Sport

Ey­gló fjórða á HM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Árið hefur gjöfult fyrir Eygló Fanndal Sturludóttur.
Árið hefur gjöfult fyrir Eygló Fanndal Sturludóttur. IWF/G. Scala

Eygló Fanndal Sturludóttir endaði í 4. sæti í -71 kg flokki á heimsmeistaramótinu í ólympískum lyftingum sem haldið er í Barein.

Eygló var í 6. sæti eftir snörunina en hækkaði um tvö sæti eftir jafnhendinguna. Hún lyfti samtals 239 kg. Ólympíumeistarinn Olivia Lynn Reeves frá Bandaríkjunum varð hlutskörpust en hún lyfti 267 kg samanlagt.

Eygló byrjaði á því að lyfta 101 kg í snörun, svo 104 kg og loks 107 kg. Í fyrstu tilraun í jafnhendingunni lyfti hún 129 kg og svo reif hún upp 134 kg. Hún gerði síðan ógilt í þriðju tilraun.

Samanlagt lyfti Eygló því 267 kg eins og áður sagði. Það skilaði henni 4. sæti en hún var 22 kg frá bronsverðlaunum. Þetta er í fyrsta sinn sem Eygló er í A-hópi á HM.

Árið hefur verið gott fyrir Eygló en hún varð Evrópumeistari U-23 ára og var hársbreidd frá því að komast inn á Ólympíuleikana í París. Í haust hefur hún lyft þyngdum sem hefðu skilað silfri á EM fullorðinna og 6. sæti á Ólympíuleikum.

Á EM U-23 ára lyfti Eygló samtals 237 kg, tveimur kg minna en á HM, og sló um leið Norðurlandametið í fullorðinsflokki. Hún lyfti 104 kg í snörun og 133 kg í jafnhendingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×