Aþena Sif dæmd fyrir stórfellda líkamsárás með Butterfly-hnífi Árni Sæberg skrifar 22. maí 2024 09:25 Árásin var framin framan við fjölbýlishús á Sléttuvegi í Reykjavík. Vísir/Arnar Aþena Sif Eiðsdóttir, 23 ára kona, hefur verið dæmd í fjögurra ára óskilorðsbundið fangelsi. Hún var sakfelld fyrir stórfellda líkamsárás, með því að stinga aðra konu með svokölluðum butterfly-hnífi fimm sinnum í september árið 2022. Ekki var fallist á að um hafi verið að ræða tilraun til manndráps. Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kvað upp dóm yfir Aþenu Sif á föstudag síðustu viku. Þar segir að hún hafi verið ákærð fyrir tilraun til manndráps, með því að stinga hina konuna bæði inni í og fyrir utan bíl samtals fimm sinnum. Sú sem varð fyrir árásinni hafi hlotið skurð á öxl, fyrir neðan viðbein, á læri, upphandlegg, handarbaki og á baugfingri. Sambandsslit og framhjáhald Ítarlega var fjallað um málið þegar aðalmeðferð í því fór fram fyrr í mánuðinum. Aþena Sif og hin konan lýstu því fyrir dómi að þær hefðu ekki þekkt hvor aðra fyrir árásina. Aþena Sif sagði hina konuna hafa ráðist á hana að fyrra bragði, en sú sem varð fyrir stungunni kvaðst ekki kannast við það. Sambandsslit og meint framhjáhald voru miðlæg í málinu. Brotaþola mikið niðri fyrir Í dóminum segir að upplýst sé að konan sem varð fyrir árásinni, sem verður hér eftir kölluð kærastan, hafi veist að þáverandi kærasta hennar um leið og hann steig út úr bíl sem Aþena Sif ók umrætt kvöld. Við mat á alvarleika þess verknaðar verði þó að hafa í huga að kærastinn sé mun meiri maður að burðum en kærastan þannig að honum hafi vart verið vandi á höndum sökum aflsmunar í þessum samskiptum. Fyrir liggi að kærastan hafi verið bæði reið og í miklu uppnámi þegar hún sneri sér að Aþenu Sif eftir að kærastinn hafði farið inn í fjölbýlishús að Sléttuvegi í Reykjavík. „Í ljósi hugarástands brotaþola verður ekki hjá því komist að slá því föstu að ákærða hafi með réttu mátt eiga ills von frá henni á þessari stundu. Sá framburður brotaþola að hún hafi bankað kurteislega á bílgluggann og talað rólega til ákærðu hefur í ljósi þessa aðdraganda yfir sér ótrúverðugleikablæ.“ Tók sér tíma til að velja vopnið Í þessu sambandi yrði ekki fram hjá því litið að engin þörf hafi verið á því fyrir kærustuna að stinga höfðinu inn í bílinn og halla sér yfir Aþenu Sif ef inna átti eftir því með hægð hvort hún væri að sofa hjá kærasta hennar. Sýnist augljóst að framganga kærustunnar hafi í það minnsta borið þess merki að henni væri mikið niðri fyrir. Það hafi verið í þessum þröngu aðstæðum, með öryggisbelti spennt og með kærustuna æsta í skapi yfir sér, sem Aþena ákveður að vopnast, að hennar sögn. Árásin var framin með svokölluðum butterfly-hnífi. Blað slíkra hnífa fellur inn í skaft þeirra. Þeir eru ólöglegir hér á landi. Hnífurinn á myndinni tengist fréttinni ekki.Oleksander Bushko/Getty „Það gerir hún á hinn bóginn ekki í meira flaustri en svo að hún velur úr þeim vopnum, sem handhæg voru í bifreiðinni, það sem hún taldi henta sér best. Liggur þannig ótvírætt fyrir að ákærða stakk brotaþola að yfirlögðu ráði og þess fullvitandi að skaði gæti hlotist af.“ Fyrir dómi lýsti Aþena Sif því að í bílnum hafi verið hamar og svokallaður butterfly-hnífur. Bíllinn væri í eigu glæpamanna sem vildu ávallt hafa vopn innan seilingar í bílnum. Valdi stungustaði til að valda ekki of miklum skaða Í dóminum segir að þegar horft er til aðdraganda árásarinnar sýnist nærtækara að sakfella Aþenu Sif fyrir stórfellda líkamsárás frekar en tilraun til manndráps. Hún hafi borið um það að hún hafi beinlínis verið að stinga kærustuna og meiða hana þar með í þeim tilgangi að hún „hætti að bögga“ hana. Hún hafi borið alveg sérstaklega um það að hafa valið stungustaði með tilliti til þess að valda ekki of miklum skaða. „Þótt nokkur ólíkindablær sé yfir framburði ákærðu um slíka yfirvegun í vali á stungustöðum, sérstaklega þegar horft er til framburðar ákærðu fyrir dómi um að hafa reiðst brotaþola fyrir að hárreyta hana og að ekki hafi mikil rökhugsun verið í gangi, verður því ekki slegið föstu í ljósi allra aðstæðna að ákærðu hafi mátt vera ljóst að líklegast væri að bani hlytist af stungum hennar eða hún hafi látið sér það í léttu rúmi liggja.“ Ekki fallist á neyðarvörn Í dóminum segir að Aþena Sif hafi borið fyrir að verknaðurinn hafi verið framinn í neyðarvörn og væri því refsilaus samkvæmt almennum hegningarlögum. Þótt upplýst væri að kærastan hefði verið að atyrða við Aþenu Sif og jafnvel slá til hennar þar sem hún sat í ökumannssæti bifreiðar, hafi Aþena Sif borið um það að kunna til verka í sjálfsvörn eftir að hafa æft barnabox, sem hún kallaði svo í framburði fyrir dómi. Eins verði sú ályktun dregin af framburði hennar fyrir dómi og hjá lögreglu að högg kærustunnar hafi ekki verið það þung að hún hafi í raun átt í vök að verjast heldur hafi hún ekki síður átt heiður að verja gagnvart kunningjahópi á samfélagsmiðlum, með því að láta ekki í minni pokann fyrir kærustunni. Verði því ekki á það fallist að nokkur nauðsyn hafi staðið til að stinga kærustuna með hnífi við þessar aðstæður og Aþena Sif því ekki sýknuð á grundvelli neyðarvarnar. Fjögur ár og 4,6 milljónir króna Við ákvörðun refsingar leit dómurinn til þess að Aþena Sif hafi ekki áður hlotið refsidóm. Með hliðsjón af réttarframkvæmd væri refsing hennar hæfilega ákveðin fjögurra ára fangelsisvist. Með hliðsjón af eðli brots hennar kæmi ekki til álita að skilorðsbinda refsinguna. Kærastan hafi krafist skaðabóta upp á 2,5 milljónir króna en fallið frá kröfu að fjárhæð 285 þúsund króna. Engin gögn hafi á hinn bóginn verið lögð fram af hennar hálfu sem skjóta stoðum undir kröfugerð hennar í málinu. Því væri Aþena Sif sýkn af skaðabótakröfu en dæmd til að greiða 900 þúsund krónur í miskabætur. Aþena Sif var einnig dæmd til að þola upptöku butterfly-hnífs, þrátt fyrir að ekki þætti sannað að það væri sami hnífur og hún beitti í árásinni. Loks var hún dæmd til að greiða allan sakarkostnað sem af málinu leiddi, 3,7 milljónir króna. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa hér. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Sjá meira
Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kvað upp dóm yfir Aþenu Sif á föstudag síðustu viku. Þar segir að hún hafi verið ákærð fyrir tilraun til manndráps, með því að stinga hina konuna bæði inni í og fyrir utan bíl samtals fimm sinnum. Sú sem varð fyrir árásinni hafi hlotið skurð á öxl, fyrir neðan viðbein, á læri, upphandlegg, handarbaki og á baugfingri. Sambandsslit og framhjáhald Ítarlega var fjallað um málið þegar aðalmeðferð í því fór fram fyrr í mánuðinum. Aþena Sif og hin konan lýstu því fyrir dómi að þær hefðu ekki þekkt hvor aðra fyrir árásina. Aþena Sif sagði hina konuna hafa ráðist á hana að fyrra bragði, en sú sem varð fyrir stungunni kvaðst ekki kannast við það. Sambandsslit og meint framhjáhald voru miðlæg í málinu. Brotaþola mikið niðri fyrir Í dóminum segir að upplýst sé að konan sem varð fyrir árásinni, sem verður hér eftir kölluð kærastan, hafi veist að þáverandi kærasta hennar um leið og hann steig út úr bíl sem Aþena Sif ók umrætt kvöld. Við mat á alvarleika þess verknaðar verði þó að hafa í huga að kærastinn sé mun meiri maður að burðum en kærastan þannig að honum hafi vart verið vandi á höndum sökum aflsmunar í þessum samskiptum. Fyrir liggi að kærastan hafi verið bæði reið og í miklu uppnámi þegar hún sneri sér að Aþenu Sif eftir að kærastinn hafði farið inn í fjölbýlishús að Sléttuvegi í Reykjavík. „Í ljósi hugarástands brotaþola verður ekki hjá því komist að slá því föstu að ákærða hafi með réttu mátt eiga ills von frá henni á þessari stundu. Sá framburður brotaþola að hún hafi bankað kurteislega á bílgluggann og talað rólega til ákærðu hefur í ljósi þessa aðdraganda yfir sér ótrúverðugleikablæ.“ Tók sér tíma til að velja vopnið Í þessu sambandi yrði ekki fram hjá því litið að engin þörf hafi verið á því fyrir kærustuna að stinga höfðinu inn í bílinn og halla sér yfir Aþenu Sif ef inna átti eftir því með hægð hvort hún væri að sofa hjá kærasta hennar. Sýnist augljóst að framganga kærustunnar hafi í það minnsta borið þess merki að henni væri mikið niðri fyrir. Það hafi verið í þessum þröngu aðstæðum, með öryggisbelti spennt og með kærustuna æsta í skapi yfir sér, sem Aþena ákveður að vopnast, að hennar sögn. Árásin var framin með svokölluðum butterfly-hnífi. Blað slíkra hnífa fellur inn í skaft þeirra. Þeir eru ólöglegir hér á landi. Hnífurinn á myndinni tengist fréttinni ekki.Oleksander Bushko/Getty „Það gerir hún á hinn bóginn ekki í meira flaustri en svo að hún velur úr þeim vopnum, sem handhæg voru í bifreiðinni, það sem hún taldi henta sér best. Liggur þannig ótvírætt fyrir að ákærða stakk brotaþola að yfirlögðu ráði og þess fullvitandi að skaði gæti hlotist af.“ Fyrir dómi lýsti Aþena Sif því að í bílnum hafi verið hamar og svokallaður butterfly-hnífur. Bíllinn væri í eigu glæpamanna sem vildu ávallt hafa vopn innan seilingar í bílnum. Valdi stungustaði til að valda ekki of miklum skaða Í dóminum segir að þegar horft er til aðdraganda árásarinnar sýnist nærtækara að sakfella Aþenu Sif fyrir stórfellda líkamsárás frekar en tilraun til manndráps. Hún hafi borið um það að hún hafi beinlínis verið að stinga kærustuna og meiða hana þar með í þeim tilgangi að hún „hætti að bögga“ hana. Hún hafi borið alveg sérstaklega um það að hafa valið stungustaði með tilliti til þess að valda ekki of miklum skaða. „Þótt nokkur ólíkindablær sé yfir framburði ákærðu um slíka yfirvegun í vali á stungustöðum, sérstaklega þegar horft er til framburðar ákærðu fyrir dómi um að hafa reiðst brotaþola fyrir að hárreyta hana og að ekki hafi mikil rökhugsun verið í gangi, verður því ekki slegið föstu í ljósi allra aðstæðna að ákærðu hafi mátt vera ljóst að líklegast væri að bani hlytist af stungum hennar eða hún hafi látið sér það í léttu rúmi liggja.“ Ekki fallist á neyðarvörn Í dóminum segir að Aþena Sif hafi borið fyrir að verknaðurinn hafi verið framinn í neyðarvörn og væri því refsilaus samkvæmt almennum hegningarlögum. Þótt upplýst væri að kærastan hefði verið að atyrða við Aþenu Sif og jafnvel slá til hennar þar sem hún sat í ökumannssæti bifreiðar, hafi Aþena Sif borið um það að kunna til verka í sjálfsvörn eftir að hafa æft barnabox, sem hún kallaði svo í framburði fyrir dómi. Eins verði sú ályktun dregin af framburði hennar fyrir dómi og hjá lögreglu að högg kærustunnar hafi ekki verið það þung að hún hafi í raun átt í vök að verjast heldur hafi hún ekki síður átt heiður að verja gagnvart kunningjahópi á samfélagsmiðlum, með því að láta ekki í minni pokann fyrir kærustunni. Verði því ekki á það fallist að nokkur nauðsyn hafi staðið til að stinga kærustuna með hnífi við þessar aðstæður og Aþena Sif því ekki sýknuð á grundvelli neyðarvarnar. Fjögur ár og 4,6 milljónir króna Við ákvörðun refsingar leit dómurinn til þess að Aþena Sif hafi ekki áður hlotið refsidóm. Með hliðsjón af réttarframkvæmd væri refsing hennar hæfilega ákveðin fjögurra ára fangelsisvist. Með hliðsjón af eðli brots hennar kæmi ekki til álita að skilorðsbinda refsinguna. Kærastan hafi krafist skaðabóta upp á 2,5 milljónir króna en fallið frá kröfu að fjárhæð 285 þúsund króna. Engin gögn hafi á hinn bóginn verið lögð fram af hennar hálfu sem skjóta stoðum undir kröfugerð hennar í málinu. Því væri Aþena Sif sýkn af skaðabótakröfu en dæmd til að greiða 900 þúsund krónur í miskabætur. Aþena Sif var einnig dæmd til að þola upptöku butterfly-hnífs, þrátt fyrir að ekki þætti sannað að það væri sami hnífur og hún beitti í árásinni. Loks var hún dæmd til að greiða allan sakarkostnað sem af málinu leiddi, 3,7 milljónir króna. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa hér.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Sjá meira