Emma Hayes: Karlarnir ekki tilbúnir fyrir kvenþjálfara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2024 07:01 Emma Hayes fagnar hér Ólympíugullinu með leikmönnum sinum Mallory Swanson, Alyssu Naeher, Lindsey Horan, Naomi Girma, Trinity Rodman og Sophiu Smith. Getty/Brad Smith Hver verður fyrsta konan til að taka við karlaliði í enska fótboltanum? Það gæti verið langt í það að við fáum svar við þeirri spurningu ef marka má einn besta kvenþjálfara heims. Emma Hayes, er þjálfari Ólympíumeistara Bandaríkjanna og hún er mjög ofarlega á blaði þegar talað er um bestu þjálfara kvennaboltans. Emma er líka í hóp þeirra kvenþjálfara sem sumir hafa fabúlerað um að gætu stigið skrefið yfir í karlaboltann. Hayes var einmitt spurð út í þetta í útvarpsþættinum Today á BBC. Umsjónarmaðurinn spurði hana þá hreint út í það hvort fótboltakarlar væru hreinlega tilbúnir fyrir það að fá kvenþjálfara. „Auðvitað eru þeir það ekki. Annars væri þetta orðið að veruleika,“ sagði Emma Hayes. Fjórðu deildarliðið Forest Green Rovers réði hana Hannah Dingley í fyrra og var þá fyrsta karlaliðið til að fá kvenþjálfara. Sú ráðning var þó aðeins tímabundin og hún entist stutt. „Ég hef sagt þetta milljón sinnum. Þú getur fundið kvenkyns flugmann, kvenkyns lækni, kvenkyns lögmann, kvenkyns bankastarfsmann en þú finnur ekki konu að þjálfara í karlaboltanum. Konu að leiða karla,“ sagði Hayes. Emma Hayes says the men's game is not ready to appoint female managers 🗣️ pic.twitter.com/LrVAQGQMjW— BBC Sport (@BBCSport) September 5, 2024 „Það sýnir bara að það er mikil vinna eftir. Að mínu mati snýst þetta um þá sem ráða. Þú verður að spyrja þá,“ sagði Hayes. Hayes gerði Chelsea sjö sinnum að Englandsmeisturum á tólf árum. Á þeim tíma skipti karlalið Chelsea margoft um knattspyrnustjóra. „Stundum heldur fólk að konur geti ekki sýrt búningsklefa með fullt af karlmönnum. Ég stýri um 25 mönnum á hverjum degi,“ sagði Hayes. „Ég held að leikmennirnir verði aldrei vandamálið. Þeir vilja láta þjálfa sig. Ef besti þjálfarakosturinn í boði er kona þá hljóta þeir að átta sig einhvern tímann á því að það sé best að ráða hana bara,“ sagði Hayes. Emma Hayes: "You can find a female pilot, a female doctor, a female lawyer, a female banker, but you can't find a female coach working in the men's game, leading men." pic.twitter.com/yWoQT7xyFu— BBC Sport (@BBCSport) September 5, 2024 Enski boltinn Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Handbolti Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Formúla 1 Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Sýndi ljóta áverka eftir fallið Sport Lést aðeins 39 ára eftir langa glímu við átröskun Sport Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Íslenski boltinn Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Fleiri fréttir Saka í aðalhltuverki hjá Arsenal „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Kom í veg fyrir spjald liðsfélaga síns hjá Chelsea Alisson snýr aftur í Liverpool liðið Coote rekinn úr ensku úrvalsdeildinni eftir alvarleg brot Getur ekki spilað fótbolta næsta árið eftir bílslysið Henti skónum í ruslið eftir leik en mátti ekki segja frá því Rooney ræður fyrrum aðstoðarmann Sir Alex til starfa Liverpool búið að bjóða Salah nýjan samning Ótrúleg endurkoma hjá Chelsea eftir afar erfiða byrjun Bournemouth og Leicester komu til baka á ævintýralegan hátt Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Antonio búinn í aðgerð Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Forest aftur á sigurbraut en United tapað tveimur í röð Jón Daði aftur utan hóps og ólíklegt talið að hann verði áfram hjá Wrexham Michail Antonio lenti í alvarlegu bílslysi Frábært gengi Brentford á heimavelli heldur áfram City kom tvisvar til baka á Selhurst Park Hélt að rauð viðvörun þýddi stórsigur Liverpool-manna Sjá meira
Emma Hayes, er þjálfari Ólympíumeistara Bandaríkjanna og hún er mjög ofarlega á blaði þegar talað er um bestu þjálfara kvennaboltans. Emma er líka í hóp þeirra kvenþjálfara sem sumir hafa fabúlerað um að gætu stigið skrefið yfir í karlaboltann. Hayes var einmitt spurð út í þetta í útvarpsþættinum Today á BBC. Umsjónarmaðurinn spurði hana þá hreint út í það hvort fótboltakarlar væru hreinlega tilbúnir fyrir það að fá kvenþjálfara. „Auðvitað eru þeir það ekki. Annars væri þetta orðið að veruleika,“ sagði Emma Hayes. Fjórðu deildarliðið Forest Green Rovers réði hana Hannah Dingley í fyrra og var þá fyrsta karlaliðið til að fá kvenþjálfara. Sú ráðning var þó aðeins tímabundin og hún entist stutt. „Ég hef sagt þetta milljón sinnum. Þú getur fundið kvenkyns flugmann, kvenkyns lækni, kvenkyns lögmann, kvenkyns bankastarfsmann en þú finnur ekki konu að þjálfara í karlaboltanum. Konu að leiða karla,“ sagði Hayes. Emma Hayes says the men's game is not ready to appoint female managers 🗣️ pic.twitter.com/LrVAQGQMjW— BBC Sport (@BBCSport) September 5, 2024 „Það sýnir bara að það er mikil vinna eftir. Að mínu mati snýst þetta um þá sem ráða. Þú verður að spyrja þá,“ sagði Hayes. Hayes gerði Chelsea sjö sinnum að Englandsmeisturum á tólf árum. Á þeim tíma skipti karlalið Chelsea margoft um knattspyrnustjóra. „Stundum heldur fólk að konur geti ekki sýrt búningsklefa með fullt af karlmönnum. Ég stýri um 25 mönnum á hverjum degi,“ sagði Hayes. „Ég held að leikmennirnir verði aldrei vandamálið. Þeir vilja láta þjálfa sig. Ef besti þjálfarakosturinn í boði er kona þá hljóta þeir að átta sig einhvern tímann á því að það sé best að ráða hana bara,“ sagði Hayes. Emma Hayes: "You can find a female pilot, a female doctor, a female lawyer, a female banker, but you can't find a female coach working in the men's game, leading men." pic.twitter.com/yWoQT7xyFu— BBC Sport (@BBCSport) September 5, 2024
Enski boltinn Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Handbolti Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Formúla 1 Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Sýndi ljóta áverka eftir fallið Sport Lést aðeins 39 ára eftir langa glímu við átröskun Sport Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Íslenski boltinn Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Fleiri fréttir Saka í aðalhltuverki hjá Arsenal „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Kom í veg fyrir spjald liðsfélaga síns hjá Chelsea Alisson snýr aftur í Liverpool liðið Coote rekinn úr ensku úrvalsdeildinni eftir alvarleg brot Getur ekki spilað fótbolta næsta árið eftir bílslysið Henti skónum í ruslið eftir leik en mátti ekki segja frá því Rooney ræður fyrrum aðstoðarmann Sir Alex til starfa Liverpool búið að bjóða Salah nýjan samning Ótrúleg endurkoma hjá Chelsea eftir afar erfiða byrjun Bournemouth og Leicester komu til baka á ævintýralegan hátt Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Antonio búinn í aðgerð Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Forest aftur á sigurbraut en United tapað tveimur í röð Jón Daði aftur utan hóps og ólíklegt talið að hann verði áfram hjá Wrexham Michail Antonio lenti í alvarlegu bílslysi Frábært gengi Brentford á heimavelli heldur áfram City kom tvisvar til baka á Selhurst Park Hélt að rauð viðvörun þýddi stórsigur Liverpool-manna Sjá meira