Lumbraði á löggu í ölæði Karlmaður á Austurlandi hefur verið dæmdur til fjögurra mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir brot gegn valdstjórninni, með því að kýla lögregluþjón. Innlent 16. júní 2023 12:14
Enginn ásetningur að Erling dvelji á hjúkrunarheimili í stað þess að fá NPA þjónustu Sigurbjörg Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri velferðarsviðs Mosfellsbæjar, segir leitt að mál Erling Smith sé kominn í þann farveg sem Vísir hefur greint frá. Fundað verður með lögmönnum um lausn málsins. Innlent 15. júní 2023 15:58
„Ég missi helming blóðs og drukkna næstum því“ „Ég er rétt yfir þrítugt, öryrki og einstæð móðir. Ég ætti að vera á fullu á vinnumarkaði en ég næ því ekki,“ segir Kristbjörg Kamilla Sigtryggsdóttir sem lenti í alvarlegu sæþotuslysi árið 2020. Tveir menn voru í upphafi mánaðar dæmdir til að bera óskipt ábyrgð á tjóni Kristbjargar. Hún segir erfitt að líta á dóminn sem sigur í ljósi þess sem á undan gekk. Innlent 15. júní 2023 07:00
Spilafíkill hafði fjármuni af þroskaskertum mönnum Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir konu sem grunuð er um að hafa svikið 25 milljónir af að minnsta kosti ellefu karlmönnum, þar af sex með þroskaskerðingu. Konan segist haldin alvarlegri spilafíkn. Innlent 14. júní 2023 18:37
Rukkaður um milljón þrátt fyrir sigur í Hæstarétti Hjúkrunarheimilið Hamrar hefur á nýjan leik krafið Erling Smith, alvarlega fatlaðan mann, um ógreidd dvalargjöld. Erling hefur lýst vistinni sem varðhaldi og hafði hann betur í fyrir hæstarétti í máli til að fá NPA þjónustu. Innlent 14. júní 2023 09:00
Milduðu dóm yfir manni sem nauðgaði öðrum á salerni skemmtistaðar Landsréttur hefur mildað dóm yfir Faisal Mohed Freer vegna nauðgunar inni á salerni skemmtistaðar í tveggja ára fangelsi. Maðurinn hlaut þriggja ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur í apríl á síðasta ári og var dómnum í kjölfarið áfrýjað. Innlent 14. júní 2023 07:10
„Ég buffa þig og þennan drulludela“ Pólskur karlmaður hefur verið dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir hótanir, umferðalagabrot og fjársvik, meðal annars með því að hafa stolið bensínlykli og notað hann án heimildar. Maðurinn rauf reynslulausn en hann hefur ítrekað verið dæmdur fyrir ýmis hegningarlagabrot. Innlent 13. júní 2023 15:59
Ítarlegri ákæra gefin út í hryðjuverkamálinu: „Margt af því er algjör þvæla“ Lögmaður annars sakbornings í hryðjuverkamálinu svokallaða segir nýja og ítarlegri ákæru í málinu enn vera þannig úr garði gerða að ekki sé um að ræða fullnægjandi lýsingu á undibúningsathöfnum, sem geti ýmist leitt til frávísunar á ný eða hreinlega sýknu. Innlent 12. júní 2023 21:12
Þriggja ára dómur fyrir hrottalega árás í Jafnaseli Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás fyrir utan bar í Breiðholtinu í Reykjavík. Brotaþoli í málinu, karlmaður á fimmtugsaldri, hlaut varanlegan heilaskaða vegna árásarinnar. Innlent 12. júní 2023 16:30
Hryðjuverkadraumórar raktir ítarlega í nýrri ákæru Órum tveggja sakborninga í hryðjuverkamálinu svonefnda um að myrða nafngreint fólk og fremja hryðjuverk er lýst ítarlega í nýrri ákæru sem þingfest var í málinu í dag. Mennirnir tveir sóttu sér einnig efni um þekkta hryðjuverkamenn eins og Anders Behring Breivik. Innlent 12. júní 2023 15:14
Keypti eftirlíkingu á 27 milljónir og situr uppi með Svarta-Pétur Noah Siegel, bandarískur fjárfestir, pókerspilari og skákmaður, keypti taflborð í þeirri trú að um væri að ræða borð sem notað var í einvígi aldarinnar milli þeirra Bobby Fischers og Borisar Spasskí. Hins vegar kom á daginn að um var að ræða eftirlíkingu og Siegel keypti þannig köttinn í sekknum. Innlent 12. júní 2023 09:02
Nauðgaði stjúpdóttur æskuvinar sem varaði hann við að reyna við gifta konu Ingi Valur Davíðsson, Ólafsfirðingur á fertugsaldri, hefur verið dæmdur til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að nauðga sextán ára stjúpdóttur æskuvinar síns. Fyrir dómi bar maðurinn það fyrir sig að stúlkan hefði „gefið honum merki“ um að hún vildi stunda með honum kynlíf. Innlent 11. júní 2023 18:52
Átján mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart stjúpdóttur Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í eins og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barni og stórfellt brot í nánu sambandi. Innlent 10. júní 2023 16:40
Sekt Arion banka vegna innherjaupplýsinga stendur Landsréttur hefur staðfest sýknu Seðlabanka Íslands og íslenska ríkisins í máli sem Arion banki höfðaði til þess að fá 88 milljóna króna stjórnvaldssekt hnekkt. Fjármálaeftirlit Seðlabankans lagði sektina á bankann vegna brots á reglum um innherjaupplýsingar. Viðskipti innlent 9. júní 2023 22:02
Aðalmeðferð í Bankastræti Club-málinu fer fram í veislusal Aðalmeðferð í Bankastræti Club-málinu svokallaða mun fara fram í veislusal í veitingahúsinu Gullhömrum í Grafarholti í Reykjavík. Sakborningar í málinu eru á þriðja tug og því er ekki hægt að halda aðalmeðferði í dómshúsinu að Lækjartorgi. Innlent 9. júní 2023 20:27
Reyndi að drepa vinnufélaga og stórslasaði annan með klaufhamri Nazari Hafizullah hefur verið dæmdur til fimm og hálfs árs fangelsisvistar fyrir tilraun til manndráps og sérlega hættulega líkamsárás, með því að hafa veist að tveimur vinnufélögum sínum á vinnusvæði við hús á Seltjarnarnesi. Landsréttur þyngdi dóm mannsins um tvö ár. Innlent 9. júní 2023 16:09
Reyndi ítrekað að flýja land: „I think I killed her“ Demetrius Allen, bandarískur karlmaður sem spilað hefur amerískan fótbolta hér á landi, hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun. Allen kynntist brotaþola, íslenskri konu, á Tinder tíu dögum fyrir brotið og reyndi ítrekað að flýja land í kjölfarið. Innlent 9. júní 2023 14:48
Ný ákæra í hryðjuverkamálinu Héraðssaksóknari hefur ákveðið að gefa út nýja ákæru í hryðjuverkamálinu svokallaða, þar sem tveir menn voru grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Fyrri ákæru var vísað frá dómi, bæði í héraði og fyrir Landsrétti. Innlent 9. júní 2023 09:58
Lögmaður beinir spjótum að Páleyju í kjölfar sýknudóms Lögmaður konu sem sýknuð var fyrir umsáturseinelti gegn Örnu McClure, lögfræðingi Samherja, segist efast um að slík ákæra hefði birst annars staðar á landinu. Málið sé dapurt í alla staði. Innlent 8. júní 2023 23:13
Sýknuð af því að beita Örnu McClure umsáturseinelti Fyrrverandi eiginkona Páls Steingrímssonar skipstjóra Samherja var í síðasta mánuði sýknuð af því að hafa beitt Örnu McClure, lögfræðingi Samherja, umsáturseinelti. Einkaréttarkröfu Örnu gegn henni var vísað frá dómi. Innlent 8. júní 2023 18:27
Dómur yfir Snapchat-perranum staðfestur Landsréttur hefur staðfest þriggja ára fangelsisvist yfir Herði Sigurjónssyni fyrir kynferðisbrot gegn sextán ólögráða stúlkum. Í ágúst 2022 dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur Hörð í þriggja ára fangelsi fyrir verknaðinn en sá ákærði áfrýjaði málinu. Innlent 8. júní 2023 16:32
Fékk blóðnasir af álagi eftir að hafa séð tilboð borgarinnar Kona sem átt hefur í lögfræðideilu við Reykjavíkurborg í áratug vegna svokallaðs „Shaken baby“-máls segir mikinn létti að geta lokið málinu. Borgarráð samþykkti í dag samkomulag hennar við borgina um tugmilljóna króna bætur. Hún segir fyrsta tilboð borgarinnar um bætur hafa verið svívirðilegt. Innlent 8. júní 2023 15:47
Boðar áfrýjun í makrílmálinu og segir ríkið ekki hafa hafnað sátt Íslenska ríkið hefur boðað áfrýjun í makrílmálinu, máli Vinnslustöðvarinnar og Hugins gegn íslenska ríkinu, en dómur féll í héraðsdómi í fyrradag. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir ríkið ekki hafa hafnað sátt í málinu. Innlent 8. júní 2023 11:24
Mátti ekki þyngja dóm föður sem káfaði á dóttur sinni Hæstiréttur hefur mildað dóm Landsréttar yfir manni sem sakfelldur var fyrir að káfa á dóttur sinni í tvö skipti. Málið er eitt þeirra sem fór fyrir Endurupptökudóm í kjölfar Landsréttarmálsins svokallaða. Innlent 7. júní 2023 17:14
Ósáttur við að pólitíkusar þverskallist við að fara að lögum Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segist í sjálfu sér vera ánægður með nýfallinn dóm en ríkið hefur verið dæmt til að greiða Vinnslustöðinni auk Hugins bætur vegna úthlutunar aflaheimilda á makríl á árunum 2011 til 2018. Það sé hins vegar ekkert gleðiefni að stjórnmálamenn hafi þverskallast við að fara að lögum. Innlent 6. júní 2023 18:07
Vinnslustöðin lagði ríkið í makrílbaráttu upp á milljarða króna Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða sjávarútvegsfyrirtækinu Vinnslustöðinni rúman milljarð króna í bætur vegna úthlutunar aflaheimilda á makríl á árunum 2011 og 2018. Vinnslustöðin og Huginn stefndu ríkinu en Vinnslustöðin keypti svo Huginn árið 2021 á meðan málsókninni stóð. Viðskipti innlent 6. júní 2023 15:33
Leikstjóri Grimmdar dæmdur fyrir umfangsmikinn fjárdrátt Anton Ingi Sigurðsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Grimmd, hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir fjárdrátt og peningaþvætti. Hann er dæmdur fyrir að hafa ráðstafað miðasölutekjum upp á milljónir króna með ólögmætum hætti. Innlent 5. júní 2023 19:58
Hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot og dreifingu myndbanda Karlmaður var á föstudag dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fyrrverandi kærustu sinni. Tók maðurinn upp kynferðisleg myndbönd og dreifði þeim til eiginmanns konunnar og víðar. Innlent 5. júní 2023 17:06
Flúði farbann vegna nauðgunar og býðst til að spila frítt Kólumbíski fótboltamaðurinn Andrés Ramiro Manga Escobar, sem flúði Ísland í farbanni í desember síðastliðnum eftir að hafa hlotið fangelsisdóm fyrir nauðgun, er ennþá staddur í Kólumbíu og segist ólmur vilja hasla sér völl í atvinnumennsku á ný. Hefur hann boðist til að spila frítt fyrir sitt gamla félag, Deportivo Cali. Innlent 3. júní 2023 08:01
Nauðgaði vinkonu sinni og bar fyrir sig kynferðislega svefnröskun Karlmaður hefur verið dæmdur til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir nauðgun, með því að hafa haft samræði við konu án hennar samþykkis. Maðurinn hafði fengið að gista heima hjá konunni og unnusta hennar, besta vini sínum. Fyrir dómi kom fram að maðurinn þjáist af svokallaðri kynferðislegri svefnröskun. Innlent 2. júní 2023 13:48