Vill setja á fót móttökuskóla fyrir börn af erlendum uppruna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. október 2024 06:24 „Menntakerfið okkar á að tryggja jöfn tækifæri. Óbreytt staða tryggir ekki þau tækifæri fyrir alla,“ segir ráðherra. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist sannfærð um að „almennilegir og vel skipulagðir“ móttökuskólar fyrir börn af erlendum uppruna gætu skipt sköpum í því að leysa úr vanda grunnskólanna. Þetta segir hún í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Ráðherrann bendir á að árangur íslenskra nemenda í PISA sé verri en nokkru sinni áður og undir meðallagi Norðurlandanna og OECD í öllum þáttum. Þá útskrifist helmingur drengja úr grunnskóla án þess að hafa náð grunnfærni í læsi. Vandinn sé margþættur og erfitt að benda á eina „töfralausn“ en móttökuskólar fyrir börn af erlendum uppruna gætu hafti „mikil og jákvæð“ áhrif fyrir allt skólastarf. „Móttökuskóli er ekki ný hugmynd og slíkan skóla má t.d. finna í Noregi. Skólinn væri fyrsta skref fyrir börn af erlendum uppruna sem eru að fóta sig í íslensku samfélagi og lögð væri áhersla á samræmda tungumálakennslu og hæfnimat. Sérhæft úrræði þannig að þau séu betur undirbúin þegar þau síðan fara inn í almenna grunnskóla,“ segir Áslaug Arna. Tillögur þessa efnis hafi þegar verið lagðar fram af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. „Með því að taka slíka ákvörðun mætum við betur nemendum sem eru að fóta sig í nýju skólaumhverfi og þurfa aukna aðstoð og tungumálakennslu. Í óbreyttu kerfi tapa allir – ekki aðeins börn og ungmenni af erlendum uppruna heldur líka aðrir nemendur, kennarar og starfsfólk sem reynir að mæta þörfum hvers og eins nemanda án nægilegs stuðnings. Árangur skiptir samfélagið öllu máli,“ segir ráðherrann. Kerfið þurfi að virka fyrir alla og sérstaklega þann hóp barna sem eigi undir högg að sækja. Grunnskólar Skóla- og menntamál Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Innlent Fleiri fréttir Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Sjá meira
Þetta segir hún í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Ráðherrann bendir á að árangur íslenskra nemenda í PISA sé verri en nokkru sinni áður og undir meðallagi Norðurlandanna og OECD í öllum þáttum. Þá útskrifist helmingur drengja úr grunnskóla án þess að hafa náð grunnfærni í læsi. Vandinn sé margþættur og erfitt að benda á eina „töfralausn“ en móttökuskólar fyrir börn af erlendum uppruna gætu hafti „mikil og jákvæð“ áhrif fyrir allt skólastarf. „Móttökuskóli er ekki ný hugmynd og slíkan skóla má t.d. finna í Noregi. Skólinn væri fyrsta skref fyrir börn af erlendum uppruna sem eru að fóta sig í íslensku samfélagi og lögð væri áhersla á samræmda tungumálakennslu og hæfnimat. Sérhæft úrræði þannig að þau séu betur undirbúin þegar þau síðan fara inn í almenna grunnskóla,“ segir Áslaug Arna. Tillögur þessa efnis hafi þegar verið lagðar fram af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. „Með því að taka slíka ákvörðun mætum við betur nemendum sem eru að fóta sig í nýju skólaumhverfi og þurfa aukna aðstoð og tungumálakennslu. Í óbreyttu kerfi tapa allir – ekki aðeins börn og ungmenni af erlendum uppruna heldur líka aðrir nemendur, kennarar og starfsfólk sem reynir að mæta þörfum hvers og eins nemanda án nægilegs stuðnings. Árangur skiptir samfélagið öllu máli,“ segir ráðherrann. Kerfið þurfi að virka fyrir alla og sérstaklega þann hóp barna sem eigi undir högg að sækja.
Grunnskólar Skóla- og menntamál Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Innlent Fleiri fréttir Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Sjá meira