Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar 30. október 2024 14:45 Við kunnum okkar fag og við vinnum okkar vinnu. Við erum ekki löt og ekki sjúk í löng frí. Við erum til staðar fyrir nemendur 24/7 alla daga ársins og erum alltaf tilbúin að tala, hugga og leysa vandamál sama hvað klukkan slær. Við erum í rauninni aldrei í fríi og alltaf á samfélags vaktinni. Við erum heimsmeistarar í að hlaupa langa ganga með kaffibollann í hendinni án þess að sulla og samt kunnum við að stoppa til að brosa til litla þín og segja góðan daginn. Við vitum nefnilega að þú kannt svo vel að meta brosið og þú þarft virkilega á því að halda, elsku þú. Koma svo; Styðum kennara því að við erum fólkið sem tökum utan um litla þig og pössum uppá að þurrir vettlingar mæti í skiptifatakassann á morgun. Við pössum líka uppá að þú fáir að borða í nesti, jafnvel þó að nestið hafi gleymst. Við pössum líka uppá að hlúa að þér sem manneskju og reynum eftir bestu getu að bjóða þig velkominn út í hinn stóra heim. Við pössum að fylgja þér út í frímínútur hvernig sem viðrar og fylgjumst með þér í leik. Tryggjum það að þú komist inn í vinahópinn. Við pössum líka að þú verðir umburðarlynd manneskja með því að hleypa öllum að. Við kennum þér að hlusta á hina og virða ólíkar skoðanir. Hjálpa þú okkur að kenna samfélaginu að kennsla skiptir máli. Hérna er lítil dæmisaga: Eplabóndinn sem hlúir að blóminu sínu og vaktar trén sín öllum stundum með ást og hlýju veit vel að einhver mun síðan taka þessi epli og meðhöndla þau með misjafnri virðingu. Sum eplin munu eflaust fá á sig mar og þess vegna mögulega aldrei lenda á fallegu heimili um jólin. Önnur epli munu verða heppnari og fá möguleika á því að glansa í höndunum á barni í nestistímanum. Vel pússuð og þakklát sínu hlutskipti í lífinu. Sama hvað verður þá gerir eplabóndinn dag hvern sitt besta. Stundum sefur hann ekki nætursvefn vegna þess að veðurspáin ógnar eplunum og þá þarf að grípa til aðgerða. Hann gætir þeirra öllum stundum, á of heitum dögum og líka þegar mögulega frystir að vori. Hann trúir því og sér það fyrir sér hvernig þessi epli verða einhvern daginn mikilvæg næring fyrir aðra, og hann veit þau munu líka verða gleðigjafar fyrir þá sem fá að njóta þeirra. Gerið það elsku vinir að horfa til sólar. Við eplabændurnir munum á meðan hlúa að eplunum ykkar og vonandi rata þau í ykkar hendur ómarin og glansandi rauð. Að því vinnum við á hverjum degi. Nú er klukkan 20:00. Ég (sem vil helst bara vera í fríi) ætla að vinda mér í það að undirbúa dásamlega skemmtilegan tíma fyrir listasöguna í næstu viku, þar sem ég kem til með að flétta inn í myndlistarsöguna: Tónlistarsögu, ástir og ævintýri. Því að lífið er ferðalag og mitt starf er að tryggja það að mínir nemendur haldist vel forvitnir um lífsins ævintýri. Við erum stödd í tímabili rómantíkur og ég var að fara yfir ljóðin þeirra. Eitt ljóðið var rómantískt ljóð um samband nemandans við blýantinn. Þjáningar og gleðistundir komu fram í þessu ljóði. Allt í takt við rómantíska tímann. Þakklæti er mér efst í huga. Það er ekki til neitt betra starf. En mikið væri gott að þurfa ekki að telja hrísgrjónin ofan í pottinn á hverjum degi. Vonandi eru allir hér ekki fátækari en svo að vera sammála því. Styðjum kennara! Höfundur er kennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Sjá meira
Við kunnum okkar fag og við vinnum okkar vinnu. Við erum ekki löt og ekki sjúk í löng frí. Við erum til staðar fyrir nemendur 24/7 alla daga ársins og erum alltaf tilbúin að tala, hugga og leysa vandamál sama hvað klukkan slær. Við erum í rauninni aldrei í fríi og alltaf á samfélags vaktinni. Við erum heimsmeistarar í að hlaupa langa ganga með kaffibollann í hendinni án þess að sulla og samt kunnum við að stoppa til að brosa til litla þín og segja góðan daginn. Við vitum nefnilega að þú kannt svo vel að meta brosið og þú þarft virkilega á því að halda, elsku þú. Koma svo; Styðum kennara því að við erum fólkið sem tökum utan um litla þig og pössum uppá að þurrir vettlingar mæti í skiptifatakassann á morgun. Við pössum líka uppá að þú fáir að borða í nesti, jafnvel þó að nestið hafi gleymst. Við pössum líka uppá að hlúa að þér sem manneskju og reynum eftir bestu getu að bjóða þig velkominn út í hinn stóra heim. Við pössum að fylgja þér út í frímínútur hvernig sem viðrar og fylgjumst með þér í leik. Tryggjum það að þú komist inn í vinahópinn. Við pössum líka að þú verðir umburðarlynd manneskja með því að hleypa öllum að. Við kennum þér að hlusta á hina og virða ólíkar skoðanir. Hjálpa þú okkur að kenna samfélaginu að kennsla skiptir máli. Hérna er lítil dæmisaga: Eplabóndinn sem hlúir að blóminu sínu og vaktar trén sín öllum stundum með ást og hlýju veit vel að einhver mun síðan taka þessi epli og meðhöndla þau með misjafnri virðingu. Sum eplin munu eflaust fá á sig mar og þess vegna mögulega aldrei lenda á fallegu heimili um jólin. Önnur epli munu verða heppnari og fá möguleika á því að glansa í höndunum á barni í nestistímanum. Vel pússuð og þakklát sínu hlutskipti í lífinu. Sama hvað verður þá gerir eplabóndinn dag hvern sitt besta. Stundum sefur hann ekki nætursvefn vegna þess að veðurspáin ógnar eplunum og þá þarf að grípa til aðgerða. Hann gætir þeirra öllum stundum, á of heitum dögum og líka þegar mögulega frystir að vori. Hann trúir því og sér það fyrir sér hvernig þessi epli verða einhvern daginn mikilvæg næring fyrir aðra, og hann veit þau munu líka verða gleðigjafar fyrir þá sem fá að njóta þeirra. Gerið það elsku vinir að horfa til sólar. Við eplabændurnir munum á meðan hlúa að eplunum ykkar og vonandi rata þau í ykkar hendur ómarin og glansandi rauð. Að því vinnum við á hverjum degi. Nú er klukkan 20:00. Ég (sem vil helst bara vera í fríi) ætla að vinda mér í það að undirbúa dásamlega skemmtilegan tíma fyrir listasöguna í næstu viku, þar sem ég kem til með að flétta inn í myndlistarsöguna: Tónlistarsögu, ástir og ævintýri. Því að lífið er ferðalag og mitt starf er að tryggja það að mínir nemendur haldist vel forvitnir um lífsins ævintýri. Við erum stödd í tímabili rómantíkur og ég var að fara yfir ljóðin þeirra. Eitt ljóðið var rómantískt ljóð um samband nemandans við blýantinn. Þjáningar og gleðistundir komu fram í þessu ljóði. Allt í takt við rómantíska tímann. Þakklæti er mér efst í huga. Það er ekki til neitt betra starf. En mikið væri gott að þurfa ekki að telja hrísgrjónin ofan í pottinn á hverjum degi. Vonandi eru allir hér ekki fátækari en svo að vera sammála því. Styðjum kennara! Höfundur er kennari
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun