„Leiðangurinn verður kvennaleiðangur að öllu leyti“ Lovísa Arnardóttir skrifar 13. október 2024 07:03 Eftir viku halda tvær íslenskra konur, Soffía Sigurgeirsdóttir og Lukka Pálsdóttir, til Nepal til að ganga upp á austurtind Lobuche í Himalayafjöllum í Nepal. Upp að tindi eru 6.119 metrar. Soffía og Lukka ganga til stuðnings sjerpa fjallgöngukonum í Nepal. Fjalla- og ferðamennska er nær eina atvinnugreinin sem er í boði á svæðinu en er nær undantekningarlaust sinnt af karlmönnum. Leiðangurinn stendur frá 17. október til 9. nóvember. „Ég hef verið heilluð af Nepal, Himalæjafjöllum og þessum hæstu tindum lengi. Í raun allt frá því að ég var að fletta National Geographic sem ung stúlka,“ segir Soffía og heldur áfram: „Markmiðið með göngunni er að valdefla konur í Nepal til þátttöku í háfjallamennsku og styðja við ungar stúlkur sem hafa áhuga á að öðlast fjallgönguréttindi. Það er gjörólíkt að vera kona á Íslandi og Nepal en það er ekki svo langt síðan að íslenskar konur þurftu að takast á við svipaðar aðstæður. Ömmur okkur og mæður þurftu að berjast fyrir sínum réttindum.“ Þær segjast ætla að safna áheitum á Fundrazr síðu til að geta styrkt sjerpa konur í fjallgöngunám sem geti tryggt þeim fjallgönguréttindi. „Leiðangurinn verður kvennaleiðangur að öllu leyti,“ segir Soffía en með þeim í för verða nokkrar sjerpakonur. Það eru þær Pasang Lhamu Sherpa Akita, Purnima og Pasang Doma Sherpa. Burðarkonurnar sem verða með þeim eru einnig sjerpakonur. „Markmiðið er að koma þeirra sögum á framfæri bæði í ljósmyndum og myndböndum þannig að úr verði heimild með viðtölum við þessar afrekskonur og brautryðjendur,“ segir Lukka. Karlaheimur lokaður konur Soffía segir stöðu kvenna í Nepal almennt ekki góða. Því hafi þær viljað nýta tækifærið með göngunni til að vekja athygli á því. Hún starfaði áður sem framkvæmdastýra UN Women og segir að allt frá þeim tíma hafi henni þótt staðan þarna afar sláandi. „Staða kvenna í Nepal er bágborin, réttindi og tækifæri til að öðlast menntun og sjálfstæði eru lítil. Mörg þúsund kvenna eru árlega gefnar og enda í mansali og kynlífsþrælkun. Jafnrétti er ekki einungis réttlætismál heldur efnahagsleg nauðsyn fyrir konur og þeirra sjálfstæði. Fjölskyldur þarna hafa ekki í gegnum tíðina veðjað á stelpur eða fjárfest í þeim,“ segir Soffía. „Eina leið kvenna til að brjótast til fjárhagslegs sjálfstæðis er að taka þátt í ferðaþjónustu og fjallamennsku. Hingað til hefur það verið karlaheimur lokaður konum en nú eru fyrstu konurnar af sjerpaættum að komast inn í greinina og ryðja brautina fyrir aðrar konur. Pasang leiðir gönguna upp á Lobuche en hún er þjóðhetja og algjör rokkstjarna í Nepal. Hún er fyrsta konan sem öðlaðist alþjóðleg fjallgönguréttindi og fjallgöngukennsluréttindi,“ segir Lukka. Pasang er þjóðhetja í Nepal og mikil fyrirmynd fyrir konur. Aðsend Pasang kleif fyrst nepalskra kvenna fjallið Nangpai Gosum II. Árið 2006 var hún ásamt tveimur öðrum konum, Maya Sherpa og Dawa Yangzuum Sherpa, fyrst til að klífa K2. Hún segir Pasang brenna fyrir því að fá fleiri konur til að taka þátt í fjallamennsku í Nepal. Markmið hennar sé að valdefla konur og gefa þeim tækifæri til að taka þátt í þessum atvinnugeira sem er svo mikilvægur í Nepal. „Þetta er í rauninni eina tækifæri fyrir sjerpakonur til að fá fjárhagslegt sjálfstæði, að taka þátt í háfjallamennsku. Annars eru viðhorfin þannig að þær eigi að vera heima að sjá um börn og rækta garðinn.“ Maðurinn heima með barnið Hún segir Pasang af ótrúlegi þreki og hugrekki náð að brjótast út úr þessu. „Hluti af sögu Pasang sem okkur langar líka til að fanga og deila með heiminum er persónuleg saga hennar. Hún giftist sjúkraþjálfara sem annaðist hana eftir meiðsl og er af japönskum ættu. Saman eiga þau einn son. Á meðan Pasang leiðir okkur upp fjöllin í Himalaya mun eiginmaður hennar sjá um heimilið og barnið. Þetta þykir nokkuð sérstakt í Nepal og er mikilvægur hluti sögunnar,“ segir Soffía. Purnima Shrestha Purnima hefur þrisvar farið á topp Everest.Aðsend Hin konan Purnima Shrestha Purnima er fjallgöngukona og ljósmyndari og er fyrsta manneskjan til að ganga upp á Everest þrisvar sinnum á sama göngutímabili. Þá er hún einnig fyrsta konan til að ganga á Dhaulagiri, sjöunda hæsta tind heims. „Við munum leita leiða til að vekja athygli á Pasang, Purnima og sjerpakonunum sem munu taka þátt í leiðangrinum og munu samstarfsaðilar okkar taka þátt í því. Mögulega verður líka áhugavert fyrir Íslendinga að fylgjast með tveimur íslenskum konum takast á við fjöllin í Nepal. Við munum deila með fylgjendum ýmsum skemmtilegum upplifunum ásamt innsýn í það hvernig líkami og andi bregðast við óvenjumiklu álagi í bæði hæð, súrefnisleysi, áskorun í næringu, svefni, ólíkri menningu og ýmsu fleiru sem við erum líklegar til að upplifa í leiðangrinum,“ segir Soffía. „Eitt af því sem þær þurfa er eftirspurnin eftir þeirra þjónustu. Þær eru búnar að sýna og sanna að þær geta þetta en þeim er ekki endilega treyst því það er ekki hefð fyrir því að þær sinni þessari vinnu,“ segir Lukka og að með ferðinni vilji þær líka hvetja aðra til að fá þær með sér í fjallaferðir. Lukka og Soffía kynntust í fjallamennsku og segja þessi háu fjöll úti í heimi alltaf hafa heillað. Þeim hafi þó alltaf langað að styðja við eitthvað verkefni samhliða göngunni sem skipti þær máli. Soffía og Lukka kynntust í fjallamennsku. Aðsend „Við þekkjumst í raun ekki það mikið en Soffía hitti á einhverja taug í mér. Ég hef sett mér það markmið að vera í það góðu líkamlegu ástandi að geta sagt já við vini mína sem fá svona skrítnar hugmyndir. Þannig ég sagði auðvitað bara strax já,“ segir Lukka. Óþarfa áhætta í háfjallamennsku ekki aðdáunarverð Hún segir líka skipta hana máli að þær leggja mikla áherslu á öryggi í þessari ferð. „Mér finnst háfjallamennska þar sem fólk er að taka óþarfa áhættu og jafnvel kemur ekki aftur ekki aðdáunarverð.“ Þær segja fjallið frekar tæknilegt. Það krefjist mikillar þekkingar og reynslu í fjallamennsku. Leiðangurinn hefst í Lukla þar sem gengið er upp að grunnbúðum Everest sem eru í 5.300 metra hæð. Þaðan er svo gengið í 5.500 metra hæð upp á Kala Patthar. Þaðan er svo farið aftur niður í grunnbúðir Lobuche í 4.940 metra hæð þar sem verður tjaldað fyrir fjallgönguna. Gengið er í nokkrum lotum upp á tind. Fyrst að Lobuche high camp í 5.600 metra hæð og svo upp á topp, í 6.119 metra hæð. Eftir það er svo gengið aftur niður í grunnbúðir Lobuche þar sem þær gista. „Við munum þurfa að nota öxi, línur og þurfa að klifra á jöklum og klettum. Við munum vera búnar að setja upp línur í bröttustu og erfiðustu aðstæðunum og verðum tryggðar þannig. En þetta eru alltaf hættulegar aðstæður og maður tekur bara eitt skref í einu.“ Soffía segir rigningartímabilinu nýlokið í Nepal. Því hafi fylgt lífshættuleg flóð og fjöldi hafi farist. „Aðstæðurnar eru búnar að vera hrikalegar í Katmandú. Þetta hafði auðvitað áhrif á vegi og flugumferð auk þess sem 3G innviðir voru laskaðir. Við förum eftir um viku og þetta ætti að vera komið í þokkalegt ástand þá.“ Margt krefjandi við gönguna Þær segja minna um úrkomu á þessum árstíma og kaldara. „Vorin og október eða nóvember eru almennt talin besti tíminn til að fara á þessi fjöll,“ segir Soffía. Soffía segir margt krefjandi við gönguna. Sem dæmi sé loftið mun þynnra í þessari hæð. „Í sex þúsund metra hæð er hlutfall súrefnis í innöndunarlofti um tíu prósent miðað við 21 prósent við sjávarmál. Líkaminn aðlagast breyttum aðstæðum meðal annars með því að fjölga rauðum blóðkornum, tíðni og dýpt öndunar breytist einnig til að viðhalda súrefnisupptöku.“ Soffía við æfingatjaldið. Aðsend Hún hefur síðustu daga æft sig að sofa í sérstöku tjaldi heima en hæðaraðlögun felst til dæmis í því að ganga hærra og sofa neðar. „Ég fékk tjaldið lánað og er að tékka á viðbrögðum líkamans við súrefnisskorti í vissri hæð. Maðurinn minn heldur auðvitað að ég sé eitthvað biluð,“ segir Soffía og hlær. Til að undirbúa sig fyrir svona ferð er ýmislegt annað sem þarf að gera. Þær til dæmis mæla súrefnismettun og blóðþrýsting daglega. Þær segja báðar fjölskyldur þeirra sýna þeim fullan stuðning. Lukka viðurkennir þó að synir hennar hafi tengt þetta við eitthvað hættulegt. „Ég þurfti að setjast niður með þeim og útskýra að ég væri að fara að koma til baka. Það væri öllu óhætt.“ Hægt verður að fylgjast með ferðalagi Soffíu og Lukku á Instagram. Nepal Fjallamennska Jafnréttismál Íslendingar erlendis Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Sjá meira
Fjalla- og ferðamennska er nær eina atvinnugreinin sem er í boði á svæðinu en er nær undantekningarlaust sinnt af karlmönnum. Leiðangurinn stendur frá 17. október til 9. nóvember. „Ég hef verið heilluð af Nepal, Himalæjafjöllum og þessum hæstu tindum lengi. Í raun allt frá því að ég var að fletta National Geographic sem ung stúlka,“ segir Soffía og heldur áfram: „Markmiðið með göngunni er að valdefla konur í Nepal til þátttöku í háfjallamennsku og styðja við ungar stúlkur sem hafa áhuga á að öðlast fjallgönguréttindi. Það er gjörólíkt að vera kona á Íslandi og Nepal en það er ekki svo langt síðan að íslenskar konur þurftu að takast á við svipaðar aðstæður. Ömmur okkur og mæður þurftu að berjast fyrir sínum réttindum.“ Þær segjast ætla að safna áheitum á Fundrazr síðu til að geta styrkt sjerpa konur í fjallgöngunám sem geti tryggt þeim fjallgönguréttindi. „Leiðangurinn verður kvennaleiðangur að öllu leyti,“ segir Soffía en með þeim í för verða nokkrar sjerpakonur. Það eru þær Pasang Lhamu Sherpa Akita, Purnima og Pasang Doma Sherpa. Burðarkonurnar sem verða með þeim eru einnig sjerpakonur. „Markmiðið er að koma þeirra sögum á framfæri bæði í ljósmyndum og myndböndum þannig að úr verði heimild með viðtölum við þessar afrekskonur og brautryðjendur,“ segir Lukka. Karlaheimur lokaður konur Soffía segir stöðu kvenna í Nepal almennt ekki góða. Því hafi þær viljað nýta tækifærið með göngunni til að vekja athygli á því. Hún starfaði áður sem framkvæmdastýra UN Women og segir að allt frá þeim tíma hafi henni þótt staðan þarna afar sláandi. „Staða kvenna í Nepal er bágborin, réttindi og tækifæri til að öðlast menntun og sjálfstæði eru lítil. Mörg þúsund kvenna eru árlega gefnar og enda í mansali og kynlífsþrælkun. Jafnrétti er ekki einungis réttlætismál heldur efnahagsleg nauðsyn fyrir konur og þeirra sjálfstæði. Fjölskyldur þarna hafa ekki í gegnum tíðina veðjað á stelpur eða fjárfest í þeim,“ segir Soffía. „Eina leið kvenna til að brjótast til fjárhagslegs sjálfstæðis er að taka þátt í ferðaþjónustu og fjallamennsku. Hingað til hefur það verið karlaheimur lokaður konum en nú eru fyrstu konurnar af sjerpaættum að komast inn í greinina og ryðja brautina fyrir aðrar konur. Pasang leiðir gönguna upp á Lobuche en hún er þjóðhetja og algjör rokkstjarna í Nepal. Hún er fyrsta konan sem öðlaðist alþjóðleg fjallgönguréttindi og fjallgöngukennsluréttindi,“ segir Lukka. Pasang er þjóðhetja í Nepal og mikil fyrirmynd fyrir konur. Aðsend Pasang kleif fyrst nepalskra kvenna fjallið Nangpai Gosum II. Árið 2006 var hún ásamt tveimur öðrum konum, Maya Sherpa og Dawa Yangzuum Sherpa, fyrst til að klífa K2. Hún segir Pasang brenna fyrir því að fá fleiri konur til að taka þátt í fjallamennsku í Nepal. Markmið hennar sé að valdefla konur og gefa þeim tækifæri til að taka þátt í þessum atvinnugeira sem er svo mikilvægur í Nepal. „Þetta er í rauninni eina tækifæri fyrir sjerpakonur til að fá fjárhagslegt sjálfstæði, að taka þátt í háfjallamennsku. Annars eru viðhorfin þannig að þær eigi að vera heima að sjá um börn og rækta garðinn.“ Maðurinn heima með barnið Hún segir Pasang af ótrúlegi þreki og hugrekki náð að brjótast út úr þessu. „Hluti af sögu Pasang sem okkur langar líka til að fanga og deila með heiminum er persónuleg saga hennar. Hún giftist sjúkraþjálfara sem annaðist hana eftir meiðsl og er af japönskum ættu. Saman eiga þau einn son. Á meðan Pasang leiðir okkur upp fjöllin í Himalaya mun eiginmaður hennar sjá um heimilið og barnið. Þetta þykir nokkuð sérstakt í Nepal og er mikilvægur hluti sögunnar,“ segir Soffía. Purnima Shrestha Purnima hefur þrisvar farið á topp Everest.Aðsend Hin konan Purnima Shrestha Purnima er fjallgöngukona og ljósmyndari og er fyrsta manneskjan til að ganga upp á Everest þrisvar sinnum á sama göngutímabili. Þá er hún einnig fyrsta konan til að ganga á Dhaulagiri, sjöunda hæsta tind heims. „Við munum leita leiða til að vekja athygli á Pasang, Purnima og sjerpakonunum sem munu taka þátt í leiðangrinum og munu samstarfsaðilar okkar taka þátt í því. Mögulega verður líka áhugavert fyrir Íslendinga að fylgjast með tveimur íslenskum konum takast á við fjöllin í Nepal. Við munum deila með fylgjendum ýmsum skemmtilegum upplifunum ásamt innsýn í það hvernig líkami og andi bregðast við óvenjumiklu álagi í bæði hæð, súrefnisleysi, áskorun í næringu, svefni, ólíkri menningu og ýmsu fleiru sem við erum líklegar til að upplifa í leiðangrinum,“ segir Soffía. „Eitt af því sem þær þurfa er eftirspurnin eftir þeirra þjónustu. Þær eru búnar að sýna og sanna að þær geta þetta en þeim er ekki endilega treyst því það er ekki hefð fyrir því að þær sinni þessari vinnu,“ segir Lukka og að með ferðinni vilji þær líka hvetja aðra til að fá þær með sér í fjallaferðir. Lukka og Soffía kynntust í fjallamennsku og segja þessi háu fjöll úti í heimi alltaf hafa heillað. Þeim hafi þó alltaf langað að styðja við eitthvað verkefni samhliða göngunni sem skipti þær máli. Soffía og Lukka kynntust í fjallamennsku. Aðsend „Við þekkjumst í raun ekki það mikið en Soffía hitti á einhverja taug í mér. Ég hef sett mér það markmið að vera í það góðu líkamlegu ástandi að geta sagt já við vini mína sem fá svona skrítnar hugmyndir. Þannig ég sagði auðvitað bara strax já,“ segir Lukka. Óþarfa áhætta í háfjallamennsku ekki aðdáunarverð Hún segir líka skipta hana máli að þær leggja mikla áherslu á öryggi í þessari ferð. „Mér finnst háfjallamennska þar sem fólk er að taka óþarfa áhættu og jafnvel kemur ekki aftur ekki aðdáunarverð.“ Þær segja fjallið frekar tæknilegt. Það krefjist mikillar þekkingar og reynslu í fjallamennsku. Leiðangurinn hefst í Lukla þar sem gengið er upp að grunnbúðum Everest sem eru í 5.300 metra hæð. Þaðan er svo gengið í 5.500 metra hæð upp á Kala Patthar. Þaðan er svo farið aftur niður í grunnbúðir Lobuche í 4.940 metra hæð þar sem verður tjaldað fyrir fjallgönguna. Gengið er í nokkrum lotum upp á tind. Fyrst að Lobuche high camp í 5.600 metra hæð og svo upp á topp, í 6.119 metra hæð. Eftir það er svo gengið aftur niður í grunnbúðir Lobuche þar sem þær gista. „Við munum þurfa að nota öxi, línur og þurfa að klifra á jöklum og klettum. Við munum vera búnar að setja upp línur í bröttustu og erfiðustu aðstæðunum og verðum tryggðar þannig. En þetta eru alltaf hættulegar aðstæður og maður tekur bara eitt skref í einu.“ Soffía segir rigningartímabilinu nýlokið í Nepal. Því hafi fylgt lífshættuleg flóð og fjöldi hafi farist. „Aðstæðurnar eru búnar að vera hrikalegar í Katmandú. Þetta hafði auðvitað áhrif á vegi og flugumferð auk þess sem 3G innviðir voru laskaðir. Við förum eftir um viku og þetta ætti að vera komið í þokkalegt ástand þá.“ Margt krefjandi við gönguna Þær segja minna um úrkomu á þessum árstíma og kaldara. „Vorin og október eða nóvember eru almennt talin besti tíminn til að fara á þessi fjöll,“ segir Soffía. Soffía segir margt krefjandi við gönguna. Sem dæmi sé loftið mun þynnra í þessari hæð. „Í sex þúsund metra hæð er hlutfall súrefnis í innöndunarlofti um tíu prósent miðað við 21 prósent við sjávarmál. Líkaminn aðlagast breyttum aðstæðum meðal annars með því að fjölga rauðum blóðkornum, tíðni og dýpt öndunar breytist einnig til að viðhalda súrefnisupptöku.“ Soffía við æfingatjaldið. Aðsend Hún hefur síðustu daga æft sig að sofa í sérstöku tjaldi heima en hæðaraðlögun felst til dæmis í því að ganga hærra og sofa neðar. „Ég fékk tjaldið lánað og er að tékka á viðbrögðum líkamans við súrefnisskorti í vissri hæð. Maðurinn minn heldur auðvitað að ég sé eitthvað biluð,“ segir Soffía og hlær. Til að undirbúa sig fyrir svona ferð er ýmislegt annað sem þarf að gera. Þær til dæmis mæla súrefnismettun og blóðþrýsting daglega. Þær segja báðar fjölskyldur þeirra sýna þeim fullan stuðning. Lukka viðurkennir þó að synir hennar hafi tengt þetta við eitthvað hættulegt. „Ég þurfti að setjast niður með þeim og útskýra að ég væri að fara að koma til baka. Það væri öllu óhætt.“ Hægt verður að fylgjast með ferðalagi Soffíu og Lukku á Instagram.
Nepal Fjallamennska Jafnréttismál Íslendingar erlendis Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Sjá meira