Gaf langömmu tattú í afmælisgjöf Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 28. september 2024 07:33 Afmælisgjöf Ronju til Arnheiðar langömmu sló svo sannarlega í gegn. Langamma á Akureyri segir vini sína hlæja að nýju skrauti á handlegg hennar sem þeim finnst öllum hræðilegt. Langömmubarnið kom á óvart með óvæntri afmælisgjöf sem ekki var hægt að hafna. Þær stöllur fengu sér samstæð húðflúr á upphandlegginn. „Mér finnst sambandið okkar svo dýrmætt, það eru ekkert allir svo heppnir að kynnast langömmum sínum eins og ég. Mig langaði að gefa henni eitthvað alveg einstakt,“ segir Ronja Axelsdóttir tvítug Akureyrarmær. Hún kom langömmu sinni rækilega á óvart í vor. Brandari í byrjun Arnheiður Kristinsdóttir er fædd árið 1940 og fagnaði því 84 ára afmælisdeginum í maí á þessu ári. „Þetta byrjaði nú bara þannig að langömmubarnið mitt hún Ronja kom til mín og sagði: „Amma, mig langar svo að gefa þér pínulitla gjöf,“ segir Arnheiður. „Já, takk og hvað er það?“ spurði ég. Ronja og Arnheiður eiga einstaklega náið og gott samband.Aðsend „Tattú!“ svaraði hún þá. Ég er enn að hlæja að þessu. Svo liðu einhverjar vikur og þá hringir Ronja í mig og tilkynnir mér að núna sé hún búin að panta tíma fyrir okkur. „Nei, nei, gleymum þessu bara,“ sagði ég, en hún Ronja tók það sko ekki í mál!“ Ronja er eitt af fjórum langömmubörnum Arnheiðar. „Þetta var nú eiginlega hálfgert djók þarna í byrjun en svo var ég ofboðslega glöð og þakklát fyrir að hún vildi þiggja þessa gjöf frá mér,“ segir Ronja. Út fyrir þægindarammann Í ágúst mættu þær Ronja og Arnheiður síðan á húðflúrstofuna Víkingstattú á Akureyri. „Ég ætlaði fyrst að fá mér tattú í lófann, en svo var það ekki hægt af því að húðin er of viðkvæm á því svæði. Þannig að ég endaði á því að fá mér lítið tattú á upphandlegginn,“ segir Arnheiður. Tattúið sem varð fyrir valinu hjá þeim stöllum er óneitanlega dálítið sérstakt. Arnheiður starfaði í mörg ár sem tannsmiður og rak eigin stofu; Tannsmíðastofu Arnheiðar Kristinsdóttur á Akureyri. Út frá því spratt upp sú hugmynd að þær stöllur myndu fá sér tattú af jaxli. Nánar tiltekið sex ára jaxli. „Ég elska nefnilega fallegar tennur og mér fannt þessi sex ára jaxl svo fallegur,“ segir Arnheiður. Tattúásetning að hefjast og Arnheiður komin í gírinn.Aðsend Ferlið tók tæpa klukkustund en þær Arnheiður og Ronja enduðu á að dvelja í tæpa tvo tíma á húðflúrstofunni og áttu notalega stund saman. Tattúásetning er ekki beinlínis sársaukalaus en hin 84 ára gamla Arnheiður lét engan billbug á sér finna í stólnum. Arnheiður er hæstánægð með útkomuna og Ronja sömuleiðis. Lokaútkoman, á tvítugum og 84 ára handlegg.Aðsend „Ég mæli nú bara með því fyrir allar konur á mínum aldri að hætta að telja árin og bara drífa sig og fá sér tattú, eitthvað fallegt sem hefur merkingu fyrir þær. Það er svo gaman að gleðja sjálfan sig. Það gefur lífinu gildi,“ segir hún og Ronja tekur undir. „Það er alltaf gaman að fara út fyrir þægindarammann.“ Misgóðar undirtektir Ronja tók myndir af ferlinu og sýndi afraksturinn í færslu á TikTok sem vakið hefur mikla lukku. „Fólki finnst þetta mjög „iconic“ og ég hef fengið að heyra að ég eigi einstaklega kúl langömmu,” segir Ronja. Sitt sýnist hverjum hins vegar á meðal vina og jafnaldra Arnheiðar. Langamman og langömmubarnið eru alsælar með útkomuna.Aðsend „Mörgum finnst þetta voða fyndið, en engum finnst þetta fallegt, nema mér. Vinkonum mínum og fólkinu mínu finnst þetta alveg hræðilegt!” Helduru að þú fáir þér kanski fleiri tattú í framtíðinni? „Úff, nei, ég læt þetta eina nú bara duga, ég fer ekki með meira af þessu í gröfina!” Akureyri Húðflúr Tímamót Eldri borgarar Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Sjá meira
„Mér finnst sambandið okkar svo dýrmætt, það eru ekkert allir svo heppnir að kynnast langömmum sínum eins og ég. Mig langaði að gefa henni eitthvað alveg einstakt,“ segir Ronja Axelsdóttir tvítug Akureyrarmær. Hún kom langömmu sinni rækilega á óvart í vor. Brandari í byrjun Arnheiður Kristinsdóttir er fædd árið 1940 og fagnaði því 84 ára afmælisdeginum í maí á þessu ári. „Þetta byrjaði nú bara þannig að langömmubarnið mitt hún Ronja kom til mín og sagði: „Amma, mig langar svo að gefa þér pínulitla gjöf,“ segir Arnheiður. „Já, takk og hvað er það?“ spurði ég. Ronja og Arnheiður eiga einstaklega náið og gott samband.Aðsend „Tattú!“ svaraði hún þá. Ég er enn að hlæja að þessu. Svo liðu einhverjar vikur og þá hringir Ronja í mig og tilkynnir mér að núna sé hún búin að panta tíma fyrir okkur. „Nei, nei, gleymum þessu bara,“ sagði ég, en hún Ronja tók það sko ekki í mál!“ Ronja er eitt af fjórum langömmubörnum Arnheiðar. „Þetta var nú eiginlega hálfgert djók þarna í byrjun en svo var ég ofboðslega glöð og þakklát fyrir að hún vildi þiggja þessa gjöf frá mér,“ segir Ronja. Út fyrir þægindarammann Í ágúst mættu þær Ronja og Arnheiður síðan á húðflúrstofuna Víkingstattú á Akureyri. „Ég ætlaði fyrst að fá mér tattú í lófann, en svo var það ekki hægt af því að húðin er of viðkvæm á því svæði. Þannig að ég endaði á því að fá mér lítið tattú á upphandlegginn,“ segir Arnheiður. Tattúið sem varð fyrir valinu hjá þeim stöllum er óneitanlega dálítið sérstakt. Arnheiður starfaði í mörg ár sem tannsmiður og rak eigin stofu; Tannsmíðastofu Arnheiðar Kristinsdóttur á Akureyri. Út frá því spratt upp sú hugmynd að þær stöllur myndu fá sér tattú af jaxli. Nánar tiltekið sex ára jaxli. „Ég elska nefnilega fallegar tennur og mér fannt þessi sex ára jaxl svo fallegur,“ segir Arnheiður. Tattúásetning að hefjast og Arnheiður komin í gírinn.Aðsend Ferlið tók tæpa klukkustund en þær Arnheiður og Ronja enduðu á að dvelja í tæpa tvo tíma á húðflúrstofunni og áttu notalega stund saman. Tattúásetning er ekki beinlínis sársaukalaus en hin 84 ára gamla Arnheiður lét engan billbug á sér finna í stólnum. Arnheiður er hæstánægð með útkomuna og Ronja sömuleiðis. Lokaútkoman, á tvítugum og 84 ára handlegg.Aðsend „Ég mæli nú bara með því fyrir allar konur á mínum aldri að hætta að telja árin og bara drífa sig og fá sér tattú, eitthvað fallegt sem hefur merkingu fyrir þær. Það er svo gaman að gleðja sjálfan sig. Það gefur lífinu gildi,“ segir hún og Ronja tekur undir. „Það er alltaf gaman að fara út fyrir þægindarammann.“ Misgóðar undirtektir Ronja tók myndir af ferlinu og sýndi afraksturinn í færslu á TikTok sem vakið hefur mikla lukku. „Fólki finnst þetta mjög „iconic“ og ég hef fengið að heyra að ég eigi einstaklega kúl langömmu,” segir Ronja. Sitt sýnist hverjum hins vegar á meðal vina og jafnaldra Arnheiðar. Langamman og langömmubarnið eru alsælar með útkomuna.Aðsend „Mörgum finnst þetta voða fyndið, en engum finnst þetta fallegt, nema mér. Vinkonum mínum og fólkinu mínu finnst þetta alveg hræðilegt!” Helduru að þú fáir þér kanski fleiri tattú í framtíðinni? „Úff, nei, ég læt þetta eina nú bara duga, ég fer ekki með meira af þessu í gröfina!”
Akureyri Húðflúr Tímamót Eldri borgarar Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Sjá meira