Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 23. desember 2024 16:10 Guðrún Hafsteinsdóttir var ósammála kollegum sínum í Sjálfstæðisflokknum. Vísir/Vilhelm Skoðanir fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins á nýjum ríkisstjórnarsáttmála virðast mjög ólíkar. Guðrún Hafsteinsdóttir segir nýja sáttmálann keimlíkann sáttmála fráfarandi ríkisstjórnar á meðan Bjarni Benediktsson segir málefnin hafa fuðrað upp í loft. Líkt og hefur áður verið fjallað um á Vísi sagði Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, að nýi stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur væri „þunn súpa.“ „Maður spurði sig, hvað varð um öll stóru málin?“ sagði Bjarni. „Hvað varð um allar yfirlýsingarnar um að það væri ekki hægt að ná jöfnuði í ríkisfjármálum án þess að fara í , hvað kölluðu þau það, vannýttir tekjustofnar, nú þyrfti að fara í skatta. Það er allt fuðrað upp í loft.“ Hann segir að samkvæmt orðum formanna stjórnarflokkanna sé það útilokað að áætlanir þeirra gangi upp í „ríkisfjármálalegu samhengi.“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, fyrrverandi háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sló sama tón og Bjarni. „Mér fannst frekar lítið í þessu miðað við hvaða tíma er búið að taka. Ég hef svona áhyggjur auðvitað af ýmsum málum þar sem mér fannst lítið um útfærslur nema í miklum útgjaldatillögum,“ segir Áslaug Arna. „Það bíður þeim stórt verkefni varðandi fjármálaáætlun. Á næstu vikum á að koma henni saman og sýna spilin fyrir kjörtímabilið með þeirra fjármálaáætlun en ég sé ekki hvernig þessar tillögur muni ganga ef þeim fylgja ekki skattahækkanir sem boðaðar voru í kosningabaráttunni.“ Það var hins vegar annað hljóð í strokknum hjá Guðrúnu Hafsteinsdóttur, fyrrverandi dómsmálaráðherra. „Mér lýst bara ágætlega á það enda fannst mér þessi ríkisstjórnarsáttmáli sem var kynntur, mér fannst hann nú ekki mikið ólíkur þeim ríkisstjórnarsáttmála sem að við hér sem erum að fara frá vorum með,“ segir Guðrún. Bjarni Benediktsson sagði að þessi sáttmáli væri alveg ómögulegur. „Já, en það eru ekki margar áherslur nema þá helst hvað varðar auðlindaskatta eða breytingar á því sem koma mér á óvart. En þarna voru margar áherslur sem að voru keimlíkar því sem voru í fyrri ríkisstjórnarsáttmála.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar var kynnt á blaðamannafundi í Hafnarhúsinu í Hafnarfirði í dag. Hún inniheldur helstu áhersluatriði ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, sem talin eru fram í 23 punktum. 21. desember 2024 13:42 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Sjá meira
Líkt og hefur áður verið fjallað um á Vísi sagði Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, að nýi stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur væri „þunn súpa.“ „Maður spurði sig, hvað varð um öll stóru málin?“ sagði Bjarni. „Hvað varð um allar yfirlýsingarnar um að það væri ekki hægt að ná jöfnuði í ríkisfjármálum án þess að fara í , hvað kölluðu þau það, vannýttir tekjustofnar, nú þyrfti að fara í skatta. Það er allt fuðrað upp í loft.“ Hann segir að samkvæmt orðum formanna stjórnarflokkanna sé það útilokað að áætlanir þeirra gangi upp í „ríkisfjármálalegu samhengi.“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, fyrrverandi háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sló sama tón og Bjarni. „Mér fannst frekar lítið í þessu miðað við hvaða tíma er búið að taka. Ég hef svona áhyggjur auðvitað af ýmsum málum þar sem mér fannst lítið um útfærslur nema í miklum útgjaldatillögum,“ segir Áslaug Arna. „Það bíður þeim stórt verkefni varðandi fjármálaáætlun. Á næstu vikum á að koma henni saman og sýna spilin fyrir kjörtímabilið með þeirra fjármálaáætlun en ég sé ekki hvernig þessar tillögur muni ganga ef þeim fylgja ekki skattahækkanir sem boðaðar voru í kosningabaráttunni.“ Það var hins vegar annað hljóð í strokknum hjá Guðrúnu Hafsteinsdóttur, fyrrverandi dómsmálaráðherra. „Mér lýst bara ágætlega á það enda fannst mér þessi ríkisstjórnarsáttmáli sem var kynntur, mér fannst hann nú ekki mikið ólíkur þeim ríkisstjórnarsáttmála sem að við hér sem erum að fara frá vorum með,“ segir Guðrún. Bjarni Benediktsson sagði að þessi sáttmáli væri alveg ómögulegur. „Já, en það eru ekki margar áherslur nema þá helst hvað varðar auðlindaskatta eða breytingar á því sem koma mér á óvart. En þarna voru margar áherslur sem að voru keimlíkar því sem voru í fyrri ríkisstjórnarsáttmála.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar var kynnt á blaðamannafundi í Hafnarhúsinu í Hafnarfirði í dag. Hún inniheldur helstu áhersluatriði ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, sem talin eru fram í 23 punktum. 21. desember 2024 13:42 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Sjá meira
Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar var kynnt á blaðamannafundi í Hafnarhúsinu í Hafnarfirði í dag. Hún inniheldur helstu áhersluatriði ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, sem talin eru fram í 23 punktum. 21. desember 2024 13:42