Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Dómurinn segir margt á huldu í máli Kol­beins

Dómur í máli Kolbeins Sigþórssonar hefur verið birtur en hann var sýknaður í Héraðsdómi Reykjanesi í dag af ákæru um nauðgun og kynferðisbrot gegn barni. Í dómnum segir að margt sé á huldu um málið.

Innlent
Fréttamynd

„Við útrýmum ekki of­beldi með hatri“

Ofbeldi gegn konum verður ekki stöðvað með því að ýta undir kynþáttafordóma. Þetta segir palestínsk kona sem óttast að umræða um alvarleg ofbeldisbrot gegn löndu sinni á Íslandi ali á fordómum, frekar en að styðja þolendur og berjast gegn kynbundnu ofbeldi.

Innlent
Fréttamynd

Páll sýknaður

Páll Vilhjálmsson framhaldsskólakennari og bloggari hefur verið sýknaður af öllum kröfum tveggja blaðamanna á Heimildinni í Landsrétti.

Innlent
Fréttamynd

Á­fengi og fíkni­efni mældust í stýri­manninum

Við handtöku stýrimanns á fraktskipinu Longdawn, sem talið er að hafa hvolft strandveiðibátnum Höddu HF við Garðskaga um miðjan maí, var tekið öndunarsýni af honum og það reyndist jákvætt fyrir áfengi. Þá reyndist sýni einnig jákvætt fyrir áhrifum kannabiss og slævandi lyfja.

Innlent
Fréttamynd

Andrea Kristín enn dæmd í fangelsi

Andrea Kristín Unnarsdóttir, kona á fimmtugsaldri sem ítrekað hefur hlotið refsidóma, hefur verið dæmd til 25 mánaða fangelsisvistar fyrir skjala- og umferðarlagabrot.

Innlent
Fréttamynd

Aðal­með­ferð í Bátavogsmálinu fer fram í sumar

Aðalmeðferð í máli Dagbjartar Rúnarsdóttur, sem er ákærð fyrir að hafa orðið manni að bana í Bátavogi í september í september, fer fram 26. til 28. júní. Dagbjört neitar sök í málinu en á meðal rannsóknargagna eru tveggja tíma mynd- og hljóðupptökur sem lögregla segir sýna hana pynta þann látna.

Innlent
Fréttamynd

Segir Enok hafa setið fyrir manni sem stakk hann hálfu ári áður

Saksóknari vill meina að Enok Vatnar Jónsson, sjó- og athafnamaður, hafi hefnt sín vegna stunguárásar sem hann varð fyrir á nýársnótt 2022 um hálfu ári síðar. Hann er ákærður fyrir tvær líkamsárásir, en sá sem varð fyrir annarri þeirra, Bersi Torfason, var sakfelldur í mars fyrir að stinga Enok í umræddri hnífaárás.

Innlent
Fréttamynd

Tamninga­kona sýknuð af bóta­kröfu vegna reið­slyss

Landsréttur staðfesti sýknu tamningakonu af skaðabótakröfu ungrar konu sem slasaðist alvarlega í reiðslysi þegar hún var unglingur. Unga konan missti hluta af nýra og hefur glímt við aðrar líkamlegar og andlegar afleiðingar eftir slysið.

Innlent
Fréttamynd

Björg­ólfur lýkur hópmálsókn með milljarðssátt

Björgólfur Thor Björgólfsson hefur samþykkt að greiða hluthöfum Landsbankans 1.050 milljónir króna í sáttargreiðslur, í máli sem málsóknarfélög hluthafa Landsbankans höfðuðu gegn honum. Þar með er málinu, sem velkst hefur um í kerfinu í um tólf ár, lokið. 

Innlent
Fréttamynd

Sló aðra á heimilinu í­trekað með hleðslusnúru

Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot í nánu sambandi, með því að beita fyrrverandi eiginkonu hans og börn ítrekuðu ofbeldi. Fólst það meðal annars að slá þau með hleðslusnúru. 

Innlent
Fréttamynd

Þarf að endur­greiða sinni fyrr­verandi eftir allt saman

Karlmaður sem fékk níutíu prósent skuldbindinga sinna felld niður með greiðsluaðlögunarsamningum eftir efnahagshrun þarf að endurgreiða fyrrverandi eiginkonu sinni greiðslur vegna krafna sem hún hafði greitt sem ábyrgðarmaður. Hann þarf að greiða henni 1,7 milljónir króna með dráttarvöxtum.

Innlent
Fréttamynd

Á­kærður fyrir stunguárás á ak­braut

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að stinga annan mann tvisvar sinnum um nótt á þessu ári, en dagsetning atviksins kemur ekki fram í nafnhreinsaðri ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum.

Innlent
Fréttamynd

Sker úr um hvort sáð­lát yfir and­lit með valdi sé nauðgun

Hæstiréttur hefur veitt Gareese Joshua Gray, sem var sakfelldur fyrir nauðgun í Landsrétti, áfrýjunarleyfi. Að mati Hæstaréttar er ekki útilokað að hann komist að annarri niðurstöðu en Landsréttur um hvort það teljist nauðgun að hafa sáðlát yfir andlit með valdi.

Innlent
Fréttamynd

Aþena Sif dæmd fyrir stór­fellda líkams­á­rás með Butterfly-hnífi

Aþena Sif Eiðsdóttir, 23 ára kona, hefur verið dæmd í fjögurra ára óskilorðsbundið fangelsi. Hún var sakfelld fyrir stórfellda líkamsárás, með því að stinga aðra konu með svokölluðum butterfly-hnífi fimm sinnum í september árið 2022. Ekki var fallist á að um hafi verið að ræða tilraun til manndráps.

Innlent
Fréttamynd

Pétur Jökull á­kærður í stóra kókaínmálinu

Héraðssaksóknari gaf í dag út ákæru á hendur Pétri Jökli Jónassyni fyrir aðild að innflutningi á nærri hundrað kílóum af kókaíni til landsins fyrir tveimur árum síðan. Fjórir hafa þegar verið dæmdir í þessu svokallaða stóra kókaínmáli sem er stærsta kókaínmál Íslandssögunnar.

Innlent