Lífið

Andrew Garfield á Ís­landi

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Hér má sjá Andrew Garfield á Fjallkonunni fyrr í vikunni.
Hér má sjá Andrew Garfield á Fjallkonunni fyrr í vikunni.

Bandaríski leikarinn Andrew Garfield er á Íslandi og virðist hafa skellt sér á Fjallkonuna yfir hátíðarnar.

Helena Ósk Einarsdóttir, starfsmaður Fjallkonunnar, birti mynd á TikTok af leikaranum á veitingastaðnum. 

Við færsluna skrifaði hún „mesta dúllurassgat sem ég hef hitt á ævi minni“. Á myndinni má sjá Garfield klæddan í rauða húfu, gráan trefil, bleikan vindjakka og rautt vesti innan undir honum.

@helenaaosk

mesta dúllurassgat sem ég hef hitt á ævi minni 🥹

♬ original sound - girls

Hinn 41 árs gamli Andrew Garfield hefur getið sér gott orð í Hollywood og verið tvisvar tilnefndur til Óskarsverðlauna. Sennilega þekkja flestir hann sem Peter Parker í tveimur myndum um köngulóarmanninn en hann lék einnig í The Social Network og Hacksaw Ridge. 

Nýjasta mynd leikarans er rómantíska dramað We Live in Time sem kom út fyrr á árinu þar sem hann lék á móti Florence Pugh.

„Ég verð á Íslandi yfir áramótin“

Fréttir af veru Garfield á Íslandi ættu ekki að koma dyggum áhorfendum The Graham Norton Show á óvart. Í síðustu viku greindi leikarinn frá því í þættinum að hann ætlaði að vera yfir áramótin á Íslandi. 

Ástæðan fyrir því að Garfield greindi frá þessum plönum sínum var að íslenska súperstjarnan Laufey Lín var líka í þættinum og flutti þar jólalagið „Christmas Magic“.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.