Hættir sem þjálfari Íslandsmeistara Vals Ólafur Jónas Sigurðsson hefur ákveðið að taka sér frí frá körfubolta í eitt ár hið minnsta. Það þýðir að Íslandsmeistarar Vals í körfubolta kvenna eru í leit að nýjum þjálfara. Frá þessu er greint á samfélagsmiðlum Vals nú rétt í þessu. Körfubolti 8. maí 2023 19:30
Hörður Axel hættur hjá Keflavík Hörður Axel Vilhjálmsson mun ekki leika áfram með körfuknattleiksliði Keflavíkur og auk þess hætta sem þjálfari kvennaliðs félagsins. Þetta herma öruggar heimildir íþróttadeildar Vísis. Körfubolti 3. maí 2023 17:45
Sjáðu fagnaðarlæti Íslandsmeistara Vals þegar bikarinn fór á loft Valur varð Íslandsmeistari kvenna í körfubolta á föstudagskvöld. Eðlilega fylgdu því mikil fagnaðarlæti og sjá má stemninguna á Hlíðarenda þegar bikarinn fór á loft í mynbandinu hér að neðan. Körfubolti 29. apríl 2023 11:31
Embla: Vissum að þetta kæmi á endanum ef við héldum áfram allan leikinn Embla Kristínardóttir var hetja Valskvenna þegar hún skoraði þrjú af fimm síðustu stig liðsins sem gerði það að verkum að Valur vann Keflavík 72-68 og einvígið um Íslandsmeistaratitilinn 3-1. Embla setti niður þriggja stiga skot til að koma Valskonum yfir áður en Hildur Björg Kjartansdóttir setti niður tvö víti til að klára leikinn að fullu. Körfubolti 28. apríl 2023 23:07
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Keflavík 72-68 | Valur Íslandsmeistari eftir dramatískan sigur Valur er Íslandsmeistari kvenna í körfubolta eftir nauman fjögurra stiga sigur gegn Keflavík í Origo-höllinni í kvöld í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildar kvenna. Lokatölur 72-68 og Valskonur unnu einvígið 3-1. Körfubolti 28. apríl 2023 22:08
Kiana: Það trúði engin að við myndum vinna mótið Kiana Johnson var valin besti leikmaður úrslitakeppni Subway deildar kvenna þegar uppi var staðið. Hún leiddi Valskonur til sigurs í kvöld og einvíginu við Keflavík og hampaði titlinum. Hún skilaði 13 stigum, átta fráköstum og fimm stoðsendingum í kvöld þegar Valskonur unnu fjórða leikinn 72-68. Hún taldi að vantrú annarra hafi drifið Valsliðið áfram. Körfubolti 28. apríl 2023 21:35
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Valur 78-66 | Keflvíkingar halda úrslitaeinvíginu á lífi Keflavík vann afar mikilvægan tólf stiga sigur er liðið tók á móti Val í þriðja leik liðanna í úrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta í kvöld, 78-66. Keflvíkingar voru með bakið upp við vegg fyrir leik kvöldsins, en komu í veg fyrir að Valskonur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld. Körfubolti 25. apríl 2023 23:30
„Varnarlega djöfulsins kraftur í öllum, það er það sem skapar þetta“ Herði Axel Vilhjálmssyni, þjálfara Keflavíkur, var tíðrætt um samvinnu og liðsheild, eftir sigur hans kvenna á Val í úrslitaviðureign liðanna í Subway-deild kvenna í Keflavík í kvöld. Hans konur náðu að kalla fram þá kosti sem skiluðu þeim deildarmeistaratitlinum. Körfubolti 25. apríl 2023 21:44
„Við mætum dýrvitlausar í kvöld“ Dagbjört Dögg Karlsdóttir átti magnaðan leik fyrir Val er liðið vann annan leik einvígis liðsins við Keflavík um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta á dögunum. Valur leiðir einvígið 2-0 og getur tryggt sér titilinn með sigri í Reykjanesbæ í kvöld. Körfubolti 25. apríl 2023 11:30
Umfjöllun og viðtöl: Valur 77 – 70 Keflavík | Valur hafði betur í framlengdum leik Valskonur eru komnar í stöðuna 2-0 í úrslitaeinvígi sínu við Keflavík í Subway deild kvenna í körfubolta. Þetta varð ljóst eftir 77-70 sigur liðsins í framlengdum leik í Origohöllinni að Hlíðarenda í kvöld. Körfubolti 22. apríl 2023 21:11
„Lærðum það gegn Haukum að við þurfum að stíga út og taka sóknarfráköst“ Valur vann ótrúlegan þriggja stiga sigur á deildarmeisturum Keflavíkur. Þetta var fyrsti leikurinn í úrslitaeinvígi Subway-deildar kvenna. Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, var afar ánægður með sigurinn. Körfubolti 19. apríl 2023 21:31
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Valur 66-69 | Valskonur komnar yfir í úrslitaeinvíginu Valur hóf úrslitaeinvígi Subway-deildar kvenna í körfubolta með því að hirða heimavallarréttinn af Keflavík. Sannkallaður spennutryllir í Keflavík sem endaði með þriggja stiga sigri Vals. Körfubolti 19. apríl 2023 21:10
Einvígið um titilinn hefst í kvöld: „Allt gert til að reyna að vinna“ „Við erum öll spennt fyrir þessu og tilbúin að byrja,“ segir Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari deildarmeistara Keflavíkur sem í kvöld hefja úrslitaeinvígi sitt gegn Val um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta kvenna. Körfubolti 19. apríl 2023 13:32
Kristjana Eir hætt með Fjölni Kristjana Eir Jónsdóttir mun ekki stýra Fjölni í Subway-deild kvenna í körfubolta á næstu leiktíð. Hún og Fjölnir hafa komist að sameiginlegi niðurstöðu um að hún hætti sem þjálfari meistaraflokks kvenna hjá félaginu. Körfubolti 16. apríl 2023 23:30
„Ég er með samning en er búinn að tapa tveimur oddaleikjum á heimavelli“ Haukar töpuðu gegn Val á heimavelli 46-56. Þetta var annað tímabilið í röð sem Haukar tapa oddaleik á heimavelli. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var óviss hvort hann yrði þjálfari Hauka á næsta tímabili. Sport 16. apríl 2023 21:45
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 46-56 | Valskonur í úrslit Valur hafði betur gegn Haukum í oddaleik um sæti í úrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta. Valskonur höfðu betur og eru komnar í úrslit þar sem þær mæta Keflavík. Körfubolti 16. apríl 2023 21:05
„Vera óhrædd og taka þessi opnu skot“ „Við ætluðum okkur ekki í sumarfrí,“ sagði Sólrún Inga Gísladóttir, leikmaður Hauka, eftir 70-80 sigur á móti Val í fjórða leik liðanna í úrslitakeppni Subway deildar kvenna. Körfubolti 13. apríl 2023 22:36
Umfjöllun og viðtöl: Valur – Haukar 70-80 | Oddaleikur um sæti í úrslitum framundan Eftir að hafa lent 2-0 undir í einvíginu hafa Haukar jafnað metin í 2-2 og tryggðu sér í kvöld oddaleik sem fram fer í Ólafssal á sunnudag. Reikna má með brjáluðum látum þar sem sigurvegarinn þar mætir Keflavík í úrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta. Körfubolti 13. apríl 2023 22:00
„Því miður brotnuðum við allt of snemma“ Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur í Subway deild kvenna í körfubolta, var ekkert sérstaklega glaðlegur í lok fjórða leiks liðs hans gegn Keflavík í undanúrslitum deildarinnar. Keflavík vann stórsigur 44-79 og er komið í úrslit en leiktíð Njarðvíkur er á enda. Íslandmeistaratitilinn sem Njarðvíkingar unnu á síðustu leiktíð er á leið annað. Körfubolti 13. apríl 2023 21:30
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík – Keflavík 44-79 | Sendu Íslandsmeistarana í sumarfrí og flugu inn í úrslitin Fyrr í kvöld fór fram fjórði leikur Njarðvíkur og Keflavíkur í undanúrslitum Subway deildar kvenna. Um var að ræða heimaleik Njarðvíkinga í Ljónagryfjunni. Keflavík hafði forystu í einvíginu með tvo vinninga gegn einum og gat tryggt sér sæti í úrslitunum með sigri. Skemmst er frá því að segja að Keflavík vann stóran sigur í leiknum 44-79 og tryggði sér þar með sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn, Körfubolti 13. apríl 2023 19:50
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Njarðvík 79-52 | Keflavíkurkonur rúlluðu yfir Njarðvík Keflavík er komið yfir í einvíginu gegn Njarðvík í Subway deildinni. Körfubolti 9. apríl 2023 21:41
„Þetta var allt annað varnarlega“ Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur í Subway deild kvenna, var að vonum sáttur við stórsigur síns liðs á Njarðvík 79-52 í þriðja leik liðanna í undanúrslitum deildarinnar. Körfubolti 9. apríl 2023 20:54
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 93-77 | Haukar sýndu klærnar Haukar voru ekki á því að fara í sumarfrí. Haukar spiluðu frábærlega á báðum endum vallarins. Líkt og í seinasta leik í Ólafssal komust Haukar tuttugu stigum yfir en Haukar höfðu lært af þeim leik. Heimakonur voru ekki að fara að tapa góðu forskoti aftur niður. Haukar unnu á endanum sextán stiga sigur 93-77.Valur leiðir einvígið 2-1. Körfubolti 9. apríl 2023 16:45
„Fögnum í dag og síðan er annar bikarleikur á fimmtudaginn“ Haukar unnu sannfærandi sigur á Val í Ólafsal 93-77. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var afar ánægður með spilamennsku Hauka en sagði að það væri annar bikarleikur gegn Val framundan þar sem Valur þarf aðeins einn sigur í viðbót til að komast áfram í úrslitin. Sport 9. apríl 2023 16:15
Rúnar Ingi: Fáránlega flottur karakter Það var auðsýnilega afar stoltur þjálfari liðs Njarðvíkur í Subway deild kvenna í körfubolta, Rúnar Ingi Erlingsson, sem mætti í viðtal við fréttamann Vísis eftir að liði hans tókst að jafna einvígið við Keflavík í undanúrslitum deildarinnar á heimavelli sínum, Ljónagryfjunni. Körfubolti 6. apríl 2023 23:30
Umfjöllun og viðtal: Njarðvík - Keflavík 89-85 | Njarðvík vann án Collier og jafnaði einvígið Njarðvík er búið að jafna metin í einvíginu gegn Keflavík í Subway-deild kvenna í körfuknattleik. Njarðvík vann 89-85 sigur á heimavelli sínum í kvöld eftir spennandi leik. Körfubolti 6. apríl 2023 22:10
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 72-50 | Valur vann og Haukar komnir með bakið upp að vegg Valskonur komust í 2-0 í einvígi sínu við Hauka í undanúrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta með sannfærandi 72-50 sigri í leik liðanna í Origo-höllinni á Hlíðarenda í kvöld. Körfubolti 6. apríl 2023 19:58
Nýtt rapplag fyrir Njarðvík og bolir til heiðurs goðsögn félagsins Njarðvíkingar ætla sér stóra hluti í úrslitakeppni Subway-deildar karla í körfubolta sem hefst í kvöld. Þeir geta hlustað á nýtt Njarðvíkurlag til að koma sér í gírinn og sérstakir bolir til heiðurs Loga Gunnarssyni eru einnig komnir í umferð. Körfubolti 4. apríl 2023 16:00
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Njarðvík 74-64 | Deildarmeistararnir byrja undanúrslitin á sigri Keflavík byrjaði einvígi Reykjanesbæjar á sigri í fyrsta leik gegn Njarðvík í undanúrslitum Subway-deildar kvenna. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Keflavík var töluvert betri í seinni hálfleik og vann að lokum tíu stiga sigur 74-64. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. Körfubolti 3. apríl 2023 23:35
„Talaði um það síðustu þrjár vikur að svarið gegn Keflavík væri boltahreyfing“ Njarðvík tapaði fyrir Keflavík í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar kvenna. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var svekktur eftir tíu stiga tap 74-64 í Blue-höllinni. Sport 3. apríl 2023 22:40