Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Elín Margrét Böðvarsdóttir og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 23. desember 2024 00:30 Logi Einarsson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir faðmast við lyklaskiptin. Vísir/Viktor Ellefu ráðherrar tóku við lyklum að ráðuneytum sínum í dag. Það var gert ýmist með handaböndum eða faðmlögum. Í dag tók daginn að lengja á nýjan leik sem segja má að sé merki um nýtt upphaf þegar ráðherrar tóku við lyklum. Lyklaskiptunum voru gerð góð skil í kvöldfréttum Stöðvar 2 líkt og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Dagurinn hófst í Stjórnarráðinu þar sem að Kristrún Frostadóttir tók við lyklum frá Bjarna Benediktssyni en hann átti reyndar eftir að afhenda tvenna lykla til viðbótar. Kristrún tekin við Stjórnarráðinu af Bjarna.Vísir/Viktor Næst var það utanríkisráðuneytið en þar tók Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir við lyklum frá Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur en þær áttu tilfinningaríka stund saman. „Ég er mjög glöð að þú sért að taka við þessu ráðuneyti,“ sagði Þórdís við arftaka sinn Þorgerði. Þórdís og Þorgerður féllust í faðma.Vísir/Viktor Bjarni og Inga Sæland féllust síðan í faðma í félagsráðuneytinu og hinu megin við ganginn í sama húsi varð Alma Möller fyrsti læknirinn til að taka við lyklum að heilbrigðisráðuneytinu. Þá tók Hanna Katrín Friðriksson við lyklum að atvinnuvegaráðuneytinu, áður matvælaráðuneytinu þangað sem fleiri málaflokkar verða færðir undir. Alma Möller tók við lykli úr hönd ráðuneytisstjóra.Vísir/Viktor Í dómsmálaráðuneytinu var skipt á lykli og nútímalegu korti þegar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir tók við lyklavöldum af Guðrúnu Hafsteinsdóttur. Í umhverfisráðuneytinu kom Guðlaugur Þór klyfjaður gjöfum og veitti Jóhanni Páli Jóhannsyni arftaka sínum ítarlegt lesefni en í fjármálaráðuneytinu gaf Sigurður Ingi Jóhannsson nýjum fjármálaráðherra, Daða Má Kristóferssyni bók um ála. Sigurður Ingi og Daði Már kátir við lyklaskiptin.Vísir/Viktor Eyjólfur Ármannsson og Ásthildur Lóa Þórsdóttir, nýjir ráðherrar Flokks fólksins, fengu einnig lykla að sínum ráðuneytum. Loks tók Logi Einarsson við lyklum í háskóla- og nýsköpunarráðuneytinu, en hann tók einnig myndskreytingar Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur í sátt. Áslaug lét Loga hafa lykil.Vísir/Viktor Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Tímamót Samfylkingin Flokkur fólksins Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Lyklaskiptunum voru gerð góð skil í kvöldfréttum Stöðvar 2 líkt og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Dagurinn hófst í Stjórnarráðinu þar sem að Kristrún Frostadóttir tók við lyklum frá Bjarna Benediktssyni en hann átti reyndar eftir að afhenda tvenna lykla til viðbótar. Kristrún tekin við Stjórnarráðinu af Bjarna.Vísir/Viktor Næst var það utanríkisráðuneytið en þar tók Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir við lyklum frá Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur en þær áttu tilfinningaríka stund saman. „Ég er mjög glöð að þú sért að taka við þessu ráðuneyti,“ sagði Þórdís við arftaka sinn Þorgerði. Þórdís og Þorgerður féllust í faðma.Vísir/Viktor Bjarni og Inga Sæland féllust síðan í faðma í félagsráðuneytinu og hinu megin við ganginn í sama húsi varð Alma Möller fyrsti læknirinn til að taka við lyklum að heilbrigðisráðuneytinu. Þá tók Hanna Katrín Friðriksson við lyklum að atvinnuvegaráðuneytinu, áður matvælaráðuneytinu þangað sem fleiri málaflokkar verða færðir undir. Alma Möller tók við lykli úr hönd ráðuneytisstjóra.Vísir/Viktor Í dómsmálaráðuneytinu var skipt á lykli og nútímalegu korti þegar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir tók við lyklavöldum af Guðrúnu Hafsteinsdóttur. Í umhverfisráðuneytinu kom Guðlaugur Þór klyfjaður gjöfum og veitti Jóhanni Páli Jóhannsyni arftaka sínum ítarlegt lesefni en í fjármálaráðuneytinu gaf Sigurður Ingi Jóhannsson nýjum fjármálaráðherra, Daða Má Kristóferssyni bók um ála. Sigurður Ingi og Daði Már kátir við lyklaskiptin.Vísir/Viktor Eyjólfur Ármannsson og Ásthildur Lóa Þórsdóttir, nýjir ráðherrar Flokks fólksins, fengu einnig lykla að sínum ráðuneytum. Loks tók Logi Einarsson við lyklum í háskóla- og nýsköpunarráðuneytinu, en hann tók einnig myndskreytingar Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur í sátt. Áslaug lét Loga hafa lykil.Vísir/Viktor
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Tímamót Samfylkingin Flokkur fólksins Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira