Segir tíð lyfjapróf á kínversku sundfólki hluta af samsæri Evrópu og Bandaríkjanna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. júlí 2024 11:31 Qin Haiyang setti heimsmet í tvö hundruð metra bringusundi á HM í fyrra. Þar vann hann gull í fimmtíu, hundrað og tvö hundruð metra bringusundi, eitthvað sem enginn hafði áður afrekað. getty/Dimitris Mantzouranis Qin Haiyang, heimsmethafi í tvö hundruð metra bringusundi, er pirraður á tíðum lyfjaprófum á Ólympíuleikunum í París og sakar þá sem standa fyrir þeim um að vera hluti af samsæri Evrópu og Bandaríkjanna um að leggja stein í götu Kínverja. Qin er einn fremsti sundkappi heims og þykir líklegur til afreka í bringusundsgreinunum á Ólympíuleikunum sem verða formlega settir í dag. Kínverskt sundfólk hefur reglulega verið tekið í lyfjapróf á Ólympíuleikunum, eða að meðaltali fimm til sjö sinnum á fyrstu tíu dögum þess í París. Prófin eru tekin á öllum tímum sólarhringsins. Qin segir að markmiðið með þessum tíðu lyfjaprófum sé að trufla kínverska sundfólkið. „Þetta sannar að evrópsku og bandarísku liðunum finnst þeim ógnað af frammistöðu kínverska liðsins undanfarin ár,“ skrifaði Qin á samfélagsmiðla. „Þetta eru brögð til að trufla taktinn í undirbúningi okkar og veikja andlegar varnir okkar! En við erum óhrædd. Þegar þú ert með hreina samvisku óttastu ekki rógburð. Liðið undirbýr sig á eðlilegum hraða. Við munum standast pressuna og þagga niður í gagnrýnisröddunum!“ Það er þó ekki að ástæðulausu að kínversku keppendurnir eru prófaðir reglulega. Í sameiginlegri rannsókn New York Times og ARD í Þýskalandi, sem var birt í apríl, kom í ljós að 23 kínverskum keppendum, þar á meðal Qin, var heimilið að taka þátt á Ólympíuleikunum þrátt fyrir að hafa fallið á lyfjapróf. Alþjóða lyfjaeftirlitið, Wada, féllst þó á útskýringar Kínverja um að eldhúsið á hótelinu sem þeir dvöldust á hafi verið mengað. Wada lofaði þó að auka eftirlit með kínverskum keppendum og lyfjanotkun þeirra á Ólympíuleikunum í París. Sund Ólympíuleikar 2024 í París Kína Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Körfubolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Saka í aðalhltuverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Sonja skaraði fram úr: „Mestu máli skiptir að hafa trú á sjálfum sér“ „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Snæfríður sló nokkurra klukkutíma gamalt Íslandsmet sitt Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport Drungilas í eins leiks bann Eygló fjórða á HM Sonja og Róbert íþróttafólk fatlaðra 2024 HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Sjá meira
Qin er einn fremsti sundkappi heims og þykir líklegur til afreka í bringusundsgreinunum á Ólympíuleikunum sem verða formlega settir í dag. Kínverskt sundfólk hefur reglulega verið tekið í lyfjapróf á Ólympíuleikunum, eða að meðaltali fimm til sjö sinnum á fyrstu tíu dögum þess í París. Prófin eru tekin á öllum tímum sólarhringsins. Qin segir að markmiðið með þessum tíðu lyfjaprófum sé að trufla kínverska sundfólkið. „Þetta sannar að evrópsku og bandarísku liðunum finnst þeim ógnað af frammistöðu kínverska liðsins undanfarin ár,“ skrifaði Qin á samfélagsmiðla. „Þetta eru brögð til að trufla taktinn í undirbúningi okkar og veikja andlegar varnir okkar! En við erum óhrædd. Þegar þú ert með hreina samvisku óttastu ekki rógburð. Liðið undirbýr sig á eðlilegum hraða. Við munum standast pressuna og þagga niður í gagnrýnisröddunum!“ Það er þó ekki að ástæðulausu að kínversku keppendurnir eru prófaðir reglulega. Í sameiginlegri rannsókn New York Times og ARD í Þýskalandi, sem var birt í apríl, kom í ljós að 23 kínverskum keppendum, þar á meðal Qin, var heimilið að taka þátt á Ólympíuleikunum þrátt fyrir að hafa fallið á lyfjapróf. Alþjóða lyfjaeftirlitið, Wada, féllst þó á útskýringar Kínverja um að eldhúsið á hótelinu sem þeir dvöldust á hafi verið mengað. Wada lofaði þó að auka eftirlit með kínverskum keppendum og lyfjanotkun þeirra á Ólympíuleikunum í París.
Sund Ólympíuleikar 2024 í París Kína Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Körfubolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Saka í aðalhltuverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Sonja skaraði fram úr: „Mestu máli skiptir að hafa trú á sjálfum sér“ „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Snæfríður sló nokkurra klukkutíma gamalt Íslandsmet sitt Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport Drungilas í eins leiks bann Eygló fjórða á HM Sonja og Róbert íþróttafólk fatlaðra 2024 HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Sjá meira