Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. desember 2024 11:00 Hugo the Hornet er lukkudýr Charlotte Hornets. getty/Eakin Howard NBA-liðið Charlotte Hornets hefur beðist afsökunar á að hafa gefið ungum stuðningsmanni PlayStation 5 leikjatölu en tekið hana síðan til baka. Í leiknum gegn Philadelphia 76ers á mánudaginn kom lukkudýr Hornets, Hugo, íklætt jólasveinabúningi, með þrettán ára stuðningsmann liðsins inn á völlinn. Eftir að bréf hans til jólasveinsins, þar sem hann óskaði eftir PlayStation 5, var lesið upp kom klappstýra með leikjatölvuna fyrir drenginn. Hann var skiljanlega í skýjunum en gleðin breyttist fljótlega í sorg því starfsmaður Hornets tók tölvuna af honum þegar búið var að slökkva á myndavélunum. Í staðinn fékk drengurinn Hornets-treyju. Frændi drengsins sagði í samtali við Queen City News að skömmu fyrir uppákomuna hefði honum verið tjáð að drengurinn fengi ekki að halda tölvunni. Strákurinn fékk hins vegar ekki að vita það. „Allir héldu að hann fengi að halda tölvunni; klappstýrur, dansarar, allir. Þegar þeir tóku hana af honum héldu allir að þetta væri grín en áttuðu sig síðan á því að svo var ekki,“ sagði frændinn. You guys want to see a cheap sports organization?In this video my best friend&his nephew get called onto court for a special segment where they gift the kid a PS5 publicly… w/cameras off they TOOK IT AWAY and gave him a jersey.😂 Take a bow @hornets… crushed the kid pic.twitter.com/mcj5hhsuM5— USMNT_STAN (@StanUsmnt) December 17, 2024 Uppákoman vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum og Hornets sá sig knúið til að senda frá sér afsökunarbeiðni. Félagið lofaði að bæta upp fyrir mistökin með því að gefa drengnum tölvuna auk þess sem hann fær VIP-miða á leik í framtíðinni. Hornets tapaði leiknum fyrir Sixers, 121-108. Liðið er í þriðja neðsta sæti Austurdeildarinnar með sjö sigra og nítján töp. NBA Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Í leiknum gegn Philadelphia 76ers á mánudaginn kom lukkudýr Hornets, Hugo, íklætt jólasveinabúningi, með þrettán ára stuðningsmann liðsins inn á völlinn. Eftir að bréf hans til jólasveinsins, þar sem hann óskaði eftir PlayStation 5, var lesið upp kom klappstýra með leikjatölvuna fyrir drenginn. Hann var skiljanlega í skýjunum en gleðin breyttist fljótlega í sorg því starfsmaður Hornets tók tölvuna af honum þegar búið var að slökkva á myndavélunum. Í staðinn fékk drengurinn Hornets-treyju. Frændi drengsins sagði í samtali við Queen City News að skömmu fyrir uppákomuna hefði honum verið tjáð að drengurinn fengi ekki að halda tölvunni. Strákurinn fékk hins vegar ekki að vita það. „Allir héldu að hann fengi að halda tölvunni; klappstýrur, dansarar, allir. Þegar þeir tóku hana af honum héldu allir að þetta væri grín en áttuðu sig síðan á því að svo var ekki,“ sagði frændinn. You guys want to see a cheap sports organization?In this video my best friend&his nephew get called onto court for a special segment where they gift the kid a PS5 publicly… w/cameras off they TOOK IT AWAY and gave him a jersey.😂 Take a bow @hornets… crushed the kid pic.twitter.com/mcj5hhsuM5— USMNT_STAN (@StanUsmnt) December 17, 2024 Uppákoman vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum og Hornets sá sig knúið til að senda frá sér afsökunarbeiðni. Félagið lofaði að bæta upp fyrir mistökin með því að gefa drengnum tölvuna auk þess sem hann fær VIP-miða á leik í framtíðinni. Hornets tapaði leiknum fyrir Sixers, 121-108. Liðið er í þriðja neðsta sæti Austurdeildarinnar með sjö sigra og nítján töp.
NBA Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum