Lét sauma bangsa úr fötum látins sonar síns Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 20. október 2024 08:02 Hún segir hugmyndina um bangsann hafa blundað í sér í dágóðan tíma. Samsett Tinna Björnsdóttir upplifði martröð allra foreldra í mars á seinasta ári þegar einkasonur hennar, Gabríel Dagur Hauksson lést af völdum ofskömmtunar, einungis tvítugur að aldri. Tinna hefur síðan þá lagt upp með að halda minningu sonar síns á lofti og vera opinská með allt það sem hún hefur gengið í gegnum í sorgarferlinu. Fyrr á árinu fékk Tinna hugmynd; að nýta föt Gabríels til að búa til einstakan minjagrip. Nánar tiltekið bangsa. Afraksturinn leit dagsins í ljósi í myndskeiði sem Tinna birti á Tiktok nú á dögunum. Ljúfur drengur með stórt hjarta Í apríl á seinasta ári var Tinna í viðtali sem birtist í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þar ræddi hún um andlát sonar síns og úrræðaleysi heilbrigðis- og velferðarkerfisins. Í viðtalinu lýsti hún syni sínum sem ljúfum dreng með stórt hjarta sem vildi öllum vel. „Hann var lengst af rosalega glaðlyndur krakki, alltaf brosandi, mikill knúsari, hjálpsamur og skemmtilegur strákur. Hann hafði ótrúlegt hugmyndaflug, var listrænn, elskaði tónlist og að skapa,“ sagði Tinna meðal annar en þá kom einnig fram að Gabríel hefði verið greindur með einhverfu á sínum tíma og átt erfitt uppdráttar félagslega. Það leiddi til þess að á unglingsárunum fór að halla undan fæti og Gabríel leiddist út í neyslu, með þessum hörmulegu afleiðingum. Viðtalið var tekið einungis nokkrum vikum eftir andlát Gabríels. Tinna sagði síðustu vikur hafa verið hræðilegar. „Þetta er ný veröld sem ég þarf að lifa í. Þetta er eitthvað sem maður er alltaf hræddur við og hefur hrætt mig bara frá því að ég fékk hann í fangið. Þetta er eitthvað sem allir foreldar hræðast. Maður á ekki að lifa börnin sín. Þetta er mjög erfiður raunveruleiki.“ Lá beinast við að gera hundabangsa Undanfarið eitt og hálft ár hefur Tinna gengið í gegnum langt og erfitt sorgarferli. Hún hefur haldið eftir öllum eigum Gabríels eftir að hann dó. „Stjúpbróðir hans hefur fengið einhverja boli og föt frá honum en annars er ég búin að geyma allt. Ég hef ekki hent neinu af eigunum hans, hvorki fötum né öðru. Allt sem hann átti er ennþá heima og ég hef engan áhuga á að gefa það frá mér, þó svo að ég eigi ennþá eftir að ákveða hvað verður ofan í kassa og hvað ekki. Gabríel átti til dæmis stórt safn af Funko Pop fígúrum, svona fígúrum úr bíómyndum og þáttum. Eftir að hann dó þá hef ég haldið áfram að gefa honum jóla og afmælisgjafir og hef þá bætt við nýjum fígúrum í safnið hans,“ segir Tinna í samtali við Vísi. Hún segir hugmyndina um bangsann hafa blundað í sér í dágóðan tíma. „Þetta byrjaði þannig að ég sá myndbönd á Tiktok og Instagram þar sem að fólk var að sýna svona bangsa sem það hafði búið til úr fötum látinna ástvina. Þetta var fólk í Bandaríkjunum og Bretlandi. En ég hafði aldrei séð neinn gera svona hérna á Íslandi. Þarna kviknaði hjá mér einhver löngun. En þetta var auðvitað vandmeðfarið og viðkvæmt fyrir mig og ég treysti ekki hverjum sem er til að búa til svona grip fyrir mig. Ég setti inn færslu á facebook og spurði hvort það væri einhver klár saumakona þarna úti sem gæti hugsanlega tekið þetta að sér og búið til svona bangsa úr fötunum af stráknum mínum. Gabríel var alltaf mikill bangsakall og átti alltaf bangsa þegar hann var lítill. Hann elskaði líka hunda. Hann og hundurinn okkar ,hann Jack, voru miklir mátar. Þess vegna kom ekki annað til greina en að gera hundabangsa.“ Það endaði með því að Rakel, vinkona Tinnu bauð sig fram til verksins. „Ég kynntist Rakel ekki fyrr en eftir að Gabríel lést. Hún kynntist honum þess vegna aldrei, nema auðvitað bara í gegnum mínar frásagnir af honum. Rakel er mikil prjónakona og flink í höndunum, en þetta var í fyrsta sinn sem hún saumaði eitthvað í líkingu við þetta. Ég treysti henni fullkomlega fyrir þessu; ég vissi að hún væri þannig gerð að hún ætti eftir að geta þetta eins fallega og hún mögulega gæti. Ég gaf henni þess vegna svolítið frjálsar hendur með þetta. Ég vissi að hún myndi gera þetta af eintómri ást og umhyggju.“ Askan geymd við hjartastað Tinna segist hafa átt dálítið erfitt með að velja fötin sem yrðu notuð við saumaskapinn. „Ég var með ákveðnar hugmyndir en það tók samt smá tíma að ákveða hvaða föt myndu verða fyrir valinu. Þetta var dálítið erfitt og ég fékk alveg nokkrum sinnum bakþanka. Að lokum lét ég Rakel fá tvennar peysur og tvennar buxur, þar á meðal fjólubláa peysu sem Gabríel átti og ég held afskaplega mikið upp á. Ég tek oft utan um þessa peysu og knúsa hana. Aðrar buxurnar voru rauðar á litinn. Rakel klippti bút úr þeim og saumaði úr því hjarta. Hún tók síðan hluta af öskuna hans Gabríels og kom henni fyrir inni í bangsanum, í hjartastað, og rauða hjartað var saumað yfir. Meðfylgjandi myndskeið var síðan tekið þegar Tinna fékk bangsann í hendurnar í fyrsta skipti og eins og sjá má var þetta einstaklega hjartnæm og gleðileg stund. @tinnakria Elskuleg vinkona mín fékk hjá mér föt af syni mínum og saumaði bangsa úr þeim. Gabríel minn var mikill bangsakall þegar hann var lítill og mikill hundakall þannig að hundabangsi varð úr fötunum. Hluti af öskunni hans var síðan sett í hjartastað á bangsa þannig að þegar ég knúsa bangsa er ég að knúsa drenginn minn ❤️🩹 Ég er svo þakklát þessari vinkonu minni að taka þetta mikilvæga verkefni að sér fyrir mig og hvert spor sem er saumað er saumað með ást og umhyggju ❤️❤️ #gabríeldagur #móðurást #söknuður #sorg #þakklæti #grief #bereavedmother #childloss ♬ These Are the Moments - Tim Myers „Rakel sagði sjálf að þetta væri eitt mest gefandi verkefni sem hún hefði tekið af sér. Henni fannst ótrúlega dýrmætt að fá að gera þetta fyrir mig. Henni fannst eins og ég og hann værum hjá henni á meðan hún var að sauma bangsann.“ Síðan þá hefur bangsinn góði fylgt Tinnu víða. „Þegar ég knúsa hann þá er ég að knúsa strákinn minn. Hann fer með mér hvert sem er ef ég vil taka hann með mér. Ef hann kemur með mér í bílinn þá fær hann meira að segja sitt eigið sæti! Akkúrat núna er hann heima hjá kærastanum mínum, af því að ég er alltaf með annan fótinn þar.“ Það er vel passað upp á bangsann góða.Aðsend Sorgin getur verið tabú Fljótlega eftir að Gabríel lést tók Tinna þá ákvörðun að tala opinskátt um andlát hans, og vera opin með það sem hún var að ganga í gegnum í sorgarferlinu. Það hefur hún meðal annars gert með því að birta færslur á samfélagsmiðlum, bæði á Tiktok og Facebook, þar sem hún deilir hugsunum sínum og upplifunum. „Ein ástæða þess að ég „documenta“ mikið af því sem ég geri í sorgarferlinu er til að aðrir í minni stöðu fái hugmyndir til að gera þetta kannski ögn bærilegra. Það er svo mikilvægt að fólk viti að það er allt eðlilegt í sorgarferlinu. Þegar þú gengur í gegnum þetta ferli þá verða allar tilfinningar svo miklu stærri; reiðin, depurðin, sorgin þessar tilfinningar margfaldast, og sömuleiðis gleðin og ástin til einstaklingsins sem er látinn,“ segir hún. Gabríel var einkasonur Tinnu og hún tekst á við sorgina og söknuðinn á hverjum einasta degi.Aðsend „Þetta er ótrúlega furðulegt ferðalag sem maður fer í þegar maður er í þessu sorgarferli. Þetta er skrítið og flókið ferli sem er erfitt að útskýra. En ég fann það fljótt að ég hafði rosalega mikla þörf fyrir að tala um hlutina og tjá mig opinskátt um það sem ég var að upplifa. Tala um strákinn minn og tala um sorgina. Ég hef verið mjög heppinn að því leyti að ég hef fengið frelsi frá mínu nánasta umhverfi til að takast á við þetta allt saman á mínum forsendum. Það hefur ekki verið nein pressa á mig að gera hlutina svona eða hinsegin. Ég hef alveg fengið að gera hlutina eftir mínu höfði. Ég hef sótt endurhæfingu hjá Hugarafli og fengið þar mjög mikið frelsi og gott bakland og hvatningu til að tala um hlutina. Ég finn að það hjálpar þegar ég opna á þessa umræðu vegna þess að það er alltaf einhver sem hefur misst einhvern,“ segir Tinna en bætir síðan við að hún skilji það vel að sumum finnist óþægilegt að tala um þessa hluti, að tala um einhvern sem er dáinn. Sérstaklega ef um ungan einstakling er að ræða. „Sorgin hefur verið svo mikið tabú oft í gegnum tíðina. En ég vil ekki þagga neitt niður eða vera í feluleik með að þetta hafi gerst. Sonur minn á betra skilið en það. Áfallið fer nefnilega ekkert þó að þú lokir á það. Það finnur sér alltaf einhverja leið. Ef maður ætlar ekki að láta þetta ganga frá sér alveg þá verður maður að finna leið til að lifa með þessu; reyna að gera eins gott úr hlutunum og hægt er. Lífið verður aldrei eins og það verður kanski aldrei eins gott og það var en það getur orðið bærilegra.Ég þakka fyrir það að hafa verið búin í endurhæfingu í Hugarafli og vinna í mínum málum. Það er ástæðan fyrir því að ég get gert það sem ég er að gera í dag. En þetta er eitthvað sem ég þarf að vinna í á hverjum degi. Ég verð að gera þetta til að halda mér gangandi,“ segir hún jafnframt. Dagarnir eru að sögn Tinnu misgóðir. „Á hverjum degi þarf ég að minna mig á að þetta er lífið mitt núna; þetta er minn nýi veruleiki, sem ég þarf að læra að fóta mig áfram í. Það er svona fyrst núna, einu og hálfu ári eftir að ég missti son minn, að ég er byrjuð að sjá að lífið heldur áfram. Heimurinn stoppaði ekki, þó að það hafi verið mín upplifun á sínum tíma þegar þetta gerðist. Mín ósk er að geta verið stuðningur fyrir aðra í mínum sporum.“ TikTok Ástin og lífið Fíkn Heilbrigðismál Helgarviðtal Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Sjá meira
Fyrr á árinu fékk Tinna hugmynd; að nýta föt Gabríels til að búa til einstakan minjagrip. Nánar tiltekið bangsa. Afraksturinn leit dagsins í ljósi í myndskeiði sem Tinna birti á Tiktok nú á dögunum. Ljúfur drengur með stórt hjarta Í apríl á seinasta ári var Tinna í viðtali sem birtist í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þar ræddi hún um andlát sonar síns og úrræðaleysi heilbrigðis- og velferðarkerfisins. Í viðtalinu lýsti hún syni sínum sem ljúfum dreng með stórt hjarta sem vildi öllum vel. „Hann var lengst af rosalega glaðlyndur krakki, alltaf brosandi, mikill knúsari, hjálpsamur og skemmtilegur strákur. Hann hafði ótrúlegt hugmyndaflug, var listrænn, elskaði tónlist og að skapa,“ sagði Tinna meðal annar en þá kom einnig fram að Gabríel hefði verið greindur með einhverfu á sínum tíma og átt erfitt uppdráttar félagslega. Það leiddi til þess að á unglingsárunum fór að halla undan fæti og Gabríel leiddist út í neyslu, með þessum hörmulegu afleiðingum. Viðtalið var tekið einungis nokkrum vikum eftir andlát Gabríels. Tinna sagði síðustu vikur hafa verið hræðilegar. „Þetta er ný veröld sem ég þarf að lifa í. Þetta er eitthvað sem maður er alltaf hræddur við og hefur hrætt mig bara frá því að ég fékk hann í fangið. Þetta er eitthvað sem allir foreldar hræðast. Maður á ekki að lifa börnin sín. Þetta er mjög erfiður raunveruleiki.“ Lá beinast við að gera hundabangsa Undanfarið eitt og hálft ár hefur Tinna gengið í gegnum langt og erfitt sorgarferli. Hún hefur haldið eftir öllum eigum Gabríels eftir að hann dó. „Stjúpbróðir hans hefur fengið einhverja boli og föt frá honum en annars er ég búin að geyma allt. Ég hef ekki hent neinu af eigunum hans, hvorki fötum né öðru. Allt sem hann átti er ennþá heima og ég hef engan áhuga á að gefa það frá mér, þó svo að ég eigi ennþá eftir að ákveða hvað verður ofan í kassa og hvað ekki. Gabríel átti til dæmis stórt safn af Funko Pop fígúrum, svona fígúrum úr bíómyndum og þáttum. Eftir að hann dó þá hef ég haldið áfram að gefa honum jóla og afmælisgjafir og hef þá bætt við nýjum fígúrum í safnið hans,“ segir Tinna í samtali við Vísi. Hún segir hugmyndina um bangsann hafa blundað í sér í dágóðan tíma. „Þetta byrjaði þannig að ég sá myndbönd á Tiktok og Instagram þar sem að fólk var að sýna svona bangsa sem það hafði búið til úr fötum látinna ástvina. Þetta var fólk í Bandaríkjunum og Bretlandi. En ég hafði aldrei séð neinn gera svona hérna á Íslandi. Þarna kviknaði hjá mér einhver löngun. En þetta var auðvitað vandmeðfarið og viðkvæmt fyrir mig og ég treysti ekki hverjum sem er til að búa til svona grip fyrir mig. Ég setti inn færslu á facebook og spurði hvort það væri einhver klár saumakona þarna úti sem gæti hugsanlega tekið þetta að sér og búið til svona bangsa úr fötunum af stráknum mínum. Gabríel var alltaf mikill bangsakall og átti alltaf bangsa þegar hann var lítill. Hann elskaði líka hunda. Hann og hundurinn okkar ,hann Jack, voru miklir mátar. Þess vegna kom ekki annað til greina en að gera hundabangsa.“ Það endaði með því að Rakel, vinkona Tinnu bauð sig fram til verksins. „Ég kynntist Rakel ekki fyrr en eftir að Gabríel lést. Hún kynntist honum þess vegna aldrei, nema auðvitað bara í gegnum mínar frásagnir af honum. Rakel er mikil prjónakona og flink í höndunum, en þetta var í fyrsta sinn sem hún saumaði eitthvað í líkingu við þetta. Ég treysti henni fullkomlega fyrir þessu; ég vissi að hún væri þannig gerð að hún ætti eftir að geta þetta eins fallega og hún mögulega gæti. Ég gaf henni þess vegna svolítið frjálsar hendur með þetta. Ég vissi að hún myndi gera þetta af eintómri ást og umhyggju.“ Askan geymd við hjartastað Tinna segist hafa átt dálítið erfitt með að velja fötin sem yrðu notuð við saumaskapinn. „Ég var með ákveðnar hugmyndir en það tók samt smá tíma að ákveða hvaða föt myndu verða fyrir valinu. Þetta var dálítið erfitt og ég fékk alveg nokkrum sinnum bakþanka. Að lokum lét ég Rakel fá tvennar peysur og tvennar buxur, þar á meðal fjólubláa peysu sem Gabríel átti og ég held afskaplega mikið upp á. Ég tek oft utan um þessa peysu og knúsa hana. Aðrar buxurnar voru rauðar á litinn. Rakel klippti bút úr þeim og saumaði úr því hjarta. Hún tók síðan hluta af öskuna hans Gabríels og kom henni fyrir inni í bangsanum, í hjartastað, og rauða hjartað var saumað yfir. Meðfylgjandi myndskeið var síðan tekið þegar Tinna fékk bangsann í hendurnar í fyrsta skipti og eins og sjá má var þetta einstaklega hjartnæm og gleðileg stund. @tinnakria Elskuleg vinkona mín fékk hjá mér föt af syni mínum og saumaði bangsa úr þeim. Gabríel minn var mikill bangsakall þegar hann var lítill og mikill hundakall þannig að hundabangsi varð úr fötunum. Hluti af öskunni hans var síðan sett í hjartastað á bangsa þannig að þegar ég knúsa bangsa er ég að knúsa drenginn minn ❤️🩹 Ég er svo þakklát þessari vinkonu minni að taka þetta mikilvæga verkefni að sér fyrir mig og hvert spor sem er saumað er saumað með ást og umhyggju ❤️❤️ #gabríeldagur #móðurást #söknuður #sorg #þakklæti #grief #bereavedmother #childloss ♬ These Are the Moments - Tim Myers „Rakel sagði sjálf að þetta væri eitt mest gefandi verkefni sem hún hefði tekið af sér. Henni fannst ótrúlega dýrmætt að fá að gera þetta fyrir mig. Henni fannst eins og ég og hann værum hjá henni á meðan hún var að sauma bangsann.“ Síðan þá hefur bangsinn góði fylgt Tinnu víða. „Þegar ég knúsa hann þá er ég að knúsa strákinn minn. Hann fer með mér hvert sem er ef ég vil taka hann með mér. Ef hann kemur með mér í bílinn þá fær hann meira að segja sitt eigið sæti! Akkúrat núna er hann heima hjá kærastanum mínum, af því að ég er alltaf með annan fótinn þar.“ Það er vel passað upp á bangsann góða.Aðsend Sorgin getur verið tabú Fljótlega eftir að Gabríel lést tók Tinna þá ákvörðun að tala opinskátt um andlát hans, og vera opin með það sem hún var að ganga í gegnum í sorgarferlinu. Það hefur hún meðal annars gert með því að birta færslur á samfélagsmiðlum, bæði á Tiktok og Facebook, þar sem hún deilir hugsunum sínum og upplifunum. „Ein ástæða þess að ég „documenta“ mikið af því sem ég geri í sorgarferlinu er til að aðrir í minni stöðu fái hugmyndir til að gera þetta kannski ögn bærilegra. Það er svo mikilvægt að fólk viti að það er allt eðlilegt í sorgarferlinu. Þegar þú gengur í gegnum þetta ferli þá verða allar tilfinningar svo miklu stærri; reiðin, depurðin, sorgin þessar tilfinningar margfaldast, og sömuleiðis gleðin og ástin til einstaklingsins sem er látinn,“ segir hún. Gabríel var einkasonur Tinnu og hún tekst á við sorgina og söknuðinn á hverjum einasta degi.Aðsend „Þetta er ótrúlega furðulegt ferðalag sem maður fer í þegar maður er í þessu sorgarferli. Þetta er skrítið og flókið ferli sem er erfitt að útskýra. En ég fann það fljótt að ég hafði rosalega mikla þörf fyrir að tala um hlutina og tjá mig opinskátt um það sem ég var að upplifa. Tala um strákinn minn og tala um sorgina. Ég hef verið mjög heppinn að því leyti að ég hef fengið frelsi frá mínu nánasta umhverfi til að takast á við þetta allt saman á mínum forsendum. Það hefur ekki verið nein pressa á mig að gera hlutina svona eða hinsegin. Ég hef alveg fengið að gera hlutina eftir mínu höfði. Ég hef sótt endurhæfingu hjá Hugarafli og fengið þar mjög mikið frelsi og gott bakland og hvatningu til að tala um hlutina. Ég finn að það hjálpar þegar ég opna á þessa umræðu vegna þess að það er alltaf einhver sem hefur misst einhvern,“ segir Tinna en bætir síðan við að hún skilji það vel að sumum finnist óþægilegt að tala um þessa hluti, að tala um einhvern sem er dáinn. Sérstaklega ef um ungan einstakling er að ræða. „Sorgin hefur verið svo mikið tabú oft í gegnum tíðina. En ég vil ekki þagga neitt niður eða vera í feluleik með að þetta hafi gerst. Sonur minn á betra skilið en það. Áfallið fer nefnilega ekkert þó að þú lokir á það. Það finnur sér alltaf einhverja leið. Ef maður ætlar ekki að láta þetta ganga frá sér alveg þá verður maður að finna leið til að lifa með þessu; reyna að gera eins gott úr hlutunum og hægt er. Lífið verður aldrei eins og það verður kanski aldrei eins gott og það var en það getur orðið bærilegra.Ég þakka fyrir það að hafa verið búin í endurhæfingu í Hugarafli og vinna í mínum málum. Það er ástæðan fyrir því að ég get gert það sem ég er að gera í dag. En þetta er eitthvað sem ég þarf að vinna í á hverjum degi. Ég verð að gera þetta til að halda mér gangandi,“ segir hún jafnframt. Dagarnir eru að sögn Tinnu misgóðir. „Á hverjum degi þarf ég að minna mig á að þetta er lífið mitt núna; þetta er minn nýi veruleiki, sem ég þarf að læra að fóta mig áfram í. Það er svona fyrst núna, einu og hálfu ári eftir að ég missti son minn, að ég er byrjuð að sjá að lífið heldur áfram. Heimurinn stoppaði ekki, þó að það hafi verið mín upplifun á sínum tíma þegar þetta gerðist. Mín ósk er að geta verið stuðningur fyrir aðra í mínum sporum.“
TikTok Ástin og lífið Fíkn Heilbrigðismál Helgarviðtal Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Sjá meira