Rúnar Ingi: Fáránlega flottur karakter Jakob Snævar Ólafsson skrifar 6. apríl 2023 23:30 Rúnar Ingi var stoltur af frammistöðu síns liðs í kvöld. Vísir/Snædís Bára Það var auðsýnilega afar stoltur þjálfari liðs Njarðvíkur í Subway deild kvenna í körfubolta, Rúnar Ingi Erlingsson, sem mætti í viðtal við fréttamann Vísis eftir að liði hans tókst að jafna einvígið við Keflavík í undanúrslitum deildarinnar á heimavelli sínum, Ljónagryfjunni. Njarðvíkingar unnu 89-85 og það sem gerir Rúnar og stuðningsmenn liðsins enn stoltari er að Njarðvík var án síns stigahæsta leikmanns Aliyah Collier sem var fjarri góðu gamni vegna meiðsla. „Virkilega sterk og flott frammistaða. Ég er ótrúlega stoltur af stelpunum fyrir það hjarta sem þeir lögðu á gólfið. Við getum ennþá gert aðeins betur en ég ótrúlega ánægður með trúna sem við erum búin að tala um síðustu tvo daga. Við gerðum mjög vel á köflum og sýndum mjög heilsteypta frammistöðu heilt yfir.“ Það var ekki mikil trú meðal annarra en Njarðvíkinga fyrir leikinn að heimakonur gætu unnið deildarmeistara Keflavíkur án sín stigahæsta leikmanns. „Eftir að það kom í ljós að Collier yrði ekki með held ég að flestir hafi afskrifað okkur. Þá er það svolítið vandasamt að mæta á æfingu. Ég held að ég hafi sagt 30 sinnum að við værum að fara að vinna. Út af því að við erum með mjög gott körfuboltalið.“ „Við fáum hérna frammistöðu frá þeim sex sem spiluðu á gólfinu í kvöld. Við þurfum líklega að fara dýpra á bekkinn í næsta leik. Þetta snýst allt um „effort“ og að framkvæma þessi smáatriði sem við erum að fara yfir á vídeófundum. Þetta skilar sér á gólfinu. Við gerðum ótrúlega vel í dag.“ „Nú erum komin með meiri gögn í hendurnar og höldum áfram með það sem við erum að læra bæði um okkur og þær. Við mættum brattar á páskadag og ætlum að taka sigur.“ Það hefur gengið misvel hjá Njarðvíkurliðinu á þessari leiktíð að fylgja leikáætlunum þegar út í leiki er komið. Rúnar játaði því að það hefði gengið mjög vel í kvöld að fylgja leikáætluninni. „Það gekk klárlega betur. Það er mjög oft erfitt að skipuleggja sig á móti Keflavíkurliðinu. Þær gera ekki eitthvað eitt alltaf. Þær eru svolítið villtar með til dæmis hvernig þær elta boltann varnarlega. Það sást síðustu fjórar mínúturnar. Þá vorum við kannski orðnar þreyttar. Bilið á milli leikmanna var ekki nógu gott og við fórum að tapa boltanum.“ „Mér fannst við hafa getað klárað leikinn betur en fáránlega flottur karakter. Þær lenda tíu stigum undir í byrjun þriðja leikhluta en koma til baka. Við erum eiginlega búin að glutra honum niður með villunni á Lavinia en náum að halda haus og klára leikinn. Það er það sem ég er stoltastur af.“ Rúnar átti stutt og laggott svar við spurningu fréttamanns um hvort hann hefði trú á að lið hans gæti haldið sama dampi og mætt af jafnmiklum krafti í þriðja leik einvígisins sem fer fram á páskadag. „Já“ Svo mörg voru lokaorð Rúnars Inga Erlingssonar. Subway-deild kvenna Keflavík ÍF UMF Njarðvík Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Sjá meira
Njarðvíkingar unnu 89-85 og það sem gerir Rúnar og stuðningsmenn liðsins enn stoltari er að Njarðvík var án síns stigahæsta leikmanns Aliyah Collier sem var fjarri góðu gamni vegna meiðsla. „Virkilega sterk og flott frammistaða. Ég er ótrúlega stoltur af stelpunum fyrir það hjarta sem þeir lögðu á gólfið. Við getum ennþá gert aðeins betur en ég ótrúlega ánægður með trúna sem við erum búin að tala um síðustu tvo daga. Við gerðum mjög vel á köflum og sýndum mjög heilsteypta frammistöðu heilt yfir.“ Það var ekki mikil trú meðal annarra en Njarðvíkinga fyrir leikinn að heimakonur gætu unnið deildarmeistara Keflavíkur án sín stigahæsta leikmanns. „Eftir að það kom í ljós að Collier yrði ekki með held ég að flestir hafi afskrifað okkur. Þá er það svolítið vandasamt að mæta á æfingu. Ég held að ég hafi sagt 30 sinnum að við værum að fara að vinna. Út af því að við erum með mjög gott körfuboltalið.“ „Við fáum hérna frammistöðu frá þeim sex sem spiluðu á gólfinu í kvöld. Við þurfum líklega að fara dýpra á bekkinn í næsta leik. Þetta snýst allt um „effort“ og að framkvæma þessi smáatriði sem við erum að fara yfir á vídeófundum. Þetta skilar sér á gólfinu. Við gerðum ótrúlega vel í dag.“ „Nú erum komin með meiri gögn í hendurnar og höldum áfram með það sem við erum að læra bæði um okkur og þær. Við mættum brattar á páskadag og ætlum að taka sigur.“ Það hefur gengið misvel hjá Njarðvíkurliðinu á þessari leiktíð að fylgja leikáætlunum þegar út í leiki er komið. Rúnar játaði því að það hefði gengið mjög vel í kvöld að fylgja leikáætluninni. „Það gekk klárlega betur. Það er mjög oft erfitt að skipuleggja sig á móti Keflavíkurliðinu. Þær gera ekki eitthvað eitt alltaf. Þær eru svolítið villtar með til dæmis hvernig þær elta boltann varnarlega. Það sást síðustu fjórar mínúturnar. Þá vorum við kannski orðnar þreyttar. Bilið á milli leikmanna var ekki nógu gott og við fórum að tapa boltanum.“ „Mér fannst við hafa getað klárað leikinn betur en fáránlega flottur karakter. Þær lenda tíu stigum undir í byrjun þriðja leikhluta en koma til baka. Við erum eiginlega búin að glutra honum niður með villunni á Lavinia en náum að halda haus og klára leikinn. Það er það sem ég er stoltastur af.“ Rúnar átti stutt og laggott svar við spurningu fréttamanns um hvort hann hefði trú á að lið hans gæti haldið sama dampi og mætt af jafnmiklum krafti í þriðja leik einvígisins sem fer fram á páskadag. „Já“ Svo mörg voru lokaorð Rúnars Inga Erlingssonar.
Subway-deild kvenna Keflavík ÍF UMF Njarðvík Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Sjá meira