Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Heimir Már Pétursson skrifar 29. október 2024 20:01 Í ávarpi forseta Úkraínu til Norðurlandaráðsþingsins í dag ræddi hann meðal annars um þau þúsundir barna sem Rússar hefðu rænt frá Úkraínu. Visir/Vilhelm Forseti Úkraínu segir Rússa hafa tekist að leggja Georgíu nánast undir sig í nýafstöðnum kosningum þar og Moldóva muni falla innan tveggja ára nái Rússar sínu fram. Hann gangrýnir hik Vesturlanda varðandi heimildir á notkun langdrægra vopna á sama tíma og Putin fari yfir rauðar línur með innflutningi hermanna frá norður Kóreu. Volodomyr Zelensky forseti Úkraínu segir Vesturlönd verða að hætta að tala um Úkraína megi ekki fara yfir rauðar línur á sama tíma og Putin vaði aftur og aftur yfir slíkar línur.Stöð 2/HMP Volodomyr Zelensky hóf daginn á stuttri heimókn til forseta Íslands á Bessastöðum klukkan hálf níu í morgun. Forsætisráðherrar Norðurlandanna ítrekuðu áframhaldandi stuðning þjóðanna við Úkraínu á fréttamannafundi í alþingishúsinu áður en Zelensky ávarpaði þing Norðurlandaráðs skömmu fyrir hádegi. Það var sérstök tilfinning að setjast niður ásamt nokkrum norrænum fréttamönnum með þessum manni sem leitt hefur þjóð sína gegn blóðugri innrás einræðisherrans Putins og herja hans í hátt á þriðja ár. Þrátt fyrir efasemdir margra stuðningsríkja Úkraínu sagði Zelensky þúsundir hermanna norður Kóreu komna til Rússland að undirbúa sig til hernaðar í Úkraínu. Þúsundir til viðbótar væru á leiðinni. „Ég tel það mjög hættulegt. Það markar nýjan kafla í stríðinu. Þetta verður svipað og í blábyrjun innrásar Rússa og hernáms þeirra á Krímskaga. Hernáminu var mætt með þögn Vesturlanda og enginn vildi breðast við,“ sagði forsetinn á fundinum með fréttamönnum. Forseti Úkraínu sat með fréttamönnum í tæpa klukkustund í dag og svaraði spurningum þeirra. Leiðtogar Vesturlanda töluðu gjarnan um rauðar línur, að ekki mætti magna átökin á sama tíma og Putin gengi stöðugt á lagið. Fyrst kæmu eldflaugar og milljónir stórskota frá norður Kóreu og nú nokkur þúsund hermenn. Hvað ætluðu Vesturlönd að gera ef hermennirnir yrðu hundrað þúsund? Hann hafi þrýst á leiðtoga Vesturlanda að bregðast hart við. Öryggis- og varnarmál setja sterkan svip á þing Norðurlandaráðs sem hófst í Reykjavík í gær og lýkur á morgun.Vísir/Vilhelm „Þannig að, fyrirgefið, en ég held að norður kóreskir hermenn feli í sér stigmögnun stríðsins. Ekki af okkar hálfu heldur að hálfu Rússa og okkur er ekki gert mögulegt að gera nokkuð varðandi norður kóresku hermennina á meðan þeir eru á rússnesku landi,“ segir Zelenski. En Bandaríkin hafa ekki gefið Úkraínumönnum heimild til að nota langdræg vopn Vesturlanda til árása á skotmörk innan Rússlands. „Það er mikið skrafð en það fer minnafyrir aðgerðum frá leiðtogum,“ segir Zelensky. Forseti Úkraínu segir norður Kóreu hafa sent Rússum milljónir stórskota. Nú væru norður kóreskir hermenn komnir til Rússlands þannig að það væru Rússar stigmögnuðu átökin en ekki Úkraínumenn.AP/Efrem Lukatsky Boð um aðild Úkraínu að NATO, ekki tafarlaus aðild, yrði skref í rétta átt. Því Rússar fari yfir allar rauðar línur. Þeir hafi til að mynda fyrst hertekið hluta Georgíu og síðan snúið stjórnvöldum þar á sitt band. Þeir hafi svo unnið fullnaðarsigur með kosningasvindli í nýafstöðnum kosningum. „Í dag hafa Rússar unnið Georgíu. Þeir hafa tekið burt frelsi Georgíumanna. Þetta snýst um Georgíu og Moldóvu, þeir eru á leiðinni,“ segir forsetinn. Úkraína væri hins vegar margfallt stærra land og fjölmennra og því erfiðari biti fyrir Rússa að kyngja. „það er að segja ef Vesturlönd láta ekki af þessu tali um rauðar línur. Ef leiðtogar Vesturlanda halda þessari orðræðu áfram, munu þeir missa Modóvu innan eins til tveggja ára. Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segist ekki geta gert þá kröfu að fólk sem flúið hefur landið vegna innrásar Rússlands snúi aftur til þess að aðstoða í baráttunni. 29. október 2024 13:58 Støre lét sig ekki vanta í Sundhöllina Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs lét sig ekki vanta í Sundhöll Reykjavíkur þegar hún opnaði í morgun. Hann skellti sér í heita pottinn eldsnemma og var eftir ferðina tilbúinn í fundardag með leiðtogum hinna Norðurlandanna. 29. október 2024 12:10 Segir lífsgæði að veði ef landamærin eru ekki tryggð Landamærin, skipulögð brotastarfsemi, hælisleitendakerfið og öryggi í Evrópu var meðal þess sem var til umræðu á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í tengslum við Norðurlandaráðsþingið. Forsætisráðherra Íslands segir lífsgæðin sem búið er að byggja upp að veði. 29. október 2024 11:22 Myndband: Ávarp Selenskíjs Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, ávarpaði þing Norðurlandaráðs, í Smiðju Alþingis klukkan 10:40. Ávarpið má sjá hér á Vísi. 29. október 2024 10:29 Bein útsending: Blaðamannafundur forsætisráðherranna Blaðamannafundur forsætisráðherra Norðurlandanna hefst klukkan 9. Sýnt verður frá fundinum hér á Vísi. 29. október 2024 08:54 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Fleiri fréttir Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni Sjá meira
Volodomyr Zelensky forseti Úkraínu segir Vesturlönd verða að hætta að tala um Úkraína megi ekki fara yfir rauðar línur á sama tíma og Putin vaði aftur og aftur yfir slíkar línur.Stöð 2/HMP Volodomyr Zelensky hóf daginn á stuttri heimókn til forseta Íslands á Bessastöðum klukkan hálf níu í morgun. Forsætisráðherrar Norðurlandanna ítrekuðu áframhaldandi stuðning þjóðanna við Úkraínu á fréttamannafundi í alþingishúsinu áður en Zelensky ávarpaði þing Norðurlandaráðs skömmu fyrir hádegi. Það var sérstök tilfinning að setjast niður ásamt nokkrum norrænum fréttamönnum með þessum manni sem leitt hefur þjóð sína gegn blóðugri innrás einræðisherrans Putins og herja hans í hátt á þriðja ár. Þrátt fyrir efasemdir margra stuðningsríkja Úkraínu sagði Zelensky þúsundir hermanna norður Kóreu komna til Rússland að undirbúa sig til hernaðar í Úkraínu. Þúsundir til viðbótar væru á leiðinni. „Ég tel það mjög hættulegt. Það markar nýjan kafla í stríðinu. Þetta verður svipað og í blábyrjun innrásar Rússa og hernáms þeirra á Krímskaga. Hernáminu var mætt með þögn Vesturlanda og enginn vildi breðast við,“ sagði forsetinn á fundinum með fréttamönnum. Forseti Úkraínu sat með fréttamönnum í tæpa klukkustund í dag og svaraði spurningum þeirra. Leiðtogar Vesturlanda töluðu gjarnan um rauðar línur, að ekki mætti magna átökin á sama tíma og Putin gengi stöðugt á lagið. Fyrst kæmu eldflaugar og milljónir stórskota frá norður Kóreu og nú nokkur þúsund hermenn. Hvað ætluðu Vesturlönd að gera ef hermennirnir yrðu hundrað þúsund? Hann hafi þrýst á leiðtoga Vesturlanda að bregðast hart við. Öryggis- og varnarmál setja sterkan svip á þing Norðurlandaráðs sem hófst í Reykjavík í gær og lýkur á morgun.Vísir/Vilhelm „Þannig að, fyrirgefið, en ég held að norður kóreskir hermenn feli í sér stigmögnun stríðsins. Ekki af okkar hálfu heldur að hálfu Rússa og okkur er ekki gert mögulegt að gera nokkuð varðandi norður kóresku hermennina á meðan þeir eru á rússnesku landi,“ segir Zelenski. En Bandaríkin hafa ekki gefið Úkraínumönnum heimild til að nota langdræg vopn Vesturlanda til árása á skotmörk innan Rússlands. „Það er mikið skrafð en það fer minnafyrir aðgerðum frá leiðtogum,“ segir Zelensky. Forseti Úkraínu segir norður Kóreu hafa sent Rússum milljónir stórskota. Nú væru norður kóreskir hermenn komnir til Rússlands þannig að það væru Rússar stigmögnuðu átökin en ekki Úkraínumenn.AP/Efrem Lukatsky Boð um aðild Úkraínu að NATO, ekki tafarlaus aðild, yrði skref í rétta átt. Því Rússar fari yfir allar rauðar línur. Þeir hafi til að mynda fyrst hertekið hluta Georgíu og síðan snúið stjórnvöldum þar á sitt band. Þeir hafi svo unnið fullnaðarsigur með kosningasvindli í nýafstöðnum kosningum. „Í dag hafa Rússar unnið Georgíu. Þeir hafa tekið burt frelsi Georgíumanna. Þetta snýst um Georgíu og Moldóvu, þeir eru á leiðinni,“ segir forsetinn. Úkraína væri hins vegar margfallt stærra land og fjölmennra og því erfiðari biti fyrir Rússa að kyngja. „það er að segja ef Vesturlönd láta ekki af þessu tali um rauðar línur. Ef leiðtogar Vesturlanda halda þessari orðræðu áfram, munu þeir missa Modóvu innan eins til tveggja ára.
Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segist ekki geta gert þá kröfu að fólk sem flúið hefur landið vegna innrásar Rússlands snúi aftur til þess að aðstoða í baráttunni. 29. október 2024 13:58 Støre lét sig ekki vanta í Sundhöllina Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs lét sig ekki vanta í Sundhöll Reykjavíkur þegar hún opnaði í morgun. Hann skellti sér í heita pottinn eldsnemma og var eftir ferðina tilbúinn í fundardag með leiðtogum hinna Norðurlandanna. 29. október 2024 12:10 Segir lífsgæði að veði ef landamærin eru ekki tryggð Landamærin, skipulögð brotastarfsemi, hælisleitendakerfið og öryggi í Evrópu var meðal þess sem var til umræðu á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í tengslum við Norðurlandaráðsþingið. Forsætisráðherra Íslands segir lífsgæðin sem búið er að byggja upp að veði. 29. október 2024 11:22 Myndband: Ávarp Selenskíjs Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, ávarpaði þing Norðurlandaráðs, í Smiðju Alþingis klukkan 10:40. Ávarpið má sjá hér á Vísi. 29. október 2024 10:29 Bein útsending: Blaðamannafundur forsætisráðherranna Blaðamannafundur forsætisráðherra Norðurlandanna hefst klukkan 9. Sýnt verður frá fundinum hér á Vísi. 29. október 2024 08:54 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Fleiri fréttir Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni Sjá meira
„Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segist ekki geta gert þá kröfu að fólk sem flúið hefur landið vegna innrásar Rússlands snúi aftur til þess að aðstoða í baráttunni. 29. október 2024 13:58
Støre lét sig ekki vanta í Sundhöllina Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs lét sig ekki vanta í Sundhöll Reykjavíkur þegar hún opnaði í morgun. Hann skellti sér í heita pottinn eldsnemma og var eftir ferðina tilbúinn í fundardag með leiðtogum hinna Norðurlandanna. 29. október 2024 12:10
Segir lífsgæði að veði ef landamærin eru ekki tryggð Landamærin, skipulögð brotastarfsemi, hælisleitendakerfið og öryggi í Evrópu var meðal þess sem var til umræðu á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í tengslum við Norðurlandaráðsþingið. Forsætisráðherra Íslands segir lífsgæðin sem búið er að byggja upp að veði. 29. október 2024 11:22
Myndband: Ávarp Selenskíjs Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, ávarpaði þing Norðurlandaráðs, í Smiðju Alþingis klukkan 10:40. Ávarpið má sjá hér á Vísi. 29. október 2024 10:29
Bein útsending: Blaðamannafundur forsætisráðherranna Blaðamannafundur forsætisráðherra Norðurlandanna hefst klukkan 9. Sýnt verður frá fundinum hér á Vísi. 29. október 2024 08:54