Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Lovísa Arnardóttir skrifar 21. nóvember 2024 18:33 Þorvaldur segir það taka lengri tíma fyrir kviku að safnast saman og koma sér út. Vísir/Arnar Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segist standa við þá fullyrðingu að eldgosatímabilinu muni ljúka fljótlega við Sundhnúksgígaröðina. Hann hefur áður fullyrt að því myndi ljúka í haust en það varð ekki raunin. Sjöunda gosið á einu ári hófst klukkan 23:14 í gær, en sjötta gos þessa árs. Þorvaldur segir að öllum líkindum muni tímabilið teygja sig inn á mitt næsta ár og það myndi koma honum verulega á óvart ef tímabilið verði lengra en það. Þorvaldur ræddi þetta, og meira, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þorvaldur segir skjálftavirknina hafa tekið við sér seinna í þessu gosi en í þeim fyrri og hafi verið með daufara lagi. Aukin skjálftavirkni mældist um klukkan 22.30 í gær og svo um 45 mínútum síðar var eldgosið hafið. „Það má alveg benda á það að landrisið var farið að hægja verulega á sér fyrir sjö dögum og var komið landsig á síðustu dögum. Það var kannski ákveðin vísbending um að kvika væri komin af stað þarna niðri,“ sagði Þorvaldur í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir að í kvikuhólfinu hafi verið svipað rúmmál kviku og í síðasta gosi. Ef þetta sé skoðað með tilliti til heildarsamhengis þá taki það lengri tíma fyrir kvikuna að safnast fyrir í hólfinu núna en í fyrri gosum. Það þýði líka að kvikan sem var fyrir sé lengur að kólna. Nýja kvikan þurfi að ýta henni frá til að komast upp og því taki það kannski lengri tíma fyrir kvikuna til að komast upp. Þorleifur segir að það geti skýrt það hvers vegna gosið var ekki eins öflugt og þau fyrri, og sömuleiðis hversu hratt það minnkar. „Þetta gos, framvindan í því verður svipuð framvindunni í fyrri gosum. Það dregur úr þessu smátt og smátt og virknin fer að dragast á ákveðin gígop,“ segir Þorleifur. Eftir því sem að framleiðnin minnki verðu minna afl til að senda hraun langar leiðir. Gosið geti varað í einhverjar vikur. Gosið er það sjöunda á einu ári. Þorvaldur segir sjö gos á einu ári nokkuð mikið í sögulegu samhengi. Eini staðurinn þar sem gætu hafa verið fleiri gos á einu ári sé Havaí. „En við hljótum að vera að nálgast það að slá einhver met.“ Varnargarðarnir eru einstakir og hafa bjargað miklum innviðum að sögn Þorvalds.Vísir/Vilhelm Einstakir varnargarðar Þorvaldur segir að ef varnargarðarnir hefðu ekki verið settir upp væri líklegt að virkjunin í Svartsengi væri undir hrauni og sömuleiðis Bláa lónið auk þess að stór hluti Grindavíkur væri undir hrauni. Þeir séu þannig löngu búnir að sanna sig. Þetta hafi verið reynt á smærri skala erlendis og svo gerðar tilraunir í Geldingadalagosinu árið 2021. Garðarnir hafi sýnt sig og sannað síðan þá. „Ég held við getum alveg sagt að við séum þau fyrstu í heiminum til að gera þetta á svo stórum skala.“ Hann segir gosið koma upp úr sömu gosrás og fyrri gos. Sprungan sé ekki að lengjast mikið til norðurs eða suðurs heldur haldi hún sig á Sundhnúksgígaröðinni. Það sé góðs viti og þýði að hraunrennslið afmarkist við svæði norðan Grindavíkur og vestan megin við Svartsengi. Teygist á endalokum hrinunnar Þorvaldur spáði því í sumar að þessari goshrinu yrði lokið í haust. Hann segist standa við þessa skoðun en að það sé útlit fyrir að það sé að „teygjast á þessu“. „Það eru ákveðnar vísbendingar um það að innflæðið úr neðra geymsluhólfinu, stóra geymsluhólfinu, sem er á meira dýpi, að það sé smátt og smátt að draga úr því,“ segir Þorvaldur. Það sé lengri tími á milli gosa og það taki lengra tíma að fylla grynnra geymsluhólfið. Það sé svipað magn að koma upp en það taki lengri tíma að fyllast. Sjá einnig: Telur að þetta geti orðið síðasta eldgosið á Sundhnúkareininni „Það þýðir bara að rennslið inn í það er minna en það hefur verið og á meðan það heldur áfram að minnka er það vísbending um að þetta endi einhvern tímann, og vonandi fyrr en seinna,“ segir Þorvaldur. Þetta muni líklega teygja sig inn á árið 2025 en það komi honum verulega á óvart ef þetta verði ekki búið um mitt næsta ár. Á því sem var áður bílaplan Bláa lónsins Auk þess að ræða við Þorvald ræddu þáttastjórnendur við Bjarka Sigurðsson fréttamann. Þá var Bjarki staddur þar sem áður var bílaplan Bláa lónsins. Hraunið frá eldgosinu rann inn á bílaplanið um hádegisbil í dag. Þar brann gámaeining þar sem töskur ferðamanna voru geymdar. Bjarki segir að miðað við hraunflæði muni starfsemi Bláa lónsins sleppa við tjón. Hraunflæðið sé hægara en fyrr í dag. Hraunið rann yfir bílaplan Bláa lónsins. Vísir/Vilhelm Aðrir innviðir sem hafa skemmst eru Grindavíkurvegur auk þess sem hraun rann yfir Njarðvíkuræðina svokallaða sem flytur heitt vatn til Reykjanesbæjar. Hægt er að hlusta á viðtölin við Þorvald og Bjarka hér að ofan. Hægt er að fylgjast með nýjustu vendingum um eldgosið í vaktinni hér að neðan. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Reykjavík síðdegis Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Innlent „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Innlent Fleiri fréttir Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sjá meira
Þorvaldur segir að öllum líkindum muni tímabilið teygja sig inn á mitt næsta ár og það myndi koma honum verulega á óvart ef tímabilið verði lengra en það. Þorvaldur ræddi þetta, og meira, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þorvaldur segir skjálftavirknina hafa tekið við sér seinna í þessu gosi en í þeim fyrri og hafi verið með daufara lagi. Aukin skjálftavirkni mældist um klukkan 22.30 í gær og svo um 45 mínútum síðar var eldgosið hafið. „Það má alveg benda á það að landrisið var farið að hægja verulega á sér fyrir sjö dögum og var komið landsig á síðustu dögum. Það var kannski ákveðin vísbending um að kvika væri komin af stað þarna niðri,“ sagði Þorvaldur í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir að í kvikuhólfinu hafi verið svipað rúmmál kviku og í síðasta gosi. Ef þetta sé skoðað með tilliti til heildarsamhengis þá taki það lengri tíma fyrir kvikuna að safnast fyrir í hólfinu núna en í fyrri gosum. Það þýði líka að kvikan sem var fyrir sé lengur að kólna. Nýja kvikan þurfi að ýta henni frá til að komast upp og því taki það kannski lengri tíma fyrir kvikuna til að komast upp. Þorleifur segir að það geti skýrt það hvers vegna gosið var ekki eins öflugt og þau fyrri, og sömuleiðis hversu hratt það minnkar. „Þetta gos, framvindan í því verður svipuð framvindunni í fyrri gosum. Það dregur úr þessu smátt og smátt og virknin fer að dragast á ákveðin gígop,“ segir Þorleifur. Eftir því sem að framleiðnin minnki verðu minna afl til að senda hraun langar leiðir. Gosið geti varað í einhverjar vikur. Gosið er það sjöunda á einu ári. Þorvaldur segir sjö gos á einu ári nokkuð mikið í sögulegu samhengi. Eini staðurinn þar sem gætu hafa verið fleiri gos á einu ári sé Havaí. „En við hljótum að vera að nálgast það að slá einhver met.“ Varnargarðarnir eru einstakir og hafa bjargað miklum innviðum að sögn Þorvalds.Vísir/Vilhelm Einstakir varnargarðar Þorvaldur segir að ef varnargarðarnir hefðu ekki verið settir upp væri líklegt að virkjunin í Svartsengi væri undir hrauni og sömuleiðis Bláa lónið auk þess að stór hluti Grindavíkur væri undir hrauni. Þeir séu þannig löngu búnir að sanna sig. Þetta hafi verið reynt á smærri skala erlendis og svo gerðar tilraunir í Geldingadalagosinu árið 2021. Garðarnir hafi sýnt sig og sannað síðan þá. „Ég held við getum alveg sagt að við séum þau fyrstu í heiminum til að gera þetta á svo stórum skala.“ Hann segir gosið koma upp úr sömu gosrás og fyrri gos. Sprungan sé ekki að lengjast mikið til norðurs eða suðurs heldur haldi hún sig á Sundhnúksgígaröðinni. Það sé góðs viti og þýði að hraunrennslið afmarkist við svæði norðan Grindavíkur og vestan megin við Svartsengi. Teygist á endalokum hrinunnar Þorvaldur spáði því í sumar að þessari goshrinu yrði lokið í haust. Hann segist standa við þessa skoðun en að það sé útlit fyrir að það sé að „teygjast á þessu“. „Það eru ákveðnar vísbendingar um það að innflæðið úr neðra geymsluhólfinu, stóra geymsluhólfinu, sem er á meira dýpi, að það sé smátt og smátt að draga úr því,“ segir Þorvaldur. Það sé lengri tími á milli gosa og það taki lengra tíma að fylla grynnra geymsluhólfið. Það sé svipað magn að koma upp en það taki lengri tíma að fyllast. Sjá einnig: Telur að þetta geti orðið síðasta eldgosið á Sundhnúkareininni „Það þýðir bara að rennslið inn í það er minna en það hefur verið og á meðan það heldur áfram að minnka er það vísbending um að þetta endi einhvern tímann, og vonandi fyrr en seinna,“ segir Þorvaldur. Þetta muni líklega teygja sig inn á árið 2025 en það komi honum verulega á óvart ef þetta verði ekki búið um mitt næsta ár. Á því sem var áður bílaplan Bláa lónsins Auk þess að ræða við Þorvald ræddu þáttastjórnendur við Bjarka Sigurðsson fréttamann. Þá var Bjarki staddur þar sem áður var bílaplan Bláa lónsins. Hraunið frá eldgosinu rann inn á bílaplanið um hádegisbil í dag. Þar brann gámaeining þar sem töskur ferðamanna voru geymdar. Bjarki segir að miðað við hraunflæði muni starfsemi Bláa lónsins sleppa við tjón. Hraunflæðið sé hægara en fyrr í dag. Hraunið rann yfir bílaplan Bláa lónsins. Vísir/Vilhelm Aðrir innviðir sem hafa skemmst eru Grindavíkurvegur auk þess sem hraun rann yfir Njarðvíkuræðina svokallaða sem flytur heitt vatn til Reykjanesbæjar. Hægt er að hlusta á viðtölin við Þorvald og Bjarka hér að ofan. Hægt er að fylgjast með nýjustu vendingum um eldgosið í vaktinni hér að neðan.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Reykjavík síðdegis Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Innlent „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Innlent Fleiri fréttir Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sjá meira