„Verður sérstök stund fyrir hana“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. nóvember 2024 10:03 Benedikt fagnar því að ná landsliðinu loks aftur saman í keppnisverkefni. Vísir/Hulda Margrét „Núna er loksins komið að þessu,“ segir Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta, um verkefni kvöldsins gegn Slóvakíu í undankeppni EM á næsta ári. Liðið hefur beðið lengi eftir því að komast aftur saman út á völl. Ísland hefur ekki spilað landsleik í tæplega tólf mánuði. Síðasti landsliðsgluggi var þegar liðið spilaði fyrstu tvo leikina í yfirstandandi undankeppni í nóvember 2023. Landsliðshópurinn hefur breyst töluvert á þessu heila ári, þar sem meiðsli hafa eitthvað að segja, en margar ungar stúlkur sem fá tækifæri í komandi verkefni. „Mér líst vel á hann. Það eru töluverðar breytingar frá síðasta glugga. Maður reynir alltaf að byggja ofan á síðasta glugga en svo atvikast það þannig núna að það eru meiðsli í ákveðnum stöðum. En við teljum okkur geta unnið úr því. Það eru stelpur hérna hungraðar að koma inn sem ætla að standa sig og við höfum þvílíka trú á. Ég er bara mjög bjartsýnn á þetta,“ segir Benedikt. Klippa: Biðin á enda „Ég er alltaf að segja þetta að breiddin í íslenska kvennakörfuboltanum er að verða meiri. Fleiri stelpur til að velja úr og það þarf að skilja einhverjar góðar eftir fyrir utan hóp. Bara eins og þetta á að vera,“ segir Benedikt. Danielle fær loks landsleik Anna Lára Vignisdóttir og Kolbrún María Ármannsdóttir eru meðal nýliða í hópnum og þá eru sex leikmenn til viðbótar sem hafa spilað landsleiki í eins stafs tölu. Einn nýliðanna er hins vegar heldur reynslumeiri. Danielle Rodriguez öðlaðist íslenskan ríkisborgararétt í byrjun árs og fær loks tækifæri til að spila í íslensku landsliðstreyjunni. „Við erum að fá góða nýliða, bæði í Dani og Kollu, og stelpum sem eru komnar inn í þetta algjörlega tilbúnar og styrkja liðið mikið. Dani er búin að bíða lengi eftir þessu og hlakkar alveg ofboðslega mikið til. Þetta verður sérstök stund fyrir hana,“ segir Benedikt. Ísland tapaði fyrstu tveimur leikjunum í riðlinum fyrir sléttu ári síðan en hékk vel í Tyrkjum í Ólafssal í leik sem lauk með 72-65 tapi. Benedikt vill byggja á því gegn gríðarsterku slóvakísku liði. „Hörkuleikir, við þekkjum Rúmeníu vel, en Slóvakíu minna. Þetta slóvakíska lið er búið að vera í fremstu röð lengi. Þær eru með allt eiginlega. Gæði, hæð, hraða bara nefndu það. En við sýndum það hérna gegn Tyrkjum að við getum keppt við svona lið og ætlum að gera það aftur,“ segir Benedikt. Leikur Íslands og Slóvakíu hefst klukkan 19:30 og verður lýst beint á Vísi. Landslið kvenna í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Sjá meira
Ísland hefur ekki spilað landsleik í tæplega tólf mánuði. Síðasti landsliðsgluggi var þegar liðið spilaði fyrstu tvo leikina í yfirstandandi undankeppni í nóvember 2023. Landsliðshópurinn hefur breyst töluvert á þessu heila ári, þar sem meiðsli hafa eitthvað að segja, en margar ungar stúlkur sem fá tækifæri í komandi verkefni. „Mér líst vel á hann. Það eru töluverðar breytingar frá síðasta glugga. Maður reynir alltaf að byggja ofan á síðasta glugga en svo atvikast það þannig núna að það eru meiðsli í ákveðnum stöðum. En við teljum okkur geta unnið úr því. Það eru stelpur hérna hungraðar að koma inn sem ætla að standa sig og við höfum þvílíka trú á. Ég er bara mjög bjartsýnn á þetta,“ segir Benedikt. Klippa: Biðin á enda „Ég er alltaf að segja þetta að breiddin í íslenska kvennakörfuboltanum er að verða meiri. Fleiri stelpur til að velja úr og það þarf að skilja einhverjar góðar eftir fyrir utan hóp. Bara eins og þetta á að vera,“ segir Benedikt. Danielle fær loks landsleik Anna Lára Vignisdóttir og Kolbrún María Ármannsdóttir eru meðal nýliða í hópnum og þá eru sex leikmenn til viðbótar sem hafa spilað landsleiki í eins stafs tölu. Einn nýliðanna er hins vegar heldur reynslumeiri. Danielle Rodriguez öðlaðist íslenskan ríkisborgararétt í byrjun árs og fær loks tækifæri til að spila í íslensku landsliðstreyjunni. „Við erum að fá góða nýliða, bæði í Dani og Kollu, og stelpum sem eru komnar inn í þetta algjörlega tilbúnar og styrkja liðið mikið. Dani er búin að bíða lengi eftir þessu og hlakkar alveg ofboðslega mikið til. Þetta verður sérstök stund fyrir hana,“ segir Benedikt. Ísland tapaði fyrstu tveimur leikjunum í riðlinum fyrir sléttu ári síðan en hékk vel í Tyrkjum í Ólafssal í leik sem lauk með 72-65 tapi. Benedikt vill byggja á því gegn gríðarsterku slóvakísku liði. „Hörkuleikir, við þekkjum Rúmeníu vel, en Slóvakíu minna. Þetta slóvakíska lið er búið að vera í fremstu röð lengi. Þær eru með allt eiginlega. Gæði, hæð, hraða bara nefndu það. En við sýndum það hérna gegn Tyrkjum að við getum keppt við svona lið og ætlum að gera það aftur,“ segir Benedikt. Leikur Íslands og Slóvakíu hefst klukkan 19:30 og verður lýst beint á Vísi.
Landslið kvenna í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Sjá meira