Hareide kallar Sævar Atla inn Sindri Sverrisson skrifar 12. október 2024 15:28 Åge Hareide hefur misst tvo öfluga leikmenn út eftir leikinn við Wales í gær. vísir/Anton Åge Hareide landsliðsþjálfari karla í fótbolta hefur bætt sóknarmanninum Sævari Atla Magnússyni í hópinn sem mætir Tyrklandi á mánudagskvöld. Sævar Atli, sem leikur með Lyngby í Danmörku, gæti því spilað sinn sjötta A-landsleik á mánudaginn. Sævar Atli Magnússon (5 leikir) hefur verið kallaður inn í leikmannahóp A landsliðs karla fyrir Þjóðadeildarleikinn við Tyrkland á mánudag. #viðerumÍsland pic.twitter.com/yCp5y68har— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 12, 2024 Hareide valdi 24 leikmenn fyrir leikina við Wales og Tyrkland, og sat Júlíus Magnússon hjá í 2-2 jafnteflinu í gærkvöld þar sem aðeins 23 leikmenn mega vera á skýrslu í hverjum leik. Þeir Stefán Teitur Þórðarson og Jón Dagur Þorsteinsson fengu hins vegar báðir gult spjald í leiknum í gær og eru þar með komnir í leikbann vegna uppsafnaðra spjalda. Bannið taka þeir út á mánudaginn. Hareide sagði á blaðamannafundi í gær að ekki yrði kallað í Albert Guðmundsson, sem sýknaður var af nauðgunarákæru á fimmtudaginn, jafnvel þó að það væri heimilt samkvæmt reglum stjórnar KSÍ. „Ég hef ekki haft mikinn tíma til að tala við Albert. Ég sendi honum skilaboð. Ég veit að Jörundur Áki [Sveinsson], yfirmaður fótboltamála hjá KSÍ, talaði við hann," sagði Hareide á blaðamannafundinum í gærkvöld. „Ég held að Albert þurfi tíma núna. Andlega eru dómsmál erfið. Ég er ekki viss um að við getum fengið það besta frá honum núna. Vonandi fáum við hann til baka í nóvember en við þurfum að spila gegn Tyrklandi án hans," sagði Hareide. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Sjá meira
Sævar Atli, sem leikur með Lyngby í Danmörku, gæti því spilað sinn sjötta A-landsleik á mánudaginn. Sævar Atli Magnússon (5 leikir) hefur verið kallaður inn í leikmannahóp A landsliðs karla fyrir Þjóðadeildarleikinn við Tyrkland á mánudag. #viðerumÍsland pic.twitter.com/yCp5y68har— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 12, 2024 Hareide valdi 24 leikmenn fyrir leikina við Wales og Tyrkland, og sat Júlíus Magnússon hjá í 2-2 jafnteflinu í gærkvöld þar sem aðeins 23 leikmenn mega vera á skýrslu í hverjum leik. Þeir Stefán Teitur Þórðarson og Jón Dagur Þorsteinsson fengu hins vegar báðir gult spjald í leiknum í gær og eru þar með komnir í leikbann vegna uppsafnaðra spjalda. Bannið taka þeir út á mánudaginn. Hareide sagði á blaðamannafundi í gær að ekki yrði kallað í Albert Guðmundsson, sem sýknaður var af nauðgunarákæru á fimmtudaginn, jafnvel þó að það væri heimilt samkvæmt reglum stjórnar KSÍ. „Ég hef ekki haft mikinn tíma til að tala við Albert. Ég sendi honum skilaboð. Ég veit að Jörundur Áki [Sveinsson], yfirmaður fótboltamála hjá KSÍ, talaði við hann," sagði Hareide á blaðamannafundinum í gærkvöld. „Ég held að Albert þurfi tíma núna. Andlega eru dómsmál erfið. Ég er ekki viss um að við getum fengið það besta frá honum núna. Vonandi fáum við hann til baka í nóvember en við þurfum að spila gegn Tyrklandi án hans," sagði Hareide.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Sjá meira