Náðu því hvað LeBron sagði við soninn fyrir stundina sögulegu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. október 2024 12:48 Lebron og Bronny James í viðtali eftir leikinn sögulega í nótt. vísir/getty LeBron James og Bronny James skrifuðu NBA-söguna í nótt þegar þeir urðu fyrstu feðgarnir í sögu deildarinnar til að spila saman. Los Angeles Lakers tók á móti Minnesota Timberwolves þegar tímabilið 2024-25 í NBA hófst í nótt. Mikil eftirvænting var fyrir leiknum vegna möguleikans á að James-feðgarnir myndu spila saman. Draumur þeirra rættist þegar fjórar mínútur voru eftir af 2. leikhluta. LeBron og Bronny komu þá báðir inn á sama tíma og spiluðu saman í smá stund. „Ertu tilbúinn,“ heyrðist LeBron segja við soninn þegar þeir gerðu sig klára að koma inn á. Strákurinn svaraði játandi. „Finnirðu fyrir spennunni? Spilaðu bara frjáls. Ekki hafa áhyggjur af mistökum. Farðu bara inn á og spilaðu af krafti,“ sagði LeBron við Bronny. LeBron: "You ready?"Bronny: "Yup."This LeBron and Bronny moment mic’d up ❤️🎙️ pic.twitter.com/ffzTOoIdCx— Bleacher Report (@BleacherReport) October 23, 2024 Bronny spilaði þrjár mínútur í sínum fyrsta NBA-leik á ferlinum. Hann klikkaði á báðum skotunum sínum en tók eitt frákast. LeBron spilaði í 35 mínútur; skoraði sextán stig, tók fimm fráköst, gaf fjórar stoðsendingar og varði tvö skot. Lakers vann leikinn með sjö stiga mun, 110-103. Anthony Davis fór á kostum í liði Lakers; skoraði 36 stig, tók sextán fráköst, gaf fjórar stoðsendingar og varði þrjú skot. Ofurstoltur af syninum „Ég er bara ótrúlega þakklátur fyrir allt. Mér var veitt stórkostlegt tækifæri með því að fá að koma í þessa deild og verða betri á hverjum degi, og læra á hverjum degi,“ sagði Bronny eftir leikinn. LeBron kvaðst einnig fullur þakklætis. „Það gerist ekki á hverjum degi að menn fái að spila í þessari dásamlegu deild. Við erum bara 450 talsins og menn verða að skilja að það fæst ekkert gefins, það þarf að berjast fyrir hverju augnabliki. Ég held að hann [Bronny] viti það og hlakki til þess sem þarf til að verða betri á hverjum degi, til þess að verða á endanum sá leikmaður sem hann vill verða. Ég er ofurstoltur af honum. Hann er mín líflína, það er á hreinu,“ sagði LeBron. Hann var að hefja sitt 22. tímabil í NBA en hann var valinn fyrstur í nýliðavalinu 2003. LeBron verður fertugur 30. desember en Bronny er nýorðinn tvítugur. Lakers valdi hann með 55. valrétti í nýliðavalinu í sumar. NBA Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL Sport Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira
Los Angeles Lakers tók á móti Minnesota Timberwolves þegar tímabilið 2024-25 í NBA hófst í nótt. Mikil eftirvænting var fyrir leiknum vegna möguleikans á að James-feðgarnir myndu spila saman. Draumur þeirra rættist þegar fjórar mínútur voru eftir af 2. leikhluta. LeBron og Bronny komu þá báðir inn á sama tíma og spiluðu saman í smá stund. „Ertu tilbúinn,“ heyrðist LeBron segja við soninn þegar þeir gerðu sig klára að koma inn á. Strákurinn svaraði játandi. „Finnirðu fyrir spennunni? Spilaðu bara frjáls. Ekki hafa áhyggjur af mistökum. Farðu bara inn á og spilaðu af krafti,“ sagði LeBron við Bronny. LeBron: "You ready?"Bronny: "Yup."This LeBron and Bronny moment mic’d up ❤️🎙️ pic.twitter.com/ffzTOoIdCx— Bleacher Report (@BleacherReport) October 23, 2024 Bronny spilaði þrjár mínútur í sínum fyrsta NBA-leik á ferlinum. Hann klikkaði á báðum skotunum sínum en tók eitt frákast. LeBron spilaði í 35 mínútur; skoraði sextán stig, tók fimm fráköst, gaf fjórar stoðsendingar og varði tvö skot. Lakers vann leikinn með sjö stiga mun, 110-103. Anthony Davis fór á kostum í liði Lakers; skoraði 36 stig, tók sextán fráköst, gaf fjórar stoðsendingar og varði þrjú skot. Ofurstoltur af syninum „Ég er bara ótrúlega þakklátur fyrir allt. Mér var veitt stórkostlegt tækifæri með því að fá að koma í þessa deild og verða betri á hverjum degi, og læra á hverjum degi,“ sagði Bronny eftir leikinn. LeBron kvaðst einnig fullur þakklætis. „Það gerist ekki á hverjum degi að menn fái að spila í þessari dásamlegu deild. Við erum bara 450 talsins og menn verða að skilja að það fæst ekkert gefins, það þarf að berjast fyrir hverju augnabliki. Ég held að hann [Bronny] viti það og hlakki til þess sem þarf til að verða betri á hverjum degi, til þess að verða á endanum sá leikmaður sem hann vill verða. Ég er ofurstoltur af honum. Hann er mín líflína, það er á hreinu,“ sagði LeBron. Hann var að hefja sitt 22. tímabil í NBA en hann var valinn fyrstur í nýliðavalinu 2003. LeBron verður fertugur 30. desember en Bronny er nýorðinn tvítugur. Lakers valdi hann með 55. valrétti í nýliðavalinu í sumar.
NBA Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL Sport Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira