Þegar hveitið er dýrara en brauðið Benedikt Gíslason skrifar 13. september 2024 15:00 Bankar starfa ekki í tómarúmi. Þeir mótast um margt af því umhverfi sem þeir starfa í. Bankar eiga ekki þá fjármuni sem þeir lána nema að litlu leyti. Meginhlutverk okkar sem störfum í bönkunum er í raun að miðla fjármunum annarra, þ.e. taka við sparifé og miðla því áfram til þeirra sem vilja eða þurfa lánsfé til að fjárfesta; hvort sem það er til einstaklinga sem fjárfesta í íbúðarhúsnæði eða fyrirtækja sem vilja efla starfsemi sína. Miklu skiptir að við förum vel með þá fjármuni sem fólk, fyrirtæki og fjárfestar treysta okkur fyrir. Það fjármagn sem við fáum að láni til að miðla áfram kemur fyrst og fremst til okkar í formi innlána og í gegnum skuldabréfaútgáfu okkar, bæði hér á landi, þar sem lífeyrissjóðir eru stærstu kaupendur, og erlendis. Og af þessum lánum borgum við vexti. Munurinn á þeim vöxtum, sem við borgum og þeim vöxtum sem við leggjum á okkar útlán, kallast vaxtamunur og er megintekjustoð banka. Það er dýrt þegar verðbólga lækkar en stýrivextir ekki Ef við skoðum fyrst skuldabréfamarkaðinn þá eru nú uppi nokkuð óvenjulegar aðstæður þar sem væntingar til verðbólgu annars vegar og vaxta hins vegar eru ólíkar. Síðastliðinn mánuð hafa væntingar markaðarins til verðbólgu til skemmri tíma verið á þann veg að hún muni lækka en nær engar væntingar eru um að stýrivextir lækki í bráð. Þessar ólíku væntingar til vaxta og verðbólgu leiða til þess að kostnaður bankanna við útgáfu verðtryggðra skuldabréfa til skamms tíma, okkar helstu fjármögnunarleiðar þegar kemur að verðtryggðum íbúðalánum, hefur hækkað umtalsvert. Það er einfaldlega svo að þegar stýrivextir lækka ekki í takt við lækkandi verðbólgu þá hækka verðtryggðir vextir. Þess vegna þurftum við nýverið að hækka vexti verðtryggðra lána. Vegna þessara ólíku væntinga gera fjárfestar skuldabréfa í dag kröfu um 5% vexti ofan á verðbætur fyrir það lánsfé sem þeir veita bönkunum í gegnum skuldabréfamarkaðinn; lánsfé sem bankarnir nota til að veita verðtryggð íbúðalán með breytilegum vöxtum. Þannig væri í dag hægt að taka íbúðalán hjá banka og nota það til að kaupa skuldabréf útgefið af sama banka, nú eða ríkisskuldabréf, og hagnast yfir 1% á ári. Ef við tökum dæmi til einföldunar þá væri þetta eins og ef bakari seldi brauðið ódýrar en hveitið sem þarf til að búa það til, sem auðvitað gengur ekki til lengdar. Hæstu innlánavextir í hinum vestræna heimi? Stýrivextir Seðlabankans hafa nokkuð afgerandi áhrif á vexti óverðtryggðra innlána og útlána. Ef við horfum til innlána þá eru vextir þeirra líklega með því hæsta sem gerist í heiminum í dag, vegna hárra stýrivaxta og harðrar samkeppni á innlánamarkaði. Nýir aðilar á bankamarkaði, sem ekki sinna hinu hefðbundna hlutverki banka sem milliliðir heldur leggja innlánin að mestu inn hjá Seðlabankanum, hafa boðið kjör sem slaga hátt upp í stýrivexti – fjármagnseigendum til góða. Hefðbundnari bankar hafa eðlilega þurft að verja sína mikilvægustu fjármögnunarleið og því fylgt fast á eftir og boðið viðskiptavinum sínum hærri vexti á innlán. Í dag er Arion að borga hátt í 8% vexti fyrir óbundin óverðtryggð innlán sem gegna mikilvægu hlutverki í fjármögnun þeirra íbúðalána sem við veitum, bæði verðtryggðra og óverðtryggðra. Tímabundið ástand sem þarf að bregðast við Markmið mitt með þessum greinarstúf er að benda á að bankar verða að bregðast við breytingum í umhverfinu. Vegna aðgerða Seðlabankans eru vextir hér á landi háir og fjármögnun dýr og við höfum þurft að bregðast við því. Eftirlitsaðilar, lánshæfismatsfyrirtæki og fjármögnunaraðilar horfa til okkar og neikvæður viðsnúningur í starfsemi okkar gæti fljótt haft neikvæð áhrif á aðgengi okkar að lánsfé og keyrt upp fjármögnunarkostnað sem á endanum myndi bitna harðast á viðskiptavinum okkar. Ég vonast til þess að væntingar um þróun verðbólgu og vaxta verði samstiga á næstunni og að vaxtastig hér á landi lækki því þá skapast forsendur til að lækka vexti íbúðalána aftur. Þegar það gerist munum við, eins og í dag, verðleggja brauðið í samræmi við hveitið. Höfundur er bankastjóri Arion banka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arion banki Fjármálafyrirtæki Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Bankar starfa ekki í tómarúmi. Þeir mótast um margt af því umhverfi sem þeir starfa í. Bankar eiga ekki þá fjármuni sem þeir lána nema að litlu leyti. Meginhlutverk okkar sem störfum í bönkunum er í raun að miðla fjármunum annarra, þ.e. taka við sparifé og miðla því áfram til þeirra sem vilja eða þurfa lánsfé til að fjárfesta; hvort sem það er til einstaklinga sem fjárfesta í íbúðarhúsnæði eða fyrirtækja sem vilja efla starfsemi sína. Miklu skiptir að við förum vel með þá fjármuni sem fólk, fyrirtæki og fjárfestar treysta okkur fyrir. Það fjármagn sem við fáum að láni til að miðla áfram kemur fyrst og fremst til okkar í formi innlána og í gegnum skuldabréfaútgáfu okkar, bæði hér á landi, þar sem lífeyrissjóðir eru stærstu kaupendur, og erlendis. Og af þessum lánum borgum við vexti. Munurinn á þeim vöxtum, sem við borgum og þeim vöxtum sem við leggjum á okkar útlán, kallast vaxtamunur og er megintekjustoð banka. Það er dýrt þegar verðbólga lækkar en stýrivextir ekki Ef við skoðum fyrst skuldabréfamarkaðinn þá eru nú uppi nokkuð óvenjulegar aðstæður þar sem væntingar til verðbólgu annars vegar og vaxta hins vegar eru ólíkar. Síðastliðinn mánuð hafa væntingar markaðarins til verðbólgu til skemmri tíma verið á þann veg að hún muni lækka en nær engar væntingar eru um að stýrivextir lækki í bráð. Þessar ólíku væntingar til vaxta og verðbólgu leiða til þess að kostnaður bankanna við útgáfu verðtryggðra skuldabréfa til skamms tíma, okkar helstu fjármögnunarleiðar þegar kemur að verðtryggðum íbúðalánum, hefur hækkað umtalsvert. Það er einfaldlega svo að þegar stýrivextir lækka ekki í takt við lækkandi verðbólgu þá hækka verðtryggðir vextir. Þess vegna þurftum við nýverið að hækka vexti verðtryggðra lána. Vegna þessara ólíku væntinga gera fjárfestar skuldabréfa í dag kröfu um 5% vexti ofan á verðbætur fyrir það lánsfé sem þeir veita bönkunum í gegnum skuldabréfamarkaðinn; lánsfé sem bankarnir nota til að veita verðtryggð íbúðalán með breytilegum vöxtum. Þannig væri í dag hægt að taka íbúðalán hjá banka og nota það til að kaupa skuldabréf útgefið af sama banka, nú eða ríkisskuldabréf, og hagnast yfir 1% á ári. Ef við tökum dæmi til einföldunar þá væri þetta eins og ef bakari seldi brauðið ódýrar en hveitið sem þarf til að búa það til, sem auðvitað gengur ekki til lengdar. Hæstu innlánavextir í hinum vestræna heimi? Stýrivextir Seðlabankans hafa nokkuð afgerandi áhrif á vexti óverðtryggðra innlána og útlána. Ef við horfum til innlána þá eru vextir þeirra líklega með því hæsta sem gerist í heiminum í dag, vegna hárra stýrivaxta og harðrar samkeppni á innlánamarkaði. Nýir aðilar á bankamarkaði, sem ekki sinna hinu hefðbundna hlutverki banka sem milliliðir heldur leggja innlánin að mestu inn hjá Seðlabankanum, hafa boðið kjör sem slaga hátt upp í stýrivexti – fjármagnseigendum til góða. Hefðbundnari bankar hafa eðlilega þurft að verja sína mikilvægustu fjármögnunarleið og því fylgt fast á eftir og boðið viðskiptavinum sínum hærri vexti á innlán. Í dag er Arion að borga hátt í 8% vexti fyrir óbundin óverðtryggð innlán sem gegna mikilvægu hlutverki í fjármögnun þeirra íbúðalána sem við veitum, bæði verðtryggðra og óverðtryggðra. Tímabundið ástand sem þarf að bregðast við Markmið mitt með þessum greinarstúf er að benda á að bankar verða að bregðast við breytingum í umhverfinu. Vegna aðgerða Seðlabankans eru vextir hér á landi háir og fjármögnun dýr og við höfum þurft að bregðast við því. Eftirlitsaðilar, lánshæfismatsfyrirtæki og fjármögnunaraðilar horfa til okkar og neikvæður viðsnúningur í starfsemi okkar gæti fljótt haft neikvæð áhrif á aðgengi okkar að lánsfé og keyrt upp fjármögnunarkostnað sem á endanum myndi bitna harðast á viðskiptavinum okkar. Ég vonast til þess að væntingar um þróun verðbólgu og vaxta verði samstiga á næstunni og að vaxtastig hér á landi lækki því þá skapast forsendur til að lækka vexti íbúðalána aftur. Þegar það gerist munum við, eins og í dag, verðleggja brauðið í samræmi við hveitið. Höfundur er bankastjóri Arion banka.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun