Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. nóvember 2024 12:20 Litla Ísland hefur unnið marga frábæra sigra á körfuboltavellinum í gegnum tíðina. Tryggvi Snær Hlinason hefur tekið þátt í þeim nokkrum. Vísir/Bára Íslenska karlalandsliðið vann stórkostlegan útisigur á Ítölum í undankeppni EM í gærkvöldi og þessi sigur er án efa í hóp stærstu sigra karlalandsliðsins í körfubolta frá upphafi. Það eru meira að segja margar ástæður fyrir því að þetta sé hreinlega sá stærsti. Það gerir mótherjinn, vettvangurinn, aðstæðurnar, mótlætið og mikilvægið. Íslenska liðið var þarna að spila afar mikilvægan leik í baráttu um sæti á Eurobasket 2025 og var á útivelli á móti einni sterkustu körfuboltaþjóð Evrópu. Stórþjóð sem var nánast með fullskipað lið. Auk þess hafði andstæðingurinn unnið 24 stiga sigur á íslenska liðinu í Laugardalshöllinni aðeins nokkrum dögum fyrr. Með þessum sigri steig íslenska liðið stórt skref í átt að því að tryggja sér sæti á Eurobasket í þriðja sinn. Hér fyrir neðan má sjá stutt yfirlit yfir nokkra af stærstu sigrum íslenska karlalandsliðsins í gegnum tíðina. Það er ekki tæmandi listi en þarna eru mjög eftirminnilegir sigrar. Íslenska körfuboltafjölskyldan á Eurobasket í Helsinki 2017.Vísir/Getty Sigur á Dönum 1966 Íslenska landsliðið vann Dani á Norðurlandamótinu á þeirra eigin heimavelli. Kolbeinn Pálsson tryggði íslenska liðinu 68-67 sigur í framlengdum leik með því að setja niður tvö vítaskot á ögurstundu. Kolbeinn var stigahæstur í íslenska liðinu með 24 stig og hann var valinn Íþróttamaður ársins þetta ár. Sigur á Norðmönnum 1986 Íslenska landsliðið steig stórt skref á fjölum Laugardalshallar 1986 þegar liðið tryggði sér sæti í b-deild Evrópumótsins í fyrsta sinn. Það gerði liðið með dramatískum 75-72 sigri á Norðmönnum. Pálmar Sigurðsson, faðir Arons Pálmarssonar handboltamanns, skoraði sigurkörfuna með skoti af löngu færi á síðustu sekúndunni. Pálmar skoraði 24 stig í leiknum en Valur Ingimundarson var stigahæstur með 25 stig. Sigur á Tyrklandi 1986 Ísland tók þarna þátt í b-deild EM í fyrsta sinn og vann mjög óvæntan 63-58 sigur á Tyrkjum. Frábær sigur og það þrátt fyrir að fimm hundruð öskrandi Tyrkir hafi verið í stúkunni. Pálmar Sigurðsson skoraði 21 stig í leiknum, Guðni Guðnason var mjög öflugur með 15 stig og Valur Ingimundarson skoraði 12 stig. Það var þó frábær varnarleikur og skynsamur leikur sem lagði grunninn að sigrinum. Jakob Örn Sigurðarson skoraði eftirminnilega sigurkörfu í Laugardalshöllinni á móti Georgíu.Getty/Lukas Schulze Sigur á Georgíu 2007 Íslenska liðið vann 76-75 sigur á Georgíu í b-deild EM í Laugardalshöllinni. Jakob Örn Sigurðarson skoraði sigurkörfuna með þriggja stiga skoti á síðustu sekúndunni. Jakob skoraði 16 stig en Logi Gunnarsson var stigahæstur með 17 stig og Brenton Birmingham skoraði 13 stig. Sigur á Rúmeníu 2013 Íslenska liðið tryggði sér sæti í þriðja styrkleikaflokki með 77-71 sigri á Rúmenum í Laugardalshöllinni sem átti síðan eftir að hjálpa íslenska liðinu að komast á Eurobasket í fyrsta sinn árið eftir. Jakob Örn Sigurðarson skoraði 23 stig í leiknum, Haukur Helgi Pálsson var með 14 stig og Jón Arnór Stefánsson skoraði 11 stig. Sigur á Bretlandi 2014 Íslenska landsliðið svo gott sem tryggði sér sæti á Eurobasket í fyrsta sinn með mögnuðum 71-69 sigri á Bretum í London í óopinberum úrslitaleik um það hvor þjóðin fylgdi Bosníumönnum á EM. Jón Arnór Stefánsson var stórkostlegur með 23 stig og Hörður Axel Vilhjálmsson bætti við 17 stigum og 5 stoðsendingum. Hlynur Bæringsson tók 13 fráköst auk 7 stiga. Litla Ísland var komið á Eurobasket í fyrsta sinn. Jón Arnór Stefánsson var magnaður þegar Ísland komst á Eurobasket í fyrsta skiptið.Getty/Boris Streubel Sigur á Belgíu 2016 Íslenska landsliðið tryggði sér sæti á sínu öðru Eurobasket móti í röð með 74-68 sigri á Belgum í Laugardalshöllinni. Martin Hermannsson var frábær með 18 stig og 5 stoðsendingar, Haukur Helgi Pálsson skoraði 11 stig og þeir Hlynur Bæringsson og Jón Arnór Stefánsson voru með 10 stig hvor. Sigrar á Finnlandi og Tékklandi 2018 Mögulega besti landsleikjagluggi íslenska liðsins en liðið vann þá nauma en gríðarlega mikilvæga heimasigra á Finnum og Tékkum með nokkra daga millibili í baráttunni um sæti á HM. Martin Hermannsson var stórkostlegur í eftirminnilegum landsleikjaglugga árið 2018.vísir / anton brink Fyrst vannst 81-76 sigur á Finnum þar sem Martin Hermannsson var rosalegur með 26 stig og 6 stoðsendingar en Hlynur Bæringsson var síðan með 14 stig og 12 fráköst. Haukur Helgi Pálsson skoraði 11 stig. Þremur dögum síðar vann liðið 76-75 sigur á Tékkum. Martin skoraði aftur 26 stig, Jón Arnór Stefánsson var með 11 stig og Haukur Helgi Pálsson skoraði 10 stig. Þetta var hins vegar spútnikleikur Tryggva Snæs Hlinasonar sem var með 15 stig, 8 fráköst og 3 varin skot í þessum dýrmæta sigri. Tryggvi Snær Hlinason átti rosalegan leik í sigrinum á Ítölum í Ólafssalnum 2022.VÍSIR/BÁRA Sigur á Ítalíu 2022 Magnaður 107-105 sigur í Ítalíu eftir framlengdan leik i Ólafssal í undankeppni HM. Tryggvi Snær Hlinason átti einn besta landsleik Íslendings frá upphafi en hann skoraði 34 stig, tók 21 frákast og varði 5 skot. Bakvarðateymið Elvar Már Friðriksson og Martin Hermannsson áttu líka báðir stórleik. Elvar var með 25 stig og 7 stoðsendingar en Martin var með 23 stig og 7 stoðsendingar. Sigur á Úkraínu 2022 Íslenska landsliðið hélt enn í vonina um sæti á HM með 91-88 sigri á öflugum Úkraínumönnum í Ólafsal. Íslenska liðið var þá harðri baráttu við Georgíu en missti að lokum af HM sætinu á grátlegan hátt þrátt fyrir þriggja stiga sigur á Georgíu á útivelli í lokaleiknum. Elvar Már Friðriksson var frábær á móti Úkraínumönnum með 27 stig, Kristófer Acox skoraði 14 stig og Sigtryggur Arnar Björnsson var með 13 stig. Elvar Már Friðriksson hefur spilað stórt hlutverk í stærstu sigrunum síðustu ár.Getty/Serhat Cagdas Sigur á Ítalíu 2024 Íslenska liðið vann stórkostlegan útisigur á móti einni bestu körfuboltaþjóð Evrópu. Liðið vann fyrsta leikhlutann 22-9, stóðst öll áhlaup Ítala og vann að lokum sjö stiga sigur, 81-74. Kristinn Pálsson átti sinn besta landsleik á ferlinum en hann skoraði 22 stig og 5 þrista. Elvar Már Friðriksson var með 15 stig og 8 stoðsendingar og þá var Jón Axel Guðmundsson með 15 stig. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL Sport Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira
Það eru meira að segja margar ástæður fyrir því að þetta sé hreinlega sá stærsti. Það gerir mótherjinn, vettvangurinn, aðstæðurnar, mótlætið og mikilvægið. Íslenska liðið var þarna að spila afar mikilvægan leik í baráttu um sæti á Eurobasket 2025 og var á útivelli á móti einni sterkustu körfuboltaþjóð Evrópu. Stórþjóð sem var nánast með fullskipað lið. Auk þess hafði andstæðingurinn unnið 24 stiga sigur á íslenska liðinu í Laugardalshöllinni aðeins nokkrum dögum fyrr. Með þessum sigri steig íslenska liðið stórt skref í átt að því að tryggja sér sæti á Eurobasket í þriðja sinn. Hér fyrir neðan má sjá stutt yfirlit yfir nokkra af stærstu sigrum íslenska karlalandsliðsins í gegnum tíðina. Það er ekki tæmandi listi en þarna eru mjög eftirminnilegir sigrar. Íslenska körfuboltafjölskyldan á Eurobasket í Helsinki 2017.Vísir/Getty Sigur á Dönum 1966 Íslenska landsliðið vann Dani á Norðurlandamótinu á þeirra eigin heimavelli. Kolbeinn Pálsson tryggði íslenska liðinu 68-67 sigur í framlengdum leik með því að setja niður tvö vítaskot á ögurstundu. Kolbeinn var stigahæstur í íslenska liðinu með 24 stig og hann var valinn Íþróttamaður ársins þetta ár. Sigur á Norðmönnum 1986 Íslenska landsliðið steig stórt skref á fjölum Laugardalshallar 1986 þegar liðið tryggði sér sæti í b-deild Evrópumótsins í fyrsta sinn. Það gerði liðið með dramatískum 75-72 sigri á Norðmönnum. Pálmar Sigurðsson, faðir Arons Pálmarssonar handboltamanns, skoraði sigurkörfuna með skoti af löngu færi á síðustu sekúndunni. Pálmar skoraði 24 stig í leiknum en Valur Ingimundarson var stigahæstur með 25 stig. Sigur á Tyrklandi 1986 Ísland tók þarna þátt í b-deild EM í fyrsta sinn og vann mjög óvæntan 63-58 sigur á Tyrkjum. Frábær sigur og það þrátt fyrir að fimm hundruð öskrandi Tyrkir hafi verið í stúkunni. Pálmar Sigurðsson skoraði 21 stig í leiknum, Guðni Guðnason var mjög öflugur með 15 stig og Valur Ingimundarson skoraði 12 stig. Það var þó frábær varnarleikur og skynsamur leikur sem lagði grunninn að sigrinum. Jakob Örn Sigurðarson skoraði eftirminnilega sigurkörfu í Laugardalshöllinni á móti Georgíu.Getty/Lukas Schulze Sigur á Georgíu 2007 Íslenska liðið vann 76-75 sigur á Georgíu í b-deild EM í Laugardalshöllinni. Jakob Örn Sigurðarson skoraði sigurkörfuna með þriggja stiga skoti á síðustu sekúndunni. Jakob skoraði 16 stig en Logi Gunnarsson var stigahæstur með 17 stig og Brenton Birmingham skoraði 13 stig. Sigur á Rúmeníu 2013 Íslenska liðið tryggði sér sæti í þriðja styrkleikaflokki með 77-71 sigri á Rúmenum í Laugardalshöllinni sem átti síðan eftir að hjálpa íslenska liðinu að komast á Eurobasket í fyrsta sinn árið eftir. Jakob Örn Sigurðarson skoraði 23 stig í leiknum, Haukur Helgi Pálsson var með 14 stig og Jón Arnór Stefánsson skoraði 11 stig. Sigur á Bretlandi 2014 Íslenska landsliðið svo gott sem tryggði sér sæti á Eurobasket í fyrsta sinn með mögnuðum 71-69 sigri á Bretum í London í óopinberum úrslitaleik um það hvor þjóðin fylgdi Bosníumönnum á EM. Jón Arnór Stefánsson var stórkostlegur með 23 stig og Hörður Axel Vilhjálmsson bætti við 17 stigum og 5 stoðsendingum. Hlynur Bæringsson tók 13 fráköst auk 7 stiga. Litla Ísland var komið á Eurobasket í fyrsta sinn. Jón Arnór Stefánsson var magnaður þegar Ísland komst á Eurobasket í fyrsta skiptið.Getty/Boris Streubel Sigur á Belgíu 2016 Íslenska landsliðið tryggði sér sæti á sínu öðru Eurobasket móti í röð með 74-68 sigri á Belgum í Laugardalshöllinni. Martin Hermannsson var frábær með 18 stig og 5 stoðsendingar, Haukur Helgi Pálsson skoraði 11 stig og þeir Hlynur Bæringsson og Jón Arnór Stefánsson voru með 10 stig hvor. Sigrar á Finnlandi og Tékklandi 2018 Mögulega besti landsleikjagluggi íslenska liðsins en liðið vann þá nauma en gríðarlega mikilvæga heimasigra á Finnum og Tékkum með nokkra daga millibili í baráttunni um sæti á HM. Martin Hermannsson var stórkostlegur í eftirminnilegum landsleikjaglugga árið 2018.vísir / anton brink Fyrst vannst 81-76 sigur á Finnum þar sem Martin Hermannsson var rosalegur með 26 stig og 6 stoðsendingar en Hlynur Bæringsson var síðan með 14 stig og 12 fráköst. Haukur Helgi Pálsson skoraði 11 stig. Þremur dögum síðar vann liðið 76-75 sigur á Tékkum. Martin skoraði aftur 26 stig, Jón Arnór Stefánsson var með 11 stig og Haukur Helgi Pálsson skoraði 10 stig. Þetta var hins vegar spútnikleikur Tryggva Snæs Hlinasonar sem var með 15 stig, 8 fráköst og 3 varin skot í þessum dýrmæta sigri. Tryggvi Snær Hlinason átti rosalegan leik í sigrinum á Ítölum í Ólafssalnum 2022.VÍSIR/BÁRA Sigur á Ítalíu 2022 Magnaður 107-105 sigur í Ítalíu eftir framlengdan leik i Ólafssal í undankeppni HM. Tryggvi Snær Hlinason átti einn besta landsleik Íslendings frá upphafi en hann skoraði 34 stig, tók 21 frákast og varði 5 skot. Bakvarðateymið Elvar Már Friðriksson og Martin Hermannsson áttu líka báðir stórleik. Elvar var með 25 stig og 7 stoðsendingar en Martin var með 23 stig og 7 stoðsendingar. Sigur á Úkraínu 2022 Íslenska landsliðið hélt enn í vonina um sæti á HM með 91-88 sigri á öflugum Úkraínumönnum í Ólafsal. Íslenska liðið var þá harðri baráttu við Georgíu en missti að lokum af HM sætinu á grátlegan hátt þrátt fyrir þriggja stiga sigur á Georgíu á útivelli í lokaleiknum. Elvar Már Friðriksson var frábær á móti Úkraínumönnum með 27 stig, Kristófer Acox skoraði 14 stig og Sigtryggur Arnar Björnsson var með 13 stig. Elvar Már Friðriksson hefur spilað stórt hlutverk í stærstu sigrunum síðustu ár.Getty/Serhat Cagdas Sigur á Ítalíu 2024 Íslenska liðið vann stórkostlegan útisigur á móti einni bestu körfuboltaþjóð Evrópu. Liðið vann fyrsta leikhlutann 22-9, stóðst öll áhlaup Ítala og vann að lokum sjö stiga sigur, 81-74. Kristinn Pálsson átti sinn besta landsleik á ferlinum en hann skoraði 22 stig og 5 þrista. Elvar Már Friðriksson var með 15 stig og 8 stoðsendingar og þá var Jón Axel Guðmundsson með 15 stig.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL Sport Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira