Kvíðir vetrinum vegna alvarlegs lyfjaskorts Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. ágúst 2024 20:02 Sólrún Melkorka Maggadóttir, barna-, ónæmis- og ofnæmislæknir. Vísir/Ívar fannar Læknir hefur þungar áhyggjur af skorti á astmalyfjum fyrir ung börn, sem reiknað er með að verði viðvarandi næstu átta mánuði hið minnsta. Skorturinn gæti haft alvarlegar afleiðingar í vetur. Landlægur skortur á innúðalyfjum við astma í ungum börnum hefur verið viðvarandi í talsverðan tíma - en sendingar hafa þó hingað til borist inn á milli. Nú er hins vegar svo komið að algjör skortur á Seretide, helsta astmalyfinu sem notað er, blasir við næstu átta mánuði; út apríl á næsta ári. „Þetta er mjög alvarlegt mál fyrir börnin sem eru með astma og fjölskyldur þeirra og okkur öll bara,“ segir Sólrún Melkorka Maggadóttir, barna-, ofnæmis- og ónæmislæknir. Samkvæmt svari Lyfjastofnunar við fyrirspurn fréttastofu eru til, eða senn væntanleg, önnur lyf sem nota má í staðinn meðan skorturinn varir. Melkorka segir þau lyf þó aðeins búa yfir hluta af þeirri virkni sem þarf. Þá eru til lyf í duftformi en ung börn séu hreinlega ekki fær um að taka þau inn. „Afleiðingin er að maður er ekki að velja lyfin sem maður heldur að virki best og maður er heldur ekki að nota skammtana sem maður myndi helst kjósa, sem mér finnst skipta miklu máli að maður geti gert.“ Veturinn kvíðvænlegur Skorturinn skrifast á framleiðandann, sem annar ekki eftirspurn. Og Melkorka kvíðir vetrinum. „Þegar kuldinn og kvefpestirnar koma og herja á okkur. Og það er ekki það sem er best fyrir fólk með astma, eða börn með astma. Þetta eru tveir helstu hvatar astmaversnana þannig að ég hef miklar áhyggjur af ástandinu. Og það sem fólk mun náttúrulega þurfa að gera, ef astmameðhöndlunin er ekki nógu góð heima, er að leita á spítalana, bráðamóttökuna. Sem er heldur ekki það sem okkur vantar.“ Melkorka telur nauðsynlegt að leita strax annarra lausna. Sjálf fær hún daglega símtöl frá foreldrum sem vita ekki hvernig þeir eigi að bregðast við ástandinu. „Fólk er að hringja í apótek og keyra í apótek úti á landi, keyra til að ná í síðustu eintökin af hinu og þessu. Og þetta er búið að vera svona í marga mánuði, þetta var líka vandamál núna í vetur.“ Heilbrigðismál Börn og uppeldi Lyf Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Fleiri fréttir Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Sjá meira
Landlægur skortur á innúðalyfjum við astma í ungum börnum hefur verið viðvarandi í talsverðan tíma - en sendingar hafa þó hingað til borist inn á milli. Nú er hins vegar svo komið að algjör skortur á Seretide, helsta astmalyfinu sem notað er, blasir við næstu átta mánuði; út apríl á næsta ári. „Þetta er mjög alvarlegt mál fyrir börnin sem eru með astma og fjölskyldur þeirra og okkur öll bara,“ segir Sólrún Melkorka Maggadóttir, barna-, ofnæmis- og ónæmislæknir. Samkvæmt svari Lyfjastofnunar við fyrirspurn fréttastofu eru til, eða senn væntanleg, önnur lyf sem nota má í staðinn meðan skorturinn varir. Melkorka segir þau lyf þó aðeins búa yfir hluta af þeirri virkni sem þarf. Þá eru til lyf í duftformi en ung börn séu hreinlega ekki fær um að taka þau inn. „Afleiðingin er að maður er ekki að velja lyfin sem maður heldur að virki best og maður er heldur ekki að nota skammtana sem maður myndi helst kjósa, sem mér finnst skipta miklu máli að maður geti gert.“ Veturinn kvíðvænlegur Skorturinn skrifast á framleiðandann, sem annar ekki eftirspurn. Og Melkorka kvíðir vetrinum. „Þegar kuldinn og kvefpestirnar koma og herja á okkur. Og það er ekki það sem er best fyrir fólk með astma, eða börn með astma. Þetta eru tveir helstu hvatar astmaversnana þannig að ég hef miklar áhyggjur af ástandinu. Og það sem fólk mun náttúrulega þurfa að gera, ef astmameðhöndlunin er ekki nógu góð heima, er að leita á spítalana, bráðamóttökuna. Sem er heldur ekki það sem okkur vantar.“ Melkorka telur nauðsynlegt að leita strax annarra lausna. Sjálf fær hún daglega símtöl frá foreldrum sem vita ekki hvernig þeir eigi að bregðast við ástandinu. „Fólk er að hringja í apótek og keyra í apótek úti á landi, keyra til að ná í síðustu eintökin af hinu og þessu. Og þetta er búið að vera svona í marga mánuði, þetta var líka vandamál núna í vetur.“
Heilbrigðismál Börn og uppeldi Lyf Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Fleiri fréttir Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Sjá meira