„Litu bara á þetta eins og hefði verið keyrt á kind“ Tómas Arnar Þorláksson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 15. júlí 2024 22:01 Atli Már Jóhannsson, einn skipuleggjandi mótmælanna, og Ólafur Kr. Guðmundsson umferðarsérfræðingur. Vísir/Viktor Freyr Hópur bifhjólamanna safnaðist saman á Korputorgi til að mótmæla slæmum skilyrðum fyrir akstur þeirra á vegum landsins. Hann krefst þess jafnframt að einhver axli ábyrgð á mistökum við vegagerð sem leiddu til banaslyss tveggja bifhjólamanna á Kjalarnesi árið 2020. Fréttamaður leit við meðan bifhjólafólkið safnaði sér saman. Atli Már Jóhannsson er einn skipuleggjandi mótmælanna. Hann segir ástæðuna fyrir því að par hafi fallið á veginum og látið lífið að nýlagt malbik á veginum hafi engan veginn verið í lagi, miklar bikblæðingar hafi verið í gangi. Klippa: Mótorhjólafólk mótmælir „Vegagerðin og viðbragðsaðilar, 112 og fleiri, vissu af þessu en það var ekkert gert. Svo núna, tæplega fjórum árum síðar, kemur tilkynning um að enginn verði látinn axla ábyrgð,“ segir Atli. Mótmælendur séu að vekja athygli á því. Hver er það nákvæmlega sem á að axla ábyrgð? „Í þessu tilfelli eru það fjórir aðilar. Vegagerðin, sem er veghaldarinn, Malbikunarstöðin [Höfði], þeir sem lögðu þetta út og kannski eftirlitsaðilinn líka, sem stimplar upp á að þetta sé allt saman í lagi,“ segir Ólafur Kr. Guðmundsson umferðarsérfræðingur, sem einnig var mættur niður á Korputorg. Skilaboðin voru: „Axlið ábyrgð“.Vísir/Viktor Freyr „Ég fór í gegn um allar skýrslurnar og hef verið að berjast fyrir malbiksmálum í mörg ár áður en þetta varð. Og þetta er alltaf sama málið, það ber enginn ábyrgð.“ Hann segir að ef ökumenn geri mistök í umferðinni sé farið í mál vegna manndráps eða annars slíks. „Sama þarf að vera þarna til að menn beri ábyrgð á því sem gerist. Svo getur verið að menn séu sýknaðir og þá er það bara svoleiðis. En þetta var rannsakað og niðurstaðan hefur sjaldan verið eins tær og í þessu máli,“ segir Ólafur. Frá mótmælunum í kvöld. Vísir/Viktor Freyr „Malbikið var gallað og menn vissu það í marga daga. Það var búið að hringja inn og vara við því en menn gerðu ekki neitt. Litu bara á þetta eins og hefði verið keyrt á kind,“ bætir hann við. Til stóð að haga mótmælunum þannig að ökumenn bifhjólanna myndu stöðva umferð á Kjalarnesi, svæðinu þar sem slysið varð. Eftir að Vegagerðin tilkynnti um malbikun á veginum á Kjalarnesi var ákveðið að mótmælendur myndu taka rúnt frá Korputorgi að höfuðstöðvum Vegagerðarinnar í Garðabæ og koma fyrir miða á glugga byggingarinnar með skilaboðum. Skilaboð bifhjólamanna til Vegagerðarinnar. Vísir/Viktor Freyr Samgönguslys Vegagerð Umferðaröryggi Reykjavík Banaslys á Kjalarnesi 2020 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Sjá meira
Fréttamaður leit við meðan bifhjólafólkið safnaði sér saman. Atli Már Jóhannsson er einn skipuleggjandi mótmælanna. Hann segir ástæðuna fyrir því að par hafi fallið á veginum og látið lífið að nýlagt malbik á veginum hafi engan veginn verið í lagi, miklar bikblæðingar hafi verið í gangi. Klippa: Mótorhjólafólk mótmælir „Vegagerðin og viðbragðsaðilar, 112 og fleiri, vissu af þessu en það var ekkert gert. Svo núna, tæplega fjórum árum síðar, kemur tilkynning um að enginn verði látinn axla ábyrgð,“ segir Atli. Mótmælendur séu að vekja athygli á því. Hver er það nákvæmlega sem á að axla ábyrgð? „Í þessu tilfelli eru það fjórir aðilar. Vegagerðin, sem er veghaldarinn, Malbikunarstöðin [Höfði], þeir sem lögðu þetta út og kannski eftirlitsaðilinn líka, sem stimplar upp á að þetta sé allt saman í lagi,“ segir Ólafur Kr. Guðmundsson umferðarsérfræðingur, sem einnig var mættur niður á Korputorg. Skilaboðin voru: „Axlið ábyrgð“.Vísir/Viktor Freyr „Ég fór í gegn um allar skýrslurnar og hef verið að berjast fyrir malbiksmálum í mörg ár áður en þetta varð. Og þetta er alltaf sama málið, það ber enginn ábyrgð.“ Hann segir að ef ökumenn geri mistök í umferðinni sé farið í mál vegna manndráps eða annars slíks. „Sama þarf að vera þarna til að menn beri ábyrgð á því sem gerist. Svo getur verið að menn séu sýknaðir og þá er það bara svoleiðis. En þetta var rannsakað og niðurstaðan hefur sjaldan verið eins tær og í þessu máli,“ segir Ólafur. Frá mótmælunum í kvöld. Vísir/Viktor Freyr „Malbikið var gallað og menn vissu það í marga daga. Það var búið að hringja inn og vara við því en menn gerðu ekki neitt. Litu bara á þetta eins og hefði verið keyrt á kind,“ bætir hann við. Til stóð að haga mótmælunum þannig að ökumenn bifhjólanna myndu stöðva umferð á Kjalarnesi, svæðinu þar sem slysið varð. Eftir að Vegagerðin tilkynnti um malbikun á veginum á Kjalarnesi var ákveðið að mótmælendur myndu taka rúnt frá Korputorgi að höfuðstöðvum Vegagerðarinnar í Garðabæ og koma fyrir miða á glugga byggingarinnar með skilaboðum. Skilaboð bifhjólamanna til Vegagerðarinnar. Vísir/Viktor Freyr
Samgönguslys Vegagerð Umferðaröryggi Reykjavík Banaslys á Kjalarnesi 2020 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Sjá meira