Handbolti

Elísa veik og ekki með

Valur Páll Eiríksson skrifar
Elísa er lasin og spilar ekki í kvöld.
Elísa er lasin og spilar ekki í kvöld. Henk Seppen/BSR Agency/Getty Images

Elísa Elíasdóttir er lasin og verður ekki með íslenska landsliðinu gegn Þjóðverjum í dag. Landsliðsþjálfararnir gera tvær breytingar á leikmannahópi Íslands.

Þær Jóhanna Margrét Sigurðardóttir og Katrín Tinna Jensdóttir voru utan hóps í fyrstu tveimur leikjum Íslands en þær koma inn í hópinn í dag.

Leiknum er lýst beint hér.

Elísa Elíasdóttir er veik og verður af þeim sökum ekki með. Ágúst Jóhannsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, skýrði frá þessu í samtali við íþróttadeild. Hornakonan Katrín Anna Ásmundsdóttir fer einnig út úr hópi Íslands.

Viðtalið við Ágúst fyrir leik má sjá að neðan.

Klippa: Ágúst býst við hörkuleik



Fleiri fréttir

Sjá meira


×