Lífið

Frum­sýning á Vísi: Villi og Vig­dís hleypa ljósinu inn

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Það kennir ýmissa grasa í tónlistarmyndbandinu.
Það kennir ýmissa grasa í tónlistarmyndbandinu.

„Myndbandið er innblásið af öllum þessum klassísku gömlu íslensku jólalagamyndböndum,“ segir grínistinn og söngvarinn Villi Neto sem frumsýnir í dag ásamt Vigdísi Hafliðadóttur myndband við jólalagið þeirra Hleyptu ljósi inn.

Um er að ræða uppáhalds popplag Villa frá Japan sem hann hefur komið í glænýjan og jólalegan búning. „Það er stundum sem maður heyrir erlent lag og maður hugsar bara strax: „Þetta er íslenskt jólalag!“ Og dúettinn með þeim Tatsuro Yamashita og Melissa Manchester er eitt þeirra,“ segir Villi í samtali við Vísi.

Í myndbandinu má sjá þau Villa og Vigdísi við jólatréð í alvöru jólagír. Úlfur E. ARnalds og Hanna Hulda Hafþórsdóttir leikstýrðu myndbandinu. Villi hrósar þeim í hástert. „Mér finnst myndbandið algjörlega fanga anda lagsins, þarna bregðum við Vigdís í leik í alvöru búningum og ég held þetta fangi anda jólanna.“

Klippa: Hleyptu ljósi inn

Tengdar fréttir

Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag

Einn þekktasti leikari og grínisti landsins Vilhelm Neto hefur breytt einu af sínu uppáhalds popplögum frá Japan í íslenskt jólalag ásamt söngkonunni og leikkonunni Vigdísi Hafliðadóttur. Vilhelm sem alltaf er kallaður Villi segist sitja á fleiri erlendum lögum sem hann er handviss um að myndu sóma sér vel sem jólalög.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.