„Þegar hann nálgast ákveðnar grensur þá er mér ekkert sama“ Sindri Sverrisson skrifar 21. október 2024 13:27 Garpur I. Elísabetarson ræddi við Brynju Völu Bjarnadóttur í Elliðaárdalnum í dag. Vísir „Ég tók alla vega frí í vinnunni alla vikuna. Við hinkrum hérna þangað til að hann er kominn með nóg,“ segir Brynja Vala Bjarnadóttir, kona og aðstoðarkona Andra Guðmundssonar, eins af ofurhlaupurunum sem enn eru á ferðinni í Elliðaárdal, á HM í bakgarðshlaupum. Garpur I. Elísabetarson ræddi við Brynju Völu eftir að Andri var lagður af stað í sinn 49. hring, og hafði því klárað 322 kílómetra, nú í hádeginu. Hún hefur staðið þétt við bakið á sínum manni og veit í raun ekkert um hve lengi hann mun geta haldið áfram, en keppnin hófst í hádeginu á laugardag. „Ég segi bara fínt. Geðheilsan er ágæt. Það er svona verst við þetta að maður veit einhvern veginn ekkert við hverju maður býst þegar hann kemur til baka úr hverjum hring. Það getur svo margt gerst og þarf lítið til að allt „spírali“,“ segir Brynja Vala en viðtal við hana má sjá hér að neðan. Brynja segir að það hafi sína kosti og galla að vera maka sínum til aðstoðar í svona keppni – keppni sem sé í raun mjög óheilbrigð. „Þetta hefur alveg sína kosti og galla. Ég þekki hann mjög vel og get lesið hann betur en margir aðrir. Sérstaklega ef hann er orðinn þreyttur og nennir ekki að tjá sig. En auðvitað, þegar hann nálgast ákveðnar grensur, þá er mér ekkert alveg sama þegar hann leggur svo af stað. Orðið illt og orðinn slappur,“ segir Brynja. Hún tekur undir að það sé krefjandi að finna jafnvægi á milli þess að hvetja Andra áfram þegar hlaupið sé farið að taka verulegan toll af honum, á sama tíma og hún vilji maka sínum auðvitað allt hið besta: „Við erum í upphafi búin að setja ákveðnar línur um hvenær við segjum stopp. Þetta er asnalegt sport í grunninn, því þetta er mjög óheilbrigt. En hann er búinn að plana nákvæmlega hvað hann þarf að borða, drekka og fá af söltum. Við erum bara með þetta í Excel. Maður veit því hvernig jafnvægið er hjá honum og getur séð hvað er í gangi. En ef það eru einhverjar vísbendingar um að eitthvað sé að breytast varðandi hjarta eða lungu þá er bara hreint stopp. Það er allt í lagi að hann sé með einhverja blöðru eða slíkt. Hann getur hamast á því. En annars segjum við stopp,“ segir Brynja en viðtalið við hana má sjá í heild hér að ofan. Bakgarðshlaup Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fleiri fréttir Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Garpur I. Elísabetarson ræddi við Brynju Völu eftir að Andri var lagður af stað í sinn 49. hring, og hafði því klárað 322 kílómetra, nú í hádeginu. Hún hefur staðið þétt við bakið á sínum manni og veit í raun ekkert um hve lengi hann mun geta haldið áfram, en keppnin hófst í hádeginu á laugardag. „Ég segi bara fínt. Geðheilsan er ágæt. Það er svona verst við þetta að maður veit einhvern veginn ekkert við hverju maður býst þegar hann kemur til baka úr hverjum hring. Það getur svo margt gerst og þarf lítið til að allt „spírali“,“ segir Brynja Vala en viðtal við hana má sjá hér að neðan. Brynja segir að það hafi sína kosti og galla að vera maka sínum til aðstoðar í svona keppni – keppni sem sé í raun mjög óheilbrigð. „Þetta hefur alveg sína kosti og galla. Ég þekki hann mjög vel og get lesið hann betur en margir aðrir. Sérstaklega ef hann er orðinn þreyttur og nennir ekki að tjá sig. En auðvitað, þegar hann nálgast ákveðnar grensur, þá er mér ekkert alveg sama þegar hann leggur svo af stað. Orðið illt og orðinn slappur,“ segir Brynja. Hún tekur undir að það sé krefjandi að finna jafnvægi á milli þess að hvetja Andra áfram þegar hlaupið sé farið að taka verulegan toll af honum, á sama tíma og hún vilji maka sínum auðvitað allt hið besta: „Við erum í upphafi búin að setja ákveðnar línur um hvenær við segjum stopp. Þetta er asnalegt sport í grunninn, því þetta er mjög óheilbrigt. En hann er búinn að plana nákvæmlega hvað hann þarf að borða, drekka og fá af söltum. Við erum bara með þetta í Excel. Maður veit því hvernig jafnvægið er hjá honum og getur séð hvað er í gangi. En ef það eru einhverjar vísbendingar um að eitthvað sé að breytast varðandi hjarta eða lungu þá er bara hreint stopp. Það er allt í lagi að hann sé með einhverja blöðru eða slíkt. Hann getur hamast á því. En annars segjum við stopp,“ segir Brynja en viðtalið við hana má sjá í heild hér að ofan.
Bakgarðshlaup Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fleiri fréttir Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira