Munu hlýða kröfu landsfundar verði tillaga um stjórnarslit samþykkt Magnús Jochum Pálsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 4. október 2024 23:13 Jódís Skúladóttir, þingmaður VG í Norðausturkjördæmi og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra og formaður VG, bjóða sig bæði fram til varaformanns Vinstri grænna. Varaformannsefnin tvö í Vinstri grænum eru sammála um að verði tillaga um stjórnarslit samþykkt á landsfundi flokksins geti nýkjörin forysta ekki annað en slitið stjórnarsamstarfinu. Landsfundur Vinstri grænna hófst nú síðdegis í Víkingsheimilinu við Safamýri og stendur yfir fram á sunnudag. Á fundinum verður kjörinn nýr formaður, það er varaformannsslagur í uppsiglingu og svo liggur fyrir tillaga um að slíta stjórnarsamstarfinu. Svandís Svavarsdóttir er ein í framboði til formanns þar sem fresturinn rann út í kvöld. Jódís Skúladóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson bjóða sig bæði fram til varaformanns. Kosið verður um embættin í eftirmiðdaginn á morgun. Fréttastofa ræddi við varaformannsefnin tvö í kvöld. Boða ólíkar áherslur Það liggur beinast við að spyrja ykkur bæði tvö: Af hverju þú en ekki hinn frambjóðandinn? „Við erum góðir félagar og erum held ég algjörlega hæf til að fara í þetta embætti. Við höfum þó ólíkar áherslur. Ég lít ekki svo á að við séum að etja kappi gegn hvoru öðru í einhverri hörku heldur erum við að bjóða fram krafta okkar í ákveðið embætti og svo fær fundurinn að skera úr um það,“ sagði Jódís. Guðmundur? „Við yrðum bæði betri. Það er alveg ljóst. En ég tek undir með Jódísi, við erum tveir valkostir sem fólk hefur og eigum margt sameiginlegt enda í sömu stjórnmálahreyfingunni og bjóðum fram krafta okkur hvort um sig,“ sagði Guðmundur. Það hefur verið talað um það í aðdraganda fundarins að staðan innan stjórnarsamstarfsins og staðan almennt verði rædd. Í síðustu könnun Gallúp var fylgið einhver fjögur prósent. Það hlýtur að vera svolítill hiti í fundarmönnum? „Við erum hérna á fyrsta degi og búið að vera mjög góð stemming. Ég skynja að það er mikil eftirvænting hjá fólki og kraftur í fólki. Það vill fara að setja fram skýrar áherslur og valkosti. Ég ræddi í ræðu minni áðan að við þyrftum að mynda félagshyggjustjórn eftir næstu kosningar þar sem VG á að vera innanborðs. Þannig við förum inn í þennan fund full af krafti og gleði og ætlum að skerpa á okkar áherslum,“ sagði Guðmundur. Ef það kæmi fram hávær krafa um stjórnarslit, væri ekki erfitt fyrir nýja forystu að hunsa það og heldurðu að hún verði hávær? „Ég held að það sé alveg ljóst að ef það er afgerandi niðurstaða landsfundar að slíta þá er alveg sama hver situr í forystunni, það væri ekki í takt við VG að hlusta ekki á raddir landsfundar. En við erum eins og Mummi segir á fyrsta degi og við munum taka þessa umræðu. Ég er mjög glöð að þessi tillaga kemur fram af því það hefur verið orðræðan í grasrótinni lengi: hvenær er komið gott? Þannig ég held að það sé mjög mikilvægt að við eigum þetta samtal og svo verður niðurstaða fundarins að koma í ljós þegar við afgreiðum ályktanir,“ sagði Jódís. Ertu sammála þessu Guðmundur? „Ég er sammála því og tek undir með Jódísi. Við þurfum að ræða þetta. Landsfundur er lýðræðislegasti vettvangur flokksins og við erum vön því að taka samtalið í VG. Við erum þannig fólk,“ sagði Guðmundur að lokum. Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Landsfundur Vinstri grænna hófst nú síðdegis í Víkingsheimilinu við Safamýri og stendur yfir fram á sunnudag. Á fundinum verður kjörinn nýr formaður, það er varaformannsslagur í uppsiglingu og svo liggur fyrir tillaga um að slíta stjórnarsamstarfinu. Svandís Svavarsdóttir er ein í framboði til formanns þar sem fresturinn rann út í kvöld. Jódís Skúladóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson bjóða sig bæði fram til varaformanns. Kosið verður um embættin í eftirmiðdaginn á morgun. Fréttastofa ræddi við varaformannsefnin tvö í kvöld. Boða ólíkar áherslur Það liggur beinast við að spyrja ykkur bæði tvö: Af hverju þú en ekki hinn frambjóðandinn? „Við erum góðir félagar og erum held ég algjörlega hæf til að fara í þetta embætti. Við höfum þó ólíkar áherslur. Ég lít ekki svo á að við séum að etja kappi gegn hvoru öðru í einhverri hörku heldur erum við að bjóða fram krafta okkar í ákveðið embætti og svo fær fundurinn að skera úr um það,“ sagði Jódís. Guðmundur? „Við yrðum bæði betri. Það er alveg ljóst. En ég tek undir með Jódísi, við erum tveir valkostir sem fólk hefur og eigum margt sameiginlegt enda í sömu stjórnmálahreyfingunni og bjóðum fram krafta okkur hvort um sig,“ sagði Guðmundur. Það hefur verið talað um það í aðdraganda fundarins að staðan innan stjórnarsamstarfsins og staðan almennt verði rædd. Í síðustu könnun Gallúp var fylgið einhver fjögur prósent. Það hlýtur að vera svolítill hiti í fundarmönnum? „Við erum hérna á fyrsta degi og búið að vera mjög góð stemming. Ég skynja að það er mikil eftirvænting hjá fólki og kraftur í fólki. Það vill fara að setja fram skýrar áherslur og valkosti. Ég ræddi í ræðu minni áðan að við þyrftum að mynda félagshyggjustjórn eftir næstu kosningar þar sem VG á að vera innanborðs. Þannig við förum inn í þennan fund full af krafti og gleði og ætlum að skerpa á okkar áherslum,“ sagði Guðmundur. Ef það kæmi fram hávær krafa um stjórnarslit, væri ekki erfitt fyrir nýja forystu að hunsa það og heldurðu að hún verði hávær? „Ég held að það sé alveg ljóst að ef það er afgerandi niðurstaða landsfundar að slíta þá er alveg sama hver situr í forystunni, það væri ekki í takt við VG að hlusta ekki á raddir landsfundar. En við erum eins og Mummi segir á fyrsta degi og við munum taka þessa umræðu. Ég er mjög glöð að þessi tillaga kemur fram af því það hefur verið orðræðan í grasrótinni lengi: hvenær er komið gott? Þannig ég held að það sé mjög mikilvægt að við eigum þetta samtal og svo verður niðurstaða fundarins að koma í ljós þegar við afgreiðum ályktanir,“ sagði Jódís. Ertu sammála þessu Guðmundur? „Ég er sammála því og tek undir með Jódísi. Við þurfum að ræða þetta. Landsfundur er lýðræðislegasti vettvangur flokksins og við erum vön því að taka samtalið í VG. Við erum þannig fólk,“ sagði Guðmundur að lokum.
Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira