Þörf á úrræðum fyrir hátt í hundrað og þrjátíu börn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. september 2024 13:30 Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, átti sæti í stýrihópnum sem skilaði skýrslu til ráðherra fyrir rúmu ári síðan. Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa óskað eftir fundi með ráðherrum og kallað er eftir því að skýrsla sem hefur legið ofan í skúffu í rúmt ár verði tekin upp. Samkvæmt henni er þörf á úrræðum fyrir um eitt hundrað og þrjátíu börn með fjölþættan vanda eða miklar þroska- eða geðraskanir. Fyrir rúmum tveimur árum skipaði mennta- og barnamálaráðherra stýrihóp sérfræðinga sem var falið að kortleggja og greina þjónustuþörf barna með fjölþættan vanda eða miklar þroska- og geðraskanir. Þá var hópnum falið að endurskoða fyrirkomulag úrræða og þjónustu. Hópurinn skilaði af sér skýrslu með tillögum fyrir rúmu ári, sem virðist hafa legið ofan í skúffu síðan. Málið strandar á fjármögnun að sögn Regínu Ásvaldsdóttur, bæjarstjóra Mosfellsbæjar, sem átti sæti í stýrihópnum. Hún segir bæjarstjóra í sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og borgarstjóra hafa óskað eftir fundi með ráðherrum sem málaflokkurinn heyrir undir. „Við bíðum bara eftir þeim fundi en viljum leggja áherslu á að þessi skýrsla verði tekin upp og að unnið verði eftir henni,“ segir Regína. Regína bendir á að það hafi gengið vel að stytta biðlista á Bugl. Í dag bíða börn að meðaltali í um þrjá mánuði eftir þjónustu, sem Regína segir þó enn vera of langan tíma. Tugir á biðlista Samkvæmt kortlagningu hópsins þurftu 127 börn á úrræðum að halda þegar skýrslan var unnin. Hluti þeirra var þegar í þjónustu en tugir á biðlista. Í skýrslunni eru lögð til nokkur úrræði en Regína leggur sérstaka áherslu á eitt þeirra; stigskiptan búsetukjarna þar sem börn gætu fengið þjónustu eftir þörfum. „Við gætum verið þar með mismunandi hópa en samnýtt starfsfólk og værum með eitt til tvö börn í hverri einingu þó þetta væri samrekið. Þetta eru þá börn með mjög alvarlegan geð- og þroskavanda og tengslaröskun,“ segir Regína og bætir við undir þennan hóp falli börn sem eru sum hver vistuð í einkareknum úrræðum í dag, líkt og í Klettabæ og Vinakoti. Þess fyrir utan þurfi einnig að huga að ósakhæfum börnum sem þurfi vistun vegna alvarlegra afbrota. Þjónusta við hópinn er í skýrslunni sögð vera brotakennd, dreifð og flókin. Regína segir að með búsetukjarna sem þessum yrði til þekking í málaflokknum á einum stað. „Þarna held ég að sé afar brýnt að við komum upp miðlægri þjónustu og þekkingu sem hægt er að miðla. Við teljum að það þurfi að gera betur og að það þurfi að leysa úr þessum hnút sem fjármögnunin er,“ segir Regína. Börn og uppeldi Reykjavík Mosfellsbær Hafnarfjörður Kópavogur Garðabær Seltjarnarnes Geðheilbrigði Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Fyrir rúmum tveimur árum skipaði mennta- og barnamálaráðherra stýrihóp sérfræðinga sem var falið að kortleggja og greina þjónustuþörf barna með fjölþættan vanda eða miklar þroska- og geðraskanir. Þá var hópnum falið að endurskoða fyrirkomulag úrræða og þjónustu. Hópurinn skilaði af sér skýrslu með tillögum fyrir rúmu ári, sem virðist hafa legið ofan í skúffu síðan. Málið strandar á fjármögnun að sögn Regínu Ásvaldsdóttur, bæjarstjóra Mosfellsbæjar, sem átti sæti í stýrihópnum. Hún segir bæjarstjóra í sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og borgarstjóra hafa óskað eftir fundi með ráðherrum sem málaflokkurinn heyrir undir. „Við bíðum bara eftir þeim fundi en viljum leggja áherslu á að þessi skýrsla verði tekin upp og að unnið verði eftir henni,“ segir Regína. Regína bendir á að það hafi gengið vel að stytta biðlista á Bugl. Í dag bíða börn að meðaltali í um þrjá mánuði eftir þjónustu, sem Regína segir þó enn vera of langan tíma. Tugir á biðlista Samkvæmt kortlagningu hópsins þurftu 127 börn á úrræðum að halda þegar skýrslan var unnin. Hluti þeirra var þegar í þjónustu en tugir á biðlista. Í skýrslunni eru lögð til nokkur úrræði en Regína leggur sérstaka áherslu á eitt þeirra; stigskiptan búsetukjarna þar sem börn gætu fengið þjónustu eftir þörfum. „Við gætum verið þar með mismunandi hópa en samnýtt starfsfólk og værum með eitt til tvö börn í hverri einingu þó þetta væri samrekið. Þetta eru þá börn með mjög alvarlegan geð- og þroskavanda og tengslaröskun,“ segir Regína og bætir við undir þennan hóp falli börn sem eru sum hver vistuð í einkareknum úrræðum í dag, líkt og í Klettabæ og Vinakoti. Þess fyrir utan þurfi einnig að huga að ósakhæfum börnum sem þurfi vistun vegna alvarlegra afbrota. Þjónusta við hópinn er í skýrslunni sögð vera brotakennd, dreifð og flókin. Regína segir að með búsetukjarna sem þessum yrði til þekking í málaflokknum á einum stað. „Þarna held ég að sé afar brýnt að við komum upp miðlægri þjónustu og þekkingu sem hægt er að miðla. Við teljum að það þurfi að gera betur og að það þurfi að leysa úr þessum hnút sem fjármögnunin er,“ segir Regína.
Börn og uppeldi Reykjavík Mosfellsbær Hafnarfjörður Kópavogur Garðabær Seltjarnarnes Geðheilbrigði Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira