Eftirmál - Flótti Matthíasar Mána

Einn best skipulagði flótti úr fangelsi hér á landi var þegar Matthíasi Mána Erlingssyni tókst að flýja úr fangelsinu á Litla-Hrauni í desember 2012. Hann var á flótta í tæpa viku og á þeim tíma hafðist hann við í sumarbústöðum í uppsveitum Árnessýslu útbúinn eins og Rambó, stal fjórhjóli sem hann ferðaðist á um að næturlagi, nýtti tunglsljós til að sjá í myrkri og hugðist veiða sér til matar með riffli. Margrét Frímannsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður á Litla-Hrauni, fer yfir málið í þættinum.

1646
42:58

Næst í spilun: Eftirmál

Vinsælt í flokknum Eftirmál