Langstærsta tap Njarðvíkur í úrvalsdeild karla Njarðvíkingar hafa aldrei tapað stærra í úrvalsdeild karla en þeir gerðu í DHL-Höll þeirra KR-inga í kvöld. KR vann leik liðanna með 55 stigum, 103-48, sem er meira en tvöfalt stærra en stærsta deildartap Njarðvíkur fyrir þennan leik. Körfubolti 17. nóvember 2008 23:44
Þjálfarar KR þurfa að hlaupa 22 spretti Benedikt Guðmundsson þjálfari KR var mjög ánægður með 103-48 stórsigur sinna manna á Njarðvík í Iceland Express deildinni í kvöld, en þessum áttunda sigri liðsins í röð fylgir þó ekki eintóm gleði fyrir þjálfarann. Körfubolti 17. nóvember 2008 21:31
Svona er bara staðan á Njarðvík í dag "Það hefði hvaða lið sem er unnið okkur með fjörutíu stigum í dag," sagði Valur Ingimundarson í samtali við Vísi eftir að hans menn í Njarðvík voru teknir í kennslustund af frískum KR-ingum í vesturbænum 103-48. Körfubolti 17. nóvember 2008 21:14
KR slátraði Njarðvík - ÍR vann botnslaginn KR burstaði Njarðvík með 55 stiga mun, 103-48 í DHL-höllinni í kvöld. Staðan í hálfleik var 59-24. KR er því enn með fullt hús stiga á toppi deildarinnar og erfitt að sjá að liðið verði stöðvað. Körfubolti 17. nóvember 2008 20:54
Bárum of mikla virðingu fyrir þeim Einar Árni Jóhannsson þjálfari Breiðabliks segir að hans menn hafi skort smá trú á sjálfa sig í fyrri hálfleiknum í kvöld þegar þeir töpuðu fyrir Grindavík í Iceland Express deildinni. Körfubolti 16. nóvember 2008 23:44
Hef ekki áhyggjur á meðan við vinnum "Ég er kátur með góðan sigur og fína vörn, en sóknarleikurinn hjá okkur er í lægð þessa dagana," sagði Friðrik Ragnarsson þjálfari Grindavíkur í samtali við Vísi eftir sigur á Breiðablik í kvöld. Körfubolti 16. nóvember 2008 23:36
Öruggt hjá Grindavík í Smáranum Þrír leikir fóru fram í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. Grindvíkingar héldu sínu striki í toppbaráttunni þegar þeir lögðu Blika 79-61 í Smáranum. Körfubolti 16. nóvember 2008 21:11
Tindastóll í þriðja sætið Tindastóll kom sér í kvöld í þriðja sæti Iceland Express deildar karla með sigri á Skallagrími á heimavelli, 92-67. Körfubolti 14. nóvember 2008 21:21
Ágúst ráðinn aðstoðarþjálfari Fjölnis Ágúst Þór Gylfason hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari Fjölnis í stað Kristófers Sigurgeirssonar sem var á dögunum ráðinn þjálfari Reynis í Sandgerði. Íslenski boltinn 14. nóvember 2008 18:01
Þröstur Leó úr leik fram yfir áramót Þröstur Leó Jóhannsson hjá Keflavík hefur gengist undir aðgerð vegna kviðslits og spilar ekki meira með liði sínu á árinu. Körfubolti 14. nóvember 2008 12:31
Naumur sigur Grindavíkur á Keflavík Grindavík vann í kvöld eins stigs sigur á Keflavík eftir að hafa verið með mikla forystu í byrjun leiksins. Þrír leikir fóru fram í Iceland Express deild karla í kvöld. Körfubolti 13. nóvember 2008 21:25
Toppslagur í Grindavík í kvöld Sjöunda umferðin í Iceland Express deild karla í körfubolta hefst í kvöld með þremur leikjum, sem allir hefjast klukkan 19:15. Körfubolti 13. nóvember 2008 16:26
Fannar í banni gegn KR í kvöld Fannar Helgason þarf að taka út leikbann í kvöld þegar Stjarnan fær KR í heimsókn í Iceland Express deild karla í körfubolta. Körfubolti 13. nóvember 2008 11:27
Bakvörður skrifar undir hjá Skallagrími Skallagrímsmenn hafa fengið liðsstyrk í úrvalsdeildinni í körfubolta. Liðið hefur náð samningi við bakvörðinn Miroslav Andonov. Sá er 25 ára gamall bakvörður með króatískt vegabréf og er væntanlegur hingað til lands á föstudag eða laugardag. Körfubolti 12. nóvember 2008 09:55
Stjörnuleikir KKÍ verða á Ásvöllum Körfuknattleikssambandið hefur ákveðið að hinir árlegu stjörnuleikir fari fram fyrir jól að þessu sinni og verður hann haldinn á Ásvöllum í Hafnarfirði þann 13. desember. Körfubolti 11. nóvember 2008 15:48
Skallagrímur skoðar króatískan bakvörð Úrvalsdeildarfélagið Skallagrímur keppist nú við að styrkja körfuboltalið sitt í átökunum í Iceland Express deildinni, enda situr það á botni deildarinnar án sigurs. Körfubolti 11. nóvember 2008 15:08
Erfitt að vera 8-0 eftir sex leiki KR-liðið hefur verið á mikilli siglingu í Iceland Express deild karla í körfubolta í vetur og hefur unnið fyrstu sex leiki sína í deildinni. Körfubolti 10. nóvember 2008 15:35
Beljanski aftur til landsins Igor Beljanski hefur verið ráðinn þjálfari Skallagríms en hann mun einnig spila með liðinu. Það er Karfan.is sem greinir frá þessu. Körfubolti 9. nóvember 2008 16:23
Náðum aldrei að koma tuðrunni inn í teig "Við vorum alveg arfaslakir á löngum köflum í seinni hálfleik og við verðum að fara að koma einhverju flæði í þennan sóknarleik okkar," sagði Hlynur Bæringsson, spilandi þjálfari Snæfells í samtali við Vísi eftir nauman sigur hans manna á Breiðablik í kvöld. Körfubolti 7. nóvember 2008 22:03
Snæfell lagði Blika í framlengdum leik Þrír leikir voru á dagskrá í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. ÍR vann sinn fyrsta sigur í vetur þegar liði skellti Tindastól á heimavelli 90-71. Körfubolti 7. nóvember 2008 21:22
Jón Arnór: Getum spilað miklu betur "Þetta var kannski ekki besti körfubolti í heimi en þetta var fín spenna fyrir áhorfendur," sagði Jón Arnór Stefánsson sem skoraði 25 stig í 82-80 sigri KR á Grindavík í kvöld. Körfubolti 6. nóvember 2008 22:56
Enginn heimsendir þó Palli detti niður í 12 stig "Við fórum með þennan leik á vítalínunni og það var munurinn á liðunum í kvöld," sagði Friðrik Ragnarsson þjálfari Grindavíkur eftir 82-80 tap hans manna gegn KR í kvöld. Körfubolti 6. nóvember 2008 22:35
KR lagði Grindavík í uppgjöri toppliðanna KR vann tveggja stiga sigur 82-80 á Grindavík í toppslag Iceland Express deildar karla í kvöld. KR-ingar höfðu yfirhöndina lengst af en Grindvíkingar komust vel inn í leikinn undir lok leiksins. Körfubolti 6. nóvember 2008 21:56
Ótrúlegur endasprettur hjá Þór á Akureyri Tveimur leikjum er lokið í Iceland Express deild karla. Þór vann ótrúlegan sigur á Stjörnunni þar sem liðið skoraði síðustu fimmtán stig leiksins og vann tíu stiga sigur. Þá var leikur Keflavíkur og FSu framlengdur. Körfubolti 6. nóvember 2008 21:12
Seinkun á leik KR og Grindavíkur Tæplega klukkutíma seinkun varð á leik KR og Grindavíkur sem átti að hefjast klukkan 19.15 í kvöld. Körfubolti 6. nóvember 2008 20:15
Páll Axel stigahæstur og með hæsta framlagið Páll Axel Vilbergsson hjá Grindavík er áberandi þegar litið er yfir efstu menn í tölfræðiþáttum eftir fimm umferðir í Iceland Express deild karla í körfubolta. Körfubolti 5. nóvember 2008 18:07
Arnar Freyr í banni gegn KR Arnar Freyr Jónsson, leikstjórnandi Grindavíkur, getur ekki tekið þátt í toppslagnum gegn KR á fimmtudagskvöld þar sem hann tekur út leikbann. Þetta er mikil blóðtaka fyrir Grindvíkinga. Körfubolti 4. nóvember 2008 20:45
Breiðablik vann stigalausa ÍR-inga Breiðablik vann ÍR 75-71 í Iceland Express deildinni í kvöld. Þetta var annar sigur Blika í röð en þeir sitja í fjórða sæti deildarinnar. Breiðhyltingar eru hinsvegar enn stigalausir á botninum. Körfubolti 3. nóvember 2008 21:00
Páll Axel skoraði 37 í sigri Grindavíkur Grindavík hefur fullt hús stiga á toppi Iceland Express deildarinnar í körfubolta eftir leiki kvöldsins. Körfubolti 2. nóvember 2008 20:52
Heldur sigurganga Grindvíkinga áfram í kvöld? Fimmta umferðin í Iceland Express deild karla í körfubolta hefst í kvöld með þremur leikjum. Körfubolti 2. nóvember 2008 14:58