Undir hluthöfum komið hvort skráning sameinaðs félags hér heima heppnist
Marel kemur inn í áformaðan risasamruna við John Bean Technologies (JBT) „algjörlega sem jafningi“ bandaríska fyrirtækisins, að sögn Árna Sigurðssonar forstjóra, sem telur að hluthafar ættu að hafa enn meiri trú á sameinuðu félagi sem verði með einstaka stærðarhagkvæmni og segist ekki hafa upplifað neina fjárfesta tala „ákveðið“ á móti samrunanum. Í viðtali við Innherja undirstrikar hann að það séu hagsmunir þeirra sem vilja taka tilboðinu hjá JBT að ákveða sig snemma fremur en á lokametrunum og brýnir hluthafa Marel að það sé undir þeim komið hvort skráningin á Íslandi muni heppnast vel eða ekki þegar fram í sækir.
Tengdar fréttir
Blanda af reiðufé og hlutabréfum í JBT „hentar Eyri Invest vel“
Það er mat stjórnar Eyris Invest, langsamlega stærsti eigandi Marels, að væntanlegur samruni við bandaríska fyrirtækið JBT sé „afar jákvætt skref“ fyrir Marel og að blönduð greiðsla í formi hlutabréfa og reiðufjár henti fjárfestingafélaginu vel, meðal annars með hliðsjón af skuldsetningu þess. Stjórnendateymi sprotafjárfestinga Eyris, sem hafa verið færðar talsvert niður í virði vegna erfiðra aðstæðna á mörkuðum, forgangsraðar núna verkefnum og mun halda áfram að styðja við völd félög í eignasafninu.
Lífeyrissjóðir stækkuðu stöðuna í Marel og fara með um 40 prósenta hlut
Íslensku lífeyrissjóðirnir, einkum þeir stærstu, juku lítillega við hlutabréfastöðu sína í Marel í fyrra á afar sveiflukenndum og krefjandi tímum á markaði en að teknu tilliti til óbeins eignarhlutar í Eyri Invest fara sjóðirnir núna með samanlagt um fjörutíu prósenta hlut í félaginu. Bandaríska fyrirtækið JBT áformar að gera formlegt yfirtökutilboð í Marel í næsta mánuði en það er meðal annars háð skilyrði um samþykki að lágmarki 90 prósent hluthafa.
Marel lækkar enn afkomuspána vegna óvissu og krefjandi rekstrarumhverfis
Þótt rekstrarframlegðin hafi batnað nokkuð á milli ársfjórðunga hjá Marel þá eru markaðsaðstæður enn erfiðar og litast af óvissu, sem endurspeglast í minni mótteknum pöntunum, og félagið hefur því – í annað sinn á þessu ári – lækkað afkomuspá sína til skamms tíma. Uppgjör Marels, sem stefnir að sameiningu við JBT undir lok ársins, var lítillega yfir væntingum greinenda en skuldahlutfall félagsins hélt hins vegar áfram að hækka á öðrum fjórðungi samtímis því að sjóðstreymið versnaði milli ára.