Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Toyota á Íslandi 21. nóvember 2024 10:12 Nýi Toyota Land Cruiser 250 var frumsýndur í lok október. Þetta var engin venjuleg frumsýning heldur sú stærsta fyrir Toyota á Íslandi í langan tíma enda fyrsta nýja útgáfan af Land Cruiser í fimmtán ár. Það var enginn venjulegur dagur fyrir bílaáhugafólk hérlendis þegar Toyota á Íslandi frumsýndi með formlegum hætti Land Cruiser 250, laugardaginn 26. október. Fjöldi fólks fékk að prufukeyra tryllitækið og margar pantanir bárust þann daginn en bíllinn var til sýnis í Kauptúni, í Reykjanesbæ, á Akureyri og á Selfossi. Blaðamaður var einn þeirra heppnu sem fékk að taka forskot á sæluna. Á fallegum haustdegi í októbermánuði gafst tækifæri til að prufukeyra nýja jeppann, fyrst á manngerðum hól í kvartmílubraut og næst á götum borgarinnar og í nágrenni hennar. Þetta var engin venjuleg frumsýning heldur sú stærsta fyrir Toyota á Íslandi í langan tíma enda fyrsta nýja útgáfan af Land Cruiser í fimmtán ár. Það er því búið að uppfæra konung jeppanna, eins og hann er svo oft kallaður hér á landi, en jeppinn hefur notið mikilla vinsælda á Íslandi undanfarna áratugi. Um er að ræða fjölhæfan alvöru jeppa með enn betri og sterkari grind en forveri sinn. Hægt er að velja um fimm útfærslur; First Edition, Luxury, VX, GX Plus og GX. Við erum að tala um jeppa sem hentar frábærlega við íslenskar aðstæður. Alvöru jeppi fyrir íslenskar aðstæður Auðvitað býr nýi Land Cruiser 250 yfir öllum hefðbundnum styrkleikum sem unnendur jeppans þekkja, t.d. því sem snýr að endingu, gæðum og áreiðanleika. En auðvitað er ýmislegt nýtt gúmmulaði í nammipokanum. Skoðum það aðeins betur. Bíllinn býr m.a. yfir nýju GA-F heildrænu byggingarlagi með yfirbyggingu á grind sem eykur stöðugleika, viðbragðsflýti og aksturseiginleika til muna. Skiptir þá engum hvort keyrt sé á malbiki eða í torfærum. 250 útgáfan er líka fyrsti Land Cruiser bíllinn sem er með rafdrifið aflstýri og rafaftengjanlega jafnvægisstöng. Sé jafnvægisstöngin að framan aftengd fjaðra framhjólin ótengd milli hægri og vinstri hliðar sem eykur getu bílsins í torfærum auk þess sem bíllinn verður mýkri í fjöðrun þegar ekið er hægt í miklum ójöfnum. Dráttargetan hefur verið aukin í 3.500 kg. og jafnvægisstöng bílsins er nú hægt að stjórna frá mælaborði.Tröllið býr yfir endurhannaðri 2,8 lítra túrbódísilvél með nýja átta þrepa sjálfskiptingu og 48 V hybrid-gerð með samhliða kerfi mun síðan bætast við vörulínuna á næsta ári. Hef ég náð athygli ykkar? Klippa: Toyota Land Cruiser 250 er mættur til landsins Skyggni bílstjóra hefur einnig verið bætt en vélarhlífin er nú með upphækkuðum áhliðum og lækkuðum miðhluta. Innanrýmið byggir á vandaðri hönnun með sérsniðnu stafrænu mælaborði og nýjasta margmiðlunarpakka Toyota auk þess sem sæti er fyrir allt að sjö farþega með nægu hleðslurými. Það fer vel um stórar fjölskyldur í þessum bíl eða stóra hópa. Jeppi sem er tilvalinn í ferðalagið, veiðiferðina og upp á hálendið. Hönnun bílsins sækir til fortíðarinnar og er skemmtilegur og notalegur retro stíll yfir henni. Svo er hann líka stærri á alla vegu; tíu sentimetrum lengri, tveimur sentimetrum hærri og 9,5 sentimetrum breiðari en forverinn. Reynsluakstur á kvartmílubraut var mikið ævintýri Fyrsta verkefni blaðamanns var svo sannarlega spennandi og pínu kvíðavaldandi. Eða ætti ég að segja mjög kvíðavaldandi? Á sólríkum haustdegi var stefnan nefnilega sett á kvartmílubrautina í Hafnarfirði þar sem mín beið reynsluakstur á stórum manngerðum moldarhóli. „Ég ráðlegg þér að vera sæmilega klæddur og ekki í viðkvæmum eða hvítum skóm því það er ekki beint hreinlegt í brautinni,“ ráðlagði starfsmaður mér og það reyndust orð að sönnu. Blaðamaður hefur ekki stærsta hjartað þegar kemur að svona áhættuatriðum. Aðeins 45 mínútum áður höfðu tveir starfsmenn Toyota sagt mér að nokkrir menn hefðu komið talsvert hvítir til baka eftir síðasta reynsluakstur á hólnum. Hvernig yrði þá liturinn á mér? Minn besti maður, tæknifulltrúi Toyota á Íslandi, gekk að brúninni til að skoða aðstæður betur, enda hafði fryst aðeins um nóttina. „Vegurinn gæti því verið svolítið sleipur,“ sagði hann. En hvaða vegur? Ég byrjaði að svitna. Það tók stutta stund að keyra frá Kauptúni að kvartmílubrautinni. Ég var svo heppinn að fá einka leiðsögn þennan daginn en með í för var tæknifulltrúi Toyota á Íslandi og um leið afar reynslumikill starfsmaður. Hann var svo rólegur og yfirvegaður að ég gat ekki annað en róast talsvert niður. Svona úr 100% stressi í a.m.k. 75-80%. Við byrjuðum á því að keyra rólega upp litla brekku og svo aðra og þræddum okkur í rólegheitunum upp á topp hólsins. Þegar þangað var komið staðnæmdumst við á honum miðjum. Félagi minn benti mér á brún hólsins framundan. „Þú keyrir þarna niður,“ sagði hann. „Ha, hvar?,“ spurði ég til baka enda sá ég engan slóða niður, bara brún hólsins. Tæknifulltrúinn stökk úr bílnum til að skoða aðstæður betur enda hafði fryst aðeins um nóttina. „Vegurinn gæti því verið svolítið sleipur,“ sagði hann. En hvaða vegur? Ég byrjaði að svitna. Klippa: Nýr Toyota Land Cruiser 250 prófaður í kvartmílubraut Við keyrðum nær brúninni og staðnæmdumst þar. Vinur minn leiðbeindi mér. „Settu gírstöngina í „N“ og bílinn í lága drifið því við ætlum að stilla á skriðstillinguna.“ Þá birtist valmynd á mælaborðsskjánum með stillingunum frá 1-5 km hraða. „Veldu „skriðhraðann“, sem er minnsti mögulegi hraðinn, því brekkan er mjög brött og þú vilt fara mjög hægt fram af brúninni.“ Ekki alveg það sem ég vildi heyra ákkúrat núna. En þetta var spennandi! Þar sem við sátum í bílnum við brúnina gátum við ekki séð brekkuna framundan. Því var næsta skref að kveikja á undirlagsskjánum sem nýtir myndavélar í stuðurum og hliðarspeglum til að sýna lifandi mynd af undirlagi fyrir framan bílinn og undir bílnum. Auk þess er hægt að sjá stöðu og staðsetningu allra dekkja í undirlaginu á myndinni á skjánum. Þetta getur verið mjög gagnlegt þegar ekið er við erfiðar aðstæður, til dæmis fram af brún eða innan um grjót eða aðrar hindranir. Ég var því í góðum málum og gat nú virt fyrir mér bratta brekkuna sem ég hafði ekki séð áður. Það var ekkert annað í stöðunni en að láta sig gossa niður brekkuna. Bíllinn skreið hægt og örugglega niður og ég þurfti hvorki að nota hemla eða inngjöf. Hraðaþrepin fimm virka bæði til að „skríða“ niður og upp brekkur en þar sem fryst hafði um nóttina voru ekki aðstæður til að stoppa í miðri brekkunni og bakka aftur upp. Við ókum, eða „skriðum“, því niður brekkuna og keyrðum í rólegheitum að næsta brekku. Nú var gamli orðinn aðeins rólegri og seinni brekkan var auðveldari þótt hún væri aðeins brattari. Fleiri minni brekkur bættust í hópinn en þar sem fryst hafði um nóttina, eins og fyrr segir, var ekki hægt að prófa þær allar þennan daginn. Við héldum því aftur í Kauptún. Sannarlega eftirminnilegur, skemmtilegur og fróðlegur dagur. Eftirminnileg helgi með kónginum Eftir ævintýrið á kvartmílubrautinn fékk ég jeppann til afnota yfir helgi. Tíminn var nýttur vel enda ekki á hverjum degi sem svo gott tækifæri býðst. Það kom ekki á óvart hversu ótrúlega þægilegur jeppinn var í akstri. 12,3 tommu hásnerpu snertiskjárinn er einstaklega þægilegur í notkun þar sem spilar saman einfalt viðmót og nákvæm raddstýring. Jeppinn býr yfir Toyota Teammate akstursöryggis- og akstursaðstoðarbúnaði, þar á meðal nýjasta kynslóð Toyota Safety Sense. Fyrir vikið er maður einstaklega öruggur á ferðinni og fær allar helstu upplýsingar á skjáinn, hvort sem bíll er að nálgast aftan frá, ef framkvæmdir eru framundan á veginum eða ef bílstjórinn bakkar óþægilega nálægt næsta bíl á bílastæði. „Hey Toyota“ aðstoðar svo fyrir raddstýringu á ýmsum aðgerðum og kerfum. Við hönnum jeppans var lögð mikil áhersla á að vinna gegn hávaða og titringi. Þannig voru hávaðavaldar greindir og þeim fækkað auk þess sem fjöldi staða, þar sem hljóð kemst inn, var lágmarkaður. Það er því óhætt að segja að það ríki mikil ró og friður inni í bílnum og það er auðvelt að slaka á þótt umferðin sé þung og veður sé vont. Ég get ímyndað mér að það sé algjört himnaríki að keyra kaggann heim eftir erfiða vinnuviku. Eigendur Land Cruiser 250 geta alveg sparað sér jógatímana! Afar vel fór um farþega helgarinnar enda er innanrýmið einstaklega rúmgott með góðu útsýni fyrir alla farþega. Sérstaklega rúmt er fyrir farþegann í framsætinu því þversnið mælaborðsins er lægra fyrir framan hann. Framsæti jeppans eru með þynnri sætisbök og farþegar í aftursætum fá meira fótarými auk þess sem aftursætin eru fáanleg með innbyggðri upphitun og loftræstingu. Það verður ekki slegist um framsætið með þennan lúxus aftur í. Jeppinn býður upp á mjög gott hleðslurými með lengra og breiðari gólfi en forverinn. Því er mjög gott pláss fyrir alls kyns farangur eins og ferðatöskur, skíðadót, golfpoka og ýmsan útilegu- og göngubúnað. Þetta er því rétti jeppinn fyrir fjölbreytt ferðalög innanlands sem og hefðbundinn akstur í þéttbýli. Kynntu þér nýja Toyota Land Cruiser 250 á vef Toyota á Íslandi. Bílar Mest lesið Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
Blaðamaður var einn þeirra heppnu sem fékk að taka forskot á sæluna. Á fallegum haustdegi í októbermánuði gafst tækifæri til að prufukeyra nýja jeppann, fyrst á manngerðum hól í kvartmílubraut og næst á götum borgarinnar og í nágrenni hennar. Þetta var engin venjuleg frumsýning heldur sú stærsta fyrir Toyota á Íslandi í langan tíma enda fyrsta nýja útgáfan af Land Cruiser í fimmtán ár. Það er því búið að uppfæra konung jeppanna, eins og hann er svo oft kallaður hér á landi, en jeppinn hefur notið mikilla vinsælda á Íslandi undanfarna áratugi. Um er að ræða fjölhæfan alvöru jeppa með enn betri og sterkari grind en forveri sinn. Hægt er að velja um fimm útfærslur; First Edition, Luxury, VX, GX Plus og GX. Við erum að tala um jeppa sem hentar frábærlega við íslenskar aðstæður. Alvöru jeppi fyrir íslenskar aðstæður Auðvitað býr nýi Land Cruiser 250 yfir öllum hefðbundnum styrkleikum sem unnendur jeppans þekkja, t.d. því sem snýr að endingu, gæðum og áreiðanleika. En auðvitað er ýmislegt nýtt gúmmulaði í nammipokanum. Skoðum það aðeins betur. Bíllinn býr m.a. yfir nýju GA-F heildrænu byggingarlagi með yfirbyggingu á grind sem eykur stöðugleika, viðbragðsflýti og aksturseiginleika til muna. Skiptir þá engum hvort keyrt sé á malbiki eða í torfærum. 250 útgáfan er líka fyrsti Land Cruiser bíllinn sem er með rafdrifið aflstýri og rafaftengjanlega jafnvægisstöng. Sé jafnvægisstöngin að framan aftengd fjaðra framhjólin ótengd milli hægri og vinstri hliðar sem eykur getu bílsins í torfærum auk þess sem bíllinn verður mýkri í fjöðrun þegar ekið er hægt í miklum ójöfnum. Dráttargetan hefur verið aukin í 3.500 kg. og jafnvægisstöng bílsins er nú hægt að stjórna frá mælaborði.Tröllið býr yfir endurhannaðri 2,8 lítra túrbódísilvél með nýja átta þrepa sjálfskiptingu og 48 V hybrid-gerð með samhliða kerfi mun síðan bætast við vörulínuna á næsta ári. Hef ég náð athygli ykkar? Klippa: Toyota Land Cruiser 250 er mættur til landsins Skyggni bílstjóra hefur einnig verið bætt en vélarhlífin er nú með upphækkuðum áhliðum og lækkuðum miðhluta. Innanrýmið byggir á vandaðri hönnun með sérsniðnu stafrænu mælaborði og nýjasta margmiðlunarpakka Toyota auk þess sem sæti er fyrir allt að sjö farþega með nægu hleðslurými. Það fer vel um stórar fjölskyldur í þessum bíl eða stóra hópa. Jeppi sem er tilvalinn í ferðalagið, veiðiferðina og upp á hálendið. Hönnun bílsins sækir til fortíðarinnar og er skemmtilegur og notalegur retro stíll yfir henni. Svo er hann líka stærri á alla vegu; tíu sentimetrum lengri, tveimur sentimetrum hærri og 9,5 sentimetrum breiðari en forverinn. Reynsluakstur á kvartmílubraut var mikið ævintýri Fyrsta verkefni blaðamanns var svo sannarlega spennandi og pínu kvíðavaldandi. Eða ætti ég að segja mjög kvíðavaldandi? Á sólríkum haustdegi var stefnan nefnilega sett á kvartmílubrautina í Hafnarfirði þar sem mín beið reynsluakstur á stórum manngerðum moldarhóli. „Ég ráðlegg þér að vera sæmilega klæddur og ekki í viðkvæmum eða hvítum skóm því það er ekki beint hreinlegt í brautinni,“ ráðlagði starfsmaður mér og það reyndust orð að sönnu. Blaðamaður hefur ekki stærsta hjartað þegar kemur að svona áhættuatriðum. Aðeins 45 mínútum áður höfðu tveir starfsmenn Toyota sagt mér að nokkrir menn hefðu komið talsvert hvítir til baka eftir síðasta reynsluakstur á hólnum. Hvernig yrði þá liturinn á mér? Minn besti maður, tæknifulltrúi Toyota á Íslandi, gekk að brúninni til að skoða aðstæður betur, enda hafði fryst aðeins um nóttina. „Vegurinn gæti því verið svolítið sleipur,“ sagði hann. En hvaða vegur? Ég byrjaði að svitna. Það tók stutta stund að keyra frá Kauptúni að kvartmílubrautinni. Ég var svo heppinn að fá einka leiðsögn þennan daginn en með í för var tæknifulltrúi Toyota á Íslandi og um leið afar reynslumikill starfsmaður. Hann var svo rólegur og yfirvegaður að ég gat ekki annað en róast talsvert niður. Svona úr 100% stressi í a.m.k. 75-80%. Við byrjuðum á því að keyra rólega upp litla brekku og svo aðra og þræddum okkur í rólegheitunum upp á topp hólsins. Þegar þangað var komið staðnæmdumst við á honum miðjum. Félagi minn benti mér á brún hólsins framundan. „Þú keyrir þarna niður,“ sagði hann. „Ha, hvar?,“ spurði ég til baka enda sá ég engan slóða niður, bara brún hólsins. Tæknifulltrúinn stökk úr bílnum til að skoða aðstæður betur enda hafði fryst aðeins um nóttina. „Vegurinn gæti því verið svolítið sleipur,“ sagði hann. En hvaða vegur? Ég byrjaði að svitna. Klippa: Nýr Toyota Land Cruiser 250 prófaður í kvartmílubraut Við keyrðum nær brúninni og staðnæmdumst þar. Vinur minn leiðbeindi mér. „Settu gírstöngina í „N“ og bílinn í lága drifið því við ætlum að stilla á skriðstillinguna.“ Þá birtist valmynd á mælaborðsskjánum með stillingunum frá 1-5 km hraða. „Veldu „skriðhraðann“, sem er minnsti mögulegi hraðinn, því brekkan er mjög brött og þú vilt fara mjög hægt fram af brúninni.“ Ekki alveg það sem ég vildi heyra ákkúrat núna. En þetta var spennandi! Þar sem við sátum í bílnum við brúnina gátum við ekki séð brekkuna framundan. Því var næsta skref að kveikja á undirlagsskjánum sem nýtir myndavélar í stuðurum og hliðarspeglum til að sýna lifandi mynd af undirlagi fyrir framan bílinn og undir bílnum. Auk þess er hægt að sjá stöðu og staðsetningu allra dekkja í undirlaginu á myndinni á skjánum. Þetta getur verið mjög gagnlegt þegar ekið er við erfiðar aðstæður, til dæmis fram af brún eða innan um grjót eða aðrar hindranir. Ég var því í góðum málum og gat nú virt fyrir mér bratta brekkuna sem ég hafði ekki séð áður. Það var ekkert annað í stöðunni en að láta sig gossa niður brekkuna. Bíllinn skreið hægt og örugglega niður og ég þurfti hvorki að nota hemla eða inngjöf. Hraðaþrepin fimm virka bæði til að „skríða“ niður og upp brekkur en þar sem fryst hafði um nóttina voru ekki aðstæður til að stoppa í miðri brekkunni og bakka aftur upp. Við ókum, eða „skriðum“, því niður brekkuna og keyrðum í rólegheitum að næsta brekku. Nú var gamli orðinn aðeins rólegri og seinni brekkan var auðveldari þótt hún væri aðeins brattari. Fleiri minni brekkur bættust í hópinn en þar sem fryst hafði um nóttina, eins og fyrr segir, var ekki hægt að prófa þær allar þennan daginn. Við héldum því aftur í Kauptún. Sannarlega eftirminnilegur, skemmtilegur og fróðlegur dagur. Eftirminnileg helgi með kónginum Eftir ævintýrið á kvartmílubrautinn fékk ég jeppann til afnota yfir helgi. Tíminn var nýttur vel enda ekki á hverjum degi sem svo gott tækifæri býðst. Það kom ekki á óvart hversu ótrúlega þægilegur jeppinn var í akstri. 12,3 tommu hásnerpu snertiskjárinn er einstaklega þægilegur í notkun þar sem spilar saman einfalt viðmót og nákvæm raddstýring. Jeppinn býr yfir Toyota Teammate akstursöryggis- og akstursaðstoðarbúnaði, þar á meðal nýjasta kynslóð Toyota Safety Sense. Fyrir vikið er maður einstaklega öruggur á ferðinni og fær allar helstu upplýsingar á skjáinn, hvort sem bíll er að nálgast aftan frá, ef framkvæmdir eru framundan á veginum eða ef bílstjórinn bakkar óþægilega nálægt næsta bíl á bílastæði. „Hey Toyota“ aðstoðar svo fyrir raddstýringu á ýmsum aðgerðum og kerfum. Við hönnum jeppans var lögð mikil áhersla á að vinna gegn hávaða og titringi. Þannig voru hávaðavaldar greindir og þeim fækkað auk þess sem fjöldi staða, þar sem hljóð kemst inn, var lágmarkaður. Það er því óhætt að segja að það ríki mikil ró og friður inni í bílnum og það er auðvelt að slaka á þótt umferðin sé þung og veður sé vont. Ég get ímyndað mér að það sé algjört himnaríki að keyra kaggann heim eftir erfiða vinnuviku. Eigendur Land Cruiser 250 geta alveg sparað sér jógatímana! Afar vel fór um farþega helgarinnar enda er innanrýmið einstaklega rúmgott með góðu útsýni fyrir alla farþega. Sérstaklega rúmt er fyrir farþegann í framsætinu því þversnið mælaborðsins er lægra fyrir framan hann. Framsæti jeppans eru með þynnri sætisbök og farþegar í aftursætum fá meira fótarými auk þess sem aftursætin eru fáanleg með innbyggðri upphitun og loftræstingu. Það verður ekki slegist um framsætið með þennan lúxus aftur í. Jeppinn býður upp á mjög gott hleðslurými með lengra og breiðari gólfi en forverinn. Því er mjög gott pláss fyrir alls kyns farangur eins og ferðatöskur, skíðadót, golfpoka og ýmsan útilegu- og göngubúnað. Þetta er því rétti jeppinn fyrir fjölbreytt ferðalög innanlands sem og hefðbundinn akstur í þéttbýli. Kynntu þér nýja Toyota Land Cruiser 250 á vef Toyota á Íslandi.
Bílar Mest lesið Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira