Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. október 2024 17:05 Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka. Vísir/Vilhelm Hagnaður Arion banka á þriðja ársfjórðungi var 7,9 milljarðar króna, sambanborið við 6,1 milljarð á sama tímabili í fyrra. „Núverandi vaxtaumhverfi er þess valdandi að við erum varfærin í okkar niðurfærslum,“ segir bankastjórinn um sögulega háa verðtryggða vexti. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri Arion banka. Þar segir að arðsemi eiginfjár hafi verið 16,1%, samanborið við 12,9% á þriðja ársfjórðungi 2023. Þá var vaxtamunur á vaxtaberandi eignum bankans var 3,1% á fjórðungnum sem er 0,1% hækkun á milli ára. Eigin- og lausafjárstaða vel yfir kröfum eftirlitsaðila Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka segir afkomuna góða og í samræmi við áætlanir. „Sérstaklega er ánægjulegt að sjá hve vel starfsemi Varðar trygginga gekk á fjórðungnum en um er að ræða einn besta ársfjórðung í sögu fyrirtækisins. Aðrir þættir í okkar kjarnastarfsemi gengu sömuleiðis vel og skila góðri afkomu. Óhætt er að segja að áhersla okkar á fjölbreytta fjármálaþjónustu og þar með fjölbreyttar tekjustoðir stuðli að ákveðnum stöðugleika í okkar starfsemi. Sem fyrr er eigin- og lausafjárstaða bankans sterk og vel yfir kröfum eftirlitsaðila,“ er haft eftir Benedikt. Samkvæmt uppfjörinu var eiginfjárhlutfall bankans (CAR hlutfall) 23,2% og hlutfall almenns eiginfjárþáttar 1 var 18,8% í lok september. Hlutföllin taka tillit til óendurskoðaðs hagnaðar fjórðungsins að teknu tilliti til væntrar arðgreiðslu, sem nemur 50% af hagnaði í samræmi við arðgreiðslustefnu bankans. Eiginfjárhlutfall samkvæmt reglum Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands var 22,8% í lok september og hlutfall eiginfjárþáttar 1 18,3%. Þóknanastarfsemi skilaði 3,9 milljörðum króna sem er um 100 milljónum meira en á sama tímabili í fyrra. Þá átti tryggingarfélagið Vörður besta fjórðung í sögu félagsins og skilaði 1,7 milljarða króna hagnaði. Of mikill munur „Við höldum áfram að setja okkur í samband við viðskiptavini sem eru með íbúðalán sem eru að fara af föstum vöxtum til að fara yfir þá valkosti sem í boði eru til að lækka greiðslubyrði. Þetta er hópur sem hefur notið afar hagstæðra vaxta á tímabili hárra stýrivaxta en þurfa nú að takast á við hærri greiðslubyrði,“ segir Benedikt. „Ýmsir kostir eru í boði en að vissu leyti má segja að það sé uppi óheppileg staða því stýrivextir eru enn 9% á sama tíma og verðbólga hefur lækkað niður í 5,1%. Munurinn þarna á milli er of mikill sem leiðir til þess að raunvextir og þar með verðtryggðir vextir eru sögulega háir. Verðtryggð íbúðalán hafa verið það skjól sem mörg heimili hafa leitað í og því mikilvægt að stýrivextir haldi áfram að lækka svo raunvaxtastigið hér á landi lækki. Núverandi vaxtaumhverfi er þess valdandi að við erum varfærin í okkar niðurfærslum.“ Hagnaður Arion banka á fyrstu níu mánuðum ársins nam 17,8 milljörðum króna sem er lækkun úr 19,5 milljörðum á sama tímabili í fyrra. Þá var arðsemi eiginfjár 12,2%, samanborið við 13,9% á fyrstu níu mánuðum ársins 2023. Arion banki Fjármálafyrirtæki Uppgjör og ársreikningar Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri Arion banka. Þar segir að arðsemi eiginfjár hafi verið 16,1%, samanborið við 12,9% á þriðja ársfjórðungi 2023. Þá var vaxtamunur á vaxtaberandi eignum bankans var 3,1% á fjórðungnum sem er 0,1% hækkun á milli ára. Eigin- og lausafjárstaða vel yfir kröfum eftirlitsaðila Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka segir afkomuna góða og í samræmi við áætlanir. „Sérstaklega er ánægjulegt að sjá hve vel starfsemi Varðar trygginga gekk á fjórðungnum en um er að ræða einn besta ársfjórðung í sögu fyrirtækisins. Aðrir þættir í okkar kjarnastarfsemi gengu sömuleiðis vel og skila góðri afkomu. Óhætt er að segja að áhersla okkar á fjölbreytta fjármálaþjónustu og þar með fjölbreyttar tekjustoðir stuðli að ákveðnum stöðugleika í okkar starfsemi. Sem fyrr er eigin- og lausafjárstaða bankans sterk og vel yfir kröfum eftirlitsaðila,“ er haft eftir Benedikt. Samkvæmt uppfjörinu var eiginfjárhlutfall bankans (CAR hlutfall) 23,2% og hlutfall almenns eiginfjárþáttar 1 var 18,8% í lok september. Hlutföllin taka tillit til óendurskoðaðs hagnaðar fjórðungsins að teknu tilliti til væntrar arðgreiðslu, sem nemur 50% af hagnaði í samræmi við arðgreiðslustefnu bankans. Eiginfjárhlutfall samkvæmt reglum Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands var 22,8% í lok september og hlutfall eiginfjárþáttar 1 18,3%. Þóknanastarfsemi skilaði 3,9 milljörðum króna sem er um 100 milljónum meira en á sama tímabili í fyrra. Þá átti tryggingarfélagið Vörður besta fjórðung í sögu félagsins og skilaði 1,7 milljarða króna hagnaði. Of mikill munur „Við höldum áfram að setja okkur í samband við viðskiptavini sem eru með íbúðalán sem eru að fara af föstum vöxtum til að fara yfir þá valkosti sem í boði eru til að lækka greiðslubyrði. Þetta er hópur sem hefur notið afar hagstæðra vaxta á tímabili hárra stýrivaxta en þurfa nú að takast á við hærri greiðslubyrði,“ segir Benedikt. „Ýmsir kostir eru í boði en að vissu leyti má segja að það sé uppi óheppileg staða því stýrivextir eru enn 9% á sama tíma og verðbólga hefur lækkað niður í 5,1%. Munurinn þarna á milli er of mikill sem leiðir til þess að raunvextir og þar með verðtryggðir vextir eru sögulega háir. Verðtryggð íbúðalán hafa verið það skjól sem mörg heimili hafa leitað í og því mikilvægt að stýrivextir haldi áfram að lækka svo raunvaxtastigið hér á landi lækki. Núverandi vaxtaumhverfi er þess valdandi að við erum varfærin í okkar niðurfærslum.“ Hagnaður Arion banka á fyrstu níu mánuðum ársins nam 17,8 milljörðum króna sem er lækkun úr 19,5 milljörðum á sama tímabili í fyrra. Þá var arðsemi eiginfjár 12,2%, samanborið við 13,9% á fyrstu níu mánuðum ársins 2023.
Arion banki Fjármálafyrirtæki Uppgjör og ársreikningar Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira