Þurfti að fullorðnast mjög snemma Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 11. ágúst 2024 08:00 Ragna kveðst snemma hafa farið í það hlutverk að bera ábyrgð á föður sínum, jafnvel þó svo að hún væri enn barn. Vísir/Vilhelm „Ég upplifði mig alltaf mjög eina. Það var enginn í sömu stöðu og ég,“ segir Ragna Guðfinna Maríudóttir. Sem barn var hún snemma komin í það hlutverk að bera ábyrgð á föður sínum sem glímir við geðrænan vanda. Faðirinn viðurkenndi aldrei greininguna og fékk aldrei faglega meðhöndlun sem gerði ungri dóttur hans erfitt fyrir. Að sögn Rögnu voru veikindi föður hennar lítið sem ekkert rædd þegar hún var yngri. Hún á eina systur sem er sex árum eldri og yngri hálfbróður sem ólst upp erlendis. Hún kveðst lítið sem ekkert muna eftir fyrstu tíu árum ævi sinnar. Foreldrar hennar skildu þegar hún var sex ára gömul. Ragna fór reglulega í svokallaðar „pabbahelgar“ en samskipti eldri systur hennar og föður hennar voru mun stopulli. „Ég vissi að pabbi minn væri skrítinn og sérstakur, og öðruvísi en aðrir pabbar, en ég áttaði mig ekki á því að hann væri með geðsjúkdóm. Pabbi náði líka að „maska“ veikindin mjög vel og þar af leiðandi vissi fólk ekki af þessu. Það var enginn í skólanum eða neinsstaðar í kringum mig sem greip inn í. Það var enginn sem pældi í því að það þyrfti að tékka á aðstæðunum hjá mér. Vinkonur mínar hittu pabba heldur aldrei.“ Bar snemma ábyrgð Ragna kveðst snemma hafa farið í það hlutverk að bera ábyrgð á föður sínum. „Ég sá um að taka til á heimilinu og græja og gera hitt og þetta sem átti í raun ekkert að vera í mínum verkahring. Ég þurfti að fullorðnast mjög snemma, í raun alltof snemma. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en löngu seinna, þegar ég fór að lesa mér til og kynna mér rannsóknir á börnum sem hafa alist upp hjá foreldrum með geðrænan vanda. Þegar ég horfi til baka þá sé ég að var miklu þroskaðri en jafnaldrar mínir. Fólk hefur oft sagt það við mig að það geti ekki verið að ég sé fædd árið 1999, ég hljóti að vera mun eldri.“ Henni er minnisstætt eitt atvik sem átti sér stað þegar hún var tólf eða þrettán ára gömul og hafði dvalið yfir helgi hjá föður sínum sem þá var í mikilli geðlægð. „Það endaði á því að hann reyndi að svipta sig lífi, fyrir framan mig. Sem betur fer gerðist það akkúrat á sama tíma og mamma var á leiðinni að koma að sækja mig. Og að sjálfsögðu vildi hún vernda mig og reyna að taka mig úr þessum aðstæðum. En það flækti svo málin að ég var í þeirri stöðu að mér fannst ég bera ábyrgð á pabba, ég vildi passa hann. Mér fannst það vera á mína ábyrgð að passa upp á hann væri í lagi. Ég upplifði það alltaf þannig að ef ég eitthvað kom upp hjá honum þá fannst mér það vera mér að kenna. Ef einhver sagði við mig að hann eða hún hefði séð pabba niðri í bæ varð ég alltaf svo stressuð og spurði strax hvað hann hefði verið að gera, hvort hann hefði verið að gera eitthvað af sér. Af því að mér fannst ég bera ábyrgð á hans hegðun. Mér fannst eins og að ef fólk hefði skoðun á honum, þá hefði það skoðun á mér.“ Ragna tók erfiða ákvörðun á sínum tíma þegar hún lokaði á samskipti við föður sinn.Vísir/Vilhelm Það er alþekkt að börn sem alast upp við óstöðugar heimilisaðstæður þrói með sér óvenjugott innsæi. Ragna tekur undir það. „Ég þurfti stöðugt að vera í viðbragðsstöðu, ég þurfti alltaf að vera passa hvað ég var að segja eða gera í kringum pabba. Ég þróaði það með mér að geta mjög auðveldlega séð hvort hann væri í ójafnvægi eða ekki. Ég myndi auðvitað aldrei vilja upplifa þetta allt saman aftur, en ég er að vissu leyti þakklát; minn persónuleiki er mjög mótaður af aðstæðunum sem ég ólst upp við sem barn. Þetta hefur til dæmis haft þau áhrif á að ég mjög auðvelt með að lesa í fólk og aðstæður.“ Engin úrræði í boði Eftir því sem leið á unglingsárin fækkaði heimsóknum Rögnu til föður hennar. „Á sínum tíma reyndi mamma allt sem hún gat til að finna einhver úrræði fyrir mig, einhverskonar stuðning. En það var bara ekkert í boði. Þegar ég var sautján ára hafði ég sjálf uppi á hópi fyrir aðstandendur fólks með geðrænan vanda, en sá hópur var auðvitað bara fyrir fullorðna einstaklinga, og mest voru þetta makar. Það var ekkert í boði sem var ætlað börnum í þessari stöðu.“ „Ég óttaðist það líka rosalega mikið að erfa þessi veikindi og greinast sjálf með geðsjúkdóm. Mér leið kannski rosalega vel og var hamingjusöm og hugsaði þá strax með mér: Er þetta geðveiki? En ég er meðvituð um þetta og ég minni mig reglulega á að ef ég myndi einhvern tímann greinast með geðsjúkdóm þá myndi ég tækla það, takast á við og fá meðferð,“ segir Ragna jafnframt. „Ég upplifði mjög mikla reiði í garð mömmu á sínum tíma, fyrir að hafa sett mig í þessar aðstæður. En hún var sjálf í gífurlega flókinni stöðu; pabbi þrýsti á hana að fá að hitta mig, þar sem það væri hans réttur, og hann hótaði dagsektum. Og ég sjálf sótti lengi vel í að fara til hans.“ Stórt og mikilvægt skref Ragna er ekki í samskiptum við föður sinn í dag. „Undir það síðasta var ég búin að vera nánast í fullri vinnu við að sinna honum og hringja hingað og þangað; reyna að koma honum í meðferð á geðdeild sem hann neitaði að gangast undir. Á sama tíma var ég búin að vera í meðferð hjá sálfræðingi og í eitt skiptið spurði hún mig hreint út hvort ég vildi vera í sambandi við pabba minn, Mitt svar var þá: „Já, auðvitað, þetta er pabbi minn.“ En einn daginn þá bara gerðist eitthvað, það bara sprakk allt og ég fékk endanlega nóg. Ég gat ekki meir. Þetta var rosalega stórt skref, en þetta var mikilvægt skref,“ segir Ragna. „Ég sagði við hann að hann væri pabbi minn og ég myndi alltaf elska hann. Og að sjálfsögðu var þetta ótrúlega erfitt,“ segir Ragna og bætir við að hún hafi að vissu leyti gengið í gegnum ákveðið sorgarferli. „Það koma reglulega upp stundir þar sem mig langar að geta hringt í pabba og sagt honum frá hinu eða þessu. Og svo á ég að sjálfsögðu góðar minningar af mér og honum saman, minningar sem ég bý að og rígheld í. Ég hef líka fengið athugasemdir frá fólki í kringum mig sem dæmir mig fyrir að hafa farið þessa leið. Fólk hefur leyft sér að segja allskonar hluti við mig án þess að hafa hugmynd um hvað liggur þarna að baki. Af hverju ertu ekki í samskiptum við hann? Þetta er pabbi þinn! Ég fékk einu sinni að heyra: „Ég gæti aldrei verið svona sjálfselsk.“ En fyrir mér er þetta ekki sjálfselska, þó svo að ég sé að gera þetta af umhyggju fyrir sjálfri mér.“ Okkar heimur Fyrir nokkrum árum frétti Ragna af þjónustuúrræðinu Okkar heimur en um er að ræða stuðningsúrræði fyrir börn sem eiga foreldra með geðrænan vanda og var sett á laggirnar vegna skorts á stuðningi og fræðslu fyrir börn í þessari stöðu hér á landi. „Um leið og ég heyrði af þessum samtökum þá hugsaði ég bara: „Jess, loksins er eitthvað komið!“ Og mig langaði til að gera eitthvað, leggja mitt af mörkum einhvern veginn. Ég sendi strax tölvupóst á Sigríði framkvæmdastjóra og spurði hana einfaldlega hvað ég gæti gert til aðstoða. Í kjölfarið gerðist ég sjálfboðaliði hjá samtökunum og hef síðan þá verið að sjá um svokallaðar fjölskyldusmiðjur. Með því að taka þátt í þessu starfi þá er ég í rauninni sjálf að fá ákveðið „closure.“ Ég sé sjálfa mig í þessum börnum og spegla mig í þeim.“ Ragna er lituð af reynslu sinni úr barnæsku og brennur fyrir málefnum barna sem eiga foreldra með geðrænan vanda.Vísir/Vilhelm Reynsla Rögnu úr æsku átti óneitanlega eftir að hafa áhrif þá stefnu sem hún tók seinna í lífinu. Hún lauk BA námi í sálfræði árið 2021 og stundar núna meistaranám í hagnýtri atferlisgreiningu við Háskólann í Reykjavík. Hún starfaði sem umsjónarmaður unglingadeildar Björgunarsveitar Hafnarfjarðar árin 2017-2022, einnig hefur hún setið í stjórn Hugrúnar geðfræðslufélags í tvö starfsár; sem fræðslustýra félagsins starfsárið 2020-2021 og sem varaformaður og meðstjórnandi árið 2021-2022. Seinustu ár hefur hún unnið með fötluðu fólki og nýverið tók hún við starfi ráðgjafa hjá Ás styrktarfélagi. Hún brennur fyrir málefnum barna sem eiga foreldra með geðrænan vanda. Þann 24. ágúst næstkomandi fer fram Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka en Ragna er ein af þeim sem hyggjast taka þátt og safna áheitum til styrktar Okkar heimi. „Það hefði breytt svo miklu fyrir mig þegar ég var yngri ef það hefði einhver verið til staðar fyrir mig; spurt mig um líðan mína. Ég hefði haft svo gott af því að fá að tala um hlutina. Þess vegna eru þessi samtök svo ótrúlega mikilvæg.“ Hér má heita á Rögnu og styðja við starfsemi Okkar heims. Geðheilbrigði Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Kvöddu með stæl Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Feluleikur hjá GameTíví Leikjavísir Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Harold með ólæknandi krabbamein Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Fleiri fréttir Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Sjá meira
Að sögn Rögnu voru veikindi föður hennar lítið sem ekkert rædd þegar hún var yngri. Hún á eina systur sem er sex árum eldri og yngri hálfbróður sem ólst upp erlendis. Hún kveðst lítið sem ekkert muna eftir fyrstu tíu árum ævi sinnar. Foreldrar hennar skildu þegar hún var sex ára gömul. Ragna fór reglulega í svokallaðar „pabbahelgar“ en samskipti eldri systur hennar og föður hennar voru mun stopulli. „Ég vissi að pabbi minn væri skrítinn og sérstakur, og öðruvísi en aðrir pabbar, en ég áttaði mig ekki á því að hann væri með geðsjúkdóm. Pabbi náði líka að „maska“ veikindin mjög vel og þar af leiðandi vissi fólk ekki af þessu. Það var enginn í skólanum eða neinsstaðar í kringum mig sem greip inn í. Það var enginn sem pældi í því að það þyrfti að tékka á aðstæðunum hjá mér. Vinkonur mínar hittu pabba heldur aldrei.“ Bar snemma ábyrgð Ragna kveðst snemma hafa farið í það hlutverk að bera ábyrgð á föður sínum. „Ég sá um að taka til á heimilinu og græja og gera hitt og þetta sem átti í raun ekkert að vera í mínum verkahring. Ég þurfti að fullorðnast mjög snemma, í raun alltof snemma. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en löngu seinna, þegar ég fór að lesa mér til og kynna mér rannsóknir á börnum sem hafa alist upp hjá foreldrum með geðrænan vanda. Þegar ég horfi til baka þá sé ég að var miklu þroskaðri en jafnaldrar mínir. Fólk hefur oft sagt það við mig að það geti ekki verið að ég sé fædd árið 1999, ég hljóti að vera mun eldri.“ Henni er minnisstætt eitt atvik sem átti sér stað þegar hún var tólf eða þrettán ára gömul og hafði dvalið yfir helgi hjá föður sínum sem þá var í mikilli geðlægð. „Það endaði á því að hann reyndi að svipta sig lífi, fyrir framan mig. Sem betur fer gerðist það akkúrat á sama tíma og mamma var á leiðinni að koma að sækja mig. Og að sjálfsögðu vildi hún vernda mig og reyna að taka mig úr þessum aðstæðum. En það flækti svo málin að ég var í þeirri stöðu að mér fannst ég bera ábyrgð á pabba, ég vildi passa hann. Mér fannst það vera á mína ábyrgð að passa upp á hann væri í lagi. Ég upplifði það alltaf þannig að ef ég eitthvað kom upp hjá honum þá fannst mér það vera mér að kenna. Ef einhver sagði við mig að hann eða hún hefði séð pabba niðri í bæ varð ég alltaf svo stressuð og spurði strax hvað hann hefði verið að gera, hvort hann hefði verið að gera eitthvað af sér. Af því að mér fannst ég bera ábyrgð á hans hegðun. Mér fannst eins og að ef fólk hefði skoðun á honum, þá hefði það skoðun á mér.“ Ragna tók erfiða ákvörðun á sínum tíma þegar hún lokaði á samskipti við föður sinn.Vísir/Vilhelm Það er alþekkt að börn sem alast upp við óstöðugar heimilisaðstæður þrói með sér óvenjugott innsæi. Ragna tekur undir það. „Ég þurfti stöðugt að vera í viðbragðsstöðu, ég þurfti alltaf að vera passa hvað ég var að segja eða gera í kringum pabba. Ég þróaði það með mér að geta mjög auðveldlega séð hvort hann væri í ójafnvægi eða ekki. Ég myndi auðvitað aldrei vilja upplifa þetta allt saman aftur, en ég er að vissu leyti þakklát; minn persónuleiki er mjög mótaður af aðstæðunum sem ég ólst upp við sem barn. Þetta hefur til dæmis haft þau áhrif á að ég mjög auðvelt með að lesa í fólk og aðstæður.“ Engin úrræði í boði Eftir því sem leið á unglingsárin fækkaði heimsóknum Rögnu til föður hennar. „Á sínum tíma reyndi mamma allt sem hún gat til að finna einhver úrræði fyrir mig, einhverskonar stuðning. En það var bara ekkert í boði. Þegar ég var sautján ára hafði ég sjálf uppi á hópi fyrir aðstandendur fólks með geðrænan vanda, en sá hópur var auðvitað bara fyrir fullorðna einstaklinga, og mest voru þetta makar. Það var ekkert í boði sem var ætlað börnum í þessari stöðu.“ „Ég óttaðist það líka rosalega mikið að erfa þessi veikindi og greinast sjálf með geðsjúkdóm. Mér leið kannski rosalega vel og var hamingjusöm og hugsaði þá strax með mér: Er þetta geðveiki? En ég er meðvituð um þetta og ég minni mig reglulega á að ef ég myndi einhvern tímann greinast með geðsjúkdóm þá myndi ég tækla það, takast á við og fá meðferð,“ segir Ragna jafnframt. „Ég upplifði mjög mikla reiði í garð mömmu á sínum tíma, fyrir að hafa sett mig í þessar aðstæður. En hún var sjálf í gífurlega flókinni stöðu; pabbi þrýsti á hana að fá að hitta mig, þar sem það væri hans réttur, og hann hótaði dagsektum. Og ég sjálf sótti lengi vel í að fara til hans.“ Stórt og mikilvægt skref Ragna er ekki í samskiptum við föður sinn í dag. „Undir það síðasta var ég búin að vera nánast í fullri vinnu við að sinna honum og hringja hingað og þangað; reyna að koma honum í meðferð á geðdeild sem hann neitaði að gangast undir. Á sama tíma var ég búin að vera í meðferð hjá sálfræðingi og í eitt skiptið spurði hún mig hreint út hvort ég vildi vera í sambandi við pabba minn, Mitt svar var þá: „Já, auðvitað, þetta er pabbi minn.“ En einn daginn þá bara gerðist eitthvað, það bara sprakk allt og ég fékk endanlega nóg. Ég gat ekki meir. Þetta var rosalega stórt skref, en þetta var mikilvægt skref,“ segir Ragna. „Ég sagði við hann að hann væri pabbi minn og ég myndi alltaf elska hann. Og að sjálfsögðu var þetta ótrúlega erfitt,“ segir Ragna og bætir við að hún hafi að vissu leyti gengið í gegnum ákveðið sorgarferli. „Það koma reglulega upp stundir þar sem mig langar að geta hringt í pabba og sagt honum frá hinu eða þessu. Og svo á ég að sjálfsögðu góðar minningar af mér og honum saman, minningar sem ég bý að og rígheld í. Ég hef líka fengið athugasemdir frá fólki í kringum mig sem dæmir mig fyrir að hafa farið þessa leið. Fólk hefur leyft sér að segja allskonar hluti við mig án þess að hafa hugmynd um hvað liggur þarna að baki. Af hverju ertu ekki í samskiptum við hann? Þetta er pabbi þinn! Ég fékk einu sinni að heyra: „Ég gæti aldrei verið svona sjálfselsk.“ En fyrir mér er þetta ekki sjálfselska, þó svo að ég sé að gera þetta af umhyggju fyrir sjálfri mér.“ Okkar heimur Fyrir nokkrum árum frétti Ragna af þjónustuúrræðinu Okkar heimur en um er að ræða stuðningsúrræði fyrir börn sem eiga foreldra með geðrænan vanda og var sett á laggirnar vegna skorts á stuðningi og fræðslu fyrir börn í þessari stöðu hér á landi. „Um leið og ég heyrði af þessum samtökum þá hugsaði ég bara: „Jess, loksins er eitthvað komið!“ Og mig langaði til að gera eitthvað, leggja mitt af mörkum einhvern veginn. Ég sendi strax tölvupóst á Sigríði framkvæmdastjóra og spurði hana einfaldlega hvað ég gæti gert til aðstoða. Í kjölfarið gerðist ég sjálfboðaliði hjá samtökunum og hef síðan þá verið að sjá um svokallaðar fjölskyldusmiðjur. Með því að taka þátt í þessu starfi þá er ég í rauninni sjálf að fá ákveðið „closure.“ Ég sé sjálfa mig í þessum börnum og spegla mig í þeim.“ Ragna er lituð af reynslu sinni úr barnæsku og brennur fyrir málefnum barna sem eiga foreldra með geðrænan vanda.Vísir/Vilhelm Reynsla Rögnu úr æsku átti óneitanlega eftir að hafa áhrif þá stefnu sem hún tók seinna í lífinu. Hún lauk BA námi í sálfræði árið 2021 og stundar núna meistaranám í hagnýtri atferlisgreiningu við Háskólann í Reykjavík. Hún starfaði sem umsjónarmaður unglingadeildar Björgunarsveitar Hafnarfjarðar árin 2017-2022, einnig hefur hún setið í stjórn Hugrúnar geðfræðslufélags í tvö starfsár; sem fræðslustýra félagsins starfsárið 2020-2021 og sem varaformaður og meðstjórnandi árið 2021-2022. Seinustu ár hefur hún unnið með fötluðu fólki og nýverið tók hún við starfi ráðgjafa hjá Ás styrktarfélagi. Hún brennur fyrir málefnum barna sem eiga foreldra með geðrænan vanda. Þann 24. ágúst næstkomandi fer fram Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka en Ragna er ein af þeim sem hyggjast taka þátt og safna áheitum til styrktar Okkar heimi. „Það hefði breytt svo miklu fyrir mig þegar ég var yngri ef það hefði einhver verið til staðar fyrir mig; spurt mig um líðan mína. Ég hefði haft svo gott af því að fá að tala um hlutina. Þess vegna eru þessi samtök svo ótrúlega mikilvæg.“ Hér má heita á Rögnu og styðja við starfsemi Okkar heims.
Geðheilbrigði Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Kvöddu með stæl Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Feluleikur hjá GameTíví Leikjavísir Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Harold með ólæknandi krabbamein Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Fleiri fréttir Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið