Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Árni Sæberg skrifar 5. nóvember 2024 11:51 Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir aðhald hafa skilað árangri í rekstri borgarinnar. Vísir/Vilhelm Útkomuspá A-hluta Reykjavíkurborgar sýnir rekstrarafgang upp á ríflega hálfan milljarð króna á þessu ári og áætlanir gera ráð fyrir að rekstur borgarinnar batni enn frekar næstu fimm árin. Á næsta ári er gert ráð fyrir 1,7 milljarða króna hagnaði. Í fréttatilkynningu um frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2025 og fimm ára tímabilið til 2029, sem er lögð fram í borgarstjórn til fyrri umræðu í dag, segir að skörp forgangsröðun og áframhaldandi aðhald einkenni fjárhagsáætlun fyrir A-hluta borgarinnar fyrir árið 2025, þar sem gert sé ráð fyrir 1,7 milljarða króna afgangi af rekstri. Útkomuspá sýni rekstrarafgang upp á ríflega hálfan milljarð króna á þessu ári og áætlanir geri ráð fyrir að rekstur borgarinnar batni enn frekar næstu fimm árin. Rekstur samstæðu, A- og B- hluta, skilai 14,3 milljarða afgangi árið 2025 samkvæmt áætlunum. Eignir upp á 304 milljarða Fjárhagsáætlun A-hluta, hluta reksturs Reykjavíkurborgar sem fjármagnaður er með skatttekjum, sýni mikinn viðsnúning í rekstri, sem megi rekja til árangurs af aðhaldi og aðgerðum til að mæta hallarekstri síðustu ára í samræmi við markmið og megináherslur fjármálastefnu Reykjavíkurborgar sem var sett fram við upphaf kjörtímabilsins. Á næsta ári sé gert ráð fyrir að rekstrarniðurstaða verði jákvæð um 1,7 milljarða króna. Gert sé ráð fyrir að eignir A-hluta nemi 304 milljörðum króna í lok árs 2025 og aukist um 12,4 milljarða króna milli ára. Útkomuspá geri ráð fyrir að rekstrarniðurstaðan ársins 2024 verði jákvæð um 531 milljón króna, sem sé um 5,5 milljarða króna jákvæður viðsnúningur frá fyrra ári. B-hluti jákvæður um tæpa þrettán milljarða króna Þá segir að fjárhagsáætlun ársins 2024 geri ráð fyrir að rekstrarniðurstaða A- og B- hluta verði jákvæð um 14,3 milljarða króna og EBITDA, afkoma fyrir vaxtagreiðslur og vaxtatekjur, skattgreiðslur og afskriftir, verði 62,6 milljarðar króna. Á árunum 2026 til 2029 sé gert ráð fyrir batnandi afkomu A- og B- hluta og vaxandi EBITDA. Gert sé ráð fyrir að í lok árs 2025 nemi eignir samtals 1.028 milljörðum króna og aukist um 54,2 milljarða á árinu. Þá sé gert ráð fyrir að eiginfjárhlutfall nemi 45,7 prósent. Útkomuspá fyrir árið 2024 geri ráð fyrir að afkoma samstæðunnar A- og B- hluta verði jákvæð um 8,1 milljarða króna á árinu. Fjárhags- og fimm ára áætlun geri ráð fyrir að þriggja ára jafnvægisviðmið sveitarstjórnarlaga verði jákvætt allt áætlunartímabilið og skuldaviðmið undir lögskyldu hámarki. Ábyrgur rekstur lykill að góðri þjónustu „Fjárhagsáætlunin sem við kynnum í dag sýnir að við höfum með samhentum hætti náð miklum árangri við krefjandi ytri aðstæður. Lykillinn að því að geta veitt borgarbúum góða þjónustu er að reka borgina með ábyrgum hætti,“ er haft eftir Einari Þorsteinssyni borgarstjóra í fréttatilkynningu. Skýrt rekstraraðhald sé að skila árangri. Meginmarkmiðið sé að standa vörð um grunnþjónustuna en leita hagræðingartækifæra inn á við. Þá hafi öflugt aðhald meðal annars skilað sér í því að stöðugildi borgarinnar standi í stað milli ára þrátt fyrir að íbúum fjölgi og þjónusta við borgarbúa sé bætt. „Þrátt fyrir að okkur hafi tekist að snúa miklum hallarekstri yfir í að skila núna afgangi þá erum við meðvituð um að verkefninu er ekki lokið. Við munum áfram leggja okkur fram um að leita leiða til að bæta reksturinn og þannig skapa svigrúm til þess að bæta enn frekar þjónustu við íbúa.“ Reykjavík Borgarstjórn Rekstur hins opinbera Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Innlent Fleiri fréttir Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Sjá meira
Í fréttatilkynningu um frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2025 og fimm ára tímabilið til 2029, sem er lögð fram í borgarstjórn til fyrri umræðu í dag, segir að skörp forgangsröðun og áframhaldandi aðhald einkenni fjárhagsáætlun fyrir A-hluta borgarinnar fyrir árið 2025, þar sem gert sé ráð fyrir 1,7 milljarða króna afgangi af rekstri. Útkomuspá sýni rekstrarafgang upp á ríflega hálfan milljarð króna á þessu ári og áætlanir geri ráð fyrir að rekstur borgarinnar batni enn frekar næstu fimm árin. Rekstur samstæðu, A- og B- hluta, skilai 14,3 milljarða afgangi árið 2025 samkvæmt áætlunum. Eignir upp á 304 milljarða Fjárhagsáætlun A-hluta, hluta reksturs Reykjavíkurborgar sem fjármagnaður er með skatttekjum, sýni mikinn viðsnúning í rekstri, sem megi rekja til árangurs af aðhaldi og aðgerðum til að mæta hallarekstri síðustu ára í samræmi við markmið og megináherslur fjármálastefnu Reykjavíkurborgar sem var sett fram við upphaf kjörtímabilsins. Á næsta ári sé gert ráð fyrir að rekstrarniðurstaða verði jákvæð um 1,7 milljarða króna. Gert sé ráð fyrir að eignir A-hluta nemi 304 milljörðum króna í lok árs 2025 og aukist um 12,4 milljarða króna milli ára. Útkomuspá geri ráð fyrir að rekstrarniðurstaðan ársins 2024 verði jákvæð um 531 milljón króna, sem sé um 5,5 milljarða króna jákvæður viðsnúningur frá fyrra ári. B-hluti jákvæður um tæpa þrettán milljarða króna Þá segir að fjárhagsáætlun ársins 2024 geri ráð fyrir að rekstrarniðurstaða A- og B- hluta verði jákvæð um 14,3 milljarða króna og EBITDA, afkoma fyrir vaxtagreiðslur og vaxtatekjur, skattgreiðslur og afskriftir, verði 62,6 milljarðar króna. Á árunum 2026 til 2029 sé gert ráð fyrir batnandi afkomu A- og B- hluta og vaxandi EBITDA. Gert sé ráð fyrir að í lok árs 2025 nemi eignir samtals 1.028 milljörðum króna og aukist um 54,2 milljarða á árinu. Þá sé gert ráð fyrir að eiginfjárhlutfall nemi 45,7 prósent. Útkomuspá fyrir árið 2024 geri ráð fyrir að afkoma samstæðunnar A- og B- hluta verði jákvæð um 8,1 milljarða króna á árinu. Fjárhags- og fimm ára áætlun geri ráð fyrir að þriggja ára jafnvægisviðmið sveitarstjórnarlaga verði jákvætt allt áætlunartímabilið og skuldaviðmið undir lögskyldu hámarki. Ábyrgur rekstur lykill að góðri þjónustu „Fjárhagsáætlunin sem við kynnum í dag sýnir að við höfum með samhentum hætti náð miklum árangri við krefjandi ytri aðstæður. Lykillinn að því að geta veitt borgarbúum góða þjónustu er að reka borgina með ábyrgum hætti,“ er haft eftir Einari Þorsteinssyni borgarstjóra í fréttatilkynningu. Skýrt rekstraraðhald sé að skila árangri. Meginmarkmiðið sé að standa vörð um grunnþjónustuna en leita hagræðingartækifæra inn á við. Þá hafi öflugt aðhald meðal annars skilað sér í því að stöðugildi borgarinnar standi í stað milli ára þrátt fyrir að íbúum fjölgi og þjónusta við borgarbúa sé bætt. „Þrátt fyrir að okkur hafi tekist að snúa miklum hallarekstri yfir í að skila núna afgangi þá erum við meðvituð um að verkefninu er ekki lokið. Við munum áfram leggja okkur fram um að leita leiða til að bæta reksturinn og þannig skapa svigrúm til þess að bæta enn frekar þjónustu við íbúa.“
Reykjavík Borgarstjórn Rekstur hins opinbera Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Innlent Fleiri fréttir Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Sjá meira