Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 24. nóvember 2024 07:00 Lífið á Vísi ræddi við konur úr öllum flokkum og spurði: Hvað eruð þið að hlusta á? Vísir/Grafík Það er mikið um að vera í íslensku samfélagi um þessar mundir og styttist nú óðfluga í kosningar sem fara fram næstkomandi laugardag, 30. nóvember. Lífið á Vísi tók púlsinn á nokkrum konum í framboði fyrir fjölbreytta flokka og fékk að heyra hvað þær eru að hlusta á þegar þær eiga stund milli stríða. Þorbjörg Sigríður, Viðreisn: Þorbjörg Sigríður, Viðreisn.Vísir/Vilhelm „Ég er mikil hlaðvarpskona og ég er um leið pólitískur fíkill. Þess vegna finnst mér alveg gríðarlega glatað hvað ég næ lítið og slitrótt að hlusta á hlaðvörp þessa dagana. Mér líður eins og ég sé að missa af skemmtilegu partý. Á milli funda og pallborð og þar sem ég er bara að lifa minn dag og valda öðrum háska í umferðinni reyni ég samt að hlusta. Drottningar þessa heims eru auðvitað Kristín Gunnarsdóttir og Ólöf Skaftadóttir í Komið gott. Ég djúpelska þeirra hjal og mér finnst þær taka kosninga-season af krafti. Ég er líka ofboðslega hrifin af staðfestu þeirra í því að lyfta karlkyninu við öll tækifæri. Grjótkast Björns Inga er gæðastöff. Ég hlusta líka á Bakherbergið. Af erlendu stöffi hlusta ég mest á The Rest is Politics með Alastair Campbell og Rory Stewart og svo The Daily. Svo verð ég auðvitað líka að nefna Helgaspjallið. Helgi er minn maður, bjartur að innan sem utan.“ Hildur Sverrisdóttir, Sjálfstæðisflokkurinn: Hildur Sverrisdóttir, Sjálfstæðisflokknum.Vísir/Vilhelm „Í kosningaatinu fer mikið fyrir íslenskum hlaðvörpum ýmsum og ég reyni að fylgjast með því flestu en Þjóðmál, Komið gott og Ein pæling er uppáhalds. Ég hlustaði alltaf á Veru Illuga en ég er orðin svo viðkvæm sál í seinni tíð að ég treysti mér bara í splatterlausu þættina. Erlendu hlaðvörpin nota ég meira til að dreifa huganum frá vinnunni og þá vel ég yfirleitt Stuff you should know, Freakonomics, Business wars og Even the rich sem eru leiklesnar ævisögur sem óhætt er að mæla með sem ljúfu lèttmeti. Tónlistina spila ég almennt bara á plötuspilarann heima hjá mér og í þessum kulda eru Aldous Harding og Bríet yfirleitt fyrir valinu.“ Dóra Björt Guðjónsdóttir, Pírötum Dóra Björt, Pírötum.Vísir/Vilhelm „Ég er með óbilandi áhuga á því hvernig manneskjan virkar og á því að þroskast og þróast og er reyndar í bókaklúbbi þar sem fagurfræði er bönnuð en fræðilegra efni um manneskjuna og þróun hennar fastur liður og við veljum alltaf bækur sem eru til sem hljóðbækur og ég nýti mér það óspart, sér í lagi á ferðum milli staða og þegar ég er komin með bunka af þurrum þvotti til að brjóta upp eins og oft er á heimili tveggja lítilla barna. Ég hef hlustað töluvert á hlaðvörpin hennar Brené Brown sem heita Unlocking Us og Dare To Lead. Brené er leiðtogi lífs míns og fjallar um sálfræðileg álitaefni en er félagsráðgjafi í grunninn og ég hef lesið lang flestar bækurnar hennar. Hún varð fyrst almennilega fræg með TED-fyrirlestri sem ber nafnið The Power of Vulnerability. Hún fjallar um berskjöldun og tengsl þess við skömm og hvernig það að þora að berskjalda sig og þora að vera við sjálf er grunnurinn að því sem skiptir mestu máli í lífinu eins og ást og sköpun. Hlaðvörpin hennar fjalla um allskonar áhugavert fólk og gjarnan leiðtoga á sínu sviði sem hægt er að læra af. Hjólvarpið er skemmtilegt hlaðvarp Búa Bjarmars Aðalsteinssonar vöruhönnuðar og listamanns um hjólreiðar frá hinum ýmsu hliðum en hann er svona týpa sem fer alla leið með áhugamálin sín og lá þá beinast við að skella bara í hlaðvarp þegar áhuginn á hjólreiðum spratt fram. Fyrir mig sem baráttumanneskju fyrir grænum samgöngum og aðgengi virkra ferðamáta þá er þetta ekki bara skemmtilegt heldur líka gagnlegt. A Bit of Optimism með Simon Sinek er líka áhugavert og fjallar um allskonar samfélagsleg málefni út frá lærdómsþorsta þáttastjórnanda sem er mjög forvitinn gaur um lífið og tilveruna sem ég tengi mjög við á þeim grunni. Þegar kemur að tónlist er Air mesti tónlistalegi fasti lífs míns. Annars fíla ég allskonar indie, folk, popp og jafnvel jazz og klassískt. Ólafur Arnalds, Beach House, Júníus Meyvant, The xx og kvikmyndatónlist eftir Jóhann Jóhannsson en annars hef ég endurfæðst sem die hard Sálaraðdáandi. Eftir að hafa afneitað Sálinni hans Jóns míns mikið til á MH árum mínum og tónlistarlegri snobbgelgju sem þeim fylgdi var mjög gefandi að hleypa Sálinni aftur inn í líf mitt en það er klassískt að öskursyngja með Sálinni, sér í lagi á ferðalögum um landið. Síðustu daga hef ég hlustað töluvert á jólalag sem pabbi minn var að semja og taka upp þar sem hann syngur en ég var fengin inn úr amstri kosningabaráttunnar til að vera bakrödd ásamt systur minni. Sonur minn sem er tveggja ára afa aðdáandi mikill biður gjarnan um að „hlusta afa jólalag og dansa“. Lagið Piss, kúkur, klósettpappír og tónverk Iceguys eru annars í mikilli spilun á mínu heimili undir dyggri handleiðslu yfirmanna heimilishaldsins sem eru 2 ára og 6 ára. Fjórar árstíðir Vivaldi, endurblandað af Max Richter, er örugglega mest spilaðasta lag síðustu mánaða hjá mér en ég næ einhverri svakalegri einbeitingu þegar ég set það á og geri það gjarnan þegar ég er að skrifa ræður eða greinar eða klára einhver verkefni hratt og örugglega.“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Vinstri grænum: Rósa Björk, Vinstri grænum.Aðsend „Ég hlusta á franskar útvarpsstöðvar á morgnana; annaðhvort á France Info eða France Inter. Hlusta líka inn á milli á Radio 4 á BBC á morgnana. Mér finnst þetta nauðsynlegt til að hafa opið eyra út í lönd. Svo tek ég alltaf rúnt á hverjum degi á þessum fréttatengdu hlaðvörpum; L’Heure du Monde, hlaðvarp Le Monde dagblaðsins, Today in focus sem er hlaðvarp Guardian, Global News Podcast sem er hlaðvarp BBC og gott til að fá yfirlit yfir helstu alþjóðlegu fréttirnar og Global Story sem fer dýpra í fréttamálum hjá BBC. Svo hlusta ég líka oft á EU Confidental hlaðvarp um pólitíkina innan ESB. Í kosningabaráttunni hef ég hlustað á Pod blessi Íslands. Af tónlist þá hef ég nýlega verið að hlusta á frábært nýtt lag Mikael Kiwanuka, Rebel Soul. Líka á Cleo Sol sem er æði og rapparann Peet frá Belgíu sem er flottur.“ Hrafnhildur Sigurðardóttir, Lýðræðisflokkurinn: Hrafnhildur Sigurðardóttir, Lýðræðisflokkurinn.Aðsend „Þar sem ég vinn sem grunnskólakennari, á stóra fjölskyldu og er oft undir miklu álagi þá finnst mér best að vera í núvitund þegar ég á lausa stund, án alls áreitis. Ég hlusta helst á tónlist í bílnum og hlusta þá á alls konar tónlist svo lengi sem textinn er ekki neikvæður. Þá sjaldan ég hlusta á hlaðvörp þá eru það hlaðvörp sem eru á jákvæðum nótum, fyndin eða um andleg málefni s.s. Jákastið, Normið, Beint í bílinn og Dolores Canon.“ Bessí Þóra Jónsdóttir, Miðflokknum: Bessí Þóra, Miðflokknum.Aðsend „Laufey hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér og mikið í spilun, heima við og í tube-inu á leið í skólann. Ég get líka hlustað endalaust á Taylor og hef lengi verið Swiftie. Síðan á ég tvær stelpur sem elska IceGuys og því er það líka oft spilað á mínu heimili og dansað með. Í podcast deildinni hlusta ég vanalega á Freakonomics sem tengist náminu og síðan Respectful parenting með Janet Lansbury. En þessa dagana er auðvitað mikið hlustað á pólitík, Bergþór og Simmi eru alltaf skemmtilegir í Sjónvarpslausum fimmtudögum og Þjóðmál ávallt fróðlegt líka.“ Halla Hrund Logadóttir, Framsókn: Halla Hrund, Framsókn.Vísir/Arnar „Mér finnst notalegt að hluta á From the Start með Laufey Lín og Morgun með Kusk og Óvita eftir langan dag, helst með kertaljósi inni í vetrarveðrinu. Við dætur mínar stígum síðan trylltan dans við Dua Lipa, Dance the Night yfirleitt yfir kvöldmatargerðinni um helgar. Síðan fæ ég alltaf einhverja kósý tilfinningu við að hlusta á Undir þínum áhrifum með Stebba Hilmars þegar ég er á ferð um Suðurlandið í góðu veðri (sem er oftast staðan!). Hlaðvörp hafa því miður ekki fengið mikið pláss í dagskránni undanfarið en ég nýt þess alltaf að hlusta á Í ljósi sögunnar. Nýlega heimsótti ég hins vegar hlaðvörpin Tveir Fellar og Jákastið sem ég mæli með að tékka á. Fjölbreytt efni þar á ferð.“ Alma Möller, Samfylkingin: Alma Möller, Samfylkingin.Vísir/Vilhelm „Nú snýst allt um kosningabaráttu og því er ýmist þátttaka eða hlustun á ýmsum umræðuþáttum, á morgun er til dæmis Ein pæling. Mér finnst best að hlusta við snyrtiborðið á morgnana. Ég hlusta almennt mest á klassíska tónlist og óperur. Nú er til dæmis Edward Grieg í uppáhaldi en svo finnst mér lagið The Door með Teddy Swims geggjað.“ Inga Sæland, Flokkur fólksins: Inga Sæland, Flokkur fólksins.Vísir/Vilhelm „Ég sofna við Storytel þegar ég loks leggst á koddann á kvöldin, róandi og stöðvar hraðlestina sem hefur verið á fleygiferð í kollinum á mér allan daginn. Þegar ég hins vegar er í amstri dagsins þá nota ég allar stundir sem ég hef t.d þegar ég er að svara þér og hlusta á tónlist sem mér líður vel með. Sydnie Christmas sem vann British got talent er mikið uppáhald hjá mér núna. Yndislega röddin hennar lyftir mér upp á hærra plan. Svo auðvita Creed og allar þessar gömlu góðu sem ég syng hástöfum með ef ég hef smugu á að þrífa heimilið mitt, hm... sem er jú af skornum skammti þessa dagana.“ Sanna Magdalena, Sósíalistaflokkurinn: Sanna Magdalena, Sósíalistaflokkurinn.Vísir/Vilhelm „Ég er mikið að hlusta á Samstöðina, finnst það mjög fróðlegt og upplýsandi og mikið af fjölbreyttum þáttum. Er búin að vera hlusta á breskt rapp upp á síðkastið eins og eldri lög frá Ms. Dynamite og rapparann Lowkey.“ Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Hvað ertu að hlusta á? Hlaðvörp Tónlist Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Veðrið versnandi fer og dagarnir verða dimmari. Oft er þörf en nú er nauðsyn að geta gripið í góð hlaðvörp og grípandi tóna til þess að gera lífið huggulegra og skemmtilegra og lýsa upp skammdegið að einhverju leyti. Lífið á Vísi spurði því nokkra lífskúnstnera eftirfarandi spurningu: Hvað ertu að hlusta á? 17. nóvember 2024 11:01 Hvað eru plötusnúðarnir að hlusta á? Margir geta tengt við það að vera á leið út á land, nokkurra klukkutíma bílferð fram undan og því nauðsynlegt að hlusta á grípandi tóna eða áhugavert hlaðvarp en valkvíðinn tekur yfir. Lífið á Vísi heyrði í atvinnufólki þegar það kemur að hlustun, nokkrum af plötusnúðum landsins, sem deila góðum ráðum við spurningunni hvað á ég að hlusta á? 13. október 2024 12:30 Mest lesið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Sjá meira
Þorbjörg Sigríður, Viðreisn: Þorbjörg Sigríður, Viðreisn.Vísir/Vilhelm „Ég er mikil hlaðvarpskona og ég er um leið pólitískur fíkill. Þess vegna finnst mér alveg gríðarlega glatað hvað ég næ lítið og slitrótt að hlusta á hlaðvörp þessa dagana. Mér líður eins og ég sé að missa af skemmtilegu partý. Á milli funda og pallborð og þar sem ég er bara að lifa minn dag og valda öðrum háska í umferðinni reyni ég samt að hlusta. Drottningar þessa heims eru auðvitað Kristín Gunnarsdóttir og Ólöf Skaftadóttir í Komið gott. Ég djúpelska þeirra hjal og mér finnst þær taka kosninga-season af krafti. Ég er líka ofboðslega hrifin af staðfestu þeirra í því að lyfta karlkyninu við öll tækifæri. Grjótkast Björns Inga er gæðastöff. Ég hlusta líka á Bakherbergið. Af erlendu stöffi hlusta ég mest á The Rest is Politics með Alastair Campbell og Rory Stewart og svo The Daily. Svo verð ég auðvitað líka að nefna Helgaspjallið. Helgi er minn maður, bjartur að innan sem utan.“ Hildur Sverrisdóttir, Sjálfstæðisflokkurinn: Hildur Sverrisdóttir, Sjálfstæðisflokknum.Vísir/Vilhelm „Í kosningaatinu fer mikið fyrir íslenskum hlaðvörpum ýmsum og ég reyni að fylgjast með því flestu en Þjóðmál, Komið gott og Ein pæling er uppáhalds. Ég hlustaði alltaf á Veru Illuga en ég er orðin svo viðkvæm sál í seinni tíð að ég treysti mér bara í splatterlausu þættina. Erlendu hlaðvörpin nota ég meira til að dreifa huganum frá vinnunni og þá vel ég yfirleitt Stuff you should know, Freakonomics, Business wars og Even the rich sem eru leiklesnar ævisögur sem óhætt er að mæla með sem ljúfu lèttmeti. Tónlistina spila ég almennt bara á plötuspilarann heima hjá mér og í þessum kulda eru Aldous Harding og Bríet yfirleitt fyrir valinu.“ Dóra Björt Guðjónsdóttir, Pírötum Dóra Björt, Pírötum.Vísir/Vilhelm „Ég er með óbilandi áhuga á því hvernig manneskjan virkar og á því að þroskast og þróast og er reyndar í bókaklúbbi þar sem fagurfræði er bönnuð en fræðilegra efni um manneskjuna og þróun hennar fastur liður og við veljum alltaf bækur sem eru til sem hljóðbækur og ég nýti mér það óspart, sér í lagi á ferðum milli staða og þegar ég er komin með bunka af þurrum þvotti til að brjóta upp eins og oft er á heimili tveggja lítilla barna. Ég hef hlustað töluvert á hlaðvörpin hennar Brené Brown sem heita Unlocking Us og Dare To Lead. Brené er leiðtogi lífs míns og fjallar um sálfræðileg álitaefni en er félagsráðgjafi í grunninn og ég hef lesið lang flestar bækurnar hennar. Hún varð fyrst almennilega fræg með TED-fyrirlestri sem ber nafnið The Power of Vulnerability. Hún fjallar um berskjöldun og tengsl þess við skömm og hvernig það að þora að berskjalda sig og þora að vera við sjálf er grunnurinn að því sem skiptir mestu máli í lífinu eins og ást og sköpun. Hlaðvörpin hennar fjalla um allskonar áhugavert fólk og gjarnan leiðtoga á sínu sviði sem hægt er að læra af. Hjólvarpið er skemmtilegt hlaðvarp Búa Bjarmars Aðalsteinssonar vöruhönnuðar og listamanns um hjólreiðar frá hinum ýmsu hliðum en hann er svona týpa sem fer alla leið með áhugamálin sín og lá þá beinast við að skella bara í hlaðvarp þegar áhuginn á hjólreiðum spratt fram. Fyrir mig sem baráttumanneskju fyrir grænum samgöngum og aðgengi virkra ferðamáta þá er þetta ekki bara skemmtilegt heldur líka gagnlegt. A Bit of Optimism með Simon Sinek er líka áhugavert og fjallar um allskonar samfélagsleg málefni út frá lærdómsþorsta þáttastjórnanda sem er mjög forvitinn gaur um lífið og tilveruna sem ég tengi mjög við á þeim grunni. Þegar kemur að tónlist er Air mesti tónlistalegi fasti lífs míns. Annars fíla ég allskonar indie, folk, popp og jafnvel jazz og klassískt. Ólafur Arnalds, Beach House, Júníus Meyvant, The xx og kvikmyndatónlist eftir Jóhann Jóhannsson en annars hef ég endurfæðst sem die hard Sálaraðdáandi. Eftir að hafa afneitað Sálinni hans Jóns míns mikið til á MH árum mínum og tónlistarlegri snobbgelgju sem þeim fylgdi var mjög gefandi að hleypa Sálinni aftur inn í líf mitt en það er klassískt að öskursyngja með Sálinni, sér í lagi á ferðalögum um landið. Síðustu daga hef ég hlustað töluvert á jólalag sem pabbi minn var að semja og taka upp þar sem hann syngur en ég var fengin inn úr amstri kosningabaráttunnar til að vera bakrödd ásamt systur minni. Sonur minn sem er tveggja ára afa aðdáandi mikill biður gjarnan um að „hlusta afa jólalag og dansa“. Lagið Piss, kúkur, klósettpappír og tónverk Iceguys eru annars í mikilli spilun á mínu heimili undir dyggri handleiðslu yfirmanna heimilishaldsins sem eru 2 ára og 6 ára. Fjórar árstíðir Vivaldi, endurblandað af Max Richter, er örugglega mest spilaðasta lag síðustu mánaða hjá mér en ég næ einhverri svakalegri einbeitingu þegar ég set það á og geri það gjarnan þegar ég er að skrifa ræður eða greinar eða klára einhver verkefni hratt og örugglega.“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Vinstri grænum: Rósa Björk, Vinstri grænum.Aðsend „Ég hlusta á franskar útvarpsstöðvar á morgnana; annaðhvort á France Info eða France Inter. Hlusta líka inn á milli á Radio 4 á BBC á morgnana. Mér finnst þetta nauðsynlegt til að hafa opið eyra út í lönd. Svo tek ég alltaf rúnt á hverjum degi á þessum fréttatengdu hlaðvörpum; L’Heure du Monde, hlaðvarp Le Monde dagblaðsins, Today in focus sem er hlaðvarp Guardian, Global News Podcast sem er hlaðvarp BBC og gott til að fá yfirlit yfir helstu alþjóðlegu fréttirnar og Global Story sem fer dýpra í fréttamálum hjá BBC. Svo hlusta ég líka oft á EU Confidental hlaðvarp um pólitíkina innan ESB. Í kosningabaráttunni hef ég hlustað á Pod blessi Íslands. Af tónlist þá hef ég nýlega verið að hlusta á frábært nýtt lag Mikael Kiwanuka, Rebel Soul. Líka á Cleo Sol sem er æði og rapparann Peet frá Belgíu sem er flottur.“ Hrafnhildur Sigurðardóttir, Lýðræðisflokkurinn: Hrafnhildur Sigurðardóttir, Lýðræðisflokkurinn.Aðsend „Þar sem ég vinn sem grunnskólakennari, á stóra fjölskyldu og er oft undir miklu álagi þá finnst mér best að vera í núvitund þegar ég á lausa stund, án alls áreitis. Ég hlusta helst á tónlist í bílnum og hlusta þá á alls konar tónlist svo lengi sem textinn er ekki neikvæður. Þá sjaldan ég hlusta á hlaðvörp þá eru það hlaðvörp sem eru á jákvæðum nótum, fyndin eða um andleg málefni s.s. Jákastið, Normið, Beint í bílinn og Dolores Canon.“ Bessí Þóra Jónsdóttir, Miðflokknum: Bessí Þóra, Miðflokknum.Aðsend „Laufey hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér og mikið í spilun, heima við og í tube-inu á leið í skólann. Ég get líka hlustað endalaust á Taylor og hef lengi verið Swiftie. Síðan á ég tvær stelpur sem elska IceGuys og því er það líka oft spilað á mínu heimili og dansað með. Í podcast deildinni hlusta ég vanalega á Freakonomics sem tengist náminu og síðan Respectful parenting með Janet Lansbury. En þessa dagana er auðvitað mikið hlustað á pólitík, Bergþór og Simmi eru alltaf skemmtilegir í Sjónvarpslausum fimmtudögum og Þjóðmál ávallt fróðlegt líka.“ Halla Hrund Logadóttir, Framsókn: Halla Hrund, Framsókn.Vísir/Arnar „Mér finnst notalegt að hluta á From the Start með Laufey Lín og Morgun með Kusk og Óvita eftir langan dag, helst með kertaljósi inni í vetrarveðrinu. Við dætur mínar stígum síðan trylltan dans við Dua Lipa, Dance the Night yfirleitt yfir kvöldmatargerðinni um helgar. Síðan fæ ég alltaf einhverja kósý tilfinningu við að hlusta á Undir þínum áhrifum með Stebba Hilmars þegar ég er á ferð um Suðurlandið í góðu veðri (sem er oftast staðan!). Hlaðvörp hafa því miður ekki fengið mikið pláss í dagskránni undanfarið en ég nýt þess alltaf að hlusta á Í ljósi sögunnar. Nýlega heimsótti ég hins vegar hlaðvörpin Tveir Fellar og Jákastið sem ég mæli með að tékka á. Fjölbreytt efni þar á ferð.“ Alma Möller, Samfylkingin: Alma Möller, Samfylkingin.Vísir/Vilhelm „Nú snýst allt um kosningabaráttu og því er ýmist þátttaka eða hlustun á ýmsum umræðuþáttum, á morgun er til dæmis Ein pæling. Mér finnst best að hlusta við snyrtiborðið á morgnana. Ég hlusta almennt mest á klassíska tónlist og óperur. Nú er til dæmis Edward Grieg í uppáhaldi en svo finnst mér lagið The Door með Teddy Swims geggjað.“ Inga Sæland, Flokkur fólksins: Inga Sæland, Flokkur fólksins.Vísir/Vilhelm „Ég sofna við Storytel þegar ég loks leggst á koddann á kvöldin, róandi og stöðvar hraðlestina sem hefur verið á fleygiferð í kollinum á mér allan daginn. Þegar ég hins vegar er í amstri dagsins þá nota ég allar stundir sem ég hef t.d þegar ég er að svara þér og hlusta á tónlist sem mér líður vel með. Sydnie Christmas sem vann British got talent er mikið uppáhald hjá mér núna. Yndislega röddin hennar lyftir mér upp á hærra plan. Svo auðvita Creed og allar þessar gömlu góðu sem ég syng hástöfum með ef ég hef smugu á að þrífa heimilið mitt, hm... sem er jú af skornum skammti þessa dagana.“ Sanna Magdalena, Sósíalistaflokkurinn: Sanna Magdalena, Sósíalistaflokkurinn.Vísir/Vilhelm „Ég er mikið að hlusta á Samstöðina, finnst það mjög fróðlegt og upplýsandi og mikið af fjölbreyttum þáttum. Er búin að vera hlusta á breskt rapp upp á síðkastið eins og eldri lög frá Ms. Dynamite og rapparann Lowkey.“
Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Hvað ertu að hlusta á? Hlaðvörp Tónlist Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Veðrið versnandi fer og dagarnir verða dimmari. Oft er þörf en nú er nauðsyn að geta gripið í góð hlaðvörp og grípandi tóna til þess að gera lífið huggulegra og skemmtilegra og lýsa upp skammdegið að einhverju leyti. Lífið á Vísi spurði því nokkra lífskúnstnera eftirfarandi spurningu: Hvað ertu að hlusta á? 17. nóvember 2024 11:01 Hvað eru plötusnúðarnir að hlusta á? Margir geta tengt við það að vera á leið út á land, nokkurra klukkutíma bílferð fram undan og því nauðsynlegt að hlusta á grípandi tóna eða áhugavert hlaðvarp en valkvíðinn tekur yfir. Lífið á Vísi heyrði í atvinnufólki þegar það kemur að hlustun, nokkrum af plötusnúðum landsins, sem deila góðum ráðum við spurningunni hvað á ég að hlusta á? 13. október 2024 12:30 Mest lesið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Sjá meira
Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Veðrið versnandi fer og dagarnir verða dimmari. Oft er þörf en nú er nauðsyn að geta gripið í góð hlaðvörp og grípandi tóna til þess að gera lífið huggulegra og skemmtilegra og lýsa upp skammdegið að einhverju leyti. Lífið á Vísi spurði því nokkra lífskúnstnera eftirfarandi spurningu: Hvað ertu að hlusta á? 17. nóvember 2024 11:01
Hvað eru plötusnúðarnir að hlusta á? Margir geta tengt við það að vera á leið út á land, nokkurra klukkutíma bílferð fram undan og því nauðsynlegt að hlusta á grípandi tóna eða áhugavert hlaðvarp en valkvíðinn tekur yfir. Lífið á Vísi heyrði í atvinnufólki þegar það kemur að hlustun, nokkrum af plötusnúðum landsins, sem deila góðum ráðum við spurningunni hvað á ég að hlusta á? 13. október 2024 12:30