Glæsilegt biblíusafn í Vestmannaeyjum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. júlí 2024 16:04 Kári Bjarnason, forstöðumaður Bókasafns Vestmannaeyja, sem er að sjálfsögðu að rifna úr monti yfir glæsilegu biblíusafni safnsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eitt merkilegasta biblíusafn landsins er varðveitt vel og vandlega í eldtraustri geymslu í Vestmannaeyjum en mun þó líta dagsins ljós fyrir almenning í haust. Safnið er geymt vel og vandlega í húsnæði Safnahús Vestmannaeyjum og tilheyrir bókasafni bæjarins. Hér er Kári forstöðumaður safnsins á leið í læstu bíblíugeymsluna í kjallara safnsins til að sýna gersemarnar en bækurnar eru í eldtraustri geymslu. Biblíurnar eru gjöf frá Ágústi Einarssyni, fyrrverandi prófessor og rektor við Bifröst, sem hann gaf safninu til minningar um föður sinn, Einar Sigurðsson, eða Einar ríka eins og hann var oftast kallaður. „Við eigum með þessari gjöf allar bíblíuútgáfurnar, hverja einustu biblíu, allar þessar tíu, sem hafa komið út. Og hér er fyrsta biblían, Guðbrandsbiblía frá 1584 en eintakið átti Jón Helgason, biskup,” segir Kári Bjarnason, forstöðumaður Bókasafns Vestmannaeyja og bætir við. „Og það er sérstakt við hana að hún er bundin inn, sem tvær bækur. Yfirleitt er Guðbrandsbiblía bundin inn, sem ein bók en hérna er hún skorin þannig að Spámannabækurnar og Nýja testamentið fara saman í bindi tvö.” Kári er líka með Þorláksbiblíu frá 1644 upp í hillu og Steinsbiblíu frá 1728 og svo er á safninu merkileg biblía, sem er sú fyrsta, sem var ekki gefin út á Íslandi heldur í Kaupmannahöfn, Væsenhús biblían. „En allar þessar biblíur, þessar fjórar eiga það sameiginlegt að þær eru fágæti,” segir Kári. Biblíurnar eru mjög heillegar og líta virkilega vel út miðað við aldur og fyrri störf.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kári segir mikið listaverk að sjá hvernig biblíurnar hafa verið bundnar inn og hvað þær eru allar heillegar. „Þetta er algjörlega stálheilt, þetta er alveg fullkomið eintak og þetta er svo bundið inn með fullkomnum hætti líka.” Og Kári segir að almenningur muni geta skoðað allar biblíurnar í sérstöku rými, sem er verið að gera klárt í Safnahúsinu en það verður vonandi klárt í lok sumars eða í haust. En er hægt að meta til dæmis í peningum verðmæti biblíusafnsins? „Verðmæti í mínum huga þegar ég horfi á þessar bækur, þá eru verðmætin þessi ótrúlegi menningararfur, sem hér er fólgin, ég sé ekki önnur verðmæti. Þá er það líka nú þannig að þær hafa lifað nákvæmlega vegna þess að þjóðinni þótti vænt um þetta, annars hefði þetta bara horfið,” segir Kári. Nú er verið að gera svæði klárt í Safnahúsi Vestmannaeyja þar sem allar biblíurnar verða til sýnis fyrir almenning, vonandi í lok sumars eða haust.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vestmannaeyjar Trúmál Þjóðkirkjan Söfn Menning Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Sjá meira
Safnið er geymt vel og vandlega í húsnæði Safnahús Vestmannaeyjum og tilheyrir bókasafni bæjarins. Hér er Kári forstöðumaður safnsins á leið í læstu bíblíugeymsluna í kjallara safnsins til að sýna gersemarnar en bækurnar eru í eldtraustri geymslu. Biblíurnar eru gjöf frá Ágústi Einarssyni, fyrrverandi prófessor og rektor við Bifröst, sem hann gaf safninu til minningar um föður sinn, Einar Sigurðsson, eða Einar ríka eins og hann var oftast kallaður. „Við eigum með þessari gjöf allar bíblíuútgáfurnar, hverja einustu biblíu, allar þessar tíu, sem hafa komið út. Og hér er fyrsta biblían, Guðbrandsbiblía frá 1584 en eintakið átti Jón Helgason, biskup,” segir Kári Bjarnason, forstöðumaður Bókasafns Vestmannaeyja og bætir við. „Og það er sérstakt við hana að hún er bundin inn, sem tvær bækur. Yfirleitt er Guðbrandsbiblía bundin inn, sem ein bók en hérna er hún skorin þannig að Spámannabækurnar og Nýja testamentið fara saman í bindi tvö.” Kári er líka með Þorláksbiblíu frá 1644 upp í hillu og Steinsbiblíu frá 1728 og svo er á safninu merkileg biblía, sem er sú fyrsta, sem var ekki gefin út á Íslandi heldur í Kaupmannahöfn, Væsenhús biblían. „En allar þessar biblíur, þessar fjórar eiga það sameiginlegt að þær eru fágæti,” segir Kári. Biblíurnar eru mjög heillegar og líta virkilega vel út miðað við aldur og fyrri störf.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kári segir mikið listaverk að sjá hvernig biblíurnar hafa verið bundnar inn og hvað þær eru allar heillegar. „Þetta er algjörlega stálheilt, þetta er alveg fullkomið eintak og þetta er svo bundið inn með fullkomnum hætti líka.” Og Kári segir að almenningur muni geta skoðað allar biblíurnar í sérstöku rými, sem er verið að gera klárt í Safnahúsinu en það verður vonandi klárt í lok sumars eða í haust. En er hægt að meta til dæmis í peningum verðmæti biblíusafnsins? „Verðmæti í mínum huga þegar ég horfi á þessar bækur, þá eru verðmætin þessi ótrúlegi menningararfur, sem hér er fólgin, ég sé ekki önnur verðmæti. Þá er það líka nú þannig að þær hafa lifað nákvæmlega vegna þess að þjóðinni þótti vænt um þetta, annars hefði þetta bara horfið,” segir Kári. Nú er verið að gera svæði klárt í Safnahúsi Vestmannaeyja þar sem allar biblíurnar verða til sýnis fyrir almenning, vonandi í lok sumars eða haust.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Vestmannaeyjar Trúmál Þjóðkirkjan Söfn Menning Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Sjá meira