DIMMA var flott en einhæf Jónas Sen skrifar 15. október 2024 07:03 Dimma á sviði í Hörpu. Jónas Sen Þungarokkhljómsveitin DIMMA fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir. Hún blés til tónleika, ásamt Söngsveitinni Fílharmóníu og SinfoniuNord, í Eldborginni í Hörpu á föstudagskvöldið. Tónleikarnir höfðu áður verið haldnir í Hofi á Akureyri í sumar. Söngvari DIMMU, Stefán Jakobsson, stóð sig afskaplega vel. Hann skartaði flottri, hljómmikilli rödd. Hún var raun furðu ljóðræn miðað við að um tónlist djöfulsins var að ræða. Sömu sögu er að segja um gestasöngvarana sem komu fram í fáeinum lögum, Ernu Hrönn Ólafsdóttur og Hjalta Ómar Ágústson. Þau voru með allt á hreinu. Sigvaldi Kaldalóns í leðurbuxum Ég segi að söngurinn hafi verið ljóðrænn. Hvað á ég við? Jú, lög DIMMU eru langflest þannig að laglínan er alþýðleg og grípandi. Í rauninni væri auðvelt að útsetja þau í stíl Sigvalda Kaldalóns. Þannig myndu þau á svipstundu rata í flokk síðustu laga fyrir fréttir. Í þessu ljósi voru hrikalegar barsmíðarnar, sem og gítar- og bassariffin fremur yfirborðsleg. Og er á leið dálítið þreytandi; þau bættu engu nýju við. Á endanum var þetta bara klisja, manni leið eins og verið væri að spila sama lagið aftur og aftur. Ekki er þó hægt að neita að í sjálfu sér voru þetta vandaðir tónleikar. DIMMA var þétt og samtaka, kröftug og örugg í öllum lögum. Fjórmenningarnir höfðu líka sviðssjarma, mikla nærveru sem greinilega féll í kramið hjá æstum tónleikagestum. Betur má ef duga skal En það var ekki nóg. Þarna var jú líka sinfóníuhljómsveit, sem Þórður Magnússon stjórnaði af fagmennsku. Það var hins vegar eins og hann væri ekkert þarna, nema kannski undir lokin. Útsetningarnar voru nefnilega fremur einhæfar. Það var ekki fyrr en undir lok tónleikanna að sinfóníuhljómsveitin fékk aðeins að njóta sín og skapa spennandi mótvægi við þungarokkið, svo úr varð tilkomumikill litakokteill. Kórinn fékk lítið að njóta sín Sömu sögu er að segja um Söngsveitina Fílharmóníu. Henni var þó hampað með óvæntu upphafsatriðinu, sem var O Fortuna úr Carmina Burana eftir Carl Orff. Ég veit ekki afhverju rokkarar þurfa að skeyta sig með íkonískum tilvitnunum í klassíska tónlist. Einu sinni sá ég Marilyn Manson í Belgíu sem hóf tónleikana sína á hæga kaflanum úr Es-dúr píanótríói Schuberts. John Grant hefur líka slengt fram cís-moll prelúdíunni eftir Rakhmanínoff. Kaflinn úr Carmina Burana gerði þó lítið fyrir tónleikana. Hann var fremur þunglamalegur meðförum kórsins og kom ekki vel út. Og síðan leið dagskráin og bar ekkert til tíðinda af kórnum! En aftur var það loksins í endann að hann komst á flug í skemmtilegum útsetningum. Segja má því að síðustu 20 mínúturnar hafi verið þær bestu á tónleikunum. Eins og áður sagði var flutningurinn góður þetta kvöld - og söngurinn frábær, en það dugði ekki til. Heilt yfir hefðu útsetningarnar mátt vera hugvitsamlegri. Lagasmíðarnar hefðu síðan mátt vera fjölbreyttari – svo maður tali nú ekki um frumlegri. Það hefði gert dagskrána áhugaverðari. Niðurstaða: Flottur flutningur en mjög einhæf dagskrá. Gagnrýni Jónasar Sen Menning Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Söngvari DIMMU, Stefán Jakobsson, stóð sig afskaplega vel. Hann skartaði flottri, hljómmikilli rödd. Hún var raun furðu ljóðræn miðað við að um tónlist djöfulsins var að ræða. Sömu sögu er að segja um gestasöngvarana sem komu fram í fáeinum lögum, Ernu Hrönn Ólafsdóttur og Hjalta Ómar Ágústson. Þau voru með allt á hreinu. Sigvaldi Kaldalóns í leðurbuxum Ég segi að söngurinn hafi verið ljóðrænn. Hvað á ég við? Jú, lög DIMMU eru langflest þannig að laglínan er alþýðleg og grípandi. Í rauninni væri auðvelt að útsetja þau í stíl Sigvalda Kaldalóns. Þannig myndu þau á svipstundu rata í flokk síðustu laga fyrir fréttir. Í þessu ljósi voru hrikalegar barsmíðarnar, sem og gítar- og bassariffin fremur yfirborðsleg. Og er á leið dálítið þreytandi; þau bættu engu nýju við. Á endanum var þetta bara klisja, manni leið eins og verið væri að spila sama lagið aftur og aftur. Ekki er þó hægt að neita að í sjálfu sér voru þetta vandaðir tónleikar. DIMMA var þétt og samtaka, kröftug og örugg í öllum lögum. Fjórmenningarnir höfðu líka sviðssjarma, mikla nærveru sem greinilega féll í kramið hjá æstum tónleikagestum. Betur má ef duga skal En það var ekki nóg. Þarna var jú líka sinfóníuhljómsveit, sem Þórður Magnússon stjórnaði af fagmennsku. Það var hins vegar eins og hann væri ekkert þarna, nema kannski undir lokin. Útsetningarnar voru nefnilega fremur einhæfar. Það var ekki fyrr en undir lok tónleikanna að sinfóníuhljómsveitin fékk aðeins að njóta sín og skapa spennandi mótvægi við þungarokkið, svo úr varð tilkomumikill litakokteill. Kórinn fékk lítið að njóta sín Sömu sögu er að segja um Söngsveitina Fílharmóníu. Henni var þó hampað með óvæntu upphafsatriðinu, sem var O Fortuna úr Carmina Burana eftir Carl Orff. Ég veit ekki afhverju rokkarar þurfa að skeyta sig með íkonískum tilvitnunum í klassíska tónlist. Einu sinni sá ég Marilyn Manson í Belgíu sem hóf tónleikana sína á hæga kaflanum úr Es-dúr píanótríói Schuberts. John Grant hefur líka slengt fram cís-moll prelúdíunni eftir Rakhmanínoff. Kaflinn úr Carmina Burana gerði þó lítið fyrir tónleikana. Hann var fremur þunglamalegur meðförum kórsins og kom ekki vel út. Og síðan leið dagskráin og bar ekkert til tíðinda af kórnum! En aftur var það loksins í endann að hann komst á flug í skemmtilegum útsetningum. Segja má því að síðustu 20 mínúturnar hafi verið þær bestu á tónleikunum. Eins og áður sagði var flutningurinn góður þetta kvöld - og söngurinn frábær, en það dugði ekki til. Heilt yfir hefðu útsetningarnar mátt vera hugvitsamlegri. Lagasmíðarnar hefðu síðan mátt vera fjölbreyttari – svo maður tali nú ekki um frumlegri. Það hefði gert dagskrána áhugaverðari. Niðurstaða: Flottur flutningur en mjög einhæf dagskrá.
Gagnrýni Jónasar Sen Menning Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira