Mæðgurnar fengu nei í fyrstu tilraun en gefast ekki upp Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. september 2024 17:00 Sandra Sigrún ásamt Margréti móður sinni á mæðradaginn í maí síðastliðnum. Fjölskylda Söndru Sigrúnar Fenton vinnur nú að því með íslenskum lögmanni að reyna að fá hana framselda til Íslands. Lögmaðurinn hefur rætt við íslensk stjórnvöld og er í sambandi við dómsmálaráðuneytið vegna málsins. Sandra afplánar 37 ára fangelsi í kvennafangelsi í Virginíuríki í Bandaríkjunum. Dóminn hlaut hún fyrir vopnað rán án þess að hún hefði verið vopnuð. Hún segist hafa verið þvinguð til verknaðarins af vopnuðum fíkniefnasala. Fjallað er um vendingar í máli Söndru í nýjum þætti af Eftirmálum sem Nadine Guðrún Yaghi og Þórhildur Þorkelsdóttir halda utan um. Þar ræða þær við móður Söndru og íslenskan lögmann sem vinnur að því hörðum höndum að fá Söndru framselda til Íslands. Nei í fyrstu tilraun hefur frekar hvatt þau til dáða. Önnur tilraun verður gerð í febrúar. Áfengi og verkjalyf Foreldrar Söndru, þau Margrét Fenton og Bill Fenton, kynntust á níunda áratugnum þegar Bill gegndi herþjónustu hér á landi. Þau fluttu í kjölfarið til Flórídaríkis í Bandaríkjunum og eignuðust eldri dóttur sína, Kristínu Heru. Svo fæddist Sandra Sigrún sem er með tvöfalt ríkisfang. Í umfjöllun DV frá 2016 lýsti Margrét því hvernig Sandra hefði verið um fimmtán ára í blóma lífsins þegar hún leiddist hratt út í fíkniefnaneyslu. Hún rakti sviptingarnar annars vegar til kynferðisofbeldis og hins vegar alvarlegt bílslyss sem Sandra Sigrún lenti í. „Ég vissi áður að hún hafði verið að fikta við áfengi en þarna byrjaði vandamálið fyrir alvöru, fyrst verkjalyf og svo harðari efni. Þegar hún var komin út í kókaínneyslu bað hún mig um hjálp og óskaði eftir að ég myndi senda hana eitthvert þar sem hún gæti fengið hjálp. Hún vissi það sjálf að vandamálið væri alvarlegt. Hún fór tvisvar í meðferð þetta ár en það dugði ekki til,“ sagði Margrét í viðtalinu við DV árið 2016. Tvö bankarán sama daginn Í hönd fór tímabil þar sem hún lenti í kasti við lögin og sat inni í hálft ár. Árið 2011 eignaðist hún son sinn og hélt sér edrú um tíma en féll þegar sonurinn var um tíu mánaða. Móðir hennar segir það hafa gerst eftir að hún hitti manninn sem nauðgaði henni. Í framhaldinu hafi hún byrjað að fikta við heróín. „Það eru bara tvær leiðir út úr heróíni. Fangelsi eða dauði,“ sagði Margrét í DV. Það var svo þann 13. ágúst 2013 að ung kona gekk inn í útibú banka í hafnarborginni Norfolk í Virginíu. Hún krafði gjaldkerann um peninga og gaf í skyn að hún væri vopnuð. Heróínsali hennar beið í bíl fyrir utan og keyrðu þau rakleiðis til Chesapeake-borgar þar sem Sandra rændi annan banka á sama hátt. Allt náðist á öryggisupptökuvélar og augljóst hver var þar á ferð. Fór svo að Sandra var dæmd fyrir hvorn glæp í sínu lagi, samanlagt í 37 ára fangelsi. Refsingin er mun lengri en þekkist í íslensku réttarkerfi eins og Páll Ágúst Ólafsson lögmaður bendir á. Augljóst sé að ekki hafi verið vel gætt að hagsmunum Söndru við réttarhöldin. Hann staldrar þó ekki við fortíðina því hann hugsar til framtíðar. Vildi gera eitthvað Páll Ágúst heyrði sögu Söndru Sigrúnar í Eftirmálum í desember fyrir tæpum tveimur árum. Hann sagðist stax hafa hugsað að einhver yrði að gera eitthvað. Svo hafi hann áttað sig á því að hann gæti mögulega breytt einhverju sjálfur, lögmaðurinn. Páll Ágúst og Margrét við tökur á Eftirmálum í hljóðveri Sýnar á Suðurlandsbraut 8 á dögunum.Eftirmál Páll Ágúst þekkir nokkuð til bandarísks réttarkerfis en hann hefur gætt hagsmuna Michelle Ballarin sem keypti eignir úr þrotabúi flugfélagsins WOW air og stefndi á endurreisn þess. Í þetta skiptið vinnur Páll Ágúst að því að fá Söndru Sigrúnu framselda frá Bandaríkjunum til að afplána eftirstöðvar dóms síns á Íslandi. Þrjár leiðir eru mögulegar í máli Söndru Sigrúnar að sögn Páls en þau Margrét, móðir Söndru, eru gestir í nýjasta þætti Eftirmála. Fyrsta leiðin er að fara fram á náðun sem gæti tekið mörg ár og litlar sem engar líkur á að fáist. Önnur leið er að reyna að fá málið endurupptekið fyrir dómi. Til þess þurfa yfirleitt að koma til ný gögn í málinu sem ekki er tilfellið. Þriðja leiðin er svo að fá Söndru Sigrúnu framselda til Íslands. Ein heimsókn í viku ef tekst að bóka Margrét segir að mikill ávinningur væri af því að fá Söndru Sigrúnu til Íslands. Dóttir hennar sé í fangelsi sem sé verra en blasir við áhorfendum sjónvarpsþáttaraðarinnar Orange is the new black. Hún hafi orðið fyrir barsmíðum við lítil tilefni og í hvert skipti sem hún eignist vinkonur í fangelsinu sé unnið að því að senda hana annað. Sjá einnig: Með mál Söndru Sigrúnar á borðinu Margrét fær að heimsækja dóttur sína einu sinni í viku, um helgar, en til þess þarf hún að vera í startholum líkt og kylfingur að bóka sér rástíma eða foreldri að skrá barnið sitt í Vatnaskógi. Tveimur vikum fyrr þarf að vera á tánum til að ná að bóka heimsókn. Annars fyllast öll plássin og þarf að bíða í aðra viku eftir heimsókn. Hún segir Söndru Sigrúnu eiga þá ósk heitasta að ljúka afplánun dóms síns í fangelsi á Íslandi. Þar séu aðstæður mun betri. Mest þrái hún meiri samskipti við son sinn sem er kominn á unglingsár. Í vikulegum heimsóknum megi varla faðmast. Veik von en þó til staðar Margrét fagnar aðkomu Páls Ágústs að máli Söndru Sigrúnar. Þau hafa fundið út að hægt er að sækja um reynslulausn einu sinni á ári, í febrúar. Ferlið er þannig að viðeigandi fangelsismálastofnun þurfi að samþykkja beiðni. Í framhaldinu er send beiðni til íslenskra stjórnvalda hvort þau samþykki að taka við fanganum. Beiðni sem send var í febrúar síðastliðnum var hafnað. Páll Ágúst segir ýmsa vankanta hafa verið á umsókninni sem þau hafi lært af. Allt verði gert til að tryggja að umsóknin í febrúar 2025 uppfylli öll skilyrði. Vonin sé vissulega veik en þau ætli að reyna á það. Hann sé sjálfur fjögurra barna faðir og sjái fyrir sér í huganum augnablikið þar sem Sandra Sigrún fær að faðma son sinn utan veggja fangelsis. Margrét deilir þeim draumi og er þakklát Páli Ágústi fyrir hans aðkomu að málinu. Þáttinn í heild má heyra í spilaranum efst í fréttinni. Sjónvarpsþættir Eftirmála hefjast á Stöð 2 þann 14. október. Dómsmál Íslendingar erlendis Bandaríkin Mál Söndru Sigrúnar Fenton Tengdar fréttir Sandra Sigrún afplánar 37 ára fangelsisdóm og fjölskylduna dreymir um framsal Sandra Sigrún Fenton hlaut árið 2013 fangelsisdóm upp á 37 ár vegna tveggja bankarána í Virginíuríki í Bandaríkjunum. Þetta er þyngsti fangelsisdómur sem Íslendingur hefur hlotið fyrr og síðar. Þar sem reynslulausn hefur verið afnumin í ríkinu mun Sandra ekki losna út fyrr en á sjötugsaldri. 19. desember 2022 14:07 Með mál Söndru Sigrúnar á borðinu en geti ekki beitt sér sem stendur Yfirvöld hér á landi eru meðvituð um mál Söndru Sigrúnar Fenton. Dómsmálaráðuneytið getur hins vegar ekki beitt sér í máli hennar fyrr en lögð hefur verið inn umsókn til þar til bærra yfirvalda í Virginíuríki í Bandaríkjunum. 24. desember 2022 12:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Sandra afplánar 37 ára fangelsi í kvennafangelsi í Virginíuríki í Bandaríkjunum. Dóminn hlaut hún fyrir vopnað rán án þess að hún hefði verið vopnuð. Hún segist hafa verið þvinguð til verknaðarins af vopnuðum fíkniefnasala. Fjallað er um vendingar í máli Söndru í nýjum þætti af Eftirmálum sem Nadine Guðrún Yaghi og Þórhildur Þorkelsdóttir halda utan um. Þar ræða þær við móður Söndru og íslenskan lögmann sem vinnur að því hörðum höndum að fá Söndru framselda til Íslands. Nei í fyrstu tilraun hefur frekar hvatt þau til dáða. Önnur tilraun verður gerð í febrúar. Áfengi og verkjalyf Foreldrar Söndru, þau Margrét Fenton og Bill Fenton, kynntust á níunda áratugnum þegar Bill gegndi herþjónustu hér á landi. Þau fluttu í kjölfarið til Flórídaríkis í Bandaríkjunum og eignuðust eldri dóttur sína, Kristínu Heru. Svo fæddist Sandra Sigrún sem er með tvöfalt ríkisfang. Í umfjöllun DV frá 2016 lýsti Margrét því hvernig Sandra hefði verið um fimmtán ára í blóma lífsins þegar hún leiddist hratt út í fíkniefnaneyslu. Hún rakti sviptingarnar annars vegar til kynferðisofbeldis og hins vegar alvarlegt bílslyss sem Sandra Sigrún lenti í. „Ég vissi áður að hún hafði verið að fikta við áfengi en þarna byrjaði vandamálið fyrir alvöru, fyrst verkjalyf og svo harðari efni. Þegar hún var komin út í kókaínneyslu bað hún mig um hjálp og óskaði eftir að ég myndi senda hana eitthvert þar sem hún gæti fengið hjálp. Hún vissi það sjálf að vandamálið væri alvarlegt. Hún fór tvisvar í meðferð þetta ár en það dugði ekki til,“ sagði Margrét í viðtalinu við DV árið 2016. Tvö bankarán sama daginn Í hönd fór tímabil þar sem hún lenti í kasti við lögin og sat inni í hálft ár. Árið 2011 eignaðist hún son sinn og hélt sér edrú um tíma en féll þegar sonurinn var um tíu mánaða. Móðir hennar segir það hafa gerst eftir að hún hitti manninn sem nauðgaði henni. Í framhaldinu hafi hún byrjað að fikta við heróín. „Það eru bara tvær leiðir út úr heróíni. Fangelsi eða dauði,“ sagði Margrét í DV. Það var svo þann 13. ágúst 2013 að ung kona gekk inn í útibú banka í hafnarborginni Norfolk í Virginíu. Hún krafði gjaldkerann um peninga og gaf í skyn að hún væri vopnuð. Heróínsali hennar beið í bíl fyrir utan og keyrðu þau rakleiðis til Chesapeake-borgar þar sem Sandra rændi annan banka á sama hátt. Allt náðist á öryggisupptökuvélar og augljóst hver var þar á ferð. Fór svo að Sandra var dæmd fyrir hvorn glæp í sínu lagi, samanlagt í 37 ára fangelsi. Refsingin er mun lengri en þekkist í íslensku réttarkerfi eins og Páll Ágúst Ólafsson lögmaður bendir á. Augljóst sé að ekki hafi verið vel gætt að hagsmunum Söndru við réttarhöldin. Hann staldrar þó ekki við fortíðina því hann hugsar til framtíðar. Vildi gera eitthvað Páll Ágúst heyrði sögu Söndru Sigrúnar í Eftirmálum í desember fyrir tæpum tveimur árum. Hann sagðist stax hafa hugsað að einhver yrði að gera eitthvað. Svo hafi hann áttað sig á því að hann gæti mögulega breytt einhverju sjálfur, lögmaðurinn. Páll Ágúst og Margrét við tökur á Eftirmálum í hljóðveri Sýnar á Suðurlandsbraut 8 á dögunum.Eftirmál Páll Ágúst þekkir nokkuð til bandarísks réttarkerfis en hann hefur gætt hagsmuna Michelle Ballarin sem keypti eignir úr þrotabúi flugfélagsins WOW air og stefndi á endurreisn þess. Í þetta skiptið vinnur Páll Ágúst að því að fá Söndru Sigrúnu framselda frá Bandaríkjunum til að afplána eftirstöðvar dóms síns á Íslandi. Þrjár leiðir eru mögulegar í máli Söndru Sigrúnar að sögn Páls en þau Margrét, móðir Söndru, eru gestir í nýjasta þætti Eftirmála. Fyrsta leiðin er að fara fram á náðun sem gæti tekið mörg ár og litlar sem engar líkur á að fáist. Önnur leið er að reyna að fá málið endurupptekið fyrir dómi. Til þess þurfa yfirleitt að koma til ný gögn í málinu sem ekki er tilfellið. Þriðja leiðin er svo að fá Söndru Sigrúnu framselda til Íslands. Ein heimsókn í viku ef tekst að bóka Margrét segir að mikill ávinningur væri af því að fá Söndru Sigrúnu til Íslands. Dóttir hennar sé í fangelsi sem sé verra en blasir við áhorfendum sjónvarpsþáttaraðarinnar Orange is the new black. Hún hafi orðið fyrir barsmíðum við lítil tilefni og í hvert skipti sem hún eignist vinkonur í fangelsinu sé unnið að því að senda hana annað. Sjá einnig: Með mál Söndru Sigrúnar á borðinu Margrét fær að heimsækja dóttur sína einu sinni í viku, um helgar, en til þess þarf hún að vera í startholum líkt og kylfingur að bóka sér rástíma eða foreldri að skrá barnið sitt í Vatnaskógi. Tveimur vikum fyrr þarf að vera á tánum til að ná að bóka heimsókn. Annars fyllast öll plássin og þarf að bíða í aðra viku eftir heimsókn. Hún segir Söndru Sigrúnu eiga þá ósk heitasta að ljúka afplánun dóms síns í fangelsi á Íslandi. Þar séu aðstæður mun betri. Mest þrái hún meiri samskipti við son sinn sem er kominn á unglingsár. Í vikulegum heimsóknum megi varla faðmast. Veik von en þó til staðar Margrét fagnar aðkomu Páls Ágústs að máli Söndru Sigrúnar. Þau hafa fundið út að hægt er að sækja um reynslulausn einu sinni á ári, í febrúar. Ferlið er þannig að viðeigandi fangelsismálastofnun þurfi að samþykkja beiðni. Í framhaldinu er send beiðni til íslenskra stjórnvalda hvort þau samþykki að taka við fanganum. Beiðni sem send var í febrúar síðastliðnum var hafnað. Páll Ágúst segir ýmsa vankanta hafa verið á umsókninni sem þau hafi lært af. Allt verði gert til að tryggja að umsóknin í febrúar 2025 uppfylli öll skilyrði. Vonin sé vissulega veik en þau ætli að reyna á það. Hann sé sjálfur fjögurra barna faðir og sjái fyrir sér í huganum augnablikið þar sem Sandra Sigrún fær að faðma son sinn utan veggja fangelsis. Margrét deilir þeim draumi og er þakklát Páli Ágústi fyrir hans aðkomu að málinu. Þáttinn í heild má heyra í spilaranum efst í fréttinni. Sjónvarpsþættir Eftirmála hefjast á Stöð 2 þann 14. október.
Dómsmál Íslendingar erlendis Bandaríkin Mál Söndru Sigrúnar Fenton Tengdar fréttir Sandra Sigrún afplánar 37 ára fangelsisdóm og fjölskylduna dreymir um framsal Sandra Sigrún Fenton hlaut árið 2013 fangelsisdóm upp á 37 ár vegna tveggja bankarána í Virginíuríki í Bandaríkjunum. Þetta er þyngsti fangelsisdómur sem Íslendingur hefur hlotið fyrr og síðar. Þar sem reynslulausn hefur verið afnumin í ríkinu mun Sandra ekki losna út fyrr en á sjötugsaldri. 19. desember 2022 14:07 Með mál Söndru Sigrúnar á borðinu en geti ekki beitt sér sem stendur Yfirvöld hér á landi eru meðvituð um mál Söndru Sigrúnar Fenton. Dómsmálaráðuneytið getur hins vegar ekki beitt sér í máli hennar fyrr en lögð hefur verið inn umsókn til þar til bærra yfirvalda í Virginíuríki í Bandaríkjunum. 24. desember 2022 12:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Sandra Sigrún afplánar 37 ára fangelsisdóm og fjölskylduna dreymir um framsal Sandra Sigrún Fenton hlaut árið 2013 fangelsisdóm upp á 37 ár vegna tveggja bankarána í Virginíuríki í Bandaríkjunum. Þetta er þyngsti fangelsisdómur sem Íslendingur hefur hlotið fyrr og síðar. Þar sem reynslulausn hefur verið afnumin í ríkinu mun Sandra ekki losna út fyrr en á sjötugsaldri. 19. desember 2022 14:07
Með mál Söndru Sigrúnar á borðinu en geti ekki beitt sér sem stendur Yfirvöld hér á landi eru meðvituð um mál Söndru Sigrúnar Fenton. Dómsmálaráðuneytið getur hins vegar ekki beitt sér í máli hennar fyrr en lögð hefur verið inn umsókn til þar til bærra yfirvalda í Virginíuríki í Bandaríkjunum. 24. desember 2022 12:01