Körfubolti

Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Stóru mennirnir tókust á í teignum.
Stóru mennirnir tókust á í teignum. Tim Nwachukwu/Getty Images

Halda þurfti aftur af Joel Embiid, sem brjálaðist út í dómara og var rekinn af velli eftir að hafa stjakað við Victori Wembanyama í 111-106 sigri Philadelphia 76ers gegn San Antonio Spurs í nótt.

Atvikið átti sér stað þegar um þrjár mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Wembanyama kom sér vel fyrir í teignum og fékk ruðningsvillu dæmda á Embiid, sem missti stjórn á skapinu í kjölfarið.

Embiid elti dómarann sem blés í flautuna, reif af sér andlitsgrímuna og öskraði hátt. Fyrir vikið fékk hann tvöfalda tæknivillu og var rekinn af velli.

Dómarinn hafði fyrr í leiknum reynt að reka Andre Drummond, annan miðherja 76ers, úr húsi en þeirri ákvörðun var snúið við eftir myndbandsskoðun.

Hann spilaði stærra hlutverk en vanalega, vegna þess að Embiid var rekinn af velli, og var á gólfinu mest allan seinni hálfleik þegar 76ers unnu tíunda leik tímabilsins.

Tyrese Maxey leiddi sóknarleik liðsins með 32 stig, 10 fráköst og 8 stoðsendingar. Victor Wembanyama var öflugastur fyrir Spurs með 26 stig, 9 fráköst og 8 varin skot.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×