir lok dags og er fólki bent á að vera vakandi fyrir því hvort vatn flæði eðlilega inn í húsin.

Innlent
Fréttamynd

Hafa flutt tæp tvö þúsund tonn af vatni í trukkum

Starfsfólk Veitna hefur á undanförnum tveimur sólarhringum flutt nærri því tvö þúsund tonn af heitu vatni á tönkum til Suðurnesja. Unnið hefur verið að því sleitulaust með því markmiði að verja lagnakerfið á Suðurnesjum og auðvelda uppkeyrslu kerfisins.

Innlent
Fréttamynd

Helgin köld en helstu á­skoranir leystar

Íbúar á Reykjanesi segja síðustu daga hafa verið nokkuð kalda vegna heitavatnsleysisins. Þeir mæta þó öllum áskorunum með miklu æðruleysi og redda sér þegar kemur að því að til dæmis komast í bað og vaska upp.

Innlent
Fréttamynd

Land­ris hafið á ný undir Svarts­engi

Mælar á Svartsengissvæðinu sýna að landris sé hafið og að kvika sé farin að safnast undir Svartsengi að nýju. Enn sé of snemmt að gera líkanreikninga eða mæla nákvæma staðsetningu.

Innlent
Fréttamynd

Leiðandi leið­togar

Hver leiddi þig þín fyrstu skref á lífsins göngu ? Líklega einhver sem ann þér sama hvað. Einhver sem er þín fyrirmynd og leiðtogi sem skiptir máli fyrir þína framtíð. Einhver sem hlustar, hlúir að og gefur af sér sama hvað.

Skoðun