Veður

Skúrir eða él á víð og dreif

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti verður víða í kringum frostmark í dag.
Hiti verður víða í kringum frostmark í dag. Vísir/Vilhelm

Nú í morgunsárið eru þrjár mis aðgangsharðar lægðir fyrir vestan land. Sú sem er skammt suðvestur af landinu mun sigla yfir landið í dag á meðan hinar halda sig nálægt Grænlandi og hafa takmörkuð áhrif á landsmenn.

Á vef Veðurstofunnar segir að það verði suðaustan tíu til fimmtán metrar á sekúndu og rigning eða slydda austantil fram eftir degi, en snjókoma til fjalla.

Hægir nokkuð á vindi þegar líður á daginn og léttir til fyrir austan, en hægari suðlæg átt í nótt.

Hægari suðlæg átt fyrir vestan, skúrir eða él á víð og dreif og hiti kringum frostmark.

Suðvestantil er flughálka er í sunnanverðum Hvalfirði. Hálka og hálkublettir eru á flestum leiðum en eitthvað er um snjóþekju eða krapa. Hálkublettir eru á flestum stofnvegum í höfuðborginni en eitthvað um hálku. Nánar má lesa um færð á vegum á vef Vegagerðarinnar.

„Á morgun en svo von á nýrri lægð sem kemur allhratt langt sunnan úr hafi. Það mun hlýna á austurhelmningi landsins og þegar skil hennar koma inná land mun líklega úrkoman byrja sem slydda eða snjókoma en fara svo yfir í ringingu. Þó munu áhrif hennar ekki verða svo mikil á morgun, en á fimmtudag eitthvað meiri. Fyrir norðan á fimmtudg verður snjókoma á Vestfjörðum og austur með Norðurlandi en færist síðan smám saman yfir í slyddu eða jafnvel rigningu, allavega á láglendi. Svona veður getur valdið staðbundinni ófærð, einkum fyrir norðan og austan svo fólk er hvatt að fylgjast náið með fréttum af færð og kynna sér veðurspá áður ef farið í lengri ferðir.

Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Suðlæg átt, 3-10 m/s og dálítil él, en bjart með köflum norðaustantil. Frost víða 0 til 7 stig, kaldast fyrir austan. Gengur í norðan 10-15 með slyddu eða rigningu á sunnanverðu landinu um kvöldið og hlýnar heldur, en snjókomu fyrir norðan.

Á fimmtudag: Norðan og norðvestan 10-18 m/s og slydda eða rigning, en snjókoma norðvestantil. Hiti kringum frostmark.

Á föstudag: Stíf norðvestanátt með snjókomu eða éljagangi, en yfirleitt þurrt sunnan heiða. Kólnandi veður.

Á laugardag: Minnkandi norðvestan hríðarveður á norðaustanverðu landinu, en annars víða bjart og kalt í veðri.

Á sunnudag: Hægur vindur, bjart veður og talsvert frost um land allt. Vaxandi sunnanátt með hlýnandi veðri seinnipartinn, fyrst suðvestantil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×