Enn eitt barnið sem dettur ofan í holu Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. október 2024 08:03 Erney Valsdóttir er önnur amman sem kemur fram til að segja frá því hvernig hún sá barnabarn sitt hverfa ofan í jörðina þegar það datt ofan í manngerða holu. Kona var á gangi með þriggja ára barnabarn sitt á Höfn í Hornafirði í sumar þegar barnið datt ofan í holu. Atvikið var ekki ósvipað því að sem gerðist í Garðabænum á föstudag þegar tveggja ára drengur datt ofan í vatnsbrunn. Um er að ræða þriðja barnið sem hefur dottið ofan í manngerða holu eða brunn vegna loks sem er illa fest. Vísir greindi frá því að tveggja ára drengur hefði dottið ofan í tveggja metra djúpan vatnsbrunn í Garðabænum á föstudag og í fyrradag greindu mbl frá því að fjögurra ára drengur hefði fallið ofan í sambærilegan brunn í Mosfellsbæ síðasta sumar. Nú hefur Eirný Valsdóttir, amma á Höfn í Hornafirði, stigið fram og greint frá sambærilegu atviki sem átti sér stað á Höfn síðasta sumar. Grét óskaplega lengi Eirný og þriggja ára ömmustrákur hennar voru úti að ganga seinni partinn í júní á svæði sem þau eru vel kunnug og er í nágrenni við leikskóla og íbúðir aldraðra. „Svo allt í einu hverfur barnið og ég sé svona lok snúast. Ég heyri öskur og hugsa... ég held ég hafi ekki hugsað, ég var bara alveg logandi hrædd og sá fyrir mér allt,“ segir hún um fall drengsins ofan í holuna. Upp í huga hennar hafi strax komið höfuðmeiðsli, varanlegur skaði eða hyldjúpt vatn „Svo tók ég lokið af og sá barnið sitjandi á botninum. Ég lagðist á magann og sagði ,Gríptu í hendurnar á ömmu' og vippaði honum upp. Ég var svo hrædd að lokið myndi detta á hausinn á honum. Þetta var hræðilegt.“ Var hann ekkert aumur eftir fallið? „Hann grét óskaplega lengi en hann var með bleyju sem hefur líklega dempað fallið,“ segir Eirný. „Þá kemur bara næsti og hrynur þarna ofan í“ Þegar hún var búin að hugga barnið reyndi Eirný að komast til botns í lausu lokinu. „Þetta var á laugardegi þannig ég reyndi að finna út úr því hvert maður gæti hringt og náði á endanum sambandi við mann sem er með útiverkin hjá sveitarfélagi Hornafjarðar,“ segir hún. Henni hafi þá verið sagt að ofan í holunni væru tengingar fyrir fjarskiptabúnað. Holan er búin til úr plaströri sem skagaði um tíu sentímetra upp úr jarðveginum þegar drengurinn datt. Að sögn Eirnýjar hafi það gert topp rörsins að mjög spennandi stökkpalli fyrir lítil börn. Hér má sjá hvernig toppurinn á holunni skagaði upp úr jörðinni áður en hann var sagaður af. Í kjölfar þess að Eirný hafði samband var toppurinn skorinn af rörinu þannig hann næmi við jörðina og var lokið síðan sett aftur ofan á án þess að það væri fest. „Ég er enginn aumingi en ég get hæglega fært lokið til. Það fellur ekki í neinar skorður heldur liggur bara ofan á þannig ég hef oft hugsað eftir þetta að að það getur einhver fært þetta til í óvitaskap og þá kemur bara næsti og hrynur þarna ofan í,“ segir Eirný. Þá bætir hún við að það þurfi meira til en að eitt verktakafyrirtæki bæti úr sínum óviðunandi frágangi. Sambærilegir brunnar og holur séu greinilega víða þar sem auðvelt er að fjarlægja af þeim lokin og detta ofan í ef maður sér þá ekki. Sveitarfélagið Hornafjörður Slysavarnir Börn og uppeldi Byggingariðnaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Sjá meira
Um er að ræða þriðja barnið sem hefur dottið ofan í manngerða holu eða brunn vegna loks sem er illa fest. Vísir greindi frá því að tveggja ára drengur hefði dottið ofan í tveggja metra djúpan vatnsbrunn í Garðabænum á föstudag og í fyrradag greindu mbl frá því að fjögurra ára drengur hefði fallið ofan í sambærilegan brunn í Mosfellsbæ síðasta sumar. Nú hefur Eirný Valsdóttir, amma á Höfn í Hornafirði, stigið fram og greint frá sambærilegu atviki sem átti sér stað á Höfn síðasta sumar. Grét óskaplega lengi Eirný og þriggja ára ömmustrákur hennar voru úti að ganga seinni partinn í júní á svæði sem þau eru vel kunnug og er í nágrenni við leikskóla og íbúðir aldraðra. „Svo allt í einu hverfur barnið og ég sé svona lok snúast. Ég heyri öskur og hugsa... ég held ég hafi ekki hugsað, ég var bara alveg logandi hrædd og sá fyrir mér allt,“ segir hún um fall drengsins ofan í holuna. Upp í huga hennar hafi strax komið höfuðmeiðsli, varanlegur skaði eða hyldjúpt vatn „Svo tók ég lokið af og sá barnið sitjandi á botninum. Ég lagðist á magann og sagði ,Gríptu í hendurnar á ömmu' og vippaði honum upp. Ég var svo hrædd að lokið myndi detta á hausinn á honum. Þetta var hræðilegt.“ Var hann ekkert aumur eftir fallið? „Hann grét óskaplega lengi en hann var með bleyju sem hefur líklega dempað fallið,“ segir Eirný. „Þá kemur bara næsti og hrynur þarna ofan í“ Þegar hún var búin að hugga barnið reyndi Eirný að komast til botns í lausu lokinu. „Þetta var á laugardegi þannig ég reyndi að finna út úr því hvert maður gæti hringt og náði á endanum sambandi við mann sem er með útiverkin hjá sveitarfélagi Hornafjarðar,“ segir hún. Henni hafi þá verið sagt að ofan í holunni væru tengingar fyrir fjarskiptabúnað. Holan er búin til úr plaströri sem skagaði um tíu sentímetra upp úr jarðveginum þegar drengurinn datt. Að sögn Eirnýjar hafi það gert topp rörsins að mjög spennandi stökkpalli fyrir lítil börn. Hér má sjá hvernig toppurinn á holunni skagaði upp úr jörðinni áður en hann var sagaður af. Í kjölfar þess að Eirný hafði samband var toppurinn skorinn af rörinu þannig hann næmi við jörðina og var lokið síðan sett aftur ofan á án þess að það væri fest. „Ég er enginn aumingi en ég get hæglega fært lokið til. Það fellur ekki í neinar skorður heldur liggur bara ofan á þannig ég hef oft hugsað eftir þetta að að það getur einhver fært þetta til í óvitaskap og þá kemur bara næsti og hrynur þarna ofan í,“ segir Eirný. Þá bætir hún við að það þurfi meira til en að eitt verktakafyrirtæki bæti úr sínum óviðunandi frágangi. Sambærilegir brunnar og holur séu greinilega víða þar sem auðvelt er að fjarlægja af þeim lokin og detta ofan í ef maður sér þá ekki.
Sveitarfélagið Hornafjörður Slysavarnir Börn og uppeldi Byggingariðnaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Sjá meira