Með húsaflutninga á heilanum Lovísa Arnardóttir skrifar 6. október 2024 10:01 Húsið sem Guðlaug stendur hér við er við Efstasund 99 og er eitt af elstu íbúðarhúsum Reykjavíkur. Húsið var upprunalega við Aðalstræti 6 en var flutt í Efstasund árið 1951 í heilu lagi. Vísir/Vilhelm Guðlaug Vilbogadóttir fornleifafræðingur segir ótrúlegt hve Íslendingar hafa verið öflugir að flytja hús landshluta á milli fyrir tíma krana- og flutningabíla. Guðlaug er með húsaflutninga á heilanum og skráir samviskusamlega niður sögu hvers hússins á fætur öðru, og gætir þess að eiginkona húseigenda sé tiltekin hverju sinni. Guðlaug hefur starfað hjá Húsafriðunarvernd og Minjastofnun Íslands. Lokaverkefni hennar í meistaranámi í fornleifafræði fjallaði um húsaflutninga sem hún hefur síðan verið með á heilanum. „Með náminu var ég að vinna hlutastarf hjá Húsafriðunarnefnd og segja má að ég hafi verið með hús á heilanum síðan,“ segir Guðlaug. Meistaraverkefninu skilaði hún árið 2011 en titill þess var „Með hús í farangrinum“ en þar er rakin saga 234 húsa sem höfðu verið flutt fyrir árið 1950 og byggð árið 1925 eða fyrr. Guðlaug var byrjuð að vinna að verkefninu 2009 og hefur allt frá þeim tíma haldið upplýsingunum um húsaflutningana til haga í sérstöku Excel-skjali. „Excel-skjalið mitt með þessum upplýsingum er orðið stórt, með rúmlega 1.000 húsum. Ég stefni nú alls ekki að því að skrifa um öll þau hús, því afar litlar heimildir eru til um marga þessa húsaflutninga, sumt eiginlega bara sögusagnir. En líklega er ég svona hálfnuð með að skrifa um þau hús sem ég hef einhverjar heimildir um.“ Þúsund hús í Excel-skjalinu Guðlaug hætti svo að vinna í fyrra og segist þá hafa loks fengið tækifæri til að einbeita sér að þessu verkefni. Hún hafi þá látið setja vefinn upp og byrjað að setja inn upplýsingar um húsin. „Það var svo í janúar á þessu ári sem ég opnaði hann, en þá hafði ég sett inn upplýsingar um rétt rúmlega 100 hús, en nú eru húsin sem ég er búin að skrifa um orðin 360.“ Guðlaug segir vefinn eins og hvert annað tómstundastarf. Hún bæti við upplýsingum þegar hún hafi tíma. Þegar flugvöllurinn var byggður upp í Vatnsmýri þurfti að flytja hluta húsanna úr Skerjafirði. Mörg voru flutt í Teigana í Laugardeil. Eins og þetta hús við Hrísateig. Vísir/Vilhelm „Ég sest niður við tölvuna og dembi mér í heimildaleit og skriftir þegar ég má vera að og ekkert annað kallar. Og þegar ég tel mig hafa lokið við að skrifa um eitthvert hús birti ég það á vefnum. Það sem ég skrifa um húsin ræðst auðvitað af þeim heimildum sem ég get með góðu móti nálgast og það er afskaplega misjafnt hvað ég finn mikið um hvert hús.“ Hún segir auk þess afar tilviljanakennt hvaða hús hún fjallar um. Hún fylgi engum sérstökum reglum en reyni að halda sig innan rammans sem hún setti í lokaverkefninu sínu. Ramminn er að húsið hafi verið byggt fyrir 1925 og einhvern tímann hafi verið búið í því, eða það notað til að gista í því. „Reyndar hef ég fjallað um yngri hús, því mér hefur þótt saga þeirra eiga erindi á vefinn. En þegar ég byrja að skrifa til dæmis um hús á Akranesi eða Hafnarfirði er handhægast að skrifa um fleiri hús á sama stað, því þá er ég að nota sömu heimildirnar sem ég er þá búin að ná mér í. Nú síðast tók ég til dæmis skurk í húsum á Hofsósi og nágrenni, því ég var með 10. bindi Byggðasögu Skagafjarðar við höndina,“ segir Guðlaug. Nokkrar ástæður fyrir flutningi Guðlaug segir að það megi skipta ástæðum fyrir húsaflutningum í nokkra meginflokka. „Ein ástæða tengist breyttu skipulagi eða nýbyggingum. Dæmi um þetta er til dæmis þegar Sementsverksmiðjan var reist á Akranesi var fjöldi húsa fluttur frá því svæði og eiginlega mynduð ný gata með flutningshúsum á Presthúsabraut. Annað dæmi er þegar flugvöllurinn var gerður í Vatnsmýrinni. Þá voru mörg hús flutt úr Skerjafirðinum, flest inn á Teiga.“ Dæmi um það er hús að Hrísateig 37 sem var áður á Hörpugötu 32. Þá segir hún aðra ástæðu vera þegar hús hafi verið flutt af hættusvæðum. „Bæði vegna ofanflóðahættu og vegna ágangs sjávar. Hér má nefna að hús voru flutt vegna hættu á aur- og snjóflóðum úr Bjólfinum í norðanverðum Seyðisfirði og nú er einmitt verið að flytja hús vegna skriðuhættu í sunnanverðum firðinum.“ Sólstaðir eða Fiskhóll var byggður árið 1907 í Nesjahreppi og svo flutt þrisvar. Húsið stendur nú á Höfn. 1918 var húsið dregið af 12 hestum á ís eftir Hornafirði. 1919 var það dregið með spili. 1920 var húsið flutt sjóleiðis í pörtum.Vísir/Vilhelm Þá segir hún dæmi um að heil þorp hafi lagst í eyði og hús flutt þaðan. Sem dæmi verslunarstaðir eins og Grafarós á Höfðaströnd við Hofsós, og útgerðarstaðir eins og til dæmis Skála á Langanesi, Kálfshamarsvík á Skaga og Viðey. Stöðugur timburskortur Hún segir eigendur einnig oft hafa haft persónulegar ástæður fyrir því að flytja húsin. „Þeir fluttu búferlum og tóku hús sín með sér eða seldu húsið sitt öðrum sem vildi nota það annars staðar. En undirrótin var alltaf sú að á Íslandi vantaði alltaf timbur og húsaviðir voru afar verðmætir. Nýta þurfti hverja einustu spýtu vel og það var stundum gert aftur og aftur. Dæmi eru um að hús hafi verið flutt oftar en einu sinni og loks voru síðustu heillegustu spýturnar notaðar í að gera reykhús, inni í fjárhúsi eða í girðingarstaura og restin notuð sem eldiviður.“ Hún segir að þegar hún fór að skoða húsaflutninga á Íslandi hafi henni strax þótt mjög athyglisvert hversu lítið það virtist vefjast fyrir mönnum að flytja húsin sín, jafnvel landshorna á milli, löngu áður en til voru kranar eða flutningabílar. „Og hversu algengt það hafði verið. Mér hefði aldrei dottið í hug að svona mörg hús hafi verið flutt,“ segir Guðlaug. Það séu örugglega ekki öll kurl komin til grafar því hún sé enn að heyra af „nýjum“ húsaflutningum. Húsin jafnvel tekin í sundur Hún segir innviði þó hafa verið allt öðruvísi á þessum tíma og því öðruvísi flókið að flytja hús á milli heimilisfanga þá og í dag. „Það var að einhverju leyti ekki eins mikið fyrirtæki að flytja húsin hér áður fyrr. Það þurfti til dæmis ekkert að hugsa um raf-, vatns- eða skolplagnir þegar þau voru flutt og húsin voru kannski ekki með skorstein. Á þeim tíma voru ekki aðgengilegar græjurnar sem við eigum í dag og að því leytinu til flóknara að flytja þau. Núna eru settir járnbitar undir húsin og stroffað í gegnum gluggana og það híft upp. Ef það er verið að flytja þau í heilu lagi,“ segir Guðlaug. Það hafi ekki endilega verið gert þannig áður. Húsin hafi oft verið flutt tilsniðin til landsins og sett saman hér. „Það var algengara áður að þau væru tekin niður og þau flutt. Þá voru viðirnir jafnvel merktir og engar skrúfur voru notaðar. Bara hægt að taka húsið í sundur spýtu fyrir spýtu og púsla þeim svo saman aftur.“ Árvakur hf., útgáfufélag Morgunblaðisins, keypti þetta hús af KFUM árið 1951, þegar til stóð að byggja stórhýsi blaðsins við Aðalstræti. Félagið seldi svokölluðum Hólakotsbræðrum (Aðalsteinn, Guðmundur og Ingólfur Guðmundssynir) húsið og þeir fluttu það að Efstasundi 99.Vísir/Vilhelm Guðlaug segir marga húsaflutninga í uppáhaldi. „Uppáhaldsflutningurinn minn er eiginlega sá sem ég er að skrifa um hverju sinni en mér finnst samt meira gaman að skrifa um hús sem enn standa en þau sem eru horfin. Mér finnst það líka fróðlegt þegar ég finn einhverjar heimildir um hvernig húsið var flutt og svo finnst mér alltaf athyglisvert þegar ég fjalla um hús sem konur hafa látið flytja eða byggja.“ Hún segir dæmi um slík hús til að mynda hús við Skipasund 79, sem Halldóra Bjarnadóttir hjúkrunarkona lét flytja frá Vatnsleysuströnd, og hús við Vesturgötu 27b sem Sesselja Ólafsdóttir ljósmóðir lét byggja við Skólavörðustíg 14. Skráir konurnar líka sem eigendur Guðlaug segir að áður fyrr hafi eignir aldrei verið skráðar á konur en hún skrái samt sem áður alltaf líka konuna sem bjó í húsinu. „Ég reyni alltaf að komast að því hver kona mannanna var sem var skráður sem eigandi hússins og skrifa það fullum fetum að þau hafi verið fyrstu eigendur ef þau voru gift. En í opinberum gögnum er hann alltaf skráður bara eigandi. Það er algjör undantekning ef hjónin eru bæði nefnd.“ Þetta hús við Vesturgötu 27b var upphaflega við Skólavörðustíg 14 en var flutt á Vesturgötu árið 1980.Vísir/Vilhelm Samkvæmt lögum á þessum tíma höfðu karlmenn samkvæmt lögum yfirráð yfir eigum bús. Því var breytt 1923. Þá komst fyrst á fullt jafnræði með hjónum þar sem þau réðu hvort um sig sínum eignum og fé. „Þetta er sem betur fer breytt í dag. En í þeim heimildum sem ég nota, eins og frá byggðasöfnum, þá eru konurnar sjaldnast nefndar og jafnvel ekki í minningarorðum. En ég reyni alltaf að komast að því hvort þeir hafi átt konur og skrái þau bæði sem eigendur.“ Húsið flutt á handvagni Annar flutningur sem er í uppáhaldi er flutningur Sólstaða úr Nesjum til Hafnar í Hornafirði 1918 til 1920, og einnig þegar Einar Benediktsson skáld lét flytja stærðarinnar íbúðarhús frá Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum vestur að Stóra-Hofi á Rangárvöllum yfir stórfljót og vegleysur árið 1905. Svo megi líka nefna hús sem eigandinn flutti á handvagni frá Túngötu suður á Grímsstaðaholt 1929. Svo finnst mér mjög skemmtilegt að rekast á upplýsingar um flutning á húsi sem ég þekki vel, en hafði ekki hugmynd um að hafði verið flutt. Til dæmis Laugavegur 32 og Skipasund 68 og 87 Húsið sem nú stendur við Laugaveg 32 var sem dæmi byggt árið 1901 og var þá við Bessastaði á Álftanesi. Húsið var svo flutt árið 1913 á Laugaveg. Húsið sem nú stendur við Skipasund 87 var byggt árið 1883 fyrir þáverandi landlækni, Hans Jacob George Schierbeck. Hann fékk lóð úthlutað við Aðalstræti sem var mótmælt nokkuð mikið.Vísir/Vilhelm Húsið við Skipasund 68 var byggt árið 1905 og var þá á Grettisgötu í miðbæ Reykjavíkur. Húsið var svo flutt árið 1946 í Skipasund. Þegar húsið var við Grettisgötu var í því margs konar starfsemi eins og saumastofa og gullsmíðaverkstæði. Húsið sem nú stendur við Skipasund 87 var byggt árið 1883 fyrir þáverandi landlækni. Húsið var þá við Aðalstræti 11 og svo flutt árið 1951 í Skipasund. Hús flutt fimm sinnum Svo eru nokkur dæmi um hús sem hafa verið flutt oftar en einu sinni. „Það er til dæmis hús á Álagranda 4. Það er búið að flytja það þrisvar sinnum,“ segir Guðlaug. Húsið var byggt 1906 til 1907 á Patreksfirði. Það var fyrst flutt árið 1918 að Kleifarstöð í Ingólfsfirði og svo 1922 að Laugavegi 86 í Reykjavík. Árið 2004 var það svo flutt á Álagranda í Vesturbæ Reykjavíkur. Hún segir annan skemmtilegan flutning Gilsstofu á Byggðasafninu í Skagafirði. „Það er búið að flytja það margoft. Það er búið að flytja það fimm sinnum. Það var færanleg skrifstofa hjá sýslumanninum. Þegar það var skipt um sýslumanninn þá fylgdi húsið með og fór þangað þar sem sýslumaðurinn bjó,“ segir Guðlaug. Fram kemur á síðunni hennar að húsið var byggt 1849 og flutt fimm sinnum, síðast árið 1996 á Byggðasafnið. Húsið var fyrir það í Blönduhlíð, á Sauðárkróki og á tveimur stöðum í Skagafirði. Þá segir hún Skerðingsstaði í Dölunum einnig hafa verið flutta nokkrum sinnum. Á vefnum kemur fram að húsið var byggt 1876 af Boga og Oddnýju Smith. Þá var húsið á Arnarbæli við Fellsströnd og svo flutt 1894 að Hvammi í Dölunum. Þá var húsið flutt á flekum sjóleiðis. Árið 1951 var það svo aftur flutt í heilu lagi á ís á sleða sem var dreginn af jarðýtu. Húsið á myndinni var byggt á Grettisgötu árið 105. Þegar til stóð að reisa veglegt fjölbýlishús á lóðinni við Grettisgötu var gamla húsið flutt að Skipasundi 68 og stendur þar enn lítið breytt.Vísir/Vilhelm Guðlaug segir enga formlega skráningu á húsaflutningum til neins staðar. „Þess vegna getur þetta verið mjög snúið og stundum líkast einhverri spæjaravinnu. Það er mjög misjafnt og jafnvel tilviljanakennt hvernig ég hef komist yfir þær upplýsingar sem ég er með. Ég hef reyndar farið töluvert markvisst yfir ýmsar byggðasögubækur og maðurinn minn er mikill ævisögulesari og hann opnar varla bók án þess að finna eitt eða tvö flutningshús.“ Þá segist Guðlaug oft fá upplýsingar frá fólki um flutningshús þegar hún hefur verið að spyrja um eitthvað annað hús. Þá hafi leit á timarit.is og á Sarpi og fleiri ljósmyndasöfnum skilað henni miklu. Þá hafi síðustu ár samfélagsmiðlar eins og Facebook einnig skilað henni upplýsingum um nokkuð mörg hús. Það hefur líka flækt málin að það virðist ekki vera nein samræmd regla um hvernig byggingarár húsa er skráð í fasteignaskrá Stundum er upphaflega byggingarárið látið halda sér þegar hús er flutt og stundum er flutningsárið skráð sem byggingarár. Það eru líka mörg dæmi um að þegar húsi var breytt, til dæmis byggt við það, er það ár sem það var gert skráð sem byggingarár. Svo hef ég líka rekið mig á að þegar „nýtt“ hús var tekið út í fyrsta skipti kemur alls ekki alltaf fram að húsið hafi verið flutt á þennan nýja byggingarstað.“ Guðlaug segist hafa í gegnum tíðina haft samband við byggingafulltrúa um land allt til að spyrjast fyrir um húsaflutninga en hafi ekki endilega borist svör. „Þeir hafa víst eitthvað annað að gera við tímann sinn en að svara þannig kvabbi. Hins vegar hefur starfsfólk byggðasafna verið mjög hjálpsamt, sérstaklega vinkonur mínar á Borgarsögusafni og Byggðasafni Hafnarfjarðar.“ Heldur áfram að safna húsaflutningum Guðlaug segir oft erfitt að skera úr um hvort það ætti að tala um að hús hafi þá verið flutt eða viður úr eldra húsi notaður í nýtt. „Til þess að skera endanlega úr svona pælingum þarf stundum að leggjast í mikla rannsóknarvinnu bæði á heimildum og auðvitað húsinu sjálfu. Einhverjum finnst kannski að ég fari full frjálslega með í einhverjum tilvikum þegar ég tala um að hús hafi verið flutt, en það er líka bara skemmtileg umræða.“ Guðlaug er hvergi nærri hætt og hvetur fólk til að hafa samband viti það um hús sem hafi verið flutt en sé ekki fjallað um á síðunni hennar. En einnig ef fólk veit eitthvað um húsin sem hún hefur skrifað um. Hægt er að hafa samband við hana í gegnum vefinn á slóðinni https://husaflutningar.is/ og á hópnum Með hús í farangrinum á Facebook. „Þar eru allir velkomnir og geta fylgst með því sem ég er að gera. Þar set ég inn upplýsingar um það sem ég er að fást við hverju sinni.“ Skipulag Reykjavík Sveitarfélagið Hornafjörður Vesturbyggð Söfn Fornminjar Húsavernd Skagafjörður Akranes Múlaþing Tengdar fréttir Börn fylgdust hugfangin með húsaflutningi Krakkarnir á leikskólanum Dvergasteini í vesturbænum fylgdust hugfangin með þegar nýtt hús fyrir leikskólann var híft af vörubíl og látið síga niður á lóðina þar sem það verður látið standa. Húsið var flutt frá grunnskólanum í Norðlingaholti og að Ánanaustum í nótt í fylgd lögreglu. Vonast er til að það verði tekið í notkun í næsta mánuði en þar verður starfrækt leikskóladeild fyrir börn fædd árið 2009. 25. ágúst 2011 20:00 Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Fleiri fréttir Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Sjá meira
Guðlaug hefur starfað hjá Húsafriðunarvernd og Minjastofnun Íslands. Lokaverkefni hennar í meistaranámi í fornleifafræði fjallaði um húsaflutninga sem hún hefur síðan verið með á heilanum. „Með náminu var ég að vinna hlutastarf hjá Húsafriðunarnefnd og segja má að ég hafi verið með hús á heilanum síðan,“ segir Guðlaug. Meistaraverkefninu skilaði hún árið 2011 en titill þess var „Með hús í farangrinum“ en þar er rakin saga 234 húsa sem höfðu verið flutt fyrir árið 1950 og byggð árið 1925 eða fyrr. Guðlaug var byrjuð að vinna að verkefninu 2009 og hefur allt frá þeim tíma haldið upplýsingunum um húsaflutningana til haga í sérstöku Excel-skjali. „Excel-skjalið mitt með þessum upplýsingum er orðið stórt, með rúmlega 1.000 húsum. Ég stefni nú alls ekki að því að skrifa um öll þau hús, því afar litlar heimildir eru til um marga þessa húsaflutninga, sumt eiginlega bara sögusagnir. En líklega er ég svona hálfnuð með að skrifa um þau hús sem ég hef einhverjar heimildir um.“ Þúsund hús í Excel-skjalinu Guðlaug hætti svo að vinna í fyrra og segist þá hafa loks fengið tækifæri til að einbeita sér að þessu verkefni. Hún hafi þá látið setja vefinn upp og byrjað að setja inn upplýsingar um húsin. „Það var svo í janúar á þessu ári sem ég opnaði hann, en þá hafði ég sett inn upplýsingar um rétt rúmlega 100 hús, en nú eru húsin sem ég er búin að skrifa um orðin 360.“ Guðlaug segir vefinn eins og hvert annað tómstundastarf. Hún bæti við upplýsingum þegar hún hafi tíma. Þegar flugvöllurinn var byggður upp í Vatnsmýri þurfti að flytja hluta húsanna úr Skerjafirði. Mörg voru flutt í Teigana í Laugardeil. Eins og þetta hús við Hrísateig. Vísir/Vilhelm „Ég sest niður við tölvuna og dembi mér í heimildaleit og skriftir þegar ég má vera að og ekkert annað kallar. Og þegar ég tel mig hafa lokið við að skrifa um eitthvert hús birti ég það á vefnum. Það sem ég skrifa um húsin ræðst auðvitað af þeim heimildum sem ég get með góðu móti nálgast og það er afskaplega misjafnt hvað ég finn mikið um hvert hús.“ Hún segir auk þess afar tilviljanakennt hvaða hús hún fjallar um. Hún fylgi engum sérstökum reglum en reyni að halda sig innan rammans sem hún setti í lokaverkefninu sínu. Ramminn er að húsið hafi verið byggt fyrir 1925 og einhvern tímann hafi verið búið í því, eða það notað til að gista í því. „Reyndar hef ég fjallað um yngri hús, því mér hefur þótt saga þeirra eiga erindi á vefinn. En þegar ég byrja að skrifa til dæmis um hús á Akranesi eða Hafnarfirði er handhægast að skrifa um fleiri hús á sama stað, því þá er ég að nota sömu heimildirnar sem ég er þá búin að ná mér í. Nú síðast tók ég til dæmis skurk í húsum á Hofsósi og nágrenni, því ég var með 10. bindi Byggðasögu Skagafjarðar við höndina,“ segir Guðlaug. Nokkrar ástæður fyrir flutningi Guðlaug segir að það megi skipta ástæðum fyrir húsaflutningum í nokkra meginflokka. „Ein ástæða tengist breyttu skipulagi eða nýbyggingum. Dæmi um þetta er til dæmis þegar Sementsverksmiðjan var reist á Akranesi var fjöldi húsa fluttur frá því svæði og eiginlega mynduð ný gata með flutningshúsum á Presthúsabraut. Annað dæmi er þegar flugvöllurinn var gerður í Vatnsmýrinni. Þá voru mörg hús flutt úr Skerjafirðinum, flest inn á Teiga.“ Dæmi um það er hús að Hrísateig 37 sem var áður á Hörpugötu 32. Þá segir hún aðra ástæðu vera þegar hús hafi verið flutt af hættusvæðum. „Bæði vegna ofanflóðahættu og vegna ágangs sjávar. Hér má nefna að hús voru flutt vegna hættu á aur- og snjóflóðum úr Bjólfinum í norðanverðum Seyðisfirði og nú er einmitt verið að flytja hús vegna skriðuhættu í sunnanverðum firðinum.“ Sólstaðir eða Fiskhóll var byggður árið 1907 í Nesjahreppi og svo flutt þrisvar. Húsið stendur nú á Höfn. 1918 var húsið dregið af 12 hestum á ís eftir Hornafirði. 1919 var það dregið með spili. 1920 var húsið flutt sjóleiðis í pörtum.Vísir/Vilhelm Þá segir hún dæmi um að heil þorp hafi lagst í eyði og hús flutt þaðan. Sem dæmi verslunarstaðir eins og Grafarós á Höfðaströnd við Hofsós, og útgerðarstaðir eins og til dæmis Skála á Langanesi, Kálfshamarsvík á Skaga og Viðey. Stöðugur timburskortur Hún segir eigendur einnig oft hafa haft persónulegar ástæður fyrir því að flytja húsin. „Þeir fluttu búferlum og tóku hús sín með sér eða seldu húsið sitt öðrum sem vildi nota það annars staðar. En undirrótin var alltaf sú að á Íslandi vantaði alltaf timbur og húsaviðir voru afar verðmætir. Nýta þurfti hverja einustu spýtu vel og það var stundum gert aftur og aftur. Dæmi eru um að hús hafi verið flutt oftar en einu sinni og loks voru síðustu heillegustu spýturnar notaðar í að gera reykhús, inni í fjárhúsi eða í girðingarstaura og restin notuð sem eldiviður.“ Hún segir að þegar hún fór að skoða húsaflutninga á Íslandi hafi henni strax þótt mjög athyglisvert hversu lítið það virtist vefjast fyrir mönnum að flytja húsin sín, jafnvel landshorna á milli, löngu áður en til voru kranar eða flutningabílar. „Og hversu algengt það hafði verið. Mér hefði aldrei dottið í hug að svona mörg hús hafi verið flutt,“ segir Guðlaug. Það séu örugglega ekki öll kurl komin til grafar því hún sé enn að heyra af „nýjum“ húsaflutningum. Húsin jafnvel tekin í sundur Hún segir innviði þó hafa verið allt öðruvísi á þessum tíma og því öðruvísi flókið að flytja hús á milli heimilisfanga þá og í dag. „Það var að einhverju leyti ekki eins mikið fyrirtæki að flytja húsin hér áður fyrr. Það þurfti til dæmis ekkert að hugsa um raf-, vatns- eða skolplagnir þegar þau voru flutt og húsin voru kannski ekki með skorstein. Á þeim tíma voru ekki aðgengilegar græjurnar sem við eigum í dag og að því leytinu til flóknara að flytja þau. Núna eru settir járnbitar undir húsin og stroffað í gegnum gluggana og það híft upp. Ef það er verið að flytja þau í heilu lagi,“ segir Guðlaug. Það hafi ekki endilega verið gert þannig áður. Húsin hafi oft verið flutt tilsniðin til landsins og sett saman hér. „Það var algengara áður að þau væru tekin niður og þau flutt. Þá voru viðirnir jafnvel merktir og engar skrúfur voru notaðar. Bara hægt að taka húsið í sundur spýtu fyrir spýtu og púsla þeim svo saman aftur.“ Árvakur hf., útgáfufélag Morgunblaðisins, keypti þetta hús af KFUM árið 1951, þegar til stóð að byggja stórhýsi blaðsins við Aðalstræti. Félagið seldi svokölluðum Hólakotsbræðrum (Aðalsteinn, Guðmundur og Ingólfur Guðmundssynir) húsið og þeir fluttu það að Efstasundi 99.Vísir/Vilhelm Guðlaug segir marga húsaflutninga í uppáhaldi. „Uppáhaldsflutningurinn minn er eiginlega sá sem ég er að skrifa um hverju sinni en mér finnst samt meira gaman að skrifa um hús sem enn standa en þau sem eru horfin. Mér finnst það líka fróðlegt þegar ég finn einhverjar heimildir um hvernig húsið var flutt og svo finnst mér alltaf athyglisvert þegar ég fjalla um hús sem konur hafa látið flytja eða byggja.“ Hún segir dæmi um slík hús til að mynda hús við Skipasund 79, sem Halldóra Bjarnadóttir hjúkrunarkona lét flytja frá Vatnsleysuströnd, og hús við Vesturgötu 27b sem Sesselja Ólafsdóttir ljósmóðir lét byggja við Skólavörðustíg 14. Skráir konurnar líka sem eigendur Guðlaug segir að áður fyrr hafi eignir aldrei verið skráðar á konur en hún skrái samt sem áður alltaf líka konuna sem bjó í húsinu. „Ég reyni alltaf að komast að því hver kona mannanna var sem var skráður sem eigandi hússins og skrifa það fullum fetum að þau hafi verið fyrstu eigendur ef þau voru gift. En í opinberum gögnum er hann alltaf skráður bara eigandi. Það er algjör undantekning ef hjónin eru bæði nefnd.“ Þetta hús við Vesturgötu 27b var upphaflega við Skólavörðustíg 14 en var flutt á Vesturgötu árið 1980.Vísir/Vilhelm Samkvæmt lögum á þessum tíma höfðu karlmenn samkvæmt lögum yfirráð yfir eigum bús. Því var breytt 1923. Þá komst fyrst á fullt jafnræði með hjónum þar sem þau réðu hvort um sig sínum eignum og fé. „Þetta er sem betur fer breytt í dag. En í þeim heimildum sem ég nota, eins og frá byggðasöfnum, þá eru konurnar sjaldnast nefndar og jafnvel ekki í minningarorðum. En ég reyni alltaf að komast að því hvort þeir hafi átt konur og skrái þau bæði sem eigendur.“ Húsið flutt á handvagni Annar flutningur sem er í uppáhaldi er flutningur Sólstaða úr Nesjum til Hafnar í Hornafirði 1918 til 1920, og einnig þegar Einar Benediktsson skáld lét flytja stærðarinnar íbúðarhús frá Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum vestur að Stóra-Hofi á Rangárvöllum yfir stórfljót og vegleysur árið 1905. Svo megi líka nefna hús sem eigandinn flutti á handvagni frá Túngötu suður á Grímsstaðaholt 1929. Svo finnst mér mjög skemmtilegt að rekast á upplýsingar um flutning á húsi sem ég þekki vel, en hafði ekki hugmynd um að hafði verið flutt. Til dæmis Laugavegur 32 og Skipasund 68 og 87 Húsið sem nú stendur við Laugaveg 32 var sem dæmi byggt árið 1901 og var þá við Bessastaði á Álftanesi. Húsið var svo flutt árið 1913 á Laugaveg. Húsið sem nú stendur við Skipasund 87 var byggt árið 1883 fyrir þáverandi landlækni, Hans Jacob George Schierbeck. Hann fékk lóð úthlutað við Aðalstræti sem var mótmælt nokkuð mikið.Vísir/Vilhelm Húsið við Skipasund 68 var byggt árið 1905 og var þá á Grettisgötu í miðbæ Reykjavíkur. Húsið var svo flutt árið 1946 í Skipasund. Þegar húsið var við Grettisgötu var í því margs konar starfsemi eins og saumastofa og gullsmíðaverkstæði. Húsið sem nú stendur við Skipasund 87 var byggt árið 1883 fyrir þáverandi landlækni. Húsið var þá við Aðalstræti 11 og svo flutt árið 1951 í Skipasund. Hús flutt fimm sinnum Svo eru nokkur dæmi um hús sem hafa verið flutt oftar en einu sinni. „Það er til dæmis hús á Álagranda 4. Það er búið að flytja það þrisvar sinnum,“ segir Guðlaug. Húsið var byggt 1906 til 1907 á Patreksfirði. Það var fyrst flutt árið 1918 að Kleifarstöð í Ingólfsfirði og svo 1922 að Laugavegi 86 í Reykjavík. Árið 2004 var það svo flutt á Álagranda í Vesturbæ Reykjavíkur. Hún segir annan skemmtilegan flutning Gilsstofu á Byggðasafninu í Skagafirði. „Það er búið að flytja það margoft. Það er búið að flytja það fimm sinnum. Það var færanleg skrifstofa hjá sýslumanninum. Þegar það var skipt um sýslumanninn þá fylgdi húsið með og fór þangað þar sem sýslumaðurinn bjó,“ segir Guðlaug. Fram kemur á síðunni hennar að húsið var byggt 1849 og flutt fimm sinnum, síðast árið 1996 á Byggðasafnið. Húsið var fyrir það í Blönduhlíð, á Sauðárkróki og á tveimur stöðum í Skagafirði. Þá segir hún Skerðingsstaði í Dölunum einnig hafa verið flutta nokkrum sinnum. Á vefnum kemur fram að húsið var byggt 1876 af Boga og Oddnýju Smith. Þá var húsið á Arnarbæli við Fellsströnd og svo flutt 1894 að Hvammi í Dölunum. Þá var húsið flutt á flekum sjóleiðis. Árið 1951 var það svo aftur flutt í heilu lagi á ís á sleða sem var dreginn af jarðýtu. Húsið á myndinni var byggt á Grettisgötu árið 105. Þegar til stóð að reisa veglegt fjölbýlishús á lóðinni við Grettisgötu var gamla húsið flutt að Skipasundi 68 og stendur þar enn lítið breytt.Vísir/Vilhelm Guðlaug segir enga formlega skráningu á húsaflutningum til neins staðar. „Þess vegna getur þetta verið mjög snúið og stundum líkast einhverri spæjaravinnu. Það er mjög misjafnt og jafnvel tilviljanakennt hvernig ég hef komist yfir þær upplýsingar sem ég er með. Ég hef reyndar farið töluvert markvisst yfir ýmsar byggðasögubækur og maðurinn minn er mikill ævisögulesari og hann opnar varla bók án þess að finna eitt eða tvö flutningshús.“ Þá segist Guðlaug oft fá upplýsingar frá fólki um flutningshús þegar hún hefur verið að spyrja um eitthvað annað hús. Þá hafi leit á timarit.is og á Sarpi og fleiri ljósmyndasöfnum skilað henni miklu. Þá hafi síðustu ár samfélagsmiðlar eins og Facebook einnig skilað henni upplýsingum um nokkuð mörg hús. Það hefur líka flækt málin að það virðist ekki vera nein samræmd regla um hvernig byggingarár húsa er skráð í fasteignaskrá Stundum er upphaflega byggingarárið látið halda sér þegar hús er flutt og stundum er flutningsárið skráð sem byggingarár. Það eru líka mörg dæmi um að þegar húsi var breytt, til dæmis byggt við það, er það ár sem það var gert skráð sem byggingarár. Svo hef ég líka rekið mig á að þegar „nýtt“ hús var tekið út í fyrsta skipti kemur alls ekki alltaf fram að húsið hafi verið flutt á þennan nýja byggingarstað.“ Guðlaug segist hafa í gegnum tíðina haft samband við byggingafulltrúa um land allt til að spyrjast fyrir um húsaflutninga en hafi ekki endilega borist svör. „Þeir hafa víst eitthvað annað að gera við tímann sinn en að svara þannig kvabbi. Hins vegar hefur starfsfólk byggðasafna verið mjög hjálpsamt, sérstaklega vinkonur mínar á Borgarsögusafni og Byggðasafni Hafnarfjarðar.“ Heldur áfram að safna húsaflutningum Guðlaug segir oft erfitt að skera úr um hvort það ætti að tala um að hús hafi þá verið flutt eða viður úr eldra húsi notaður í nýtt. „Til þess að skera endanlega úr svona pælingum þarf stundum að leggjast í mikla rannsóknarvinnu bæði á heimildum og auðvitað húsinu sjálfu. Einhverjum finnst kannski að ég fari full frjálslega með í einhverjum tilvikum þegar ég tala um að hús hafi verið flutt, en það er líka bara skemmtileg umræða.“ Guðlaug er hvergi nærri hætt og hvetur fólk til að hafa samband viti það um hús sem hafi verið flutt en sé ekki fjallað um á síðunni hennar. En einnig ef fólk veit eitthvað um húsin sem hún hefur skrifað um. Hægt er að hafa samband við hana í gegnum vefinn á slóðinni https://husaflutningar.is/ og á hópnum Með hús í farangrinum á Facebook. „Þar eru allir velkomnir og geta fylgst með því sem ég er að gera. Þar set ég inn upplýsingar um það sem ég er að fást við hverju sinni.“
Skipulag Reykjavík Sveitarfélagið Hornafjörður Vesturbyggð Söfn Fornminjar Húsavernd Skagafjörður Akranes Múlaþing Tengdar fréttir Börn fylgdust hugfangin með húsaflutningi Krakkarnir á leikskólanum Dvergasteini í vesturbænum fylgdust hugfangin með þegar nýtt hús fyrir leikskólann var híft af vörubíl og látið síga niður á lóðina þar sem það verður látið standa. Húsið var flutt frá grunnskólanum í Norðlingaholti og að Ánanaustum í nótt í fylgd lögreglu. Vonast er til að það verði tekið í notkun í næsta mánuði en þar verður starfrækt leikskóladeild fyrir börn fædd árið 2009. 25. ágúst 2011 20:00 Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Fleiri fréttir Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Sjá meira
Börn fylgdust hugfangin með húsaflutningi Krakkarnir á leikskólanum Dvergasteini í vesturbænum fylgdust hugfangin með þegar nýtt hús fyrir leikskólann var híft af vörubíl og látið síga niður á lóðina þar sem það verður látið standa. Húsið var flutt frá grunnskólanum í Norðlingaholti og að Ánanaustum í nótt í fylgd lögreglu. Vonast er til að það verði tekið í notkun í næsta mánuði en þar verður starfrækt leikskóladeild fyrir börn fædd árið 2009. 25. ágúst 2011 20:00